Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 07.08.1909, Blaðsíða 1

Reykjavík - 07.08.1909, Blaðsíða 1
1R k \ a v í h. X, 39 TÍtbreiddasta blað landsins. Upplag yfip 3000. Laugardag 7. ágúst 1909 Á skrifendur í b æ n n m yfirlOOO. X„ 39 ALT FÆST 1 THOMSEHS MAGASlNI. Augnlækning ók. 1. og 3. þrd. 2—3 á spital. Baðliúsið virka daga 8—8. Biskupsskrifstofa 9—2. Borgarstjóraskrit'stofa 10—3. Bókasafn Alp.lestrarfél. Pósthússtr. 14, 5—8. Bréfburður um bæinn 9 og 4. Búnaðarfélagið 12—2. Bæjarfógetaskrifstofa 9—2 og 4—7. Bæjargjaldkeraskrifstofa 11—3 og 5—7. Bæjarsíminn v.d. 8—10, sunnud. 8—7. Forngripasafnið opið 11—1 frá lð.jún.—15.sept. Islandsbanki 10—2‘/j og ð1/^—7. Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. 7-8 e.m. Landakotsspitalinn 101/!—12 og 4—5. Landsbankinn 10*/»—2‘/j. Landsbókasafnið 12—3 og 7—8. Landskjalasafnið á þrd., fmd. og ld. 12—1. Landsjóðsgj.k. 10-2, 5-6, þrjá 1. d. í m. 10-2, 5-7. Landssíminn v.d. 8—9, sunnud. 8—11 og 4—6. Læknaskólinn ók. lækning þrd. og fsd. 11—12. Náttúrugripasafnið sunnud. H/j—21 /2. Pósthúsið 8—2 og 4—7. Stjórnarráðið 10—4. Söfnunarsjóður 1. md. í mán. kl. 5. Tannlækning ók. í P.str. 14, 1. og 3. md. 11—12. „EEYKJAYlK" Árg, [minnst 60 tbl.] kostar innanlands 3 kr.; erlendis kr. 3,50—4 ah.—1 doll. Sé borgað fyrir 1. Jdlí, 1 kr. afsl. Auglýsingar innlendar: k 1. bl*. kr. 1,50; . og 4. bls. 1,36 — Útl. augl. 3S*/»®/o hierra. — Afsláttlir að mun, ef mikið er auglýst. Hlutafélagið „B,eykjavik“. Ritstjóri Jónas öuðlaugsson, Kirkjustræli 10. Talsími 199. Ritstj. „Reykjavílciir“ er að hitta í Kirkjustræti 10 frá 4—5 e. m. Talsími 199. ýfgreiðsla ,Reykjavikur‘ er á Smiöjustíff 7. Afgreiðslum. blaðsins er áreiðanlega að liitta þar kl. ÍO—11 f. rn. og ,V*—4 e. m. Liílu verður Vöggur feginn. „ísafold11 er mjög kampagleið yfir því 31. f. m., að ráðherrann hafi fengið öll lög alþ. staðfest nema eitt og eyðir því, svo sem um högóma- mál væri að ræða. Og þetta hégómamál „ísafoldar" er sambandsmálið, málið sem verið hefir efst á dagskrá þjóðarinnar siðan þing- mannaförinni lauk, sumarið 1906. Málið, sem vegur og gengi lands og ]ýðs öllum öðrum málum framar er komið undir, og meirihlutinn hamp- aði hæzt meðan hann var að læð- ast að kjötkötlunum, er nú orðið að svo auðvirðilegu hégómamáli, að að- alstjórnarblaðinu þykir ekki eyðandi orðum að því, þó að því sé skelt á nasir þeim manninum, sem hátíðlegast lofaði að leiða það til heppilegra lykta. Kunnugum kemur þetta nú raunar ekki á óvart. Þeir vissu frá upphafi að það mál var ekki annað en leik- soppur í höndum innantómra orðháka, ekki annað en sjónhverfing, á borð við sum „dularfullu fyrirbrigðin", til þess að komast yfir blessaðan matinn. Aðalorðhákarnir eru nú sumpart orðnir saddir og sumpart, á góðum vegi til þess. Það er meðferð sam- bandsmálsins að þakka. Tilgangurinn var aldrei annar. Honum er náð. Og því er málið nú lagt á hylluna. Því er ekki eyðandi orðum að því lengur, enda helzt til skamt liðið frá öllum skammaaustrinum um millilandafrum- varpið, frá forsetaförinni sælu og öll- um gyllingunum á frumvarpi meiri- hlutans, til þess beint að lofa meist- arann fyrir það verkið. En lofa verður hjúið húsbóndann samt. Fyrir það eitt fær það mat og kaup. Því er blaðinu snúið frá sam- bandsmálinu og til lántökunnar fyrir landssjóð, til viðskiftaráðunautsins og bannlaganna. Nú á B. J., sem skammaði H. H. blóðugum skömmum fyrir að hafa tekið x/2 miljónar lán hjá Dönum, að hafa unnið lofsamlegt verk fyrir iand og lýð, með því að taka þrisvar sinn- um hœrra lán á sama stað gegn h æ r r i vöxtum. Af láni H. H. er svarað 4%, en af láni B. J. 4V2°/o. Pað er sama sem 7,500 kr. gjaldaauki fyrir landssjóð. Af miklu er að láta. Eða þá af viðskiftaráðunautnum, manninum sem að vísu er hlutfalls- lega óskaðlegur meöan hann eyðir hér í aðgjörðaleysi rúmum 33 kr. á dag úr landssjóði, manninum, sem einn var svo óhæfur í þá stöðu allra hluta vegna, að beztu vinir hans gera gys að honum á opinberum mannfundum. Eða loks af bannlögunum, lögum um að vór viljum ráða því, hvað vér látum ofan í oss í voru eigin landi og sem meirihlutinn varð að fá hjáip hjá einum manni úr andstæðinga- flokknum til að gera sæmilega úr garði. Buxna-Leitis-Gróa gerir þetta að kraftaverkum, með því að skálda það, að B. J. hafi hér átt við ramman reip að draga, þar sem minnihlutinn hafi reynt að spilla öllum þessum málum. Vitanlega er það tilhæfulaus tilbún- ingur. Ekkert þessara mála, lántakan, fjárveitingin til viðskiftaráðunautanna eða bannmálið, var flokksmál. Minni- hlutamenn og meirihluta studdu þau jöfnum höndum, ekki sízt bannmálið. Minnihluta-blöðin leyfðu sér _að eins að rifja upp ummæli „ísafoldar“ um iántöku H. H., þegar blaðið fór að hæla B. J. íyrir nýju lántökuna. Og bentu jafnframt á það, sem allir vissu, og þó vægilega, að ráðherrann hafði farið illa með fjárveitingu alþingis til við- skiftaráðunauta, þar sem hann kjöri í þann sess mann, er flestum eða öll- um öðrum fremur vantar öll eða ílest skilyrði, bæði sjálfráð og ósjálfráð, til að geta skipað sætið stórlýtalaust, og sem meira að segja hefir sýnt það svart á hvítu, að hann kunni ekki að standa fyrir stöðu, er hann hafði þó sérstaklega búið sig undir árum saman. Og um bannlögin er það að segja, að því fer svo fjarri að minnihlutinn hafi amast við þeim, að minnihluta- þingmaður varð til þess að gera þau frambærileg, og bæði Reykjavíkur-blöð minnihlutans hafa stutt þau bæði fyr og seinna. Buxna-Gróa kernst því aldrei fram m*ð það, að ráðherrann hafi unnið frægan sigur á minnihlutanum í þess- um málum. Lofgjörð „ísafoldar" um lántökuna og staðfesting fjárlaganna (fjárveiting- arinnar til viðskiftaráðunautanna) og bannlaganna sýnir ekkert annað en hve traust, jafnvel „insta hringsins", hefir verið lítið á húsbóndanum. Og það vantraust láir enginn nán- um kunningjum ráðherrans, sem einn af fornkunningjum hans sagði um eftir forsetaförina: „aldrei hefir enn í manna minnum meira skriðið nokkur íslend- ingur“, og nánustu vinirnir þorðu ekki að sleppa einum út fyrir landsteinana. En — litlu verður Vöggur feginn. var haldin þann 1. og 2. ágúst. Hafði verið til hennar efnt líkt og áður, en veðuróhægð olli því báða dagana, að lítill gleðibragur varð að henni, enda mun mörgum finnast stjórnarástandið hér í landi lítt ánægjulegt. Sunnudaginn 1. þ. m., voru háð kapphlaup frá Árbæ til Austurvallar, kl. 2 um daginn. Síðan var sund- skálinn vígður, og hélt Hannes Hafstein bankastjóri snjalla ræðu við það tæki- færi; er birtur kafli úr þeirri ræðu á öðrum stað hér í blaðinu. Fyrir og eftir var sungið eftirfarandi kvæði eítir Guðmund skáld Magnússon : Nú er hæli vort bygt, nú er hreystinni trygt yfir höfuð sér þak gegnum seskunnar stríð. Það ber gullaldarbrag sem vér gerum í dag, og vér gefum þér ávöxtinn, komandi tíð. Það bar feðranna orð yfir stórliöf og storð, hversu strauminn þeir léku og brimfallsins rót. Sérhver konungleg þraut lagði blóm þeim á braut, jafnvel björnum á sundi þeir lögðust á mót’. Nú skal frægðaröld ný renna skini um ský, nú skal skuggunum hnekt voru dáðleysi frá. Hér skal djarflega teflt, hér skal atgerfið eflt, hér skal ættlera-svipurinn skolast af brá. Sjá, hér býður hann hönd, leggur band inn í strönd, þessi blikandi leikvöllur, kvikandi, tær. Dröfn, þitt vinfengi’ er valt, fang þitt karl- mensku-kalt, en þín lcesknis-bros laða, svo eggjandi skær. Þar sem fólkið erhraust,er það hugarvílslaust, þar á lieimurinn gnægð, þar er hvarvetna byr. Því er búð þessi reist, þetta bandalag treyst, að sú blessunaröld megi koma því fyr. Iðnaðarmenn I Munið eftir að ganga í »Sjúkrasjóð Iðnaðarmanna.t Sveinn Jánsson gjk. Heima kl. 6 e. m. — Bókhlððustig 10. Heill þér framgjarna sveit! Krýnij frægð þennan reit, þar sem frumherja-vígið þú reisir á strönd. Marga hamingjuspá er í hylling að sjá, eins og heiðbjartan jökul við sædjúpsins röpd. Síðar um kvöldið voru háðir knatt- leikar á Melunum. Daginn eftir (þann 2.) voru fyrst háðar veðreiðar á Melunum, en að því loknu kapphlaup og stökk. Hátíðin var sett kl. 12 um daginn, og sagði Bjarni frá Vogi nokkur orð við það tækifæri. Þá talaði Kristján háyfir- dómari Jónsson fyrir minni konungs, en Indriði Einarsson fyrir minni ís- lands, og var sungið kvæði eftir Hannes S. Blöndal á eftir. Loks tal- aði Hjalti Sigurðsson fyrir minni íslendinga erlendis, en kvæði eftir Guðmund Magnússon var sungið á eftir. Varð nú nokkuð hlé, en kl. 4 um daginn talaði Jón alþm. Þorkelsson fyrir minni Reykjavíkur. Kvæði eftir Guðmund Magnússon var sungið á eftir. Seinna um kvöldið las Bjarni frá Vogi upp hverjir hefðu hlotið veðreiða- og íþrótta-verðlaun, og urðu það þeir, sem hér segir : I. Mílukapphlaup (frá Árbæ á Austurvöll): 1. Helgi Árnason (28 mín.). 2. Sigurjón Pétursson (28 m. 5 sek.). 3. Jóel Ingvarsson (28 m. 10 sek.). 4. Einar Pétursson (28 m. 15 sek.). II. Þúsund metra hlaup : 1. Sigurjón Pétursson (3 mín. 3 sek.). 2. Guðm. Sigurjónsson (3. m. 8 s.). 3. Magnús Tómasson (3 m. 10 sek.). III. 100 metra hlaup : 1. Heígi Jónasson (12^/s sek.). 2. Sigurjón Pétursson (131/* sek.). 3. Guðm. Sigurjónsson (14 sek.). IV. Hástökk: 1. Kristinn Pétursson. 2. Jón Halldórsson. 3. Hallgr. Benediktsson. V. Langstökk: 1. Kristinn Pétursson. 2. Theódór Árnason. 3. Guðbrandur Magnússon. VI. Sund, J00 metra : 1. fl.: 1. Sigtryggur Eiríksson. 2. Stefán Ólafsson, 3. Benedikt Guðjónsson. 2. fl.: 1. Einar Guðjónsson. 3. fl.: 1. Tómas Hallgrímsson. Sund, 500 metra: 1. Sigtryggur Eiriksson. 2. Stefán Ólafsson. 3. Benedikt Guðjónsson.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.