Reykjavík - 23.01.1909, Blaðsíða 1
1R k j a v í k.
Útbreiddagta blað landsins.
ilpplaB yfir 3000.
Laugardag 23. Janúar 1909
Askrifendnr í bœnum
yfir IOOO.
X, 3
ALT FÆST í THOMSENS MAGASÍNI. ^
Ofna off eklavélar selur Kristján Þorgrimsson.
AugnlækniRg ók 1. og 3. þrd. 2—3 á spital.
SaJhúsið virka daga 8—8.
Biskopsskrifstofa 9—2.
Borgarstjóraskrifstofa 10—3
Bréfborflur um bæino 9 og 4.
Bónaflarfélagifl 12—2.
Bæjarfógetaskrifstofa 9—2 og 4—7.
Bæjargjaldkera8krifstofa 11—3 og 6—7.
Bæjarsiminn v.d. 8—10, sunnud. 8—7.
Bókasafn Alp.lestrarfél. Pósthósstr. 14, 5—8.
Fomgripa8afnifl mvd. og ld. 11—12.
Hlutabankinn 10—2‘/e og 5*/a—'7.
Lagaskolinn ók. leiðbeining 1. og 3. Id. 7-8 e.m.
Laadakotsspitalino Mfl/a—12 og 4—5.
Landsbankinn lO'/s—2^/a.
Land8békasafnifl 12—3 og 7—8.
Landskjaiasafnifl á þrd., fmd. og Id. 12—1.
t-and8jófl8gj.k. 10-2, 5-6, þrjá 1. d. í m. 10-2, 5-7.
LandS8Íminn v.d. 8—9, sunnud. 8—11 og 4—6.
Lækna8kólinn ók. lækning þrd. ogfsd. 11—12.
Náttúrugripasafnifl sunnud. l*/a—2'/s.
Pésttmsifl 8-2 og 4—7.
Stjéraarráflifl 10—4.
Sflfnunarsjólur 1. md. i mán. kl. 10.
Tannlækning ók. í P.str. 14, 1. og 3. md. 11—12.
..REYKJAVlK"
Árg. [mlururt 60 tbl.] kostMr inaanlanda 3 kr.; cHendia
1i *. $,50—4 eh.—*1 doll. Sé borgað fyrir 1. Júlí, 1 kr. af*l.
AiUflýsing€Lr innlondnr; 4 1. bU. kx. 1,50;
3. og 4. bl*. 1*36 — Útl. mng1. MVi'/o h»rr*. —
Afciiáttur nJ mtni. «f míkid «r Bugiýst.
Útg«f.: Hlntnfélngid „R^ykjarík**.
Afvroiðtlomftðtir og gjnldkeri Lúóvik Jakobsson,
laækfargÖto t» A (bðkveralun Ouðm. Gamalíelssonar).
Talsimi S6.
E4tjrtj6ri Guðlaturftwon.
iSitðurgötn 1. Talalmí 19$.
Rltstj. ..Reykjsvíkur'
er að hitta á skrifstofu blaðsins í
Læbjargðtn 6A (uppi) kl. 12—2 f.m.
TaLsími !M>.
Heima í Snðurgðtu 2 frá 4—5 e. m.
TalsÍJni 19».
Afgreiðskim. og gjaldkera ,Rvíkur‘
er að hitta á virkum dögum i Lækjar-
götu 6 A kl. 8—10 f. h. og kl. 12—3
og 5—6 e. h. Talsimi 36.
flagSkðnu-pilitikin.
Það er meira ábyrgðaiefni en
margan grunar að rita og ræða um
islenzk stjórnmál. Þjóðin er svo
lítil og fátæk, að maður verður að
tara að hætti fátækiinganna oft og
tiðum, lægja kröfurnar og reyna
að sníða sér staklv eftir vexti.
Maður verður að athuga hvar skór-
inn kreppir mesi að og reyna að
hæta úr því eftir megni. áður en
maður ræðst i stórræðin.
Kn líti maður yfir það sem ritað
er og rætt um islenzk stjórnmál,
kemst maður oft og tiðum að þeirri
sorgiegu nidurstöðu, að ekkert er
sumum stjórnmálamönnum vorum
fjarlægara en varfærni ogskynsam-
leg ihugun.
Það er eins og' þeim þyki það
hreystilegra að vaða i belg og biðu
um mestu tjarstæður, heldur en að
ihuga hvað er vit og hvað er óvit.
Svo eiga menn á hættu þetta
voðalega, sem allir römmustu i-
haldsmenn vorir óttast eins og
sjálfan kölska — nefnilega að vera
kallaðir ihaldsmenn, ef menn ekki
eru nógu stórorðir, nógu langt frá
skynseminni.
Þess vegna nota íhaldsmfenn
vorir þau vopn, að eggja þjóðina
á ýmsar kröfur, spana hana og
æsa til fylgis við þær, sem þeir vita
fyrir fram að ná aldrei fram að
ganga.
Með þvi geta þeir tafið fyrir þjóð-
inni, með því geta þeir komið
henni aftur á bak þegar hún á að
sækja fram.
En að neyta slikra vopna — að
svíkja lit — er afleiðing hinnar
dýpstu siðspillingar, sem allir góðir
íslendingar verða að gera sitt til
að útrýma og fletta ofan af.
Og þess er full þörf að gera það
nú, því það eru einmitt þessi vopn
sem notuð eru nú, þegar verið að
er telja þjóðiua á að hafna hinu
mikla og holla sjálfstæði, sem henni
býðst með frumvarpi millilanda-
nefndarinnar. Sumir gera þetta
viljandi, einmitt af þeim hvötum
sem vér bentum á, en margir aðrir
munu fylgja þessum mönnum i
hjartans einfeldni og með biindandi
augum.
Það eru fyrst og fremst þær sálir,
sem fengið hafa ýms frelsissiagorð
inn i höfuðið, sem þeir ekki skilja
en trúa á, og halda þvi að þeir
fari eftir hjartans sannfæringu.
Personalunion og skilnaður hata
til dæmis verið trúarbrögð en ekki
skoðun, nú um nokkurn tíma.
í öðru lagi eru það þeir, sem
blektir hafa verið til að trúa því,
að sá mikii frelsisauki sem vér
fáum með lrumvarpinu, sé ófrelsi
og innlimun. Þessir menn eru
Qæktir inn i sérfræðisvaðal, sem
þeir ekki skilja, eins og vonlegt er,
þar sem þeir skilja minst ofl og
tfðum, sem um málið rita.
Ef þessir menn vilja nú að eins
horfa á málið frá almennu sjónar-
miði, á því sviði sem þeir sjáltír
ráða yfir, þá munu þeir fljótt sjá
að það er verið að blekkja þá
herfilega, það er verið að fá þá til
að gera það sem þeir vildu sizt
gera, tá þá tii að svikja ættjörð
sína.
Þeir munu sjá að það er flagð-
konu-pólitik sem hér er að verki.
Afturhaldsseggirnir, sem hrópa
nú niður með frumvarpið og upp
með persónusamband, eru eins og
flagðkonurnar voru í gamla daga.
Þær brugðu sér í fíki fagurra meyja,
og tældu oft vaska riddara til að
giftast sér, til þess að drepa þá og
éta þá á eftir.
En sjálfstæði íslenzku þjóðar-
innar er of dýr réttur fyrir þvílíka
stjórnmálamenn, að minsta kosti i
augum allra þeirra, sem unna landi
sínu og þjóð.
Og öllum slíkum mönnum er
ljóst að eins og ástand þjóðar vorrar
er nú, er ekkert vit í þvi að láta
þjóðina vera að eyða tíma sínum
og kröftum til að eltast við að ná
i það stjórnarfyrirkomulag, sem
þjóðin er ekki vaxin og öllum hefir
illa reynst.
Því þjóðinni verður að skiljast
að persönusambandið, sem altaf
er verið að tala um, er ekkert ann-
að en skilnaður, og þar að auki
dýrara en skilnaður, eins og Guðm.
læknir Hannesson sýndi fram á í
bók sinni »Afturelding«.
Á hinn bóginn er ekki þess að
dyljast, að aukið sjálfstæði, eins og
vér fáum með frumvarpinu, er
stór framior frá því sem nú er, og
getur hjálpað oss stórkostlega til
menningar og framfara.
Að hafna því væri að setja sterk-
ar skorður fyrir framförum Islands
um næstu ár.
Og frumvarpsféndur geta ekki
boðið landinu upp á annað en þann
kost, að sitja með það fyrirkomu-
lag sem nú er — eða þá skilnað,
Vér köllum þá frumvarpsféndur
sem að eins vilja personalunion,
en ekki hina sem vilja Ireista hvort
breytingar fáLst á frumvarpinu.
Vér viðurkennum réttmæti þeirr-
ar stefnu, svo framarlega sem hún
ekki gengur svo langt að vilja hafna
frumvarpinu, ef breytingar fást ekki.
í því væri ekkert vit, eins og
bent helir verið á, því svo skal böl
bæta, að bíða ei annað verra.
Og hér er sannarlega nóg að laga i
landinu, nóg bönd að höggva, þó þ jóð-
in sé ekki að lcika sér að því að kasta
framfaraskilvrðum frá sér, til þess
að rifast enn á ný í hálfa öld um
sambandsmálið.
Verzlun vor mættí t. d. lagast.
Hún er mestöll orðin i höndum
útlendra manna. og mikið af henni
i höndum Dana.
Þar hefðnm vér not fyrir skiln-
aðinn.
Sjávarútvegur vor er i kalda
kolum, og landbúnaðurinn hefir
lengi verið á fallanda fæti.
Alt þetta er meiri þörf á að laga
heldur en að vera að hrópa upp
um skilnað. þegar oss býðst fult
sjáltstæði, og alt þetta er meira
virði en allir »gömlu sattrnálar**
heimsins.
Þettaeru hin sönnu skilyrði þess,
að skilnaðardraumur islenzku þjóð-
aiinnar rætLst einhvern tima.
Meðan atvinnumálin og lifsskil-
yrðin eru jafn-bágborin og þau eru
hér, væri það sá mesti voði sem
þjöðina gæti hent, annaðhvort að
búa við þraungt stjórnarfýrirkomu-
lag, sem aftrar eðlilegum þrosku
hennar, eða þá að bylta á sig þeim
ógurlega kostnaði, sem af skilnaði
leiðir, þó á ekkert annað sé litið.
og hættunni sem af því gæti hlotizt
sé slept.
Þann voða er skylda allra sannru
íslendinga að benda þjóðinni á.
Þjóðin verður að vara sig ú þvi
að framtíðardraumar hennar.verði
ekki gerðir að tálgröf, sem flagð-
konupólitíkin grefur henni.
Falli hún í þá gröf er hætt við
að dagarnir verði sólarlitlir — eins
og Axlar-Björn komst að orði.
Vér vonum að það komi ekki til.
Vér vonum að þingið frelsi þjóð-
ina frá hættunni, og þjóðin verði
framvegis heyrnnæmari fyrir rödd
skynseminnar, og hins sanna fram-
faravilja.
Erlend símskeyti
tll ..Kvíkur—.
Kaupmaa nahöf n 23. Jan.
Hedin kominn heim. Tekið á
móti honam með mestu viðhöfn.
Roshdestvensky dáinn.
■!•
Sven Hedin er heimsfrægur sæníikui
landkönnunarmaður. Hefirhannundan-
farið verið að ferðast um Asíu, i Thib-
et meðal annars. Um eitt skeið vai
hann talinn dauður í ferð þessari. Geta
má nærri að honum sé tekið með
virktum, eins og skeytið segir, þegar
landar hans hafa hann úr helju heimtan.
fíoshdestvensky var yfir-aðmírali
Rússa í Japanska-stríðinu og beið ó-
sigurinn mikla þegav Japanar gjöreyddu
rússneska flotanum.
Næi* fjæi*.
Bátur fórst. hinn 20. þ. m. á leið-
inni frá Reykjavík til Kjalarness. Veður
hafði verið heldur gott fyrri hluta dags-
ins, en skall á með ofsarok og byl kl. 2,
nokkru eftir að báturinn lagði af stað
frá Eeykjavík. Bátnum hvolfdi ekki
langt frá landi upp við Kjalarnes, og
voru engin tiltök að bjarga, enda víst
engiíin bátur í landi. llrukknuðu bát-
verjar allir, 5.
Þeir voru þessiv :
Ouðmundur hreppstjóri Kolbeinssoti
frá Ksjubergi, mesti myndar- og dugn-
aðarbóndi, lætur hann eftir sig ekkju
og 9 börn, flest. óuppkomin.
Arni Björnsson bóndi í Móum, sömu-
kdðis dugnaðarbóndi. Hann átti og
mörg bórn, en flest þeirra munu vera
uppkomin.
Unglingspiitur framan af Seltjarnar-
nesi, frá bænum Hæðarenda, Sigurður
Sveinsson að nafni; var hann að fara
i kynnisfðr upp á Kialarnes.
Systur tvær, Jónína og Sigurlauq
að nafiii, dætur Sigurjóns frá Saltvík,