Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 07.08.1909, Blaðsíða 4

Reykjavík - 07.08.1909, Blaðsíða 4
156 REYKJAVÍK DE FORENEDE BRYGGERIERS Ekta ErónuöL Krónupilsener. Export I>ol>l>elt Ö1 Anker Öl. Vér mælum með þessum öltegundum sem FÍNUSTU skattfriu öltegundum sem allir bindindismenn mega neyta. NB. Biðjið beinlínis um : De forenede Bryggeriers Öltegundir. -Nesti- fyrir t'óDvið, í útreiðar og s (emti-ferðalög, t. d. n i ð u r- margar teg. al'ar ódýrar hj á c7es SEimsen. s o ð i ð, lijöt og fisk- meii aDs konar — Kex og brauð — ávextir alls konar sselg-aiti, er í miklu úrvali í Norsk brauð. Vörtekager Mellembröd Halfinebröcl Gerbröd] í nýja bakaríinu í Ficherssundi 3. 3ngöl|ur Sigurðsson. Stiiaiist Kaffi k Catao Ko. 1. Fríhöfnin. Kaupmannahöfn. Afarstórt nýtizku kaffibrensluhús í Frihöfninni. Vér mælum með hinu brenda kaffi voru, sem vér ábyrgjumst að sé hreint, mjög sterkt og bragðgott. Selt ýmist í ý?2 °g V1 pd. pökkum, með vörumerki voru á, eða í stærri sölu. Gothersgade 14. W. Schájer S Co. Ulekaiiisk sRóverRsmidja og lielldsölu-torði Kaupmannah öf11 Stoínsett 1870. af öllum venjulegum tegundum af karla-, kvenna- og barnaskóm, skóhlífum og flókaskóm. Sterkleiki, gott snið, lægsta verð. Bezta samband fyrir útsölumenn. Stórmiklar birg’ðir af alls konar efni, verkfærum og verkfæravélum, fyrir smíðavinnustofur, mótorsmiðjur og vélaverksmiðjur. Alls k.onar vélar fyrir smærri trésmíði, svo sem bandsagir, stillai-ar o. s. frv. Biðjið um verðlista vora með myndum. Nienstædt & Co. Vetre Boulevard 30. Kjöbenhavn 13. færðómslistaritln (jafnt einstök bindi úr þeim) kaupir Pétur Zóphóníasson. Beynið einu kí 11 ni vín, sem eru undir lilsjón og efna- rannsökuð: rautt og hvítt PORTVIN, MADEIRA og SHERRY trá Albert B. Cohn, Kabenhavn. Aðai-birgðir í H. Th. A. Thomsens Magasin. Jhomsens príma vinðlar Hvar á að kaupa öl og vín? En í Thomsens M a g a s í n. JPrentsmiOjau Uutenberg. 48 49 fyrir námskostnaði hans við liáskólann, gert hann að samverka- manni á málafærzlu-skrifstofunni, og í fám orðum sagt trygt framtíð hans. Hver veit, nema hann kunni að verða ríkur, heiðraður og mikils metinn maður, og endar máske braut sína sem einn af fræg- ustu mönnum landsins!. . . En, elsku mamma ? Hvaða bull! Spurningin er hér einungis um Rodja, hinn dæmalausa Rodja, frum- burðinn! Nú, jæja, skyldi það ekki vera rétt að offra slíkri dóttur fyrir slíkan frumburð? Ó, þið elskuðu, óréttlátu verur! Hvað Iielir svo þetta að þýða? Það þýðir að við gerum Dunju að Sonju! Sonju, Sonju Marmeladow, þessari eilífu sömu Sonju frá byrjun veraldar! En hafið þið líka athugað hvað þetta offur þýðir — oífur eins og þetta? . . . Hafið þið? Og hafið þið líka dug til þess? Mun það verða að til- ætluðum notum, mun það vera skynsamlegt? Vitið þér líka, ungfrú Dunja, að hlutfall Sonju er engu viðbjóðslegra en það, sem bíður yöar hjá herra Lushin? »Um ást er hér auðvitað ekki að ræða«, skrifar aumingja mamma. En setjum nú svo að hér sé ekki að ræða um ást og ekki heldur um virðingu einu sinni, en að hún þvert á móti fyrirlíti liann, bjóði við honum — ja, hvað þá ? Aðalalriðið verður þá að hafa nægilegt »hreinlæti« um hönd. Svo er því varið, ekki satt? Skiljið þið, skiljið þið, skiljið þið livað þetta hreinlæti þýðir? Skiljið þið líka að þetta Lushins hreinlæti er nákvæmlega jafn mikils virði og hreinlæti Sonju. Hver veit nema það sé ein- ungis, enn þá saurugra, enn þá fátæklegra og viðbjóðslegra ? Já, því Dunja hugsar meðfram um að láta sér líða vel, en Sonja reynir að eins að verjast því að svelta í hel! — Ó, dýrt, dýrt mun þetta hreinlæti verða yður, Dunja! Og ef byrðin yrði yður svo um megn! Setjum svo, að yður kynni að iðra? Hve djúp yrði þá gremjan, hve þung sorgin, og hve mörg yrðu tárin og bölbænirnar! Já, því þér eruð þó ekki eins og Marfa Petrowna. Ög hvað á svo að verða af mömmu? Hún er óróleg nú þegar, og kvíðafull, og hvernig mun hún þá verða þegar öll kurl eru komin til grafar? Og hvað verður þá um mig? Það væri annars gaman að vita hvað þær hafa hugsað sér um mig? Ég tek ekki á móti offri þínu Dunja, ég tek ekki á móti offri þínu mamma! Það skal aldrei verða; það skal ekki ske meðan ég Iifi, það skal aldrei ske! . . . Eg tek ekki móti því!« Hann leit skyndilega upp og staðnæmdist. »Það skal aldrei ske? En hvað ætlar þú þá að gera til að hindra það? Ætlarðu að banna það? Hvaða rétt hefir þú til þess? Hvað getur þú veitt þeim aftur, svo þú fáir þann rétt? — Helga þeim alt líf þitt, alla framtíð þína, þegar þú hefir lokið námi þínn og fengið stöðu. Þetta þetta þekkir maður; það eru víxlar upp á framtíðina; en hvað getur þú nú gert nú strax? Eitthvað verður að gera nú strax, á þessari stundu, skilur þú það? Og hvað gerir þú nú? Pú sígur þær út, ekkert annað! Peningar þeirra eru komnir frá Swid- rigailow, sem lán upp á þessi lúsa-eftirlaun! Og hvernig ætlar þú framtíðar-miljónamæringurinn, Zevs, sem heldur forlögum þeirra í hendi þinni, að vernda þær gegn Swidrigailow-fólkinu og Vasselij Iwanowitsch Wachruschin. Pú getur það máske eftir tíu ár! Já, ha! lia! eftir tíu ár er mamma máske orðin blind af að sauma og prjóna, og ef til vill er hún dáin af sorg og sulti. Já og svo systir þín? Já, athugaðu livað gæti verið orðið um systir þína eftir tíu ár, og hvað hún gæti verið orðin á þessum líu árum! Hefir þú hugsað urn það?« Svona píndi liann sig og þjáði með spurningum, næstum eins og honum væri nautn að því. Að vísu voru þessar spurningar lion- um ekki nýjar, þær liöfðu ekki fæðst í dag, heldur voiu sorglega gamalkunnugar í liug hans. Þær höfðu um langan, langan tíma kvalið hann, og marg oft níst lijarta hans heljar greipum. Pað var langt siðan þessi raunalega spurning vaknaði fyrst hjá lionum; hún hafði vaxið með hverjum degi, orðið margbrotnari og margbrotnari; þroskast og orðið að hræðilegu, ógnandi hugarfóstri, sem nagaði hjarta hans og skynsemi og krafði miskunarlaust svars. Og nú barst þetta bréf inóður hans í liendur hans eins og þruma úr skúr. Bað var augljóst, að nú var ekki tími til gagnslauss víls og vols, eða hugleyðinga um eigin getuleysi, nú varð að gera eitthvað fljótl og ákveðið. Ákvörðun varð hann að taka hvað sem það kostaði, eða . . . »Eða ég verð að fyrirfara mér sjálfum!« hrópaði hann í ör- væntingu; »eða ég verð að bera óhamingju mína með þolinmæði, láta kylfu ráða kasti, drepa alt sem mér býr í brjósti. — Kasta frá mér réttinum til að starfa, lifa og elska«. »Skiljið þér, skiljið þér herra minn, hvað það er .aðhafa engin ráð!« Þessi spurning Marmeladows frá því í gær, kom honum skyndilega til hugar; wenginn getur verið án þess, að hafa einhverja von«....

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.