Reykjavík - 10.07.1909, Blaðsíða 1
IRe^k ja\>íh.
X., 35
Útbreiddasta blað landsins.
Upplag yfip 3000.
Laugardag 10. Júlí 1909
Áskrifendur i b æ n u m
yflr 1000.
ALT FÆST 1 THOMSENS MAGASfNI.
Augnlækning ók. 1. og 3. þrd. 2—* á spítal.
Baðbúsið virka daga 8—8.
Biskupsskrifstofa 9—2.
Borgarstjóraskrifstofa 10—3.
Bókasafn Alþ.lestrarfél. Pósthússtr. 14, 5—8.
Bréfburður um bæinn 9 og 4.
Búnaðarfélagið 12—2.
Bæjarfógetaskrifstofa 9—2 og 4—7.
Bæjargjaldkeraskrifstofa 11—3 og 5—7.
Bæjarsíminn v.d. 8—10, sunnud. 8—7.
Forngripasafnið opið 11—1 frá lð.jún.—lS.sept.
Islandsbanki 10—21/* og 51/*—7.
Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. Id. 7--8 e.m.
Landakotsspitalinn 10l/s—12 og 4—5.
Landsbankinn 101/*—21/?.
Landsbókasafnið 12—3 og 7—8.
Landskjaiasafnið á þrd., fmd. og ld. 12—1.
Landsjóðsgj.k. 10-2, 5-6, þrjá 1. d. í m. 10-2, 5-7.
Landssíminn v.d. 8—9, sunnud. 8—11 og4—6.
Læknaskólinn ók. lækning þrd. ogfsd. 11—12.
Náttúrugripasafnið sunnud. l‘/s—21/*.
Pósthúsið 8—2 og 4—7.
Stjórnarráðið 10—4.
Söfnunarsjóður 1. rad, i mán. kl. 5.
Tannlækning ók. í P.str. 14, 1. og 3. md. 11—12.
„REYKJAYÍK"
Árg. [minnst 60 tbl.] kostar innanlands 3 kr.; erlendii
kr. 3,50—4 sh.—1 doll. Sé borgað fyrir 1. Júlí, 1 kr. afsl.
Auglgsingar innlendar: k 1. bli. kr. 1,50;
og 4. bls. 1,35 — Útl. augl. 53*/»°/o h»rra. —
Afsláttur að mun, ef mikið er auglýit.
Hlutafélagið „Beykjavík“.
Ritstjóri Jónas Guðlaugsson,
Kirkjustrœli 10. Talsími 139.
Ritstj. ..Reykjavíkur^
er að hitta í
Jíirkjustræti 10 frá 4—5 e. m.
Talsími 199.
ýjgrciisla ,Reykjavíkur‘
er á Smiöjustíg 7.
Afgreiðslum. blaðsins er áreiðanlega
að liitta þar kl. ÍO—11 f. m.
og 2—4 e. m.
Ferill ráðherrans.
,,Æfintýrið“.
Því var spáð um það leyti sem
stjórnarskiftin urðu, af einum af
þingmönnum minnihlutans, að vörð-
ur þær er B. J. myndi reisa á ráð-
herraferli sínum, myndu ekki gnæfa
liærra en vörður H. Halsteins.
Sannast að segja þurfti engan spá-
sagnaranda til að mæla þau orð.
Það gæti nú verið nógu fróðlegt að
líta yfir hinn stutta ráðherraferil
B. J., og gæta þar að helztu merkja-
steinunum. »Reykjavík« hefir að
vísu að meira eða minna leyti rætt
um livern einstakan, en þegar þeir
koma allir saman, sést betur hvert
stefnir.
Ráðherraferill B. J. byrjaði með
því, að hann ílaut upp í ráðherra-
sætið á sínn eigin atkvæði, enda
þótt hann léti »ísafold« daglega vera
að smjatta um svokallað »valda-
lystarleysi« þá dagana.
Hann var ekki fyr orðinn útnefnd-
ur og kominn á konungsfund, en
hann afneitaði öllum skoðunum
flokks síns, og dró dár að hinni ís-
lenzku þjóð frammi fyrir Dönum.
Hann gerðist þar hinn fyrsti ís-
lendingur sem, svo að segja »lög-
helgaði« hjáleigunafnið góðkunna á
íslandi. Og hann bendlaði um leið
baráttu flokks síns í sumar við
»ungan fauta«, og dró dár að þess-
um »tveimur hræðum« í flokki hans
sem voru skilnaðarmenn.
Þetta voru nú afrekin út á við.
Inn á við byrjuðu afrekin á því,
að reyna að telja þjóðinni og þing-
inu trú um, að hann hefði ekkert
af því sagt er eftir honum var haft
í Danmörku, og það þrátt fyrir
»leiðréttingu«, er hann sendi út, sem
staðfesti svo að segja í öllu ummæli
hans við dönsku blöðin. Þeim
kattarþvotti lauk svo, að flokkur
hans neyddi hann til að samþykkja
frumvarp, sem fór fram á persónu-
samband, eins og til þess að láta
hann éta alt ofan í sig, um leið og
þjóðinni var vilt sjónar.þar sem vitan-
legt er að frumvarp það mun aldrei
ná fram að ganga. Líklegt er að
Skúli Thoroddsen hafi staðið fyrir
þeim skoplegu hefndum, og vóru þær
B. J. maklegri en þjóðinni, sem þær
koma niður á.
Annað afrek hans var hefndin á
Landsbankanum, sem gat stofnað
landinu öllu í Qárhagsvoða, er hann
skipaði lúsaleitanefnd til að »rann-
saka hag hans«. Það þarf ekki að
íjölyrða um þær afleiðingar, sem það
athæfi gat haft, þótt betur tækist til
en áhorfðist, fyrir tilstilli góðra
manna. Jafn glæfraleg ráðstöfun
hefði alstaðar annarsstaðar í heim-
inum, verið ærin til að steypa ráð-
herra af stóli.
Þriðja afrek hans var tilraunin
til að láta landið kaupa úrelta
gamla skipadalla af Th. Thulinius
fyrir afarverð, sem gat orðið til
að koma landinu á höfuðið. Að
ráðherra skyldi vera riðinn við það
mál, á þann hátt sem raun var á
er eitt stærsta hneyxlið í pólitískri
sögu íslands um langan aldur.
Fjórða afrek hans var það, að
hann veitti þægustu þjónurn sínum
alla þá bitlinga er völ var á, og
haíði þó áður farið liörðum orðum
urn að slíkt væri gert, kallað það
»matarpólitík«, »grautarpólitík« o.
s. frv.
Firnta afrekið var að taka mál-
verk og aðra muni landsins til af-
nota handa sjálfum sér, án nokkurs
endurgjalds eða leyfis.
Sjötta afrekið var, að sölsa undir
prentsmiðju sína mestalla prentun
alþingistíðindanna, enda þótt það sé
ekki þolað annarsstaðar í hinum
siðaða heimi, að ráðherrar hafi
bein viðskifti við landið, þótt engu
öðru væri tfl að dreifa í því máli.
Sjöunda afrekið var að setja vin (!)
sinn Tryggva Gunnarsson orðalaust
frá bankastjórastöðunni, um leið
hann skaust af landi burt, eftir að
það eitt hafði sannast um framkomu
hans sem bankastjóra, að alt var í
svo mikilli reglu við Landsbank-
ann, sem frekast varð ákosið. Og
því ófyrirgefanlegra var þetta til-
tæki sem hér er að ræða um ein-
hvern vorn helzta og vinsælasta
þjóðskörung, og talið er víst að
einhver alveg óhankafróður pólitísk-
ur snáði B. J. verði settur í stað
hans.
Kórónan á þessum afrekum er
svo, að ráðherra varð að sigla ut-
an með tvo meðráðamenn (privat-
sekretæra) til þess að verða ekki
alveg að gjalti í Danmörku og lala
ekki um of af sér.
Vér skulum ekkert minnast á
ýmislegt athæfi sem farið hefir fram
bak við tjöldin, en bráðum kemur
fram í dagsins ljós, enda ætti þetta
að nægja til að bregða birtu yfir
hinn stutta feril hans.
Einar Hjörleifsson kallaði það
»æfmtýri« þegar Björn Jónsson varð
ráðherra.
Það er ekki laust við að honum
hafi ratast þar satt orð á munn.
Það er æfintýrið um froskinn,
sem vildi verða naut, sem hér er
að gerast.
Prestastefnan á ÞingYöIlum.
Hinn 2.—4. júní var sýnódus hald-
inn á Þingvöllum undir forstöðu hins
nýja biskups Þórhalls Bjarnasonar.
Mættu þar um 30 prestar. Skrifari
fundarins var kosinn Jón lektor Helga-
son.
Helztu málin er þar voru tekin fyrir
voru skilnaðnr ríkis og kirkju, voru í
því máli samþyktar svohljóðandi á-
lyktanir:
„ Að kirkjan sé frjáls þjóðkirkja í
sambandi við ríkið“. En ef skilnaður
verður þá
1. að skilnaðarmálið sé undirbúið af
kirkjuþinginu.
2. að öllum eignum kirkjunnar só
varið til viðhalds og styrktar kristn-
um trúarfélögum í landinu eftir ákveð-
inni tiltölu".
Var sú tillaga samþykt með 25 og
24 atkv.
í kirkjuþingsmálinu var samþykt
svohljóðandi tillaga :
„Fundurinn skorar á alþingi, að
samþykkja lög um kirkjuþing fyrir
hina ísl. þjóðkirkju, er komi saman
annaðhvort ár, sé skipað prestum og
leikmönnum, hafi fult samþyktarvald
í sínum eigin málum og tillögurétt í
öllum þeim aimennum löggjafarmálum,
er snerta kirkjuna, og sé kostað af
landssjóði“.
Tillagan samþ. með 26 samhl. at-
kvæðum.
X„ 35
Iðnaðarmenn I
Munið eflir að gangai »Sjúkrasjóð Iðnaðarmanna.c
Sveinn Jónsson gjk.
Heima kl. 6 e. m. — Bókhlöðustíg 10.
Um undirbúningsmentun presta voru
samþyktar eftirfarandi tillögur:
1. Þar sem fundurinn lítur svo á, að
afnám grískukenslunnar sé til mikils
hnekkis fyrir guðfræðisnámið, skorar
hann á landsstjórnina að hlutast til
um það, að frjálsri grískukenslu verði
haldið uppi að minsta kosti í efsta
bekk mentaskólans, þannig lagaðri, að
nemendur byrji þegar að lesa Nýja
testamentið með málfræðinni.
2. Fundurinn skorar á alþingi, að
veita guðfræðiskandídötum ríflegan
styrk í eitt ár til dvalar erlendis þeim
til fullkomnunar í ment sinni.
3. Prestastefnan telur það mjög
æskilegt, að komið yrði á við presta-
skólann í sumarleyfinu stuttu, vísinda-
legu námsskeiði fyrir presta með fyrir-
lestrum og samræðum, er væntir fjár-
framlaga til dvalarkostnaðar prest-
anna.
í handbökarmálinu samþykt svo-
hljóðandi tillaga í einu hljóði:
„Prestastefnan væntir þess, að hand-
bók presta verði fullbúin til prentunar
á næsta hausti. Prestastefnan heim-
ilar endurskoðunarnefndinni að bæta
við sig manni í stað Hallgríms bisk-
ups Sveinssonar og álítur, að una megi
við tilvitnanir einar í pistla og guð-
spjöll, ef þörf gerist vegna útgáfunnar“.
Af öðrum tillögum má nefna svo-
hljóðandi tillögu, er samþykt var með
17 atkv. gegn 4 :
„Prestastefnan treystir áfram fylgi
hinnar íslenzku prestastéttar við bind-
indismálið og aðflutningsbannið", og
mun mörgum þykja sú samþykt miður
heppileg og síður en réttmæt að því
er aðflutningsbannið snertir.
Loks tjáðist prestastefnan vilja veita
jafnréttiskröfum kvenna fylsta samhug.
Ýmislegt fleira var rætt og samþykt
er vér höfum ekki rúm til að flytja.
Helztu ræðumenn voru auk biskups,
Jón lektor Helgason, Haraldur Níelsson,
Sigurður P. Sivertsen, Gísli Skúlason,
Magnús Helgason, Sigurbj. Á. Gíslason.
Umræður voru fjörugar, og yfir höfuð
þótti prestastefna þessi takast hið bezta.
Fjárhagsástandið.
ni.
Yér hittum Ásgeir Sigurðsson konsúl
að máli, og fórum fram á við hann
að leggja til málanna í fjárhagsmálinu,
spurðum hann að skoðun hans á þess-
um þrem spurningum, sem við höfðum
lagt fyrir aðra kaupmenn áðurí blaðinu.
Hann gaf oss góð svör og glögg.- Aðal-
atriðin voru þetta :
Astandið er ekki gott og horfurnar
ekki sem beztar, þó gætu þær verið
verri og engin ástæða er til að ætla
að þetta illa ástand, sem nú er, verði
langvarandi. Góð ár og vond ár skift-
ast á, svo hefir það ávalt verið og verð-
ur alstaðar. Á góðu árunum gera
menn meiri kröfur til lífsins, eyða
meiru í óþarfa, ráðast í ýmislegt sem