Reykjavík

Útgáva

Reykjavík - 30.11.1909, Síða 3

Reykjavík - 30.11.1909, Síða 3
REYKJAVÍK 225 Skautar Hreinar verksmlðjur og hrein og ómenguð sápa standa i nánu sambandi við hrein föt. Þaö stafar engin hætta af Hún er áreiðanlega hrein og omenguð. inn, en hann var hi'finn úr höndum þeirra, en þeir urðu fyrir því slysi að velta ofan í tjörn, í vatnið, sem var á ísnum; annar valt eins og kefli í vatninu, en hinn skreið í pollinum á fjórum fótum. Ráðherra var enn að skrafa við sjálf- an sig á svölunum, og virðist eitthvað hafa þiðnað þar á honum, því að alt í einu fór að leka fram af pallinum. Ari „portnari" leit þá út (hann stóð alt af og Hfelt um hurðarlásinn að innan) og fór að gæta að, hvort rign- ing vieri komin. Ráðherra hypjaði sig skyndilega inn, óvenju-skringinn í göngulaginu, og rétt á eftir hætti að leka ofan af svölun- um. Sumir héldu það hefði hlaupið mús upp í brókina hans, en aðrir sögðu eitthvað annað um það. Lögreglustjóri var beðinn af þeim, sem óánægðir vóru með rassaköst Þor- valdar lögregluþjóns, að koma á vett- vang, og gerði hann það. Þá er hann kom, var Þorv. að hrinda spaklátu íólki, og þreif lögreglustjóri í öxl hon- um og mælti: „Þorvaldur, þér eigið ekki með að vera að stjaka við borg- urunum". Þá varð Þorv. kindarlegur og hætti. Lögreglustjóri var beðinn að afhenda ráðh. ávaipið og fór hann inn með það, en ráðlierra neitaði að taka við því. Kvað mega færa sór það á morg- un á embættis-skrifstofu sinni. Hvernig það fór, má lesa í skýrslu Jóns alþm. frá Múla hér í blaðinu. Eítir að lögreglustjóri kom, höfðu götustrákar ráðherra sig hæga. Hann hefði helzt átt að vera við frá upp- hafi, haldur en að senda heimskan þjösna eins og Þorvald í sinn stað. Innan um allan þann ógurlega mann- fjöida, sem saman var kominn á þess- um mótmælafundi, lét engin r'ódd til sín lieyra ráðherra til liðsyrðis, nema þessi leigði lífvörður— götustrákarnir á tröppum hans. Rétt i þessu (Mánudagskvöld) berst oss ein blaðsíða af Isafold („ágrip af 79. tölubl.“) og er þar svo miklu logið að vór höfum aldrei sóð jafnmikilli ósvifnis-misþyrming á sannleikanum hrúgað saman á einni blaðsíðu. Fyrst er mótmælendahópurinn sagður vera „sjálfsagt undir 4000“, og þó sagt i sömu andránni, að „aldrei nokkurn tíma“ [hafij „verið saman kominn á einn stað hér í Reykjavík jafnmikill mannfjöldi". Þetta síðara er satt. — En það er vist líka eina sanna orðið í öllu blaðinu. Langskoplegast af öllu er tiltæki það sem Leppur Iiefir fundið upp á, að láta Varasjóður Landsbankans. Yerðbréfaeign Landsbankans var inn 26. þ. m. þessi: 1. Kgl. ríkisskuldabréf, að nafnverði...................kr. 505,800 2. Öst. Kreditforenings Obligationer að nafnverði........— 35.000 3. Jydske Landkred. — — — 194,000 4. Bankavaxtabréf 1. flokks. . — — — 305,700 5. 2. — . . — — — 844,000 6. 3. — . . — — — 270,600 7. Skuldabróf Reykjavíkur ... — — : . . . . — 1,500 8. Auk þess voru í vörzlum útbúanna bankavaxtabréf að upphæð — 14.300 Samtals kr. 2,170,900 Af verðbréfum þessum voru: Hjá Landmandsbankanum.......................... . kr. 816,000 Hjá Stjórnarráðinu, sem trygging fyrir 1., 2. og 3. veðdeild, a. erlend verðbréf..............................— 493,100 b. bankavaxtabréf 1. flokks....................— 210.000 1,519,100 Eftir kr. 651.800 Þannig er fyllilega nægileg verðbréfaeign fyrir varasjóði bankans, þótt ekkert sé meðtalið. sem liggur hjá Landmandsbankanum og stjórnarráðinu. Undirskrifaðir ueita ])ví gersamlega og afdráttarlaust, að bankavaxta- bréf þau sem iiggja hjá Landmandsbankanum, að upphæð alls 587,000 kr., séu veðsett nefndum banka. Þau hafa aldrei verið veðsett honum, en send honum til sölu. Verðbréf þau, sem sett hafa verið til tryggingar fyrir útgáfu bankavaxta- bréfanna (1., 2. og 3. fiokki) verður fyrst og fremst að talca af eign bankans, varasjóði Lögin hljóta að skiljast svo. Loks ber þess að gæta, að á móti vai’asjóði bankans 636,605 kr. 08 au. kemur bankabyggingin 80,000 kr., og eignir, sem bankinn hefir keypt og tek- ið upp í skuldir, eftir síðasta reikningi 19,185 kr. Samkvæmt þessu verður verðbrófa-eign bankans langsamlega meiri en þarf fyrir varasjóði. Reykjavík, 29. Nóvbr. 1909. Tryggvi Gunnarsson. Eiríkur Briem. Kristján Jónsson, blaðið segja — með alvörusvip, — að „ráðgjafi fékk þá traustsyfirhjsingu og fagnaðarviðtökur, sem hann fyllilega á skilið fyrir einbeitni og dugnað í fessu bankamáli“ !!! Þegar 7 þúsundir manna heimsækja hann til að mótmæla heimsku-aðför- um hans og ranglæti, og engin sál í feim hóp lætur til sín heyra liðsyrði í hans garð, enginn nema leigðu götu- drengja-kvígildin á tröppunum hjáhon- um, þá verður úr þessu traustsyfir- lýsing!!! Flestir munu biðja forsjónina að forða sér við slíkri traustsyfirlýsing. En þetta er sjálfsagt gert til að firra karlinn sturlun. Fólkið fór smám saman að tínast burt, hver heim til sín. Einhver slæðingur hafði dvalið nokkra stund á götunni. En ein Isafoldar-lygin er það, að lögregian hafi þurft að ryðja götuna, eða vísað nokkrum burt. Þess þurfti ekkí. En það má Björn Jónsson vita, að fólkið man eftir heigulskap hans, að þora ekki að hlýða á kurteislega flutt ávarp. Bjóðast til að taka við því á skrifstofu sinni næsta dag, en missa þá aftur huginn. Verði honum seni, ávarpið í póst- bréfi, þá hugsar hann sjálfsagt að það sé sprengivél og þorir ekki að opna bréfið — lætur einhvern hugrakkari gera það í sinn stað og flýr á meðan úr húsinu. Verði heldur hann umhverfis hús sitt á nóttunni. — Verðir gengu all- an daginn í dag (Mánud.) um götuna frá Isaf. skrifstofu og að læknum fyr- ir neðan stjórnarráð. Afskapa-hræðslan er svo megn, að hann þorir ekki á náðhús nema með tveim gæzlumönnum, til að halda vörð um sig. Skelfileg látalæti eru það, að látast halda, að það sé heimastjórnarmenn einir, sem eru gramir honum nú. Hér í Reykjavik er gremjan víst jafn- útbreidd meðal stjórnarflokksmanna. En alveg ástæðulaus er lífhræðsla hans. Enginn maður óskar víst að gera homum minsta mein eða ó- skunda. Annars hefði það verið gert, því að ekkert var hægra. En vér ráðsettir menn vitum, að þeir menn, sem beita ofbeldi og ólög- um, spilla jafnan fyrir sínum má.- stað. Það er stöðugt lögmál. Og væii nokkrum persómdega illa við manninn, mundu þeir inir sömu síztir allra manna óska honum feigð- ar. Þeir vildu víst fyrst sjá hann fyrir landsdbmi. En hitt er satt, að menn vilja ekki þola hann lengur í embætti. Og það má hann eiga víst, að þeirri hreyfing, sem hann hefir sjálfur vak- ið, lýkur ekki fyrri en liann hröklast úr valdasessi. Fyrr verður nú ekki lint, hvað sem það kostar, og hann mun sjá árang- urinn miklu fyrr en hann nú varir. Mikil óliæfa. Hr. Knud Zimsen verkfræðingur og bæjarfnllt.rúi er í mikilli ónáð hjá Lepps-blaðinu um þessar mundir. Það Þuð velur honum ýhais smánaryrði, en þó er tvent í fari þess manns, sem blaðið virðist telja sérlega óhæfu: að hann er safnaðarfulltrúi, og að hann ar trúaður guðtækinn maður. og að hann flytur stundum guðsorð fyrir börnum og unglingum, Þvílík óhæfa! Til þátttakenda í mótmælafundinum í gærdag. Þegar þér sýnduð mér þá virðing, að fela mér að flytja ráðherranum erindi yðar með aðstoð yðar og að yður viðstöddum, þá var ég von- góður utn að mér mundi takast það sæmilega. En nú er sú raun á orðin, að enn til þessarar stundar hefir mér ekki tekist að flytja ráð- herranum erindið, og skjalið, sem fundaryfirlýsingin og áskorunin er á skráð, er enn í mínum vörzlum. Flestum yðar er nú að vísu nokk- urn veginn lcunnugt það er fram fór í gær útifyrir ráðherrabústaðn- um og á götunum næstu. En með því að mannfjöldiun var svo afar- mikill og hávaði, vita að líkindum ekki allir fullgerla um þau nánari atvik að þvi, að ég ekki fékk flutta ráðherranum fundarályktunina, eins og til var ætlað. Skal ég því segja söguna hér að því sem hún snertir mig. Þegar kom að bústað ráðherra inum dýra og fagra, er landssjóð- ur keypti í vor til þess að láta fara vel um gamla manninn, bar þar fyrsl og mest á nokkrum víglegum mönnum í einkennisbúningi. Var þar kornið lögreglulið bæjarins alt, undir forustu Þorvaldar Björnssonar. Liðinu var skipað ofan við slein- riðið, er liggur af götunni upp að ráðherrabústaðnum. En á steinrið- inu sjálfu stóðu nokkrir unglingar, sem auðsjáanlega voru til þess sett- ir að verja öðrum að komast í tröppurnar, og svo til þess að æpa að mér og öðrum, sem taka vildu til máls. Reyndi ég hvað eftir ann- að að flytja erindi mitt; en fyrir óp- um þessara stráka heyrðist ekkert orð. Eftir nokkra stund fékk ég vit- neskju um það hjá lögregluþjónun- um að mér væri einum heimilt að koma nær. Eftir nokkrar hrinding- ar og hnjask af hálfu strákanna á tröppunum komst ég upp til lög- regluþjónanna, og krafðist þegar að fá að flytja erindi mitt þaðan i allra áheyrn. En formaður lögreglunnar kvað það harðlega bannað. Þar á móti væri mér leyfiiegt að fara inn í húsið á fund ráðherra þar. Því boði hafnaði ég þegar, með því að mér hafði verið falið að flytja ráð- herranum fundarályktunina að þeim ásjáandi og áheyrandi, er gáfu mér það umboð. Svo var vígahugurinn mikill í liðinu, að ekki var laust við að mér væri hrundið fram af flöt- inni og niður í tröppurnar, þar til er ég gat í gegnum hávaðann látið þá heyra þau orð mín, að þeir mættu vera þess fullvissir, að ég mundi hlýðnast lögregluskipun, þótt eigi væru lagðar á mig hendur. Þeir áttuðu sig víst á því, að svo mundi vera, og sý'ndu mér enga ókurteisi. Þetta tek ég fram til þess að koma í veg fyrir mishermi um það. Litlu síðar las ég fundarályktun- ina upp svo hátt og skýrt, sem ég hafði róm til. Þá var hávaðinn sem mestur, og voru það því víst ekki næsta margir, sem heyrðu orð mín. Annað sinn náði ég uppgöngu til lögregluliðsins. Ég gerði mig aftur líklegan til að taka til máls, en mér var bannað það algerlega, og boðið að hypja mig það bráðasta á brott þaðan. Síðast gerði eg þá tilraun til að fá enda á þetta, að ég beiddi bæj- arfógeta að alhenda ráðherra fund- aráskorunina á skrifuðu skjali. Litlu siðar afhenti bæjarfógeti mér skjalið og kvað ráðherra hafa neit- að að taka við því, þar á móti

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.