Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 29.05.1909, Blaðsíða 4

Reykjavík - 29.05.1909, Blaðsíða 4
116 R E Y K J A V í K Stórmiklar birgðir af alls koitar efni, verkfærum og verkfæravélum, fyrir smíðavinnustofur, mótorsmiðjur og vélaverksmiðjur. Alls konar vélar fyrir smærri trésmíði, svo sem bandsagir, o. s. frv. Biðjið um verðlista vora með myndum. Nienstædt & Co. Vetre Boulevard 20. Kjöbenhavn B. Verzlunarskóli íslands byrjar 1. október þ. á. Næsía vetur Vérður bætt við undirbúningsdeild, og verða upptökuskilyrði i hana: 4 höfuðgreinar reiknings í heilum tölum og tugabrotum, læsileg rithönd og dálítil kunnátta i Dönsku. Upptökuskilyrði í miðdeild: þriliða í heilu og brotnu, dönsk lesbók Bjarna og Þorleifs, 50 tímar framan af Enskunámsbók Geirs, eða sem þessu svarar í þessum greinum. Auk þeirra námsgreina, er hingað til hafa verið kendar, verður einnig kend vélritun. ^ Nýir nemendur og eldri, sem ætla sér að sækja um upptöku, verða að hafa komið umsókn sinni til formanns skólanefndarinnar fyrir 1. september. Umsóknir um tímakenslu verða að vera komnar fyrir 15. ágúst. Reykjavík 18. mai 1909. ^ HkÓlílllGÍll<ii 11. f Þá er þér komið til Reykjavíkur, þá látið eigi hjá- líða að líta inn í Th. Zhorsteinsson’s fatnaðarverzlun, Hafnarstræti (hús G. Rorbjörnssonar). Mesta og bezta ÚRVAL í bænum af: Tilbúnum alfatnaði frá 12,00—50,00. Feröajöhkum frá 0,75. Regnkápum frá 8,50. Allskonar Hálslín. llattar. Húfur. ERFIÐISFATNAÐUR, ötrixlega ódýr, m. m. heimflutt hér í bæinn á Ur. 3,35 hvert skippund, frá 1. ■ " 1 ■ " .. ............... Tapast hefir ný silfurbúin svipa Finnandi beðinn að skila henni á júní þ. á. fyrst um sinn. Talsími I I I. með svartri ól og hringu á, á leiðinni Njálsgötu 41. ______ _______________________________________________frá sandgryfjunni og inn á Njálsgötu. Prentsmiðjan Gutenberg._ Kolaverzlun Björns Guðmundssonar selnr beztu ofnkol Sveitamenn! 30 III. Hann vaknaði seint næsta morgun eftir órólegan svefn, sem ekki hafði styrkt hann. Honum fanst hann vera dauðþreyttur, taugaveikl- aður og geðillur, og hann horfði með hatri á herbergisholuna sína. Það var örlítill klefi, hérumbil sex skref á lengd, og leit ótrúlega fátæk- lega út, með gulum, rykugum veggjapappír, sem var allur rifinn, svo flyksurnar héngu rykugar niður eftir öllum veggnum. Það var svo lágt undir loft, að meðalhár maður átti á hættu að reka höfuðið upp undir loftið. Húsgögnin voru herberginu lík; það voru þrír gamlir, ósamstæðir stólar og málað borð úti í horni, sem fáeinar bækur og blöð Jágu á. Ryklagið, sem á þeim lá, bar vott um, að langt væri um- liðið, síðan á þeim hafði verið snert. Loks var gríðarstór sófagarmur, sem huldi hálfan vegginn og náði yfir hálfa breidd herbergisins. Hann hafði áður verið klæddur kattúni, en nú héngu að eins nokkrar druslur af því á sófabakinu. Raskolnikow notaði hann fyrir sæng. Oftast nær kastaði hann sér upp í hann, eins og hann stóð, og hafði gamla, gauðrifna vetrarfrakkann sinn fyrir yfirsæng, og ofurlítinn kodda- bleðil undir höfðinu. Til að gera koddann liærri, var hann vanur að setja alt, sem hann átti af hreinum og óhreinum nærfötum, undir hann. Fyrir framan sófann stóð ofurlítið borð. Það var tæplega hægt að sökkva dýpra eða vera ver á veg kom- inn en Raskolnikow var. Samt sem áður kunni hann sjálfur bæri- lega við þetta sálarástand sitt. Hann hafði sneitt hjá öllum mönnum og lá eins og skjaldbaka inni í skel sinni. Þjónustustúlkan, sem tók til hjá honum og gaf honum stundum hýrt auga, gerði hann jafnvel æfan og ergilegan. Þetta er oft sérkenni einræninga, sem eru á valdi ein- hverrar hugsunarmeinloku. Konan sem hann bjó hjá var fyrir mánuði síðan hætt að láta hann hafa mat, og til þessa tíma hafði honum ekki dottið í hug að koma sér í kunningsskap við hana aftur. Nastasja, sem var liin eina vinnukona húsmóðurinnar og eldabuska um leið, var langt frá því að vera óánægð yfir þessu framferði Raskolnikows; nú var hún nefnilega alveg hætt að taka til og gjöra lireint inni hjá honum. Það var hreinasta undantekning, ef hún notaði þar ryksófSð einu sinni á viku. Það var hún sem einmitt nú hafði vakið hann. »Upp úr bælinu, upp úr bælinu, og sofðu ekki allan guðslang- an daginn!« hrópaði hún til hans. »Klukkan er farin að ganga tín; 31 ég hef te með handa þér. Það er mikið að þú skulir enn vera lif- andi!« Hann opnaði augun, hrökk við og virti Nastasju fyrir sér. Er teið frá húsmóðurinni!« spurði hann og setti sig með erfið- ismunum upp í sófanum. »Húsmóðirinni? Nei, það dettur henni víst ekki í hug.« Nastasja setti tekönnu, gamla og spengda, sem hún átti sjálf fram fyrir hann, með tvíþyntu tei í, og tveim gulum sykurmolum með. »Hérna Nastasja«, sagði hann og leitaði í vösum sinum — lrann hafði sofið í fötunum — og fann loks nokkra koparhlúnka. »Farðu og kauptu fyrir mig, eitt liveitibrauð. Fáðu líka fyrir mig ódýra pylsu lijá pylsusalanum.« »Hveitibrauðið skaltu strax fá, en viltu ekki heldur fá kálsúpu í staðin fyrir pylsuna, r.g hafði geymt hana handa þér, en þú komst svo seint heim, — það er allra bezta kálsúpa.« Þegar hún hafði fært honum kálsúpuna, og Raskolnikow var tekinn að snæða hana, setti Nastasja sig í sófann hjá honum og fór að tala við hann út í alla heima og geyma. Hún var ofan úr sveit og var því málskrafsgjörn í meira lagi. »Praskowja Pawlowna ætlar að kæra þig fyrir lögreglunni,« sagði hún. Hann skældi munninn fyrirlitlega. »Fyrir lögreglunni? Og fyrir livað svo sem?« »Þú borgar ekki húsaleiguna, en samt vilt þú ekki flytja. Svo þú getur svo sem ímyndað þér fyrir hvað það verður.« »Fjandinn fjarri mér, það er dálaglegt!« tautaði hann fyrir munni sér og beit fast á jaxl. »Það kemur mér fjandans illa núna.« »Hún er heimskari en sauðkindin,« sagði hann upphátt. »Fg skal fara til hennar í dag, og tala við hana.« »Já heimsk er hún, það er vist alveg satt, alveg eins heimsk og ég sjálf, en hvernig stendur á að þú sem ert svo gáfaður skulir altaf liggja svona og slæpast! Mér tinnst ekki verða mikið úr gáf- unum þínum. Áður kendir þú börnum, liversvegna gerir þú það ækki nú?« »Ég hefi nóg að gera!....« sagði Raskolnikow reiðulega.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.