Reykjavík - 23.01.1909, Page 3
REYKJAVIK
11
mmu
PETTA ER
HIJN!
Sunlight Sápa er sápan
sem yöur vantar i þvotta-
húsið og á heimiliö.
Meö Sunlight þarf als ekki
aö nugga, hún varöveitlr
hendurnar frá þvl aö veröa
hrufóttar
peninga
Hin leyöinlega
stritvinna við
þvottabalann
veröur yöur til
skemtunar, ef pér
brúkiö
Sunllght Sapu.
i5 ybi
pakka til pruíu
og sparar
yðar og föt.
fanst dauður um fótaferðatfma síðasta
sunnudag. Lá hann í fjörunni, ekki
alllangt frá bæjarbryggjunni. Halda
menn að hann hafi fallið út af bryggj-
unni og annaðhvort rotast eða drukknað.
Veður var hið versta, bæði kafald og
hvassviðri. Magnús heitinn var hnig-
inn á efra aldur, hafði hann áður verið
bóndi á Álptanesinu og hreppstjóri þar
um mörg ár.
Lestrarfálagíð
nýja, sem hefir aðsetur sitt á Hótel
ísland, hefir orðið margar bækur og
góðar. Er tilgangur þess, að geta að
mestu leyti fullnægt lestrarþörf Reyk-
víkinga, og tekur það því við öllum,
sem vilja gerast meðlimir þess. Nýjir
meðlimir gefi sig fram við magister
Ágúst Bjarnason eða Svein máiafærzlu-
mann Björnsson.
Miíærishn!
Hus óskast til kaups, helzt i Vesturbænum.
.lörð til sölu i Reykjavik.
Hús i austurbænum til sölu, sama sem engin útborgun.
a|3 Elng'ey til sölu. Skifti geta átl sér stað.
Um ofanskrifað má semja við kaupmann
Bjarna Jónsson,
Laugaveg 30 A.
|3svar
Kaupmannaböfn
Stofnsett 1870.
VI. Schájcr 8 Co. eothersgade 14.
Ulekaiiisk skóverksmidja og heildsölu-fordi
af öllum venjulegum tegundum af karla-, kvenna- og barnaskóm,
skóhlífum og ílókaskóm. Sterkleiki, gott snið, lægsta verð.
Bezta samband fyrir útsölumenn.
ikautafélagið
hefir stofnað til kapphlaupa á tjörn-
inni hinn 81. þ. m., ef veður leyfir.
Hadur slasaðist
hér á höfninni í gær, úti í kola-
skipinu ,,Firda“. Datt kolasekkur ofan
á hann og braut fótinu. Maðurinn
heitir Guðmundur Gíslason, verkamaður
hér í bænum.
Bsej arstj ór nar anu á 11.
Byggingarnefndargj'órðin samþykt,
nema útmælingu til steinolíufélagsins
frestað.
Synjað uni styrk til barnaskólans í
Bergstaðastræti, en samþykt að börn
í þeim skóla fái að njóta ókeypis sund-
kenslu, og borgarstjóra falið að reyna
að útvega börnunum ókeypis böð.
Skrautgarðsnefndin skýrði frá, með
hvaða kjörum garðstæðið fengist.
Tillögur fjárlaganefndar samþyktar
með því skilyrði, að lúðrafélagið léki
ekki sjaldnar en að undanförnu ókeypis.
Útsvör var samþykt að lækka, og láta
vinnukonur greiða útsvar.
Heilbrygðisfulltrwi var kosinn Júlíus
læknir Halldórsson. Laun hans voru
ákveðin 600 kr.
EUistyrkur var veittur Ólafi Ólafs-
syni frá Lækjarkoti 300 kr., í viður-
kenningarskyni fyrir langa starfsemi í
þarfir bæjarins.
Fólkstala
í Reykjavík er nú 10968.
V eðurskýrsluágrip.
jan. Rv. íf. Bl. Ak. Sf. Gr.
17. -f- 2.0 -f- 2,7 -f- 1,9 = 4.6 -f- 1,7 - 5,0
18. -f- 0.6 H- 3.2 -f- 2.0 -f- 4.0 -f- 0.2 - 4,0
19. = 2,0 -f- 3,5 = 4,5 -f- 3,0 +- 1,3 - 6.5
20 + 4.5 + 2,6 + 5,3 3,5 -f- 3,3 - 5,0
21. + í.o -f- 6,1 -f- 1,1 -f- 0 5 + 2,0 - 5,0
22. 0,0 -h 1.9 = 0,1 -f- 1,0 -f- 2,3 - 5,4
23. + 1,6 + 0,7 + 1,6 + 2,0 + 4,7 - 4,0
Rv. = Reykjavík, íf. = Ísaíjörður Bl. =
Blönduós, Ak. = Akureyri, Sf. = Seyðis-
fjörður, Gr. = Grimsstaðir á Fjöllum.
Cggcrt Claessen,
yfirréttarmálatlutningsiuaöur.
Pósthússtr. 17. Talsími ÍO.
Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5.
JARÐARFÖR Jóns sál. Jóuassonar
rakara fer fram frá heimili hans Nr. 3
á Laugavegi. miðvikudag 27. þ. m. kl.
IR/2 f. h.
Aðalfundur
hlskipaábyrgðarfél. við Faxaflóa
verður haldinn í Bárubúó Mánud.
8. febr. kl. 5 e. h.
Ársreikningar framlagðir, kosinn í
stjórn 1 maður og 3 virðingamenn.
Breytingar á lögum félagsins verða
bornar npp á fundinum, en áður sendar
prentaðar öllum fólagsmönnum.
Tryggvi Gunnarsson.
Jónas Gnðlaugsson flytur fyrirlestur
um
V erðandi-menn,
á morgun í „Iðnó“ kl. 6 e. m.
Prentvillur í ,Rvík‘ 16. þ. m.
í greinipni „Sambandsmálið" í næst-
neðstu málsgrein í 2. dálki: meiri hlut-
anum les: minni hlutanum.
í 4. dálki efst á 2. síðu : ,á morgun*
les: á mánudaginn. — í sambandi við
það, skal þess getið. að vinur E. M.
hór í bænum, mun hafa hlaupið undir
bagga á síðasta augnabliki, svo fjár-
námsgjörðin fer að líkindum ekki fram
i þetta skifti.
Auglýsendur,
sem þurfa að auglýsa eftír að „Vesta“
er komin, eru beðnir að koma aug-
lýsingum sínum til blaðsins í síðasta
lagi á Mánudagskvöld.
R
»Hálfa aðra rúblu skuluð þér fá, og renturnar borgist fyrirfram;
séuð þér ánægður með það, þá —«
»Hálfa aðra rúblu?« kallaði hinn ungi maður hissa upp yfir sig.
»Nú, þér ráðið sjálfur!« — Með þeim orðum fékk kerlingin hon-
um úrið aftur. Hinn nngi maður tók við því, og varð svo gramur
að það var næstum þvi komið að honum að fara burt. En svo hugsaði
hann sig um : hann hafði engin önnur ráð, og svo var það ekki ein-
ungis þess vegna sem hann var kominn hingað.
»Komið þér þá með peningana 1« sagði hann rustalega.
Kerling tók lyklakippu upp úr vasanum, og gekk inn í hitt her-
bergið, bak við dyratjaldið.
Hinn ungi maður stóð nú einn i herberginu, og hlustaði forvit-
inn og gat sér til um hvernig öllu myndi varið;
©Pað hlýtur áreiðanlega að vera i efstu kommóðuskúffunni;
lyklana hefir hún alla í hægri vasanum . . . þeir eru dregnir upp á
stálhring. . . Einn lykillinn er miklu stærri en hinir; hann gengur
auðvitað ekki að kommóðunni. í*ess vegna hlýtnr að vera kista eða
skatthol þar inni. Það er bezt að muna það. Slíkir lyklar eiga oft
að kistum . . . Svei, viðbjóður, viðbjóður og svívirðing er þetta 1« datt
honum alt í einu i hug.
Kerlingin kom inn aftur.
»Þarna, faðir litli; tín prósent af hálfri annari rúblu, eru fimtán
kópek á mánuði, og borgast fyrirfram. Svo eru þessar 2 rúblur frá
því áður, fyrir þær borgið þér 20 kópek. Það eru þvi 35 kópek til
samans. Eftir því eigið þér að fá eina rúblu og fimtán kópek út á
úrið. Gjörið þér svo vel!«
»Bara eina rúblu og fimtán kópek. Hvað?
»Já, einungis það!«
Hinn ungi maður gerði ekki fleiri athugasemdir, en tók við
peningunum. Hann horfði á kerlinguna, og hraðaði sér ekkert til
brottferðar. Það var eins og hann ætti eftir að segja eða gera eitt-
hvað, en vissi ekki gjörla hvað það var.
»Það getur vel skeð að ég komi til yðar seinna i dag«, Aljona
Ivanowna, með annan pant; ég á mjög snoturt vindlahvlki úr silfri. . .
kunningi minn, sem ég lánaði það, lofaði að skila þvi i dag«. Hann
stóð kyr og þagði.
»Einmitt það; það getum við rætt um seinna, faðir litli«.
þaðan i þönkum sinum. Þá var hann ekki farinn að trúa á liug-
myndasmið sína, hann belgdi sig bara upp af hinni iskyggilegu, kitl-
andi frekjn hugmyndarinnar. Nú aftur á móti, eftir að mánuður var
liðinn, var hann farinn að líta alt öðrum augum á málið. Þrátt fyrir
öll eintölin sem hann kvaldi sjálfan sig með, um það, hve huglaus
og framkvæmdarlaus hann væri, var hann srnátt og smátt farinn að
venja sig við að telja liið »ískyggilega hugmyndasmíð« framkvæman-
legt, þótt hann væri ekki enn þá orðinn viss um hvað hann myndi gera.
Og i dag ætlaði hann einmitt að gera tilraun um fyrirtæki sitt,
athuga möguleikana fyrir framkvæmd þess, svo óróleiki hans óx við
hvert skref er hann steig áfram.
Með hjartslætti og titring í öllum taugum, var hann kominn að
gríðarstóru húsi, sneri önnur hlið þess að sýkinu en hin að götunni.
Húsinu var öllu skift í smá-íbúðir, og ibúarnir voru alt fátækari iðn-
aðarmenn og þess háttar fólk. í báðum portdyrunura og inni í húsa-
garðinum mættust þeir sem komu og fóru i sífellu. Þrír eða fjórir
húsverðir voru þar til að hafa eftirlit með öllu, sem fram fór.
Hinn ungi maður taldi sig hamingjusaman, að hann mætti engum
þeirra, og læddist hljóðlega gegnum garðinn og upp stigann til hægri
handar. Stiginn var þröngur og dimmur, kannaðist hann við það
frá fyrri komum sinum. Hann hafði athugað híbýlin, og féll þau vel
i geð; það var engin hætta á að forvitin augu mættu honum í slíku
myrkrí. »Hvernig skyldi fara fyrir mér, ef ég einhvern tima fram-
kvæmi verkið, þegar ég er svona hræddur nú strax ?« . . . hvarflaði
honum í hug, meðan hann klifraði upp á Qórða loft. Hér urðu fyrir
honum uppgjafadátar og götuslarkarar, sem báru húsgögn út úr her-
bergjunum. Honum var kunnugt um að þar bjó þýzk embættismanns-
flölskylda. »Nú, Þjóðverjinn er þá að flytja; þá verður ekki búið í
öðru húsnæði á fjórða lofti en því sem kerlingin býr í, um lengri
tíma. Það er heppilegt. . . hverju sem fram vindur« . . . hugsaði
hann og hringdi dyrabjöllunni hjá gömlu konunni. Bjallan hafði
dauft, þurt hljóð, næstum því eins og hún væri úr blikki. Hann
hafði gleymt hvernig hljóð hún hafði, nú fanst honum eins og hún
minti sig á eilthvað. . . Það fór titringur um hann, svo óstyrkar
▼oru taugar hans orðnar. Dyrunum var strax lokið upp, en að eins
i hálfa gátt. Gegnum gáttina starði sú sem húsum réði tortryggnislega
á komumann, og það einasta sem sást af henni i myrkrinu, voru tvö