Reykjavík - 03.07.1909, Side 3
REYKJAVIK
18»
Tíiarit kaupfélaganna
fæst hjá
bókb. Siguröi Jóngsyni.
Raddir otan af landi.
VI.
Skagafirði.
Sunnudaginn 23. Maí héldu þing-
menn okkar Skagfirðinga eftir vanda
leiðarþing; var það haldiðí Góðtemplara-
húsinu á Sauðárkróki. Kom þangað
mikið fjölmenni. — Fyrsti þingmaður
Skagfirðinga, Ólafur Briem, byrjaði þar
ræðu sína með því að gera tilheyrend-
um kunnugt um, að þetta síðasta þing
myndi fá allmisjafna dóma hjá þjóð-
inni, enda væri það lika það lengsta
þing sem hér á landi hefði verið háð,
og fór um það allmörgum orðum. Leit
út fyrir að hann með því vildi sýna
áheyrendum að hann tæki mjög mik-
inn þátt í óánægju þeirra með gerðir
þingsins og ætlaði með því að reyna
að vinna sér hylli fundarins áður en
hann færi frekara út í málin, en það
mistókst gersamlega. Því næst fór
hann að segja frá meðferð og afdrif-
um sarnbandslagafrv. og frumvarpi því,
sem meirihlutinn samþykti, og meðal
annars sagði hann, að þingið hefði haft
fulla vissu fyrir, að það næði ekki
staðfestingu hjá konungi, en að þessu
takmarki, sem frumvarp þetta stefndi,
væri ekki óhugsaniegt að íslenzka þjóðin
myndi komast, ef hún ætti góða framtið,
eftir „eitt eða fleiri þi'muid ár“, og það
stjórnarfyrirkomulag, sem við nú hefð-
um, væri vel viðunandi. Að þetta síð-
asta alþingi hefði orðið það lengsta
þing sem hér á landi hefði verið háð,
kendi hann fráfarandi stjórn. Tekjur
landssjóðs sagði hann að ekki hrykkju
nándar nærri fyrir útgjöldum eftir
fjárlögunum, og kendi hann fráfarandi
stjórn einnig um það, því hún hefði
samið fjárlagafrumvarpið. Auðvitað
væri þessi nýja stjórn ekki enn búin
að taka fasta fjármálastefnu, en þó
hefði þingflokkur hennar felt margar
útgjalda-upphæðir á fjárlagafrumvarp-
inu, sem hefðu átt að vera til fram-
kvæmdar á ýmsum þarflegum fyrir-
tækjum, svo sem brúargerða og vega-
bóta o. fl. Bitlinga-mönnum hefði
fjölgað og nokkrir hækkaðir frá því
sem á fjárlögunum hefði staðið. Þing-
manninum var bent á það, að írum-
varp til laga um að landssjóður gerðist
hluthafi í Thore-félaginu hefði komið
frá núverandi ráðherra, en ekki frá-
farandi, og svaraði þingmaðurinn því
á þá leið, að núverandi ráðherra hefði
ekki flutt það, og það hefði verið flutt
í því trausti, að það yrði ekki starf-
rækt. Var þá alment farið að brosa
að framkomu þingmannsins. Þing-
maðurinn var þá spurður, hví hann
hefði ekki greitt atkvæði með frum-
varpi minnihlutans í sambandsmálinu,
þar sem fram hefðu komið í því allar
þær breytingar er hann á þingmála-
fundi á Sauðárkróki i vetur, rétt áður
en hann hefði farið til þings, hefði sagt
kjósendum að hann gengi að, eí fengjust.
Hann var einnig spurður að, hver mein-
ingin hefði verið með að samþykkja
sambandslagafrumv. meirihlutans, þar
sem þingflokkn. hefði veriðljóst, að það
gat ekki náð staðfestingu, fyr en eftir
nokkur 1000 ár, og hvaða meining hefði
verið í því af meirihlutanum, aðvera að
berjast við að fá lög um að landssjóður
gerðist. hluthafi í Thore-félaginu, ef ekki
hefði átt að starfrækja það? Þessum
spurningum svaraði hann engu. —
Vantraustsyfirlýsinguna á fyrverandi
ráðherra lézt hann hafa verið mjög
óánægður með, en ekki gat hann þess,
að hann hefði farið fram á orðabreyt-
ingar á henni, þótt hann væri flutn-
ingsmaður hennar. Margt fleira sagði
maðurinn og margs fleira voru þeir
spurðir, en ekkert. svar fékst.
Annar þingm. Skagfirðinga talaði þar
næst og var hann fyrsta þingm. sam-
dóma um flest, en þurfti samt að
taka það upp aftur til skýringar, og ef
til vill til þess að draga tímann, svo
að sem fæstar spurningar kæmu frá á-
heyrendum. Fyrsti þingmaður sagðist
hafa verið á móti aðflutningsbanni á
áfengi, en annar þingmaður sagðist
hafa barist fyrir því. Báðir hafa víst
hugsað,að þeir múndu geðjast kjósenda-
fjöldanum með því, en því fór fjærri.
Öllum Skagfirðingum er sama hvort
aðflutningsbann kemst á eða ekki.
Ennfremur hélt 2. þm. langa tölu um
vantraustsyfirlýsinguna, og þar sem að
fyrsti þingmaður var óánægður með
orðalagið, var annar þingmaður mjög
ánægður með það, og fór um það
mörgum orðum. Sambandslagafrum-
varp meirihlutans sagði hann að færi
fram á málefnasamband, en ekki kon-
ungssamband, þrátt fyrir það þó fyrsti
þingmaður áliti annað, og frumvarpið
sjálft, eftir því sem það kæmi fram í
blöðunum, væri stílað svo, og til sönn-
unar las hann utan bókar fyrstu grein
frumvarpsins, en engar aðrar greinar
þess.
Rögnvaldur bóndi Björnsson í Réttar-
holti hélt þar skilmerkilega tölu og
gagnorða yfir þingmönnunum um gerð-
ir þingsins og framkomu þeirra sjálfra,
borið saman við það, sem þeir höfðu
heitið heima i hóraði. — Þeir hefðu
heitið að styðja millilandanefndarfrv.,
ef þær orðabreytingar væru á því
gerðar, sem nú eru fram komnar hjá
minnihlutanum. Þeir hefðu lofað að
styðja framfaramál lándsins, en fækka
og minka óþarfa og illa liðna bitlinga.
Þeir hefðu lofað að láta ekki hlutdrægni
ráða við starfs- eða embættaveitingar,
eftir því, hverjum pólitískum flokki
umsækjendurnir fylgdu. En svo hefði
fyrsti þingmaður Skagfirðinga verið
flutningsmaður að vantraustsyfirlýsingu
á fyrverandi ráðherra, svo hann hefði
orðið að fara frá völdum, þrátt fyrir
það, þótt hann þessi 5 ár, sem hann
hafði gegnt ráðherrastörfum þessa lands,
hafi verið í broddi fylkingar til þess
að efla allar framfarir innan lands og
tilraunir til að auka sjálfstæði þjóðar-
innar og útvega henni út á við traust
og álit annara þjóða. En aftur hefðu
þeir stutt þann mann til valdanna
sem mestum sundrungaranda hefir
á síðustu árum komið í þjóðina, og
eftir þeirri litlu reynslu, sem fengin væri
af honum, mundi ekki ólíklegur til þess
að geta gert alt hinum gagnstætt.
Engar varnir komu frá þingmönnum
viðvíkjandi gerðum þingsins. Einnig
gat ræðumaður þess, að hann væri
fyrsta þingmanni samdóma um það,
að þetta þing fengi misjafna dóma,
og myndi það ekki að ástæðulausu,
þótt ófagrir yrðu.— Almenna gleði hefði
það vakið meðal fundarmanna, hefðu
þingmenn vorir lýst því yfir, að þeir
myndu segja af sér þingmensku, og
þá hefðu flestir farið ánægðir af leiðar-
þinginu. — Ekki gátu þingmennirnir
um það, að barist hefði verið fyrir því
af nýja ráðherranum að hætta að
prenta þingræðumar, enda vitnaði ann-
ar þingmaðurinn í þingtíðindin þegar
honum lá á, þótt þau ef til vill séu
enn ekki prentuð.
Sjö menn töluðu á fundinum; að eins
var einn með þingm., og talaði svo sem
2 minútur, en hafði fátt að segja.
Annar þingmaður var að sjá mjög á-
nægður með sjálfan sig og afreksverk
sín á síðasta þingi. — Fyrsti þingm.
var það hygnari að láta minna á því
bera, enda sá hann, að það hefði að
eins vakið hlátur meðal áheyrenda.
Einn af áheyrendum.
~ — —
Rey kj a v í k u rf r étt i r.
Stúdentar.
Úr alm. mentaskólanum útskrifuðust
30. f. m.:
Skólanemendur: Kink. Stig.
Jónas Jónasson .... I. ág. 106
Sveinbj. Theódór Jakobsson . I. 103
Halldór Kristjánsson ... I. 102
Kristján Ólafur Björnsson . I. 97
Bjarni Snæbjörnsson ... I. 93
Þórður R. A. Þorgrímsson . I. 88
Halldór J. Þorsteinsson . . I. 87
Halidór Kristinsson . . .II. 82
Símon J. Þórðarson ... II. 78
Eiríkur Einarsson .... II. 78
Vigfús I. Sigurðsson . . . II. 73
Utanskólanemendur:
Guðmundur Ásmundsson .II. 79
Jón Jóhannesson .... II. 77
Marten A. Th. Bartels . . II. 72
Jónas Stephensen . . . III. 62
Þetta er síðasti árgangurinn í skól-
anum, sem próf tekur í grísku.
Einbættispróf
í lögfræði hefir Jón Kristjánsson
tekið í Kaupmannahðfn með I. eink.
Próf í forspjallivísiiiduin
tók Sigurður Sigurðsson (frá Vigur)
lagaskólanemi hér nýlega og fékk
dável -f-. Hann hafði ekki getað tekið
prófið um sama ieyti og aðrir sökum
mislinga.
Læknapróf,
fyrri hluta, hafa þeir tekið Henrik
Erlendsson með II. betri einkunn og
Magnús Júlíusson með I. einkunn.
Til lieilsuliælisins
hafa þeir kaupmennirnir Geir Zoéga
og Kristján Þorgrímsson nýlega gefið
100 kr. hver.
Próf í stjórnfræði
tóku nýlega í Khöfn Georg Ólafsson
(gullsmiðs í Rvík) og Ólafur Björnsson
(ráðherra), báðir með 2. eink.
Úrsmíðastoían
éPingholtsst.3, Rvíb.
Hvergi vandaðri úr.
Hvergi eins ódgr.
Fullkomin ábyrgð.
Stefán Runólfsson.
Bókaverzlun Guðm. Gamalielssonar:
Handa söngmönnum !
ísl. kór- og einsöngslög
eftir Árna Thorsteinsson, Bjarna Þorsteins-
son, Helga Helgason, Jónas Helgason. Jón
Laxdal og Sigfús Einarsson.
•€ggert Claessen,
yfirréttarmálaflutningsniaðnr.
Póstliússtr. 17. Talsími 10.
Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5.
Legghlífar
úr leðri, af 16 tegundum, hver
annari fallegri og vandaðri, verð
frá kr. 2,25 nýkomið til
Lárusar G. LúðYígssonar
Pingholtssti‘æti 2.
^ T H A H 0 M S E M
KAFNARSTR-1718 Í-202122-KOUS 12-LÆKJART 1-2
• REYKJAVIK •
Stór barkur,
í Hafnarfirði,
uppskipunarprammi,
mjög atór og sterkur og
mótorbátur
með ágætri vél eru til sölu.
Lysthafendur snúi sér til
H. Th. A.Thomsen.
frá skrifstofu bæjarfógetans
í Reykjavík.
Pétur Halldórsson cand. phil. tilkynn-
ir, að hann reki bóka-, pappírs- og
ritfanga-verzlun undir flrmanafninu
„Bókaverzlun Sigfúsar Eimundssonar“.
Hann ritar sjálfur firmað, ogprókúru-
umboð hefir Ólafur Runólfsson bók-
haldari.
Undirskrift ritast þannig:
Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar
Pétur Halldórsson.
Ólafur Runóifsson ritar:
pr. pr. Bókaverslun Sigfúsar Ey-
mundssonar
Ól. Runólfsson.
Drengur á 15. ári, óskar eftir at-
vinnu hér í bænnm, helst við verzlun.
Góð meðmæli til sýnis. Ritstj. vísar á.
Gott húsnæði
og sólsælt, 4—5 herbergi, óskast á
leigu frá 1. okt. Tilboðum, er greini
herbergjastærð og leiguhæð, veitir
viðtöku
Dr. Björn Bjarnason
Laufásveg 6.
Tapast hefir silfurbúin svipa í
Reykjavík, merkt Sigurður Bjarnason,
skilvis finnandi, skili henni til Einars
Jónssonar Vesturgötu 30 gegn fundar-
launum.
Nfr Lax,
stór og smár, verður daglega til hjá
ísfélaginu við Faxaflóa.
J. Nordal.
verða haldnar á Melunum
Suimudag'iim 11. jiilí.
3 verðlaun fyrir skeið og
3 fyrir stökk.
Þátttakendur geíi sig fram
á skrífstofunni í