Reykjavík - 10.04.1909, Blaðsíða 3
R E Y K J A VIJK
75
lUI
JH
iriætir
HGHT
áP^—A
Qerir jl
y&ur á miöri leiÖ,
alla vinnu yðar á hehningi stittri
tíma og er helmingi ódýrari en
grænsápa.
Sunilght varðveitir föt yðar frá
skemdum, höndum yðar frá þvi
að veröa hrufóttar, og lífi yðar
frá þrælavinnu.
tlinn fulikomni hreinleiki hennar
gjörir það einungis
öruggt fyrir fingerða
knipiinga og léreft,
UiUJ/iijJ
litlegur minnihluti kjósenda fylgir ein-
dregið, en ]>að kemur ekki oss Dönum
við. Danmörk hefir gert skyldu sína
gagnvart íslendingum með því að gefa
kost á fvumvarpinu. Hafni íslendingar
frumvarpinu, á núverandi meirihtuti
álþingis sök á því.
D a n m ö r k missir að minsta kosti
einkis í þó að hið núverandiástand hald-
ist óbreytt. En hitt má íslendingum
veraljóst, að trauðla mun, svolangt sem
séð verður fram í tímann, fara sam-
an i einu öll liin giftusamlegu atvik,
er ollu því, að Danir gáfu n ú kost
á hinu gbða tilboði.
Ekki verður hinn nýi ráðherra held-
ur öfundsverður af aðstöðu sinni gagn-
vart hinum gamla stjórnarflokk, þar
sem hann og fylgismenn hans lofuðu
því í kosningsleiðangrinum að útvega
landinu enn betri kjör en því voru
boðin í frumvarpinu.
Og enn er ekki vandalaust að ætlast
á um það hvernig aðstaða hans muni
verða gagnvart gjörbreytingarflokki
þeim á alþingi, sem farið er að brydda
á að hreyfa muni andófi að einhverju
leyti undir forustu Skúla Thoroddsen
gegn meiri hlutanum. En ráðherrann
getur öruggur reitt sig á hina öflug-
ustu hjálp frá Dönum i allri baráttu
gegn sundrungarviðleitni.
Annars er það ekki vandalaust verk
að spá í eyðurnar um framtið hins
nýja ráðherra, svo skjót sem hin póli-
tísku veðrabrigði eru meðal hinnar fá-
mennu íslenzku þjóðar. Björn Jóns-
son, sem hinn fráfarandi ráðherra hafði
bent á sem eina tiltækilega ráðherra-
efnið, er atorkusamur og dugandi
maður, og mun því að mörgu leyti
vera líklegur til þess að geta um stund
haft meiri hluta í þinginu.
En sá hængur er þó á stöðu hans
sem formanns hans H. Hafstein, að
hann á að vera ivent i senn: trúnað-
armaður íslands og Danmerkur. Tím-
inn verður nú að skera úr því, hvort
hann muni verða fær um að gæta
bæði einkahagsmuna íslands og sam-
bandsréttinda krúnunnar, og þó vera
báðum trúr.
Vonandi mun hinn nýi íslands ráð-
herra samt geta sneitt hjá hinum
mörgu skerjum, sem á leið hans verða,
og þannig geta útvegað hinni stóru en
fámennu úthafseyju það sem hún þarfn-
ast umfram alt, en það er kyriát fram-
þróun hins innra pólitíska og fjárhags-
lega vaxtar, svo að þjóðin megi losna
við hin ófrjóu pólitísku illindi og
njóta heilbrigðrar, happasællar fram-
tíðar“.
Svo mörg eru þessi í h u g u n a r-
verðu alvöruorð.
Raddir utan af landi.
Stykkisliólmi 14. marz 1909.
„------Illa fór við kosningarnar síð-
ast og ver en við mátti búast, en last-
yrðin og lygarnar urðu ofan á í þetta
sinn, eins og oft vill verða. Annars
vona ég að þessi þjóð, vilji hún láta
kalla sig þjóð, fari nú að átta sig eitt-
hvað, þegar hún sér hvernig meiri
hlutinn sem nú er á þingi fer að ráði
sínu í einu sem öðru. Það eina sem
ég og margir aðrir hugga sig við, er,
að þessi óaldarflokkur sem nú er í meiri
hluta, sálist sem allra fyrst, og skamma
stund verði hönd höggi fegin.------------
Hér er nýafstaðinn sýslufundur og
gerðist þar fátt sögulegt. Nú um
undanfarna daga hefir verið talsvert
margt um manninn hér í Stykkishólmi.
Því hingað kom Einar Helgason garð-
yrkjumaður með „Laura" og prédikaði
fyrir fólki um jarðrækt og þess háttar.
Hann gerði það vel og rækilega á ekki
lengri tíma. Til smekkbætis var ýmis-
legt rætt á milli þess að hann talaði
(hann hélt 4 fyrirlesra á tveim dögum)
og þar á meðal um aðflutningsbannið.
Það mega heita allir á einu bandi um
það, að lasta það frumvarp. Sýslu-
maður vor fór um það ómjúkum orð-
um og er hann þó einlægur bindindis-
maður. Hann sýndi glögt fram á það,
að frumvarpið eins og það liti út, bæri
það með sér, að um það hefðu ekki
fjallað neinir sérlegir lögvitringar. Marg-
ir luku upp sama munni og sýslumaður
um þetta, en þó varð einn til að andæfa
og sagði meðal annars, að maður sæti
í nefndinni sem væri fult svo snjall í
lögvizku sem sýslumaður. Þessi maður
væri Björn Jbnsson ritstjbri, sem hefði
iðkað þá vísindagrein í mörg ár með
gbðum árangri. Maðurinn sem lét sér
þessi orð um munn fara, var Hjálmar
kaupmaður Sigurðsson, sem sumir kalla
tengdason „ísafoldar". Þótti mörgum
það vera óþarfi af Hjálmari að vera
að „blammera“ karlinn svona á gam-
als aldri. En dátt var að því hlegið".
Nær og íjæi*.
Lans embættl:
Síðara kennaraembættið við presta-
skólann með 2400 kr. launum. Um-
sóknarfrestur til 6. júní.
Héraðslæknisembættið í Strandasýslu.
Laun 1500 kr. Umsóknarfrestur til
5. júní.
Bæjarstjóri
í Hafnarfirði er Magnús Jónsson
sýslumaður orðinn. Jón Hermannsson
skrifstofustjóri hafði sótt um lausn.
Brunafregnir
hafa borist frá tveim stöðum úti
um land.
Annar var hjá Helga Björnssyni
kaupmanni í Borgarfirði eystra, og
kvað ei mikið að houum.
Hinn bruninn var á Seyðisfirði í húsi
Brynjólfs Sigurðssonar Ijósmyndara,
brann það til kaldra kola.
Á báðum stöðunum voru hús og
munir vátrygt.
er haldinn hér í bænum þessa dagana.
Er verið að reyna að koma kaupfélög-
unum í betra horf, og koma þeim til
samvinnu eins og annarstaðar tíðkast.
Sú happaalda er runnin úr Þingeyjar-
sýslu, og hafa ýmsir helztu menn
kaupfélaganna þar, komið því til leiðar
að stofnað var til þessa allsherjar-
fundar. — Tímarit fyrir kaupfélög og
samvinnufélög, sem Sigurður dbrm.
Jónsson á Ystafelli er ritstjóri að, hefir
og barist mjög fyrir þessu.
Sambandsfundur þessi hófst 1. þ. m.
og eru mættir þessir fulltrúar :
Kaupfélag N.-Ping.: Jón Jónsson kaup-
félagsstjóri Ærlækjarseli.
Kaupfélag S.-Ping.: Pétur Jónsson alþm.,
Sigurður Jónsson dbrm. Yztafelli og Stein-
gr. Jónsson sýslum.
Kaupfélag Svalbarðsegrar: Helgi Lax-
dal bóndi í Tungu og Sigurður Sigurðs-
son hreppstj. Halldórsstöðum.
Kaupfélag Egfirðinga : Bergsteinn Kol-
beinsson bóndi í Kaupangi, Hallgrímur
Kristinsson kaupfélagsstj. á Akureyri og
Stefán Jónsson bóndi á Munkaþverá.
Kaupfélag Skagfirðinga: Olafur Briem
alþm.
Sláturfélag Austur-Húnv.: Björn Sig-
fússon alþm.
Sláturfélag Vestur-Húnv.: Hálfdan Guð-
jónsson pr. og alþm.
Verzlunarfélag Hrútfirðinga: Jósef Jóns-
son bóndi á Melum.
Verzlunarfélag Steingrímsfjarðar: Guð-
jón Guðlaugsson kaupfélagsstj. Hólmavík.
Kaupfélagið »Víkingur«. i Regkjavík:
Pétur G. Guðmundsson kaupfélagsform.
Sláturfélag Suðurlands: Björn Bjarnar-
son dbrm. í Grafarholti og Hannes Thor-
arensen forstjóri.
Kaupfélag Kjósarsýslu : Bogi Þórðarson
bóndi á Lágafelli og Kristján Þorkelsson
bóndi í Alfsnesi.
Kaupfélag Hafnarfjarðar: Sigurður
Kristjánsson sýsluskrifari.
Kaupfélagið Ingólfur: Einar Jónsson
alþm.
Síðar munum vér skýra frá gerðum
fundarins. Væri óskandi að takast
mætti að sameina kaupfélögin, því það
er eini vegurinn til þess að losast út
úr þeim verzlunarógöngum sem vér
erum í. En jafnframt verður að leggja
ríka áherzlu á það — og það verður
sjálfsagt gert, þar sem jafn merkir og
verzlunarfróðir menn eiga hlut að máli
— að fyrirkomulagi kaupfélaganna verði
komið í það horf um Jandalt, sem annar-
staðar hefir svo að segja reynst það
eina örugga — sameignarfyrirkomu-
lagið.
Ósjálfrátt símskcyti
hefir »ísafold« fengið nýlega, um að
dönsku blöðin samþykki j'firklór
Björns Jónssonar. Símskeytið var
fest upp hér í gcermorgun, en er sent
í dag frá Kaupmannahöfn. Þarna
sézt að gott er að standa í sambandi
við andana. Þeir hafa sem sé til-
kynt »ísafold« að hún myndi fá
símskeyti, og hún birt það í öruggri
trú.
En ekki hafa hin blöðin lengist
til að vera með í að birta þetta
skeyti, sem sarnið er á skrifstofu
»ísafoldar«.
Þau hafa auðvitað verið smeik
um að hér væru lýgnir andar að
verki.
Rey kj av í ku rf r étt i r.
Tíðin
allgóð þessa daga.
Landsskjalasafnið
var sýnt fimtudaginn 1. þ. m. Það
er líkt útlits bókasafninu, en lestrar-
stofan miklum mun minni. Húsgögnin
eru með sama sniði og í bókasafninu.
Yfir höfuð virðist fara ágætlega um
söfnin í hinu nýja húsi. Guðbrandur
Jónsson gegnir störfum landsskjala-
varðar meðan á þingi stendur. _
Hulda
(frú Unnur Benediktsdóttir) kom
hingað með „Yestu" og dvelur hér
um nokkurn tíma. Er hún að gefa
út kvæðabók, sem kemur út innan
skamms og Sigurður bóksali Kristjáns-
son kostar.
lamsöngva
nokkra hefir söngfél. „Gíja“, sem
ungfr. Valgerður Lárusdóttir stjórnar,
haldið undanfarandi. Hafa þeir verið
vel sóttir, og vel af þeim látið. Hr.
Bernburg, sem spilar hér manna bezt
á fiðlu, hefir aðstoðað við þessa sam-
söngva.
Prestskosningin
í 2. dómkirkjuprestsembættið fór
fram 3. þ. m.
Haráldur Níélsson hlaut kosningu
með 439 atkv.
Séra Bjarni Hjaltested fékk 200 atkv.
Bjarni Jónsson eand. theol. 106 —
Séra Richard Torfason 55 —
Séra Skúli Skúlason 30 —
Séra Guðmundur Einarsson 12 —
Séra Hafsteinn Pétursson 2 —
Haukur Gíslason cand. theol. 2 —
Bæj arfógetafulltr úi
er Sigurjón Markússon orðinn í stað
Halldórs Júlíussonar. 2. fulltrúi er
Jón Sigurðsson.
Drukhnun. ,
Hallgrímur Gíslason héðan úr bæn-
um drukknaði 20. f. m. Féll hann
útbyrðis af skipinu „Sjana“, nálægt
Vestmannaeyjum.
Y firlýsing.
Þess skal getið, að gefnu tilefni,
að stjórn hlutafélagsins »Reykjavík«
átti engan þátt í greinarstúfnum um
aðflutningsbannið, sem stóð i blaðinu
3. þ. m.
Grein sú var eftir mig, og hafði
ég enda ætlast til að hún væri merkt
mér, en það hafði af vangá fallið burt.
Rvík 10. apríl 1909.
Jónas Guðlaugsson.
€ggert Claessen,
yfirréttarinálafiutningsniaður.
Póstliússtr. 17. Talsími 16.
Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5.
Til leigu (í miðbæmim) 2 herbergi
björt og rúmgóð, hentug fyrir lögfræðing
eða skrifstofu. í sama húsi er 1 herbergi
til Jeigu á 3. lofti. Upplýsingar gefur Eyj-
ólfur Jónsson rakari, Lækjargötu 12 B.