Reykjavík - 03.07.1909, Page 1
1R k\ a\> t k.
X, 34
Útbreiddasta blað landsins.
Upplag yfip 3000.
Laugardag 3. Júlí 1909
Áskrifendur í b æ n u m
yfir IOOO.
X, 34
ALT FÆST í THOMSEWS WAGASÍNI.
Oína og eldaA Ólai* selur Kristján Þorgrimsson.
Augnlækning ók 1. og 3. þrd. 2—3 á spítal.
Baðhúsið virka daga 8—8.
Biskupsskrifstofa 9—2.
Borgarstjóraskrifstofa 10—3.
Bókasafn Alp.lestrarfél. Pósthússtr. 14, 5—8.
Bréfburður um bæinn 9 og 4.
Búnaðarfélagið 12—2.
Bæjarfógetaskrifstofa 9—2 og 4—7.
Bæjargjaldkeraskrifstofa 11—3 og 6—7.
Bæjarsíminn v.d. 8—10, sunnud. 8—7.
Forngripasafnið opið 11—1 frá 16.jún.—lð.sept.
Islandsbanki 10—21/* og 61/®—7.
Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. Id. 7-8 e.m.
Landakotsspítalinn lO'/s—12 og 4—6.
Landsbankinn I01/*—2‘/s.
Landsbókasafnið 12—3 og 7—8.
Landskjalasafnið á þrd., fmd. og ld. 12—1.
Landsjóðsgj.k. 10-2, 6-6, þrjá 1. d. í m. 10-2, 6-7.
Landssíminn v.d. 8—9, sunnud. 8—11 og 4—6.
Læknaskólinn ók. lækning þrd. og fsd. 11—12.
Náttúrugripasafnið sunnud. l'/a—2‘/2.
Pósthúsið 8—2 og 4—7.
Stjórnarráðið 10—4.
Söfnunarsjóður 1. md. í mán. kl. 6.
Tannlækning ók. í P.str. 14, 1. og 3. md. 11—12.
„REYKJAYÍZ"
Árf?. [minnat 60 tbl.] kogtar innanlandg 3 kr.; erlendia
kr. 8,50—4 sh.—1 doll. Sé borgað fyrir 1. Júlí, 1 kr. afal.
Auglýsingar innlendar : k 1. bla. kr. 1,50;
. og 4. bls. 1,36 — Útl. augl. 38*/a°/o hwrra. —
Afsláttur að mun, ef mikið er auglýat.
Hlutafélagið „Reykjavík“.
Ritgtjóri Jónaa Guðlaut»sson,
Kirkjustrœli 10. Talsími 198.
Ritstj. „Reylcjavíb;ur“
er að hitta í
Kirkjustræti 10 frá 4—5 e. m.
Talsími 199.
yijgreiðsla ,Reykjaviknr‘
er á Smiöjustíg 7.
Afgreiðslum. blaðsins er áreiðanlega
að hitta þar 1<1. ÍO—11 f. rri.
og 2—4 e. TTi.
Dndir fölsku flaggi.
Pjóðin víssvitandi blekt.
Stjórnmálaástand vort, eins og það
er nú, gefur mönnum ástæðu til al-
varlegrar íhugunar. Jafnmikið kvik-
syndi og það er nú, hefir það aldrei
verið, og guð má vita hvern endir
það getur tekið.
íslenzk pólitík er orðin rotin, og
dag eflir dag er víssvitandi verið að
vinna að því að gera hana rotnari
og rotnari. íslenzk alþýða er blekt
svo að hún veit hvorki upp né niður.
Henni eru gerðir þeir gjörningar að
hún veit í rauninni ekki hvort hún
berst með sjálfri sér eða móti. Þess-
ar blekkingar og þetta fálrn er orðið
óþolandi, og það ætti að vera sam-
vizkusök allra réttsýnna íslendinga,
að fletta sem rækilegast ofan af því.
Það er óhætt að fullyrða, að þegar
þjóðin gekk til kosninganna í haust,
þá gerði hún það yfirleitt, hverri
stefnunni sem hún fylgdi, með þeirri
öruggu von að hún væri að vinna
að því að efla sjálfstæði sitt og frelsi.
Húntrúðiþví að höfninni mundi verða
náð og endi væri bundinn á hið lang-
vinna stjórnarþref undanfarandi ára,
sem hafði eytt kröflum hennar og
tíma. Frumvarpsféndur voru fremst-
ir í flokki með að telja henni trú
um þetta. f*eir sögðu við hana:
Það er svo fjarri því að við ætlum
að drepa frumvarpið og kasta frá
oss þeim árangri sem þar er náð.
Nei, við ætlum að eins að breyta
því til batnaðar, og það er áreiðan-
legt að þær breytingar fást.
Það var sem sé eingöngu að kenna
slælegri framgöngu ísleuzku nefndar-
mannanna að við ekki fengum meira.
Tilraunina má að minsta kosti gera
og á að gera til að fá breytingar.
Við töpum engu á því.
Svona fellu þeim alstaðar orð
bæði í blöðum og á fundum víðs-
vegar úti um land.
Þessu trúði þjóðin, og þess vegna
urðu frumvarpsféndur í meirihluta.
Frumvarpsféndur voru sem sé kosnir
í þeirri trú, að þeir ættu vissar breyt-
ingar til batnaðar á frumvarpinu.
Það hvíldi þess vegna á þeim sið-
ferðisleg skylda að reyna að ná slík-
um breytingum, þegar þeir voru orðn-
ir í meiri hluta, reyna að ná þeim
breytingum sem þeir tölda þjóðinni
trú um að likindi vœru til að fengjust.
Það hvíldi á þeim sú skylda, að
spenna bogann ekki svo hátt, að
öllum árangri af sjálfstæðisbaráttu
vorri væri glatað, og öllu því mikla
sjálfstæði sem þjóðinni bauðst í
frumvarpinu væri ekki kastað á glæ.
En í stað þess að gegna þessari
skyldu, þá hafna frumvarpsféndur
á þingi þvert á móti, öllum þeim
breytingum, sem þeir fóru fram á
í fyrra surnar, og sterkar líkur voru
til að fengjust, og samþykkja í stað-
inn fyrirkomulag, sem þeirn og öll-
Um heiminum var Ijóst að aldrei
myndi fást og að eins verða lil þess,
að eyðileggja alt samkomulag milli
Dana og íslendinga.
Það var hin herfilegasta blekking
sem þjóðin hefir nokkurn líma orðið
fyrir, og svo ósæmileg tilraun til að
sigla undir fölsku flaggi, að litlar
líkur eru til að hún takist.
Því hér getur ekki legið annar
fiskur undir steini en að sýnast
frammi fyrir j)jóðinni, meðan verið
er að taka af sjálfstæðisvonir hennar.
Því það er enginn skynsamur ís-
lendingur svo blindur, að hann sjái
ekki að vor litla þjóð er engu bætt-
A lþingisgarðurinn
verður opinn á sunnudögum frá
1—3 í góðu veðri.
ari, þótt hún fái konungssamband í
staðinn fyrir gott málefnasamband.
Þvert á móti er hið fyrra fyrirkomu-
lagið bæði kostnaðarmeira, hættu-
meira og í alla staði óheppilegra,
auk þess sem þess hefir aldrei verið
óskað af þjóðinni.
Það getur því ekki verið valið af
annari ástæðu en þeirri, að allir
vita að það er ófáanlegt, og stjórnar-
flokkurinn getur með því að halda
því fram notið þeirrar þægilegu að-
stöðu að láta alt sitja við hið gamla,
en þykjast hins vegar halda fram
ítrustu kröfum íslendinga.
En slík pólitík er rotin — við-
bjóðsleg. Þjóðin á heimtingu á að
hver flokkur komi til dyranna eins
og hann er klæddur í skoðunum
sinum.
Nú lætur stjórnin Einar Hjörleifs-
son vefa daginn út og daginn inn vef,
sem á að byrgja fyrir augu þjóðar-
innar, svo hún ekki sjái að verið
er að blekkja hana, verið er að leika
með stærsta mál hennar. En vefur-
inn sá er grysjóttur og slitinn hjá
Einari Hjörleifssyni.
Hlutverk hans er að telja þjóð-
inni trú um, í fyrsta lagi að B. J.
og flokkur hans haldi fast við Þing-
vallafundar-ályktunina sælu, og að
það sé í öðru lagi að kenna minni
en ekki meiri hlutanum, að málum
íslendinga verði ekki framgengt hjá
Dönum.
í stuttu máli sagt, að snúa öllu við!
Kríuvængir E. H. eiga víst erfitt með
að lyfta þeirri byrði, svo vel líki.
Ekki trúum vér öðru. Nú er að líla
á það.
Þingvallafundargerðin fór fram á
fullveldi íslands, en ekki persónu-
samband. Um það voru allir full-
trúarnir sammála, og ekki sízt E. H,
sem vildi ekki að vér kölluðum oss
ríki þá.
Þetta er ritstj. þessa blaðs full-
kunnugt um sem Þingvallafundar-
fulltrúa. En fundurinn fór fram á
að þessa fullveldis væri krafizt strax
og ef það ekki fengist væri strax
skilið við Dani.
En nú er það lýðurn ljóst, að
B. .1. og flokkur hans feldi
á síðasta þingi frv. minnihlutans
sem veitti íslandi fullkomið fullveldi
og samþykti annað, sem hann sagði
sjálfur að næði aldrei fram að ganga
og því heldur meira að segja E. H.
fram enn. Með því móti, setti B. J.
og flokkur hans í rauninni status quo
á stefnuskrá sína. Og um skilnað-
inn sem eftir á að fylgja, samkv.
Þingvallafundi er það að segja að
B. J. hefir sjálfur lýst því yfir, að
hann álíti hann harnaskap.oghefir lof-
að Dönum að berjast með hnúum og
hnefum móti honum. Hvað er þá
eftir af stefnuskrá Þingvallafundar-
ins ? E. H. segir fyrir sitt leyti —
líklega ekki fyrir liönd B. J. — að
hann haldi fram skilnaði, það er
að segja, jafnskjótt og hvert manns-
barn á landinu heldur fram skiln-
Iðnaðarmenn T
Munið eftir að ganga í »Sjúkrasjóð Iðnaðannanna,«
Sveinn Jónsson gjk.
Heima kl. 6 e. m. — Bókhlöðustíg 10.
aði, en fyr ekki!! Og þetta á að
vera sönnun fyrir þvi að stjórnar-
flokkurinn sé ekki snúinn ! Veikar
varnir fremur!
Hin ósjálfráða skriftin hans E. H.
um að það sé að kenna minni en
ekki meiri hlutanum að mál vor ná
ekkifram að ganga, er hvorkihættuleg
né svaraverð. Engum manni, sem
ekki gerir það vísvitandi mót betri
vitund, kemur til hugar að ámæla
minnihlutanum fyrir það að hann
tók ekki höndum saman við meiri-
hlutann um að leika blindingsleik
frammi fyrir þjóðinni, og samþykkja
frv. sem víst var að aldrei næði fram
að ganga og var auk þess óheppi-
legt í alla staði, og hafna öðru frv.
sem bæði veitti oss fult sjálfstæði
og vist var um að næði samþykki
Dana.
Nei, það er ekki svaravert, og það
verða aldrei margir, sem bíta á þann
öngul ísafoldar.
En tilraunin er auðsæ — sú að
villa þjóðinni sjónir, sigla sem lengst
undir fölsku flaggi. Og það er það,
sem er allra viðbjóðslegast við poli-
tík stjórnarliðsins. En við hverju á
að búast af flokki sem hefir B. J.
fyrir foringja og E. H. fyrir máls-
vara ?
Er elcki von að politíkin sé rotin
þar sem slíkir menn eru leiðandi
menn?
Þar sem ábyrgðartilfinninguna
vantar, þar sem meira er hugsað
um munn og maga en málefnið, þar
sem »æfintýrið« er svo hversdags-
legt er ekki við góðu að búast.
En það er sárt fyrir íslenzku þjóð-
ina, sem trúði meirihlutanum til að
fara með sjálfstæðismál sitt, að vakua
nú við jafn vondan draum, og fá
reynsluna svona dýrkeyfta.
Það hlýtur að hryggja alla sanna
íslendinga, hverjum flokki, og hverj-
um skoðunum, sem þeir fylgja.
Fjárhagsástandið.
n.
Næst hittum vér Th. Thorsteinsson
kaupmann að máli, og lögðum sömu
spurningu fyrir hann og konsúl Thom-
sen : Hvernig lýzt yður á fjárhags-
ástandið? Hr. Th. Thorsteinsson svar-
aði oss eitthvað á þessa leið :
Þetta er í raun og veru ákaflega
víðtæk spurning, sem grípur inn í svo
margt í þjóðlífi voru.
Og þegar ég hugsa um hana, og sé
hins vegar fram á þau peningavand-
ræði sem nú eru hér, þá verður mér
fyrst að athuga þjóðina sjálfa. Því
hver er þó sinnar hamingju smiður.
Það er ekkert vafamál, að þessi þjóð
er sérstaklega vel gefin frá náttúrunnar
hendi, og gæti verið vel fær í fjárhags-
legum efnum sem öðrum.
En hana vantar þar uppeldi og
þroska. Hún heflr enga þá fjárhags-
lega eldraun á sig lagt, sem hafi getað