Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 10.04.1909, Blaðsíða 1

Reykjavík - 10.04.1909, Blaðsíða 1
1R k j a\> t h. x. 19 Útbr«idda»ta blað landsins. Upplag yfir 3000. Laugardag 10. Apríl 1909 Áskrifendur í b æ n u m yfir IOOO. X., 19 UGT ALT FÆST í THOMSENS WAGASlWI. Ofna og eldavélar selur Kristján Þorgrimsson. Augnlækning ók. 1. og 3. þrd. 2—3 á spítal. Baðhúsið virka daga 8—8. Biskupsskrifstofa 9—2. Borgarstjóraskrifstofa 10—3. Bókasafn Alp.lestrarfél. Pósthússtr. 14, 5—8. Bréfburður um bæinn 9 og 4. Biinaðarfélagið 12—2. Bæjarfógetaskrifstofa 9—2 og 4—7. Bæjargjaldkeraskrifstofa 11—3 og 5—7. Bæjarsíminn v.d. 8—10, sunnud. 8—7. Forngripasafnið mvd. og ld. 11—12. Islandsbanki 10—2Va og 51/a—7. Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. 7--8 e.m. Landakotsspítalinn lO'/a—12 og 4—5. Landsbankinn KP/j -21/,. Landsbokasafnið 12—3 og 7—8. Landskjalasafnið á þrd., fmd. og ld. 12—1. Landsjóðsgj.k. 10-2, 5-6, þrjá 1. d. í m. 10-2, 5-7. Landssíminn v.d. 8—9, sunnud. 8—11 og4—6. Læknaskólinn ók. lækning þrd. og fsd. 11—12. Náttúrugripasafnið sunnud. I1/?—2^/s. Pósthúsið 8—2 og 4—7. Stjórnarráðið 10—4. Söfnunarsjóður 1. md. í mán. kl. 5. Tannlækning ók. í P.str. 14, 1. og 3. md. 11—12. „REYKJAVÍK" Árg. [minnBt 60 tbl.] koetar innanlands 3 kr.; erlendii kr. 8,50—4 sh.—1 doll. Sé borgað fyrir 1. Júlf, 1 kr. afsl. Auglýsingar innlendar: & 1. bla. kr. 1,50; 9. og 4. bls. 1,25 — Útl. augl. 38m/»°/o hnrra. — Afsldttur að mun, ef mikið er auglýst. Útgef.: Hlutafélagið „Reykjavík“. Afgreiðslumaður og gjaldkeri Lúövik Jakobsson, Lækjargötu 6A (bókverzlun Guðm. GamalíelBsonar^. Talsími 36. Eitntjðri Jónafi Guðlaugsson, Suðurgötu 2. Talsími 199. Ritstj. „Reykjavíkur44 er að hitta á skrifstofu blaðsins í Lækjargötu 6A (uppi) kl. 12—2 e. h. Talsími 36. Heima í Suðurgötu 2 frá 4—5 e. m. Talsími 199. Afgreiðslum. og gjaldkera ,Rvíkur‘ er að hitta á virkum dögum í Lækjar- götu 6 A kl. 8—10 f. h. og kl. 12—3 ®g 5—6 e. h. Talsimi 36. Með „Ceres“ komu margar nýjar tegundir af í heilkössum, hálfkössum og kvartkössum. fgrirtak að gædum en verdid lágt. Ísafolíar-Bjiri og fjrstu ráðherraverkin. Engin þurfti að vænta mikils af Birni Jónssyni. Fyrri framkoma hans í stjórnmálum er þannig vaxin að enginn maður gat búist við öðru en því, sem nú er fram komið. Það þarf eigi annað en að líta á aðal- drættina, helztu hamaskifti hans frá |)ví er hann fyrst hóf blaðamensku sína og til þessa tíma. Fyrst er Björn undir handarjaðri Jóns Sigurðssonar — En þegar Jón Sigurðsson leið, þá fengu verri menn og óvitrari tangarhald á honum. Tók hann þá að svívirða stefnu Jóns Sigurðssonar og forvígismann hennar, sem þá var, Benedikt Sveins- son. Þá lifði hann á því margt ár, að nudda sér upp að þeim, sem þá höfðu völdin hér á landi, enda mjólkaði hann þá landssjóð óspart. Voru þessi árin mestu uppgangsár hans. Svo kom Valtýr og valtýskan. Ísafoldar-Björn barðist í fyrstu af öllu aíli bæði gegn j)ví, að Valtýr kæmist á þing og síðan gegn stjórn- málastefnu Valtýs. Eftir örstuttan tínja liðinn kom samt annað liljóð í strokkinn. Valtýr varð alt í einu dýrlingur Björns og stjórnmálastefna hans var leiðarsteinn Björns um einn tug ára, 1897—1907. Þegar landvörn reis upp 1902, þá smánaði ísafold þá stefnu kallaði hana sérkreddu, sagði að öllum kröf- um vorum yrði fullnægt með stjórn- arskrárbreytingunni 1903 o. s. frv. Þegar Hannes Hafstein er orðinn ráðherra, þá kúvendir Isaf. enn af nýju. Þá segir hún að ríkisráðsá- kvæðið sé »meinlegur þverbrestur«, fjargviðarst mjög út af ráðherra- undirskriftinni o. s. frv. Stjórnar- fyrirkomulagið samkv. stjórnarskrár- breytingunni, sem ísafold og alt lið Björns hafði lofað og lagt eindregið með, er nú orðið með öllu óhaf- andi. Nú kemur blaðamannaávarpið sæla. Björn er þar með. Þá átti ísland að verða frjálst sambandsland Dan- merkur og þá segir Björn í ísaf., »að ekki sé tilgangurinn að ísland verði ríki«. Skilnað íslands og Dan- merkur tekur Björn fyrst sem gam- an. »TaIa má j)að«, sagði karlinn Þá er hóað saman Þingvallafundin- um 1907. Jafnframt því að semja eina hugsunarranga ályktun, þá er þar samþykt að reisa skilnaðarmerk- ið, ef eigi fáist framgengt kröfum þeim, sem þar er farið fram á. Nú kemur millilandanefndin og frumvarp hennar. Björn segir fyrst er það kemur, að í því séu ýmsar bætur frá því sem nú er. Síðan verður úr því rammasta innlimun og Björn vill láta sökkva því á sextugu dýpi. Taldi hann því meðal annars til foráttu, að ísland var þar ekki nefnt »ríki«, en hafði þó lagsl á móti þvi á Þingvallafundinum sæla, að ísland væri nefnt ríki. En nú þegar hann fór förina frægu til Danmerkur er stjórn- arástand vort núverandi orðið ágætt í augum Björns. Dani skamm- ar Björn í ísaf. látlaust í alt sumar, kallar þá »kartnögl á heimsmenn- ingunni«, »rúsínustein«, sem hverfa mun niður í gin Þjóðverjans, óhæfa til þess að verja sjálfa sig fyrir öðr- um, auk heldur oss íslendinga. Þótt nú Björn hafi annað veifið skammað Dani slíkum óbóta skömm- um, þá hefir heigulshátturinn þó öðru hvoru komið upp í honum. Það er á allra manna vitorði, að hann heflr flatmagað allra manna mest fyrir dönskum mönnum, sem hingað hafa komið, og eigi síður fyrir Dönum, þegar liann hefir dval- ist í Danmörku. Síðasta dæmið hér heima er ræða hans í boði Dana á »Valnum« skömmu áður en liann sigldi, þá kvað hann sig óska þess, að »lille Bror« (o: íslendingar) af- borguðu nokkuð af þeirri »þakkar- skuld«, sem hann stæði í við »store Bror« (o: Dani). Þremur dögum síðar fellir Björn úr Qárlögunum þá tvo þriðjunga botnvörpusekta, erDan- ir hafa fengið. Enn sagðist ísafold margt frá því, hversu Björn væri valdalystar- laus, eftir að kosningarnar voru um garð gengnar 10. sept. f. á. Þetta segir Björn alt til öskudags 1909. Á þeim degi var hann valinn i ráð- herra sæti af meiri liluta flokks síns. Kvaðst hann hafa tekið við völdum af því að enginn hefði annar viljað. Skúli Thoroddsen hefir sjnt það í Þjóðv., að þetta eru hin gífurleg- ustu ósannindi. Björn lét smala og smala lianda sér innan flokksins og fékk þá loks hið eina sem hann liefir alla tíð barist fyrir. Völrtin. Allir þeir, sem þektu Björn, töldu það auðvitað víst, að liann mundi nú brátt kyngja flestu því niður, sem hann hafði sagt til svívirðu Dönum og að hann mundi lækka seglin að því er snertir sjálfstæðis- kröfur vorar gagnvart Dönum. Og þetta hugboð manna hefir líka ræzt. Skulum vér nú athuga, hvað hann hefir gert í utanför sinni og livernig framkoma hans hefir verið gagnvart Dönum, síðan hann varð ráðherra. Munum vér taka símskeyti þau, sem hingað hafa borist og jafnframt þau mótmæli, sem hann hefir hreift Iðnaðarmenn I Munið eftir aö ganga í »Sjúkrasjóð Iðnaðarmanna<t Sveinn Jónsson gjk. Heima kl. 6 e. m. — Bókhlöðustig 10. gegn því er danskir blaðamenn hafa haft eftir honum og birzt hefir í dönskum blöðum, en hingað símað. I. Ósaiiiitndin. 1. Fyrstu ósannindin sem Björn ber fram fyrir Dani, eru þnu að Dana-hatur sé ekki til á Islandi, þó að Björn viti, að ísafold hefir stór- svívirt Dani alt síðastl. sumar og rófu-blöð liennar »Ingólfur« og »Fjallkonan« dyggilega haldið sér í skör hennar í þessu sem öðru, er miður mátti fara. Björn hefir ekki mótmælt því, að hann hafi sagt Dönum þetta. — Þar með er sannað, að Björn hefir farið hér með ósannindi. 2. Framhald þessara ósanninda er það, er Björn segir, að svívirð- ingargreinar »ísaf.« í garð Dana séu eftir »ungan glanna« (»ungt Brus- hoved«). í þessum orðum birtist bezt vesalmenska Björns, þegar á hólminn kemur, að fara að klína verstu sorpgreinum blaðs síns á sveinstaula einn, sem hefir verið í þjónustu hans sem andamiðili og vitanlega hlýðir Birni í öllu og er honum fylgispakur og undirgefinn í hvívetna, enda vita allir, að hvorki þessi piltungi né aðrir láta nokkuð það nafnlaust í »ísafold«, sem Björa er eigi sammála að öllu leyti. Björn hefir því verið sammála skamma- greinum »Isaf.« i garð Dana i þann svipinn, hvort sem lmnn hefir sjálfur sjátfur samið þœr eða einhver af undirlægjum hans. 3. Svo segist Björn hafa barist á íslandi móti ýmugusti gegn Dönum. Þetla segir maðurinn, sem mest hefir svívirt Dani allra íslenzkra manna síðastl. ár. 4. Þá segist hann vera talinn liér á landi mjög vinveittur Dönum. — Hann veit nú, að ef hann hefði tai- ið sér þetta til gildis hér heima, þá hefði hann aldrei orðið ráðherra. Hann veit líka, að þetta eru ósann- indi, því að ýmsir hafa því miður orðið til þess, að taka mark á orð- um hans og þeir geta ekki hafatal- ið hann vinveittan Dönum. Þeir sem þektu hann rétt, tóku vitanlega hvorki markálirópyrðum hans í sum- ar né fagurgala í hans við Dani nokkr- umstundumáður. Þeirvissuaðhvort- tveggja var hégóminn einber, að eins sagt til þess að koma ár sinni fyrir borð í þann og þann svipinn. 5. Og loks klykkir Björn út með því, að í islenzkum blöðum sé nú ekki óvingjarnlegt orð í garð Dana. B. J. hefir annaðhvort ekki lesið blöð flokks síns. þar á meðal sjálfs síns blað, eða hann fef með visvit- andi ósannindi. (Þetta er altí sím- skeyti 30. marz. »Lögrétta« 31. marz 1909. Engu af þessu hefir Björn reynt að mótmæla. í samtali við einn blaðamann, er orðrétt rúmast í stuttu símskeyti

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.