Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 27.03.1909, Blaðsíða 1

Reykjavík - 27.03.1909, Blaðsíða 1
 X., 16 Útbreiddasta blað landsins. Upplag yfir 3000. Laugardag 27. Marz 1909 Áskrifendur í b æ n u m yffir 1000. X., 16 KT ALT FÆST 1 THOMSENS MAGASÍNI. TBl Ofna Og eldayélar selur Kristján Þorgrimsson. Augalsekning ók. 1. og 3. þrd. 2—3 á spítal. Balhúsii virka daga 8—8. Kosning prests í 2. prestsembættid við dómkirkfuna fer fram i barnaskólabyggingu Reykfavikurbœjar laugar- daginn 3. n. k. (3. apríl); hefst kl. 10 árdegis. Kjalarnesprófastsdœmi. p. t. Reykjavík 19. marz 1909. c3ens <3*álsson. Bi8kup$skrifstofa 9—2. Bargarstjóraskrifstofa 10—3. Bókasafn Alþ.lestrarfél. Pósthússtr. 14, 5—8. Bréfburlur um bæinn 9 og 4. BúnaðarfélagiQ 12—2. Bæjarfógetaskrifstofa 9—2 og 4—7. Bæjargjaldkera8krif8tofa 11—3 og 5—7. Bæjar8Íminn v.d. 8—10, sunnud. 8—7. Fomgripasafnið mvd. og ld. 11—12. .slandsbanki 10—2l/a og 51 /2—7. Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. Id. 7—8 e.m. Landakotsspítalinn 10'/->—12 og 4—5. Landsbankinn 101/*—2lp. Landsbókasafnið 12—3 og 7—8. Landskjalasafnið á þrd., fmd. og ld. 12—1. Landsjpðsgj.k. 10-2, 5-6, þrjá 1. d. í m. 10-2, 5-7. Landssíminn v.d. 8—9, sunnud. 8—11 og 4—6. Læknaskólinn ók. lækning þrd. og fsd. 11—12. Náttúrugripasafnið sunnud. l'/a—21/*. Pósthúsið 8—2 og 4—7. Stjórnarráðið 10—4. Söfnunarsjóður 1. md. í mán. kl. 5. Tannlækning ók. í P.str. 14, 1. og 3. md. 11—12. -REYKJAYÍK" Arg. [minnst 60 tbl.] koatar innanlands 3 kr.; erlendii kr. 3,50—4 sh.—l doll. Sé borgað fyrir 1. Júlí, 1 kr, afsl. Auglýsingar innlendar: & 1. bli. kr. 1,50; 3. og 4. bls. 1,35 — Útl. augl. 33l/»°/o h»rra. — Afsláttur að mun, ef mikið er auglýit. Útgef.: Hlutafélagið „BeykjaTÍk“. Afgreiðslumaður og gjaldkeri Lúövík Jakobsson, Lækjargötu 6A (békyerzlun Guðm. Gamallelssonar,). Talsími 86. Ritstjóri Jónas Griiðlaugsson, Suðurgötu 2. Talsími 199. Ritstj. „Reykjavíkur“ að hitta á skrifstofu blaðsins í •jsekjargötu 6A (uppi) kl. 12—2 e. h. Talsími 36. Heima í Suðurgötu 2 frá 4—5 e. m. Talsími 199. Afgreiðslum. og gjaidkera ,Rvíkur‘ er að hitfa á virkum dögum í Lækjar- götu 6 A kl. 8—10 f. h. og kl. 12—3 og 5—6 e. h. Talsími 36. Eins og kunnugt er, hefir herra Sveinn Björnsson lagt fyrir alþingi tilboð nokkurt frá hinu danska guíuskipatélagi »Thore« í Kaup- mannahöfn. Aðalefni þessa tilboðs er þetta: 1. að landssjóður gerist hluthafi í þessu félagi að 500 þús. krónum, en félagar »Thore«-félags að 300 þús. krónum. 2. að »1 hore«-félagið selji skip sín landssjóði fyrir 850 þús. krón. eða fyrir það verð, sem óvilhallir dómkvaddir menn meti, og 3. að hlutir landssjóðs í félaginu verði forréttindahlutir. Tilboð þetta hefir að vísu verið nokkuð rætt hér í blöðum, og sýnt hefir verið fram á það hæði í »Lögréttu« og »Reykjavík«, að það væri mesti háskagripur. Samt sem áður er margt enn þá ótalið, sem finna má tilboði þessu til foráttu. og mörg atriði ónefnd, sem standa í svo nánu sambandi við það, að tilboðið væri ótakandi — hversu gott sem það væri annars — fyrr en þau atriði eru nánar íhuguð.— Hins vegar hefir erindreki »Thore«- félagsins hr. Sveinn Björnsson, son- ur Björns Jönssonar, ráðherraefnis lagt af sér »skrií« nokkur í »ísa- fold« til þess að gylla tilboð fé- lagsins, þótt illa haíi tekist, eins og sýnt skal verða hér. Eru mann- inum þessar gyllingartilraunir ekki alls koslar láandi, því að bæði er það, að hann hefir tekizt á hendur að afla »Thore«-félaginu þessa fjár og selja landssjóði lleytur þess og svo vita allir, að maðurinn fær stórfé fyrir þessa starfsemi sína — varla minna en 20—30 þúsund kr. Þar sem málið snertir Sv. Bj. jafn mikið, bæði siðferðislega og fjárhagslega, þá hljóta allir að láta hans orð um það inn um annað eyi-að og út um hitt. Hann er ekki og getur ekki verið neitt full- gilt sannleiksvitni i þessu máli. Til þess að sanna þetta, mun hér síðar verða minst á helztu íirrurnar og blekkingarnar, sem Sv. B. hefir látið »isafold« flytja eftir sig um þetta mál. Munu sum þau atriði sýna það, að maðurinn heldur þar fram atriðum, sem litlar líkur eru til, að hann leggi sjálfur trúnað á. því að ráð má gera fyrir því, að hann sé almennri skyn- semd gæddur. Stelnan. Ein ástæðan fyrir því, að til- boðið sé gott og að þingið eigi því að taka það, er sú, að með því sé stórt spor stigið í sjálfstæðisáttina. Stefnan er sú, að landssjóður eigi að taka að sér samgöngur á sjó, að hann eigi sjálfur að eiga sam- göngufæri sín, halda skipunum úti fyrir sjálfs síns reikning og áhættu. í'etta kann nú sumum að þykja all-glæsilegt. Munu þeir vitna til þess, að þjóðfélagið eigi sjálft að eiga framleiðslutæki sin og fargögn. Þetta má lengi þrátta um. Én þótt rétt væri, þá er ekki sagt, að sú stefnuskrá geti átt við hér eða verið framkvæmanleg hér á landi, sízt að svo komnu. Fyrsl er á það að líta, að ísland er fátækt. F*að vita allir. Auð- mögn hér í landi eru bundin að mestu enn. Vér höfum mjög litlu úr að spila. En veikt og fátækt þjóðfélag má eigi leggja sín litlu efni í nein glæfra — eða áhættu- fyrirtæki — og sízt þegar enga nauðsyn her til. Það fer alveg eins að þessu leyti um fátæka þjóð og fátækan einstakling. Nú munu einhverir svara því, að riki annist þó llutninga á landi, á járnbr^utum, sem þau láti sjálf leggja, póstílutijipg, haldi uppi rit- og talsímum o. s. frv. Petta geri island lika. Þetta er satt, en sá er munur, að þar getur ríkið bægt öðrum frá. Það getur iekið sér einkarétt. Svo Iðnaðarmenn I Munið eftir að ganga i »Sjúkrasjóð Iðnaðarmanna«, Sveinn Jónsson gjk. Heima kl. 6 e. m. Bóklilöðustig 10. er hér um símann, eins og allir vita. Þar sem ríkið hefir lagt járn- braut yfir ákveðinn landshluta, þar ter enginn að leggja járnbraut sam- hliða, því að slíkt getur ekki borið sig. Þess konar fyrirtæki eru því að jafnaði hættulaus, oft ríkinu stórgróðavænleg. En þegar til ílutninga á sjó kem- ur, getur enginn bægt öðrum frá samkepni. Hafið er öllum þjóðum opið og landhelgi líka til friðsam- legra starfa, verzlunar- og siglinga. Engri þjóð getur haldist það uppi nú á dögum, að girða sig kín- verskum múr, enda kemur slíkt þeim eigi hvað sízt í koll, sem slíkt gerir. Og engum mundi koma til hugar, að bæja öðrum frá sigl- ingum eða flutningi fjár og manna hér tíl lands, þótt Iandið ætti meira eða minna af skipum. Samkepni við þetta nýja félag er því fjarri því að vera útilokuð. Hún er sjáljsögð. Þar sem nú eignir landsmanna eru afarlitlar — því mun enginn neita — og það á fyrst að taka alt að miljónar krónu láni — að eigi nægi minna, skal síðar sýnt — og hefir þó nauðalítil efni til úthalds sliku fyrirtæki, svo lítil meira að segja, að engu má skakka til þess að alt sé fallið um koll, í saman- burði við þau efni sem öll stærri eimskipafélög eiga yfír að ráða, og þar sem einmitt er von harðsnú- innar samkepni — því að hennar er hér von — þá sést það, að stefnan, sem »Thore«-félagið og Sv. Bj. ætlast til, að landið hverfi inn á, er svo skökk og svo stórhættuleg, að i tilboðinu liggja falin f j ö r r á ð v i ð frelsiogsjálf- stæði landsins. Ástæður þessa eru: SamkepnÍD. Sv. Bj. ætlar að þyrla ryki í augu þingmanna og annara með þeirri staðhæfingu í erindi sinu með tilboðinu, að landið fái með því að taka tilboðinu ráð allx a far- gagna. Hann virðist fyrst og fremst halda því fram, að þessar 4 eða 5 íleytur, sem nýja íélagið hans á að eignast til millilandaferða, nægi til þess að flytja allar vörur og fólk frá landinu og til landsins. Slíkt er mesta firra, eins og allir vita. Það þarf miklu meira til. Það er ljóst, að þéssi skip flytja ekki einu sinni 3. hluta þess, er inn er flutt til landsins. Par af sést aftur, að nýja félagið ræður alls eigi fargjaldi eitt, þvi að margir fleiri hljóta að verða um þá atvinnu. Pegar af þessari ástæðu er staðhæfing Sv. Bj. liin mesta fjarstæða. Þá ætlast Sv. Bj. til þess í erindi sínu, að ríkissjóður Dana leggi þessu nýja félagí fé það, sem það veitir til skipaferða milli íslands og Dan- merkur. Sv. Bj. hlýtur þó að vita það, að Danir geta sjálfir ráðið því, hverjum þeir veita þetta fé. Þótt einhver skylda hvildi á þeim til þess að veita íslandi full ráð yfir notkun þess fjár, þá væri sú skylda pappírsgagn, því að hvaða ráð ætli Sv. B. vildi benda á til þess að þröngva Dönum til þess að full- nægja þeirri skyldu. Hún er engin til, og kemur þetta af þeirri á- stæðu ekki til greina. En þegar betur er aðgætt, þá eru allar líkur til þess, að Danir mundu aldrei verja þessari um- getnu fjárhæð í þágu nýja félags- ins hans Sveins. Sv. B. teílir í erindi sínu með sjálfstæðishug- myndinni. Þetta á að vera til þess, að gera ísland sjálfstætt, slíta það úr sambandi við Dani. Þetta hyggur Sv. B. sjálfur líka, að Danir mundu skilja, eftir því sem ráða má af ummælum hans í erindi hans til þingsins. Samt heldur hann — eða læzt halda —, að Danir mundu fara að styrkja nýja félagið með fjárframlögum. Þetta er svo ósennilegt, sem verða má. Allir vita það, að það er eindreg- inn vilji Dana, að halda sambandi við ísland í lengstu lög. Hvernig getur þá nokkrum heilvita manni komið til hugar, að Danir fari að styrkja félag eða fyrirtæki, sem, eftir orðum Sv. B. á að hafa það takmark, að leysa eða losa sam- bandið milli landanna? Af þvi, að Danir vilja halda sambandi milli landanna, vilja þeir auðvitaö halda í skilyrðin til þess, að samband haldist. Eitt tyrsta skilyrðið, er einmitt sam- göngur og verzlunarskifti milli landanna, Danmerkur og íslands. Danir hetðu fulla ástæðu til þess, að ætla, að þetta nýja félag mundi lítt sinna þeim óskum, heldur t.d. reyna til að einangra Dani írá öll- um verzlunarviðskiftum við ísland, að því leyti, sem unt væri. Þess vegna væri það einmitt til hags- muna fyrir Dani, að koma nýja félaginu fyrir kattarnef, og þeim væri það satt að segja ekki láandi eftir þau skifti, sem farið hafa fram nú fyrir skemstu milli meiri hluta íslenzkra stjórnmálamanna og Dana. Af þessum ástæðum liggur nær að ætla, að Danir mundu veita skipaferðastyrkinn öðru félaginu, eins og áður hefir verið. Petta féjag er Sameinaða gufuskipafélagið. Og það er ekki líklegt, að Danir

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.