Reykjavík - 30.11.1909, Qupperneq 4
226
REYKJAVIK
mundi hann taka við því á em-
bættisskrifstofu sinni næsta dag.
Síðan varð það að ráði með okk-
ur Knud Zimsen, að við skyldum
flytja ráðherra erindi fundarins á
skrifstofu hans í stjórnarráðinu. Kl.
12 í dag var ég staddur hjá Zimsen,
og bjuggumst við til að ganga á
fund ráðherra og með okkur þor-
steinn Gíslason ritstjóri. En áður
við færum út, þótti ráðlegt að fóna
til stjórnarráðsins og spyrjast fyrir,
hvort ráðherra væri kominn. Gerð-
um við ráð fyrir að Magnús dyra-
vörður mundi verða fyrir svörum að
venju. — En viti menn — hans há-
göfgi kom sjálfur. Sneri þá Zimsen
þegar máli sínu til hans og skjrði
honum frá, að við þrír óskuðum að
fá að tala við hann og llytja honum
erindi fundarins í gær.
Ráðherra svaraði á þessa leið:
»Ég gaf Jóni í Múla kost á því
þrisvar í gærkveldi að tala við mig.
Ég hefi annað að gera við minn
tima, en að tala við þá menn, sem
vilja gera á mig alls konar árásir.
Ef þið hafið eitthvert skjal, getið
þið sent mér það.
Ég á ekkert vantalað við ykkur«.
Lengra er þessu máli ekki komið
enn. Ég hefi skýrt hér svo satt og
rétt, að eigi mun hnekt verða, frá
orsökum þess, að mér hefir eigi tek-
ist betur að reka erindi yðar, og
hið yður velvii ðingar. Aðferð ráð-
lierrans kunnið þér víst að meta rétt.
Hér er að ræða um yfirlýsing og
áskorun, sem gerð er af þúsundum
manna. Oss er fyrirmunað á allar
lundir að flytja ráðherranum liana,
á þann kurteysa og stillilega hátt,
sem vér sjálfir óskum. — Hvernig
var með þjóðræðið og þjóðræðis-
kenninguna hérna um árið? — Var
ekki Björn Jónsson eitthvað við það
riðinn? — Hvað minnir yður, átti
það að verða svona?
Reykjavík 29. Nóv. 1909.
Jón Jónsson.
O í s ó k n i n.
Mánuduginn 22. Nóvember, kl. I,
þegar afgreiðsla í Landsbankanum
stóð sem hæst, fékk jeg og báðir
gæslustjórarnir sitt bréfið hver, þess
efnis, að vér ættum samstundis að
víka úr bankanum vegna „megnrar
óreglu og frámunalega lélegs eftir-
lits með honum", en ekkert sérstakt
atriði var nefnt, hvar í þessi óregla
væri falin, né hvaða verk við bank-
ann vér hefðum vanrækt. Oss var
ekkert gert viðvart áður og enginn
kostur gefinn á því, að upplýsa mál-
ið eða svara fyrir oss.
Samstundis sem vér höfðum les-
ið bréfin, kom landritarinn, í um-
boði ráðherrans, og heimtaði, að af-
hendingin færi fram samstundis. Ég
spurði, hvort svo mikið lægi á þess-
ari afhending um há-afgreiðslutím-
ann, að ég gæti ekki afgreitt litla
stund þá menn, sem höfðu komið
með lánbeiðnir, þar af sumir úr sveit.
Svarið var neitandi, og í því kom
hinn splunkurnýi bankastjóri, upp-
ljómaður af uppfyllingu sinna margra
ára óska. — Það kostar ekki svo
litla fyrirhöfn, að komast í 6ooo
kr. sæti.
Ég varð því að reka út alla gesti
bankans og láta loka honum um há-
degi, til þess að afhenda þá pen-
inga, sem heimtaðir voru tafarlaust.
Viðstaddir voru landritarinn og einn
skrifstöfustjórinn. Sá splunkurnýi
taldi peningana, og gæslustjórarnir
nýju góndu ánægðir yfir því, að hafa
þó eitthvað upp úr langri og trúrri
Jpjónustu fyrir ráðherrann. En sýni-
lega brá viðtakanda í brún, þegar
búið var að telja peningana og það
sást, áð ekkert vantaði. Þar brást
krókur, sem heldur en ekki átti að
hengja á.
Af þessu stutta ágripi sést, að
framferði ráðherrans gagnvart banka-
stjórninni var fullkomlega eins og að
við allir þrír værum glæpamenn, sem
vísir væru til að stela úr bankanum —
fyrir það skal hann síðar fá að
svara. — Vér vorum Ieyndir öllum
ráðagerðum ráðherrans, áður en af-
setningarbréfin komu; ekki gefinn
kostur á því, að færa nokkrar varn-
ir, áður en dómurinn var feldur, og
afhending á eignum bankans heimt-
uð tafarlaust, um há-afgreiðslutíma
bankans, þegar ráðherra bjóst við,
að vér síst værum við búnir. Það er
því engin furða, þótt B. J. yrði svip-
þungur, þegar hann frétti, að pen-
ingaforði bankans væri afhentur í
bezta lagi, og engan eyri vantaði
á það, sem hann átti að vera eftir
bókum bankans. Þarna brást boga-
listin jafn hervönum manni. Marga
hefir hann hildi háð, ekki síður en
Skuggasveinn.
Þegar störfum í bankanum var
lokið, gekk ég heim, en sá á leið-
inni hóp manna, sem var að lesa
uppfesta skammarauglýsing frá ráðh.
um bankastjórnina; heyri ég þá að
einn þeirra segir: „mikið hrakmenni
er hann B. J., fyrst að reka menn-
ina frá án saka, og svo festa upp á
götum bæjarins róg og lygar um þá“.
Ég gekk þá til þeirra og sagði:
„O, nokkuð svo, — verra ætlaði ráð-
herrann sér að hafa það; hann
er búin að láta leita að glæp síðan
í Apríl og ætlaði að tylla honum
þarna niður, en smalarnir hans hafa
ekki reynst fundvísir. Þið standið
hér óánægðir yfir, því hve auglýs-
ingin er svlvirðileg, en hann situr
heima í ráðherrastólnum sáróánægð-
ur yfir því, að geta eklci auglýst
eitthvað mergjað, annað en þessa
gömlu og vanalegu „ísafoldar“-Iygi,
sem gerir aðra tortryggilega, en sann-
anirnar vanta. En hann sleppur ekki
í þetta sinn; hann skal fá að sanna
þau atvik, sem gefi honum rétt til
að fara að bankastjórnarmönnunum
sem glæpamönnum. Það er ekki
sopið kálið, þó í ausuna sé komið,
og ekki skal ég harma það, þótt
hann sé nú að tegla til fótagaflinn
í stjórnarlíkkistuna sína.
Líklega kemur fáum mönnum til
hugar, að vandlæting ráðherrans við
bankastjórnina sé sprottin af um-
hyggju fyrir hag Landsbankans. Ár-
ið 1901 voru þeir B. J. og B. Kr.
aðal-forgöngumenn þess, að leggja
Landsbankann niður; síðan hefir
hvorugur þeirra sagt eitt vingjarn-
legt orð í garð bankans; þvert á
móti notað hvert tækifæri til að níða
hann og stjórn hans. Og ennþá
færri verða þeir, sem álíta að bank-
anum fari fram við þessa nýju stjórn.
Alt þétta vafstur ráðh. með ransókn-
arnefnd og stjórnarafsetning er ein-
ungis sprottið af hatri til einstakra
manna og hefndargirni.
Hvað mig sjálfan snertir, þá tek
ég það rólega, þótt hann taki af
mér stöðu mína ástæðulaust. Ég
kannast við, að B. J. er vorkunn, þó
hann vilji hefna sín á mér, því oft
hefi ég verið þröskuldur á vegi hans,
og enginn veit nema hann og ég,
hve oft ég hefi hindrað hann frá, að
koma fram skemdarverkum sínum gegn
föðurlandi okkar beggja. Ég lít til
baka með þægilegri endurminningu
um að ég gat ge'rt þetta, og kýs miklu
heldur að taka á móti nokkrum ó-
þægindum nú, heldur en að hitt
hefði mishepnast. Eðlilega ergir
það hann. En hvort það er ráð-
vandlegt, að nota opinberar stofnanir
til hefndarverka, verða lesendur að
dæma um.
Ég skil hefndarhug B. J. til mín,
en leiði minn hest frá því, að skilja
meðferð B. J. á háyfirdómara Kr.
Jónssyni, sem er honum fremri að
viti og mannkostum öllum. Hann
hefir í mörg ár verið samverkamað-
ur og hjálparhella B. J. í landsmál-
um, og Ioks hjálpað honum upp í
valda sessinn, sem hann aldrei skyldi
hafa gert. En strax sem B. J. er
seztur í sætið, og þykist ekki þurfa
hans hjálp lengur, þá sparkar hann
í Kr. J. og rekur hann úr bankanum
með þeim ummælum, að hann hafi
sviksamlega gætt stöðu sinnar og
haft „frámunalega lélegt eftirlit"
við bankann, og svo lætur hann
festa upp á götuhornum bæjarins
þennan fallega vitnisburð. Vel er nú
launuð margra ára vinátta og hjálp.
En ekkert sýnir betur en þetta innri
mann B. J. Svona er maðurinn,
þegar hann er skoðaður í spegli.
Þetta er ekki tilviljun eða eins dæmi.
í mörg ár var Valtýr Guðmundsson
uppáhaldsvinur B. J., svo „ísafold"
gat aldrei hælt honum nóg fyrir vits-
muni og ættjarðarást. En jafnskjótt
sem B. J. þykist ekki þurfa að brúka
hann lengur, þá sparkar hann í V.
G. og gerist forgöngumaður þess, að
smána hann og reka af þingi. Mörg
fleiri dæmi man jeg, en grein þessi
yrði of löng, ef ég ritaði þau hér.
Þetta ætti að vera næg bending til
þeirra þingmanna, sem hann á síð-
asta þingi leiddi eins og kindur í
bandi, bvers þeir eiga von, þegar
átrúnaðargoðið þeirra þarf ekki leng-
ur að brúka þá. Hann er nú kom-
inn hæst á hefðartindinn og þykist
hafa þar traust sæti, svo hægðar-
leikur sé, að kippa þessum upp úr
forinni, upp í hálaunuð sæti, en
svo fleygia hinum í fyrri staðinn.
Hann er nú búinn að greiða ransókn-
arnefndinni 3000 kr. — og mikið
eftir erinþá. Ekki er þetta fje samt
úr vasa B. J. Það er hans siður,
þegar hann er að gæða vinum sín-
um eða hefna sín á óvinum, þá tek-
ur hann féð úr landsjóði. Lands-
menn eru nógu efnaðir.
Ef til vill kunna sumir að ætlast
til þess, að ég hrekti hér með rök-
um áburð B. J. á bankastjórnina, en
það yrði of-langt mái hér, og verð-
ur reynt að gera það á öðrum stað.
I huga B. J. á hann ekkert föður-
land; þess vegna þarf hann ekki að
hugsa um það. Ea hann á sig sjálf-
an, og því þarf hann að hugsa um
s'g- Og hann á óvini, sem hann
þarf að hefna sín á. Þetta held ég
verði þráðurinu í æfisögu B. J., þeg-
ar hún verður rituð, og stjórnarárin
hans verða í sögu landsins látlaus
norðan-stórhríðarbylur, þar sem einsk-
is gróðurs má vænta.
Þegar ég minnist á æfisögu, þá
kemur mér í hug, hvort B. J. hafi
aldrei hugkvæmst það, að æfisaga
hans verði dálítið keimlík æfisögum
Gissurar Þorvaldssonar og Marðar
gamla, nema hvað hann er minni
höfðingi en þeir og að öllu minna í
hann spunnið.
Tryggvi Gunnarsson.
Símskeyti
lil »Rcykjavíkur« og »Lögróttu«.
K.höfn, 26. Nóv. 1909.
Bladcne udlaler: Hvis ,Poli-
tikens‘ Telegram sandfœrdigt,
opstaar spörgsmaalet: kan
Jonsson vedblivende Landets
överste tíommer. Ministe-
rens afslöringer sgnes for-
melle lapperier. Ministeren
selv gjort Skandale; frem-
gangsmaaden uforsvarlig over-
for hœderlige Direktörer. Om-
kvœdet synes vœre: Pokker
Landels Velfœrd modstan-
derne til Livs. Frygtelig af-
fœre for modstandssvag Na-
tion. Vil Islœnderne öde-
lœgge sig ?
Á íslenzku;
Blöðin segja : E/ simskeyti
Pólitikurinnar (frá ‘E. H., sem
Jrá er sagt i ,,Rvikee i dag
og i fregnmida frá „Lögr.ee
og ,,Rviket) fer með sannindi,
pá vaknar sú spurning: Getur
Kr. Jónsson framvegis verid
œðsti dómari landsins? Upp-
Ijóstranir ráðherra virðast
vera ómerkileg formsatriði.
Ráðherra hefir sjálfur gert
hneyksli. Aðferðin er ófor-
svaranleg gagnvart heiðvirð-
um bankastjórum. Viðkvœðið
virðist vera: Gerir skramb-
ann ekkert til um velferð
landsins, verði kné látið fylgja
kviði á mótstöðumönnum. Mál-
ið er hrœðilegt fyrir þjóð, sem
veik er til mótstöðu. Ætla
Islendingar að eyðileggja sig ?
Smáveg'is.
— Faðir var að tala um son sinn,
sem unnið hafði ýmis frægðarverk 1
skóla:
„Þó að harm dræpi kerlinguna —
það var sök sér, hefði hann ekki stolið,
helvítis barnið að tarna!"
Aðalsmarkið.
Böudi: Eruð þér hýddur, herra sýslu-
maður ?
S'ýslum.: Nei, það er hann faðir
minn, sem var hýddur á M . .. .-þingi.
Bóridi: Nú, þér eigið það þá eftir!
Prentsm. Gutenberg.