Reykjavík - 03.10.1908, Qupperneq 3
REYKJAVIK
175
Hinn fíngerðasti vefn- ,
aður er aldrei svo vandaður
að ekkl sé alveg óhætt að þvo
hann með Sunlight Sápu.
Hvítt iéreft verður hvítara og
mislit föt verða miklu skærarl
þegar Sunlight Sápa er brúkuð.
Þegar grænsápa hefur skemt
föt yðar og
upplitið mis-
Ptiia þvottinn,
munið þá
orðið:
jSunlight.
I 670
hverju. Undir skólunum eru þjóðbrif
vor að miklu leyti komin. En sér-
staklega óska ég þess, að æðri skól-
arnir renni sem fyrst saman, að ex
trinitate verði sem fyrst unitas — uni
versitas.*)
Að svo mæltu set ég lagaskólann,
og býð jafnframt þá 6 stúdenta vel-
komna, sem sótt hafa um inntöku á
skólann.
Og svo leyfi ég mér loks að votta
háttvirtum gestum okkar kennaranna,
sérstaklega ráðherranum, sem stutt
hefir lagaskólamálið svo vel, beztu
þakkir okkar fyrir að þeir hafa sæmt
fyrsta spor skólans með návist sinni
Alberti-lmeykslið.
Það kom eins og þruma úr heið-
skýru lofti yfir flesta menn í Danmörku.
Að vísu hafði verið imprað á því af
ýmsum andstæðingablöðum stjórnar-
innar, einkum „Politiken", að Alberti
hefði ekki sem hreinast mél í pokan-
um, og hefði jafnvel gert sig sekan í
þjófnaði og skjalafölsun. En almennt
höfðu menn ekki lagt trúnað á það,
að minnsta kosti ekki haldið að krögg-
ur Albertis væru meiri en svo, að hon-
um myndi takast að smjúga frá þeim.
En hinn 8. síðasta mánaðar, gaf hann
sig sjálfur fram, og játaði á sig fjár-
svik og fölsun.
Hann sem áður hafði verið einna
voldugastur maður meðDönum, dóms-
málaráðherra, geheimekonferenceráð m.
m., gerði sjálfan sig uppvísan, að þeim
stórkostlegasta þjófnaði og svikum, sem
iengi hefir heyrst um getið.
Það var að búast við að mönnum
brygði í brún, jafnvel mestu mótstöðu-
menn Albertis gátu naumast búistvið
að hrun hans yrði svo gifurlegt. Að
hann í einu vetfangi hrapaði frá hæstu
tindum valda og metorða niður í neðsta
djúp glæpa og fyrirlitningar!
Að hann ekki einu sinni steypti sjálf-
um sér og ýmsum áhangendum sínum
’) Aö úr þrenningunni verði sem fyrst
eining — háskóli.
í glötun, heldur gjörði þjóð sinni þá
smán, sem seint verður afmáð.
En þetta áttu að verða forlög þessa
manns, sem að ýmsri atgerfi, dugnaði,
og skarpleika, bar höfuð og herðar yf-
ir flesta danska stjórnmálamenn.
Yér skulum nú nánar skýra frá
hneyksli þessu, og þeim drögum er að
því liggja.
Fjársvik Albertis
liggja í þvi að hann hefir stolið úr sinni
eigin hendi yfir 13 miljónum króna
af fé sem honum var trúað fyrir, þessi
íjársvik hafa ekki byrjað í seinni tíð,
heldur fyrir 14 árum síðan um það
leiti sem Alberti fór fyrst að láta til
sín taka í stjórnmáíum.
Alberti var formaður fyrir Bænda-
sparisjóðnum sjálenzka, mikilli pen-
ingastofnun, sem hefir allt að 40 mil-
jóna innlögum, hafði hann tekið við
því starfi eftir föður sinn. Ennfremur
var hann formaður hins mikla smjör-
útflutningafélags, er flytur smjör frá
Danmörku til Bretlands. Af báðum
þessum stofnunum hefir hann stolið
fé því, er vér gátum um.
Hann réði yfir sjóðum þessara stofn-
ana, og hafði blandað reikningum þeirra
saman, tekið frá annari til að þekja
stuldin hjá hinni, þegar reikningsskil
voru gerð. Og smám saman, eftir því
sem tímar liðu fram, varð stuldur þessi
stærri og stærri. Upphaflega munu
kröggur Albertis hafa stafað af tjóni
sem hann beið af blaði sínu „Danne-
brog“, kosningamútum og öðru þess-
háttar, en er þrengja tók að honum,
hugðist hann að græða á því að kaupa
amerikönsk gullnámuhlutabréf, sem
hann stórtapaði árlega á. Þetta fjár-
gróða brask, sem alltaf mishepnaðist.
mun hafa kippt undan honum fótunum.
Seinast þegar Albertí þurfti að
gera grein fyrir Bændasparisjóðinum,
neyddist hann tií þess að gripa til þess
óyndisúrræðis, að falsa skjal, yfirlýs-
ingarskjal frá stjórn Privatbankans, þar
sem sagt var að Bændasparisjóðurinn
ætti geymd í Privatbankanum skulda-
bréf, sem næmu 9 miljónum króna.
Undir skjal þetta falsaði hann nöfn
þeirra Larsens og Withe bankastjóra.
Skjal þetta vakti athygli Stage end-
urskoðara, en er hann viidi grenslast
eftir hjá Privatbankanum, hvort svo
væri, sem skjal þetta segði, fékk hann
þar ekkert svar upp á spurningu sína.
Alberti hafði áður tilkynnt stjórn Pri-
vatbankans að þetta væri misskilning-
ur, Stage vævi klaufi að tala og þetta
hefði verið mismæli hjá honum. Það
lét stjórn Privatbankans sér nægja, þar
sem yfirlýsing þessi kom frá sjálfum
dómsmálaráðhorranum.
Loks gat Alberti til viðbótar tælt
Christensen forsætisráðherra, sem hafði
tröllatrú á honum, til að lána spari-
sjóðnum hálfa aðra miljón af fé rík-
isins.
Með þessurn brögðum gat Alberti
fleyzt um tíma, en þegar að því var
komið að öll sund voru lokuð, þegar
öll svikin hlutu að komast upp, fór
hann sjálfur til lögreglunnar, til að
játa á sig glæpinn:
Hinn nýji fjármálaráðherra Nergaard
hafði sem sé krafist borgunar á ríkis-
láninu og 10: september átti að leggja
reikninga sjóðsins fram.
Alberti hafði því einungis að velja
á milli byssukúlunnar og þess, að gefa
sig fram sjálfur, og fá með því móti
vægari hegningu en ella.
---—». ■ ■ —----
Smælki.
IsafolcL er farin að stía sauðunum
og höfrunum sundur.
26. f. m. flytur hún langan vað-
al, sem hún kallar: »Hvenær seg-
ir ráðherrann af sér?«
Hún getur þess þar til meðal
annars, að ráðherrann muni ætla
að reyna að fá framkomið ein-
hverjum af þeim breytingum, sem
orðaðar hafa verið. En er nú eft-
ir kosningasigurinn ekki meiri al-
vara en svo, að hún smánar ótil-
tekinn fjölda af liðsmönnum sín-
um.
Blaðið kemst þannig aðorði:
»Hann (ráðherrann) muni ætla
að bjóðast til að bindast fyrir ein-
hverjum þeim hrejdingum, sem
hann gjörir sér von urn, að e i n-
h v e r j i r hinna lítilsigldari og
deigari sjálfstœðismanna sætti sig
við«.
»ísaf.« gjörir ekki að eins ráð
fyrir því, að einstaka litilsigldur
og deigur maður, fmnist i þingliði
því, sem hún fer með eins og hún
eigi það. Hún gengur út frá því,
að þeir séu margir. »Einhverjir
hinna lítilsigldari og deigari«. Hún
g'jörir meira að segja ráð fyrir því,
að þeir séu að minsta kosti 6.
Lægri tölu nægir ráðherranum ekki
að hafa í viðbót við frumvarps-
menn til þess að hafa meiri hluta.
Þeir sem eru líklegir til að meta
meir heill og hag föðurlandsins en
flokksvipu »ísaf.«, eru kallaðir
»lítilsigldir og deigir«, en hinir vafa-
laust hugumstórir og hugprúðir.
Yanalegt »ísafoldar« mál.
Skólarnir
voru settir 1. þ. m. Nemendafjöldi
í þeim er sem hér segir:
Á lagaskólanum eru þessir stú-
dentar:
Böðvar Jónsson stúdent frá 1901.
Jón B. Jónsson — — 1902.
Jón Sigtryggsson — — 1908.
Ólafur Lárusson — — 1905.
Páll E. Ólason — — 1905.
Sigurður Sigurðss. — — 1908.
Á læknaskólannm eru 16 stúdentar.
Á prestaskólanum eru 5 stúdentar.
Á stýrimannaskólanum eru 12 nem-
endur.
Á verzlunarskólanum verða um 50
nemendur.
Á kennai*askólanum eru mill 50 og
60 nemendur.
Á liinum alm. menntaskóla eru um
80 nemendur.
Á kvennaskólanum eru yfir 50
nemendur.
Á barnaskólanum eru um 750 börn.
€ggert Claessen,
yfirréttarmálatiutningsmaður.
Póstflnisstp. 17. Talsími ltfi.
Yenjulega heima kl. 10—11 og 4—5.
Ödýrt fæði,
aðeins 30,00 kr. mánaðarl. frá 15.
oktbr. I*orbj. S. lCicriiig-,
Miðstræti 8. [—l.nóv
Gott fseði fæst keypt á Hveríisgötu 33
frá síðasta septeraber þ. á.
Sveinborg Kr. Armannsdóttir.
Gruðrún S. Árraannsdóttir.
Arkitekt — Bygmester,
Torvet 9™ Tlf. 6379. Kristiania.
Leverer Tegninger til alle Slags
Huse og Opförer alle Slags Byg-
ninger i Mur som Træ til rimelige
Priser.
Kommissinær for Kjöb af alle
Slags Bygnings-artikler.
[13 sinn.
Brauðsala
er hyrjuft í Þingjioltsstfrætfi 26.
n ý kouií<) stfórtf órval i
Tjarnargötu 3.
Þar eru einnig settir upp og lag-
aðir brúkaðir hattar. Gjörðir sem
nýjir og eftir nýjustu tízku.
Kristin Biering.
Heima fel. 9 árd.—fel. 7 sídd.
_____________________[—46
Eldh.ússtúlka
óskast í vist nú þegar hjá
Landsímastj ónanum.
Ef þér viljið lifa Iengi,
þá eigið þér að muna eptir því, að
ekkert læknislyf, sem hingað til hefur
verið uppgötvað til að varðveita heilsu
mannkynsins, getur jafnazt á við hinn
heimsfræga heilsubótarbitter
14ína-lífs-clixír.
Tæring-.
Konan mín, sem mörg ár hefur
þjáðst af tæringu og leitað ýmissa
lækna er við stöðuga notkun Kína-
lífs-elixírs Waldemars Petersens orðin
til muna hressari og eg vona, að hún
nái heilsu sinni algerlega við áfram-
haldandi notkun þessa ágæta elixírs.
J. P. Arnorsen.
Hundested.
Taugagigtf.
Konan mín, sem io ár samfleytt
hefur þjáðst af taugagigt og tauga-
sjúkleika og leitað ýmissa lækna árang-
urslaust er við notkun hins heims-
fræga Kína-lífs-elixírs Waldemars Pet
ersens orðin albata.
J. Petersen timburmaður.
Stenmagle.
Hin stærstu gæði lífsins eru
heiibrigði og ánægja.
Góð heilsa er öllu dýrmætari, hún
er nauðsynlegt hamingjuskilyrði. Heil-
brigði gerir lífið á sinn hátt jafndýr-
mætt, eins og veikindi gera það aumt
og ömurlegt. Allir sem vilja varð-
veita þá heilbrigði líkamans, sem er
skilyrði fyrir hamingjusömu lífi eiga
daglega að neyta
K.ína-lífii-clixírs,
sem frægur er orðinn og viðurkennd-
ur um allan heim, en varió yður
á lélegum og gagnslausum eptirstæl-
ingum.
Gætið þess nákvæmlega, að á ein-
kennismiðanum sé hið lögverndaða
vörumerki: Kínverji með glas í hendi
og merkið í grænu lakki á flösku-
stútnum.