Reykjavík

Issue

Reykjavík - 27.02.1909, Page 3

Reykjavík - 27.02.1909, Page 3
REYKJAVIK 39 flesta gamla flokksbræður mína, af mér óskiljanlegum ástæðum, hafna því og lítilsvirða, sem vér skömmu áður höfðum álitið harla gott, en vart gert oss nokkra von um að ná nema eftir langa og harða baráttu. Og það er svo langt frá því, að ég telji framkomu hins hæstv. ráð- herra i sambandsmálinu vítaverða, að það er sannfæring mín, að hann eigi skilið heiður og þökk allra góðra íslendinga fyrir hana, og að þettá verði viðurkent er stundir líða fram og hitinn, sem nú er í mönnum rokinn út, og þessi framkoma hans álít ég að geti vegið upp á móti mörgum yflrsjónum. Þvi hafði verið haldið fram af andstæðingum ráðherrans, að hann hefði talið Dönum trú um, að vér íslendingar myndum sætta oss við lítilfjörlegar breytingar á sambandinu milli landanna og þess getið til, að hann í því máli myndi reka sleitu- lega réttar íslands. En í sambandslaganefndinni varð það oss öllum íslendingunum bert, að ráðherrann hafði aldrei geflð Dön- um minstu átyllu til að ætla, að vér mundum sætta oss við minni um- bætur en þær, sem andstæðingaflokk- ur hans hafði krafist, er hann fór lengst í kröfum sínum, og fyrir þeim kröfum beittist hann með þeim gáf- um, mælsku og lipurð, sem jafnvel andstæðingar hans játa að hann hafi til að bera. Ég veit að umræður um þetta mál hafa engin áhrif á úrslit þess. Þau eru fyrirfram ákveðin og skal ég því eigi þreyta deildina á lengri ræðu. Aðeins vildi ég mega segja hin- um hæstv. ráðherra, að ég öfunda hann af því, en ann honum þess, að falla á þessu máli, og það er óbif- anleg sannfæring mín, að hann fái síðar uppreisn. Hinum háttvirta. meiri hluta vildi ég mega benda á það, að það er þýðingarmikil ákvörðun, sem hann ætlar nú að íara að taka. Ekki af því, að ég telji það lífsskilyrði fyrir þjóðina, að hinn núverandi ráðherra haldi völdunum framvegis, eða það varði svo miklu, hver eftirmaður hans verður, þótt ég geti eigi neitað því að óviðurkvæmilegt væri að sjá, ég vil ekki segja einhverja hræðu, held- ur einhvern liðlétting í sæti Hann- esar Hafsteins — en þó gæti svo farið, því skilið gæti ég það, þótt beztu menn flokksins kynokuðu sér við að taka við forustunni — heldur vegna sambands þess, sem hún er í við sambandsmálið, sem vekur kvíða hjá manni fyrir því, að flokkurinn muni eigi bera gæfu til að leiða það til farsællegra lykta, heldur ef til vill leiða þá ógæfu yfir land, vort, sem væri verri en svarti dauði. Nær og íjær. Aðalfnndur Búnaðarfélagsins var haldinn laugardaginn 13. febrúar. Forseti mintist Guðjóns heitins Guð- mundssonar ráðanauts og taldi félag- inu mikla eftirsjá að honum. Tóku fundarmenn því með því að standa upp. Þessir reikningar lagðir fram fyrir árið 1908: Reikningur Búnaðarfélags íslands, sjóðsleifa Búnaðarfélags Suðuramtsins, gjafasjóðs C. Liebe, búnaðarsjóðs Aust- uramtsins og Búnaðarskólasjóðs Aust- uramtsins. Forseti skýrði í sambandi við fyrsta reikninginn frá framkvæmdum félags- ins árið sem leið. Til ræktunarfyrirtækja hafði verið varið alls kr. 23443,33 Til kynbóta .... — 5958,86 Utanfararstyrkur var veittur alls ... — 3480,00 Félagsstjórnin lagði þá fram tillögu um það, að veittur yrði styrkur til að gefa út búfræðibækur, sem einkum séu miðaðar við kenslu á bændaskólanum, en geti þó orðið bændum alment til fræðslu. Hún lagði ennfremur til, að varið yrði alt að 1000 kr. til að styrkja stofnun kornforðabúrs til skepnufóðurs. Telur þau nauðsynleg fyrir þau héruð, sem ís getur varið aðflutninga fram á vor. Hefir stjórnin lagt til við Stjórn- arráðið, að á fjárlagafrumvarpinu fyrir árin 1910 og 1911 verði heimilað að veita lán úr landssjóði með hagkvæm- um kjörum til slíkra forðabúra. Ýms mál voru síðan rædd og tóku margir til máls. Eftirfarandi tillögur voru samþyktar flestar eða allar í einu hljóði. 1. Fundurinn skorar á búnaðarþingið að hlutast til um, að menn eigi kost á leiðbeining í búreikningsfærslu. 2. Fundurinn leggur til, að eftir lok ársins 1910 verði á sýningum, sem Búnaðarfélag íslands styrkir að ein- hverju leyti, að eins það sauðfé sæmt verðlaunum, sem er frá heimilum, þar sem þrifaböðun alls sauðfjár hefir átt sér stað veturinn áður. 3. Fundurinn skorar á búnaðarþingið að hlutast til um, að komið sé á fót kenslustöðum í súrheys- og sætheys- gerð og í annari heyverkun. 4. Fundurinn skorar á búnaðarþingið að eiga hlut að því, að koma því til leiðar, að skip með kælirúmi fáist til ferða milli íslands og Englands um sumar og haustmánuðina, til að flytja út smjör og nýtt kjöt. 5. Fundurinn skorar á búnaðar- þingið að taka til íhugunar, hvort Búnaðarfélag íslands getur ekki gert eitthvað til þess að rannsaka gildi inn- lendra áburðartegunda með mismun- andi aðferð og mismunandi staðháttum. 6. Fundurinn skorar á búnaðarþing- ið að taka til íhugunar, hvort ekki verði við komið byrjunartilraunum með til- högun með áveitu á engjum. 7. Fundurinn skorar á búnaðarþingið að taka til íhugunar, hvers konar iyrir- komulag á peningshúsum muni vera hentugast; og gera ráðstafanir til þess, að verðlaun yrðu veitt fyrir haganleg peningshús og áburðarhús. Þá voru kosnir 2 nýir fulltrúar í stað M. Stephensen landshöfðingja og Jóns búfr. Jónatanssonar og hlutu kosn- ingu Guðm. próf. Helgason og Eggert Briem bóndi í Viðey. Varafulltrúar voru kosnir Sigurður Sigurðsson og Halldór Vilhjálmsson. Yflrskoðunarmenn : Björn Bjarnason í Gröf og Magnús Einarsson dýralæknir. Urskurbarmenn: Júlíus Havsteen amtm. og Kristján háyfirdómari Jóns- son endurkosnir. Pingkosning fer fram á Seyðisfirði að nýju þann 9. n. m., og skulu fram- boð koma í hendur kjörstjórnar fyrir 3. s. m. Talið víst að frambjóðend- urnir verði þeir sömu og áður. SUfiU t>Að ER ENOJN FYRIRHÖFN MEð SUNLIQHT sAPU. Eins og sólin upplýsir húsið svoleiðis upplýsir Sunlight Sápa vinnu dagsins. Sunlight Sápa þýðir sparnab af tíma og peningum. tlún er ódvr í verði og rnikill sparnaður við að brúka hana. Fylgift abeins fyrirsögninnl sem stendur á hver|um pakka og Sunlíght mun gera afganginn, * 24 21 án þeirra vera sjálf, eða haldið þér ekki það? Já, hver er yðar skoðun, hæstvirti herra? Hún má auðvitað til með að vera þrifin, og sá þrifnaður, þessi alveg sérstaki þrifnaður—já, þér skiljið hvað ég á við? — hann kostar peninga. Skiljið þér? Nú, og svo auðvitað hársmyrsl, alveg ómissandi! Ennfremur stífaðar skyrtur, dýr og falleg stígvél, til þess að hún geti teygt. fram litlu, fallegu fæturna, hvenær sem hún þarf að stikla yfir pollana á götunum. Skiljið þér, skiljið þér, herra ininn, hve dýrt þess konar hreinlæti er? Gott og vel, svo hefi ég sjálfur, faðir hennar, haft út úr henni þessa 30 blóðpeninga til að svalla fyrir! — og drekka . . . og núna er ég búinn að drekka þá upp. . . . Hvernig í dauðanum getur nokkur lifandi maður haft meðaumkvun með öðrum eins manni og mér — ha? Segið mér, hæstvirti herra, vorkennið þér mér eða ekki? Já, segðu það bara, kunningi, vorkennirðu mér eða ekki? Hí, hí, hí!« Hann ætlaði að fara að hella í glasið, en það var ekkert eftir, flaskan var tóm. »Já, þú ert nú maður, sein á skilið meðaumkvun!« kallaði veitingamaðurinn, sem var kominn aftur til þeirra. Hlátur og skammaryrði gullu við úr öllum áttum. Áheyrend- urnir ýmist lilóu eða þeyttu úr sér skömmunum og hinir hlóu líka, þótt ekki væri nema af því, hvernig hann var útlítandi þessi afsetti embættismaður. »Kenna í brjóst um mig! hvers vegna ættu menn að kenna í brjósti um mig?« öskraði Marmeladow, stóð alt í einu upp, og hreyfði hendina í sveig frá sér numinn, eins og þetta væri orðið, sem hann hefði beðið eftir; »hvers vegna er ég brjóstumkennanlegur? Nei, vissu- lega ekki, það er engin ástæða til að kenna í brjósti um mig! Menn mega krossfesta mig, krossfesta, já, en ekki aumkvast yfir mig. Já, dæmið hann, krossfestið hann, krossfestið hann, en jafnframt því að þér krossfestið hann skuluð þér vorkenna honum! Þá fel ég mig sjálfur í hendur ykkur, til krossfestingar, því mig þyrstir ekki i nautn og gleði, heldur í sorg og tár. . . Knæpustjóri! Getur þú ímyndað þér að þessi flaska þín hafi veitt mér gleði? . . . Nei, hrygð, hrygð er það, sem ég leita að á botni hennar, hrygð og tár — og það hefi ég fundið og fengið! Hann, sem aumkvast yfir alla, þekkir alla og alt, hann sá eini, sem er dómari alls þess sem lifir, hann mun aumkvast yfir oss! Sá dagur mun koma, er hann mun spj'rja: og, guð minn góður, hvílík gleði varð þegar ég sagði frá, að ég aftur væri tekinn í vinnu og fengi laun! . . . « Marmeladow þagnaði aftur yfirkominn af geðshræringu. í því kom inn mannQöldi að utan. Þeir höfðu með sér spiladós, og sjö ára gamalt barn söng chutorok*) með hásum rómi. Ys og þys varð fyrir neðan; veitingamaðurinn og þjónarnir voru að stjana undir nýja gestinum. Marmeladow hélt áfram frásögu sinni án þess að líta við þeim, sem komu. Það var auðsjáanlega farið að svífa á hann, en því druknari sem hann varð, því meira óð á honum. Það var eins og hann lifnaði við, og gleðisvip brygði fyrir í andliti hans þegar hann hugsaði til hinna nýju afreka sinna á embættisbraut- inni. Raskolnikow hlustaði á og tók vel eftir. »Já, svona var því nú komið fyrir hér um bil fimm vikum síðan, já . . . . Ekki höfðu þær Katrín Ivanowna og Sonetjska fyr komist eftir þessu, en mér fanst ég vera kominn beint lil himna! — Já, guð minn góður, já! — Aður, þegar ég lá þarna eins og skepna . . . . eintóm hrakyrði! En nú gengu menn á tánum. Börnunum var skipað að halda sér í skeQum; »Semjon Sacharitsch er kominn af skrifstofunni og er þreyttur; hann er að hvila sig; . . . Uss . Uss!« Ég fékk kaffi áður en ég færi á skrifstofuna; kaffi með fló- uðum rjóma út í! Heyrið þér, tæran rjóma. Þær höfðu keypt hann. Og hvernig þær hafa farið að nurla saman á ný. þokkaleg vinnuföt handa mér — ellefu rúblur og fimtíu kopek — það skil ég ekki enn i dag. Sko, stígvél, brjóst úr sértingi, ljómandi einkennisbúning, alt á ellefu og hálfan og úr bezta efni. — Fyrsta daginn, sem eg kom af skrifstofunni, hafði Katrín Ivanowoa tvo rétti matar handa mér: súpu og soðið kjöt — það var í fyrsta skifti að slíkt kom fyrir okkur! Hún átti aldrei neitt að fara i . . . enga flík! — og nú var hún búin að dubba sig upp, eins og hún ætlaði í veizlú og hafði ekki flaustrað það! Hún gat skapað eitthvað úr engu! Hárið var vandlega greitt, hún var með hreint hálslín og hreint handlín — og hún er eins og breytt, yngri og fallegri, hún er ekki sami maður lengur! Sonetska, blessunin litla, lét okkur fá fé til lífsuppeldis. »Það samir mér ekki að koma oft til ykkar framar« sagði hún, »bara svona við og við i rökkrinu, þegar enginn sér mig«. Já, heyrið þér *) Alþektur rússneskur söngur. Sín'

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.