Reykjavík - 10.11.1908, Blaðsíða 3
REYKJAVIK
199
forsetakosning
i Bandaríkjunum í Ameríku fór fram
hinn 4. þ. m. Sá heitir William
Hovard Taft er kosningu hlaut, með
atkvæðum 302 kjörmanna. Gagn-
sækjandinn, Biyan, hlaut 181 atkv.
Taft er rúml. fimtugur að aldri
fæddur 15. sept. 1857, og af bænda-
fólki kominn. Prófi í lögfræði iauk
hann árið 1880 og hefir alla jafna
siðan verið mjög við opinber mál
liðinn i Bandar. og síðastl. 4 ár verið
hermálaráðgjafi Bandaríkjanna.
Hve mikils álits Taft hefir notið í
Bandar. að undanförnu má meðal
annars marka af þvi að falið var
honum á hendur að verja málstað
Bandar.m. í deilunni við Engl. um
fi>kiveiðaréttinn í Beringssundi. En
þeim deilum lauk svo að B.r.menn
höfðu sigur, og hefir þó ekki þótt
smámennum hent að sækja gull í
greipar Jóni Bola.
Taft var landsstjóri B.r.m. á Filipps-
eyjum, þegar þeir tóku þser af Spán-
verjum. Þótti hann ráða þar bæði
viturlega og skörulega fram úr deil-
um og flokkadráttum eyjarskeggja.
Til Cuba sendi stjórn B.r. hann þegar
uppreist varð þar nú fyrir 2 árum síð-
an og kom Taft þar á friði og spekt.
Mörgum öðrum vandasömum störf-
um hefir Taft haft að sinna en jafn-
an leyst þau svo af hendi að hann og
þjóð hans hafa hlotið sæmd af.
Og nú hefir þjóðin falið honum veg-
iegasta starfið sem hún á ráð á —
sett hann í forsetastólinn.
Bókmentir.
Heiöarhýlid. Saga
eftir Jón Trausla.
[Frh.].
Eins og ég hefi áður tekið fram,
eru persónurnar nokkurar hinar sömu
í ,Heiðarbýlinu“ og í fyrstu skáldsögu
höfundarins, Höllu.
oooooooooooooooocoooc
Klukkur, úr og úrfestar,
j aömuleiðis pull og •ilfurekraut-
i pripl borgar sigr hezt að kaupa &
Laugavegi nr. 12.
Jólianu Á. Jóuaaaon.
Heiðarbýlið lýsir sambúð Höllu við
Ólaf sauðamann, æfi hennar og kjörum
uppi undir reginfjöllum, hæst upp undir
heiðarbrún.
Höfundur rekur þar Jjóst í sundur
sorgarsögu Höllu, bæði hið innra og
ytra og greypar hana, í umgjörð, hinnar
einmana, hrjóstrugu, tröllslegu fjalla-
náttúru. Það er íullkomið samræmi
á milli þeirrar náttúru sem höf. sýnir
manni þar og lífs Höllu, og lýsingar
höf. á þessari náttúru eru oft skrif-
aðar af snild.
Strax í innganginum tekur höf að
lýsa hinni einkennilegu íslenzku nátt-
úru, sem nú sé farin að gleymast
mönuum.
Aður hafi menn þekt þessa náttúru
og elskað hana, en nú sé hún næstum
gleymd. Því áður hafi þjóðleið Islend-
inga legið um landið, nú liggi hún
um sjóinn fyrir utan firði og framnes.
í þessari iýsingu sýnir höf. svo fall-
ega eðli þessa lands og þessarar þjóðar,
að ég get ekki stilt mig um að taka
nokkrar iínur upp :
„Tröll bjuggu í. nipum fjallanna,
þar sátu þau fyrir ferðamörmurn og
kváðu kviðlinga. Þau átu smaiamenn
á jólanóttunni; eu þau sprungu af
harmi, ef vinir þeirra brugðust þeim.
Útilegumenn sátu þar óðul sin í
afdölum, sem Skuggavaldur skýldi fyrir
bygðarmönnum. Þeir gjörðu mönnum
gjörninga og viltu þá, glímdu við þá
og báru af þeim. En þegar í raun-
irnar rak voru þeir vinir þeirra".
Einrnitt þessu máli talar íslenzk
náttúra til íslendinga, máli forneskju-
æfintýrsins. Og einmitt þarna sýnir
höfundur það, sem flestum íslendingum
er svo skylt: — Don Quixote-eðlið.
En það er í því falið að kýtast og ýfast
við öllu, ráðast á vindmyllurnar eins
og þær væru herkastalar, en hafa þó
gott og riddaraiegt hjarta innst inni.
Þetta eðli er og í fullu samræmi við
náttúru lands vors. Og Halla hefir
töluvert af þessu eðli.
Annars kennir meiri tilgerðar í þess-
um inngangi en annarsstaðar í bókinni.
Setningar eins og „þar brosa grænir
hvammar og grösugir balar, fossandi
lækir og fiskirík vötn“ finnast mér of
„lyriskar" í góðu óbundnu máli.
En þessa gætir ekki nema í byrjun-
inni, þegar höf. hefir verið svo mikið
niðri fyrir, að honum hefir fundist hann
þurfa að grípa til ljóðsins til að létta
á sér.
Annars má höfundur kaltast hafa
rólegan stíl, þótt stíllinn só enn þá,
eins og áður hefir verið, hin veika
hlið höfundarins. En stórkostlegar
framfarir eru þó frá fyrii bókum hans
í þessu efni. Svo maður getur bráð-
um vonast eftir að sjá bækur hans
ritaðar með þeim stýl, sem er við hæfi
hinnar ótvíræðu skáldgáfu höfundarins.
Efni sögunnar er í fám orðum
þetta :
Haila er gift Ólafi sauðamanni og
þau eru í húsmensku á bæ einum í
sveitinni, þar sem presturinn elskhugi
hennar var. Hún etur barnið þar, en
óttasi. þá strax að það muni líkjast
svo mjög prestinum föður sínum, að
hún vill fyrir hvern mun flytjast burtu
úr sveitinni. Þess vegna fær hún Ólaf
til að flytja á kot, sem i eyði hafði
staðið, kot sem lá einmana lengst upp
undir heiði i fjarlægri sveit. Bar þótt-
ist hún örugg með barnið, og sérstak-
lega örugg fyrir því að sóma hennar
og sérstaldega prestsins vœri horgið.
Þá mundi ekkert slúður komast á gang
um samfarir hennar og prestsins.
Þess vegna iætur hún ekki skíra
barnið í sveitinni sinni, og rýfur sig
upp um hávetur svo að segja, til þess
að komast sem fyrst í kotið.
Þau fá erfitt veður á leiðinni og
koma að kofunum köldum og óvist-
legum. Afleiðingin verður sú, að
barnið veikist, og deyr. En við það
verður breyting á hug Höliu. í stað-
inn fyrir að lifa fyrir sig sjálfa, fyrir
einstaka ástvini, vaknar hjá henni löng-
un til að gjöra öðrum gott, vinna fyrir
aðra. Og á þvi hefir hún byrjað með
að taka sveitaraumingja, hálfruglaða
telpu, sem heitir Salka, og er lýst af
frábærri snild í bókinni.
Og maður býst við að þessi kona
(Halla) sem svo mikið virðist i spunnið,
efni það heit sitt, finni jafnvægið í því
að vinna öðrum gagn, gjöra öðrum
gott. Að minsta. kosti um hríð.
En þar endar sagan, eða réttara sagt
söguþráðurinn. [Framh.j.
---——» . « « tm
Sálgahóllinn hjá jlum.
E f t i r
Henrik Pontoppidan.
[Úr bók hans: Skyer, Skildringer fra
Provisoriernes Dage].
(Frainh.). ■——
Ef menn koma þangað upp kyrrlátt
sumarkvöld um sólarlag, þegar sólin
roðar hvern vatnspoll og skurð, svo
að vatnið verður til að sjá sem brætt
smjör; þegar kirkjurnar til og frá um
hæðirnar fara að klaka sem hvit hæns;
þegar stúlkur með stóra skyggnishatta
á höfðum koma syngjandi eftir engja-
stígunum með mjólkurgrindur á sín-
um breiðu herðum og styðjandi hönd-
um a sínar þriflegu mjaðmir; þegar
kinnamiklir piltar tölta á sínum stóru,
þunglamalegu hestum útúr þorpunum
og dingla tréskónum glaðlega á stóiu
tánum ; þegar mýrainar fara að brugga
og engjarnar að spinna, og froskarnir
að snúa kvörnum sinum — — geta
menn ætlað sig komna til undralands,
þar sem alt sé í friði og eilífri sælu.
Beint niður undan iiggur ílavatn
niðurgraflð milli öidóttra hæða — jafn-
notalega og friðsamlega sem smjör-
klumpur í grautarskál. í austurenda
vatnsins speglast hvítir húsgaflar þorps-
ins, og yfir stráþökin gægist rauða
dverghúfan á kirkjuturninum. Þar að
baki liggur vegur meðfram ævagöml-
um eikum alt upp til íla eða ílabæjar,
þorpsins forna erfðafjanda; það er hið
mosavaxna höfuðból Juuisættarinnar,
og er rétt eins og það af samvizku-
biti íeli sig í þéttum og myrkum lundi
bækitrjáa og grenitrjáa. Að eins skyggð
málmkúla efst á turntindi hailarinnar
gnæfir yfir hin háu tré sem sívakandi
varðmannsauga.
Öldum saman hafa bændabýli og
höfuðból legið svo hvert gegnt öðru
og nálega ætíð í illdeilum. Ýmist fóru
leigðir hermenn frá höfuðbólinu niður
eftir veginum fram með eikunum, vopn-
aðir sverðum og löngum kesjum, til þess
að binda bændurna sem svin. Ýmist
voru það bændur, sem hlupu á nætur-
þeli yfir hallargryfjurnar með kylfum
og þungum öxum til þess að þakka
herramönnunum hjartaniegafyrir siðast.
Því að allraelztu bændur í ílum voru
herskáir menn; þeir eyddu hálfri æf-
inni á hafinu við fiskveiðar og þaðan
voru þeir vanir að eiga í höggi við
bylgjurnar, ýmist, eða útlenda ræn-
ingja, er strandhögg gjörðu, stundum
líka hver við annan. Og ekki mistu
þeir lystina til þess að berjast fyrir
sjálfstæði sínu, þegar þeir komu á land.
Um þær mundir höfðu þeir hvorki
varnarfélög né öxagildi, og eigi voru
þá heldur neinir farandsmalar til þess
að halda við frelsisguðmóði þeirra. Þeim
var það sjálfrátt að sparka frá sér,
þegar einhver sté of ómjúkt ofan á þá.
Frelsishvöt dýranna var þá enn ósofnuð
hjá þeim. Þeir rufu samtaka það ok,
er á þeim þyngdi, og ráku harma sinna
vægðarlaust, og datt ekki í hug að
rannsaka fyrst hvorki nein gömul né
endurskoðuð grundvallarlög né heldur
leita íyrir sér í katekismum, hvenær
leyfilegt væri að hofja uppreist.
Tvisvar brendu þeir ílabæ, svo að
múrarnir einir svartir stóðu eftir, og
drógu þaðan herramennina upp á
GáJgahól, þar sem þeir höfðu sjálfir
látið úthella svo miklu blóði. Þar af-
kiæddu þeir fyrst herramennina inn að
skinni, rifu síðan tunguna úr þeim,
opnuðu því næst magann, svo að
iðrin hnigu rjúkandi niður eftir knján-
um, og festu að lokum með svæsnum
gleðilátum þeirra virðulegu kroppa efst
upp í gálgann til fæðslu hungruðum
hröfnum.
En þeir tímar eru löngu — löngu
liðnir!
Nú hafast ílabændur við eingöngu
á landi og sjáifstæðisbarátta þeirra er
nú með meiri menningarbrag.
Nú láta þeir smíða samkomuhús,
setja upp skóla, stofna félög, koma á
sparisjóðum, brunasjóðum og enn fleiri
sjóðum — alt t.il verndunar frelsinu.
En fyrst og síðast halda þeir fundi.
Alstaðar og alla tíma halda þeir ræður.
Þegar mikið er um að vera, fara þeir
í stórum hópum upp á hinn sögurika
Gálgahól og reisa þar höggpall vorra
tíma, ræðustólinn, en þaðan afklæða
forustumenn þeirra, svo að fagnaðar-
ópum iýstur upp frá samkomunni,
óvini sína hverri röksemd, húðstrýkja
þá siðan með hvössustu orðum tung-
unnar, Jimlesta skýringar þeirra, og
ofurseJja að lokum vægðarlaust nöfn
þeirra og heiður hungruðum blaða-
snötum.
Og þegar heíndargirninni hefir verið
svalað á þá lund, lyftir Zakaríassen
kennari upp sinni almáttku hendi —
kveða þá við Bjarkamál hin fornu yfir
dalinn úr kverkum hugfanginna manna:
„Vakið, vakið, halir harðir,
hlaupið upp og spennið gjarðir!“
[Framh.].
Bókbanðsverksto|an
á Laugaveg 24
hefir til sölu 1‘úsuml ára rainuingar-
bréf íslands eftir Benedikt Gröndal.
Björn Gunnlaugsson : Njóla. Einnig
eru útvegaðar aliar íslenzkar bækur
sem fáanlegar eru.
Hlutaveltuseðlar fást þar við mjög
lágu verði.
Viiðinvarfyllst.
Jónas Sveinsson.
________________________[3svarah.bl.]
Borð, gott og vandað, fæst með góðu
verði. Ritst'ióri ó vísar.
Siiðastliðið Laugardagskvöld fanst í
miðbænum „kvenn-úr“ með „festi“. úitja
má gegn fnndarlaunum i Hegningarhúsið,
Stofa til leigu fyrir einhleypann á
Njálsgötu 30B
€ggert Claessen,
yfirréttarmálaílutningsinaður.
Póstliússtr. 17- Talsími 1«.
Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5.
Agæt taða úr Eyjafirði er til
sölu með lágu verði. — Ritstj. vísar á.