Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 30.11.1909, Blaðsíða 1

Reykjavík - 30.11.1909, Blaðsíða 1
1R fc ] a v í k. X, 57 lítbreiddasta blað landsins. Upplag yfir 3000. P riðjudag 30. Nóvember 1909 Áskrifendur í b æ n u m yfirlOOO. X, 57 Danska byrjendabókin. Einhver „Kennari11 hefir skrifað ritdóm um bók okkar Jóhs. Sigfússonar í síðastatbl. „Rvíkur“. Kann ég honum þakkir fyrir þær aðfinslur, sem vit er í. Er ekki vanþörf að geta þess strax, því að nógu margt mun það verða, sem ég vanþakka honum áður en lýkur. Vel hefði t. d. mátt geta um mis- muninn á rnen og end, den ene og den aildeil og jatnvel hvor og hvad, og hefði ég að líkindum gert það, ef ég hefði munað eftir því i svipinn. Annars finst mér „Kennari“ gleyma því helzt til oft, að bókin er ekki nema 10 arkir alis og málfræðin mátti alls ekkt bera leskaflana ofurliði. Verður þá alt af nokkuð álitamál hvað taka eigi og hverju sleppa. Mér finst óþarfi að fjöiyrða um málfræðis- ágripið. því að hann telur það þó bæði fyrst og siðast með kostum bókarinnar. Skal þess þó getið að um margt er ég honum ósam- dóma, og ekki finst mér hann alt af rækja starf sitt nðgu samvizkusamlega, jafn harð- lega og hann ámælir öðrum ritdómurum, t. d. þegar hann álaear okkur fyrir að hafa slept að greina sundur merkingarnar jeg har kört og jeg er kört. Um það er þó heillöng neðanmálsgrein á bls. 29 og þar reynt að lýsa aðalmorkiugunum. Likt er að segja um fleiri aðfinslur. Hljóðfræðiságripið fær harðastan dóminn. Telur „Kennari11 það mjög svo gallað og ófullkomið og mikla spurning, hvort ekki hefði verið betra að sleppa því alveg. — Ég veit ekki hver þessi „Kennari“ er, þó virðist einkum fyrri greinin benda á það, að höfuudurinn sé einhver kennaranna við „Mentaskólann“, og þykjast sumir þekkja á því fingraför dönskukennarans, mag. art. Ágústs Bjarnasonar. Ég á háif bágt með að trúa því að aðal-dönskukennari landsins sé jafn-illa að sér í dönskum framburði og heimildarritum þess efnis eins og höfundur þessarar greinar, en hann er svo bágborinn, að mig stórfurðar á, að hann skyldi þora að minnast einu orði á hljóðfræðina. — Skal ég nú sýna fram á það, að aðfinningar hans eru litilsvirði eða verra en það: 1. Ekki skal ég reiðast „Kennara“ þó honum falli betur orðið hngkkhljód en hljóðrof (=Stöd), en saklaust er að benda honum á, að mitt orð hefir þó það til síns ágætis, að eitthvert vit er í því, hitt orðið er vitleysa: „Stöd“ er ekki hljóð, hvorki hnykk/i//ód né annað (skárra væri hljóð- hnykkur). Einna veigamest finst mér það sem „Kennari11 segir um prentvillurnar, og sýnir það, að hann er líklega talsvert natinn við að lesa prófarkir. Og fallist get ég líka á það, að reglurnar um hljóðrof séu lítjls- virði, þvi að hljóðrof er svo vandlært, bæði hvernig eigi að segja það og i hvaða orð- um og orðmyndam eigi að nota það. Þannig verður veslings „Kennara“ sú skyssa á, að nota orðmynd, sem að mínu viti og mér fróðari manna er hljóðrofs/aas (læse), egar hann er að fræða okkur um, hvernig ezt sé að tákna það. Ske kynni að hann hefði sloppið við þá villuna, ef við hefðum táknað hljóðrof í bókinni. En ekki fæ ég annars séð, að neitt vit væri f að eltast við að tákna hljóðrof í byrjendabók, því að „Kennara11 ætti ekki að vera ókunnugt um að mörg eru þau orð í dönsku, sem ýmist fá eða fella niður hljóðrof þegar endingar bætast við, og væri það Ijóti eltingaleikur- inn í bók, sem aðallega er ætluð börnum. En því taldi ég upp helztu reglurnar um hljóðrof, að mér fanst ekki ég geta slept algerlega jafn merkilegu atriði úr danskri hljóðfræði. 2. Kennarinn segir: „Alveg er rangt, að danskt tt líkist ísl. ó í orðum eins og Hul (fbr.: húll) og Unge fbr.: únge; ónge er argasta mállýska)11. Það sama er að segja um þessa aðfinning „Kennari“ eins og þær sem á eftir koma, að ekki eru þær annað en staðhæfingar, sannanalausar, og gæti ég með sama rétti látið mér nægja, að fullyrða að allar stað- hæfingar hans væru vitlausar, og væri sjálf- sagt ekkert ósanngjarnt að ætlast til að menn treystu eins vel nafni minu og dul- nefni „Kennara“; en ég skal gera betur, Eg skal sanna, að ég hafi rétt fyrir mér með tilvitnunum í beztu heimildarrit, sem til eru um danskan framburð, meira verður varla heimtað. — f „Kortfattet Dansk Lydlære af Verner Dahlerup og Otto Jesperson stend- ur skráð berum orðum (bls 10). að stutt 0- hljóð (þ e. danskt o, likt isl. stutlii o) sé skrifað, stundnm o (Onsdag), en oftast u (t. d. Hlllt). — Enn fremur segir próf. Jespersen (Fonetik § 348) um u í orðinu Hul, sem hann hljóðritar þannig: hol, þegar það sé sagt, sé lengra bil milli Varanna og tungan fjter gómnum on þegar sagt sé íi. Sama hljóð segir hann t. d. að sé í orðunum Ost og Bonde. Mér þætti gaman að vita, hvort „Kennari“ heldur þvi Fram i fullri alvöru, að segja beri orð með ti-híjóðíl — f nýrri dansk-þýzkri orðabók eftir 2 danska menn, Mohr og Anker Jen- sen, er orðið Unge hljóðritað þannig eftir framburði: ó’ng-e, og í hljóðskýringunum framan við sagt, að Ó’ tákni sama hljóð og O i þýzka orðinu solid. Ef „Kennari11 kann nokkuð í þýzku, þá veit hann líklega, að ekki er sagt lí í því orði. Hver hefir þá á réttara að standa, ég eða „Kennari11 ? 3. „Kennari“ segir: „Ekki er það heldur rótt, að cev í rikismálinu danska sé borið fram sem eú. Hœvn er ef til vill borið iram heún i jósku og öðrum mállýskum, en þó tíðast: hevn«. Albr merkir hljóðfræðingar danskir, sem ég veit um telja œv (t. d. i Hævn) tvíhljóð (ekki tvö hljóð, e-j-v) ogmeðal annars segja þeir Jespersen og Dahlerup (bls. 32 að seinni hluti tvíhljóðsins sé millihljóð milli dansks n og o (ísl. ií og oií). Þeir segja sama hljóðið í orðunum havne og hœvne, og þætti mér gaman að heyra „Kennara“ bera fyrra orðið fram þannig: h-j-a-þv+n-fe; býst ég við, að hann mundi kveinka sér við að gera það. — Að segja hevn er því „svo fráleitt, að það nær engri átt“, svo að ég taki mér orð »Kennara„ i munn. 4. „Kennari“ segir: „Alveg er lika frá- leitt í kenslubók að koma með aðra eins mállýzku og þá, að bera b fram sem v. Mentaðir Danir myndu naumast vera þakk- látir manni fyrir að kenna slíkan framburð (köbe=köve; gabe=gave)“. Þess ber fyrst að gæta, að „Kennari11 segir ekki rétt frá; í bókinni stendur (bls. 5), að b sé oft borið fram líkt og v, og vona ég, að ég geti fundið þeim orðum mínum stað: Um orðin köbe, gabe o. fl. segir próf. Jespersen (Fonetik § 168), að þegar menn í dönsku ríkismáli beri ekki fram b í orðum þessum, muni allur þorri manna (det overvejende Flertal) segja v. Má hvorki telja Jespersen né neinn úr þessum hóp meðal mentaðra manna, mér er spurn? 5. Þá kemur rúsínan hjá „kennara“ : „Þá trúir lesandinn naumast augum sínum, er hann á (bls. 7) les: „Kurv (frb.: kor)“. Þetta er sve fráleitt að það nær engri átt. Kurv er borið fram annaðhvort koúrv eða korT , rceð því að tæpa á v-inu“. Má ég fyrst benda „kennara11 á það, að ekki er mikill munur á hans framburði og mínnm þegar hann tæpir á v-inu? Og skyldi „kennari“ trúa sínum eigin augum ef hann sæi þennan „fráleita11 framburð í bók- um eftir merka danska menn? Þá gæti ég nefnilega sýnt honum fram á, að fleira er rétt en það sem hann hefir heyrt. í orða- bókinni, sein ég nefndi áðan, er framburð- ur orðsins Kurv táknaður þannig: kárj[w]; ö er sama hljóð og i þýzka orðinu Sonne, og þvi ekki = oú; / táknar hljóðrof og [] táknar að sleppa megi eða bera fram w (— v) eftir vild. — Hvar er þá fjarstæðan? Ég valdi þann framburðinn, sem ég hafðí oftar heyrt, miklu oftar, og lái „kennari“ mér þad ef hann getur. Þetta er nú það, sem „kennari11 segir að ég hafi skakt táknað, og vona ég að menn hafi nú skilið, hve mikils virði þær aðfinn- ingar eru. Betur má ef duga skal, „kenn- ari“ góður! Þá segir hann, að margt hafi fallið úr, nefnir raunar ekki nema þrent. Það er satt, en fátt óviljandi, heldur flest viljandi. Hljóðfræðiságripið Varð að vera stutt og því mörgu að sleppa, og það ýmsu, sem mér finst meira um vert en dæmi „kennara“. Ætli t. d. ekki væri þörf á einhverju frem- ur en að segja frá því, að e og œ á und- an ng og iiA' sé = ei? Því hvernig ber- um við í islenzku e fram áþeimstað? Eins og ei, auðvitað (enginn)! „Kennari11 gerir ekki ráð fyrir að íslenzkan hafi þar nein áhrif, en gerir talsvert úr því, livílík hætta stafi af henni við framburð orða eins og Kejser, gengælde. Það er ekki samkvæmni. Líklega hefði mátt geta um síðara atriðið, en varla ónýtir það eitt ágripið!—Þá kem- ur „kennari“ loks með reglu, er hann láir okkur að hafa slept Satt er það, að „æði auðveld11 er hún, en gallinn er bara sá, að hún er ekki 1'étt! Eftir henni ætti t. d. að segja höne (Höne), göre (göre), cu — brul (Bröl). þann greinarmun kann ég illa við, og ég býzt við að fie.iri segi hið sama (sbr. lika Jesp. Fonetik § 341 . Um orðin före og föde segir Jespersen (§ 339) að mis- munurinn á ö-unurn sé sára-lít-'ll (aldeles ubetydelig) og táknar hvorttveggja með sama tákni, en eftir reglu „kennara11 ætti í fyrra orf)inu að vera ö, en þvi síðara u. I orðinu Onske ætti samkvæmt reglu „kenn- ara“ að segja ö, en réttur framburður á því orði er línske o. s. frv. Þetta eru nú allar aðfinningar „kennara11 og varla trúi ég, að mönnum finnist þær rýra ágripið til muna. En trúað gæti ég að einhverjir hefðu gott af ágripinu, þótt lítið só og ófullkomið, að minsta kosti „kenn* ari“. Jón Ofeigsson. Svar frá Kennara keniur i næsta blaði. LÁRUSFJELDSTED, yflrréttarmálaflntningsmaður I.ndijargnlu tí. Heima kl. li—12 og 4—5. Markús Þorsteinsson Frakkastíg 9 — Reykjavík selur hljómfögur, vönduð og ódyr —- Orgel-Harmonia. --------- Egg-sápa eins góð eins og nig-Siípan, st. 30 aura. H/F Sápuhúsið, Sápubúðin, Austurstræti 17. f Laugaveg 40. LESIÐ! Hérmeð leyfi ég mér að tilkynua heiðruð- um almenningi, að hér eftir tek ég að mér pantanir á Legsteinum, stólpum kringum leiði, tröppum og m fl. sem að grjótvinnu lítur. Alt fyrir lægsta verð. Virðingarfyllst. 3 Klapparstíg 3 Guðm. Kr. Þorkelsson. Steirthöggvari. Vetrarstúlka óskast nú þegar. Afgr.m. vísar á. ( Talsími 244. Lindargötu 41. ) I Selur: Saltað S;iuð;ikjöt — norðlenzkt — góða Ksefu Ágætt ísl. smjör, ) rililing- og reykt | lijöt. ) ) i kanka-Dó Innan skamms mnn fást í bókaverzl- unum: Merkileg skáldsaga eftir eitt stórskáld Breta og ein lítil frásaga eftit einn merkasta rithöfund Þjóðverja. Úrsmíðastoían r>irus;lioltsst.;i, Rvílc. Hvergi vandciðri úr, Hvergi cins ódijr. Fullkomin áhyrgð. Stefán Runólfsson. Þorsteinn Sigurdsson skósmiður á Laiujaveginum hefir gert almenningi góðan greiða, með því að lcoma til leiðar lækkun á inu afarháa verði á skósmiðsvinnu, sem nú heflr verið undanfarið, fólk mun því óefað láta hann sitja í fyrir- rúmi með vinnu, eins og hann getur á móti tekið. €ggert Claessen, ylirréttarmálaflutiiingsniaður. Póstlnisstr, 17. Talsími 10. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. cfiogi dirynjólfsson yfirréttarmálaflutningsmaður. Bankastræti 14. lleima Kl. I»—1 41/*—51/*. Fundin næla, (merkt). Vitjist L: uga- veg 50 B. Grammoplioiis-nálar nýkomnar. Laugaveg 63 Jóh. 0gm. Oddsson. Skautamenn Og - konur! Pið fáið ekki að eins 8 k a u t a ii a sjálfa, heldur einnig: Skanta-litiíui*, —»— -peysui*, — »— -trella, —»— -vetling*a og —»— -lilílnr* ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Skrifborð -Kommóður-Rúm- fatnaður og fl. selt með afslætti og mánaðarafborgun hjá Jóh. Jóhannessyr I Laugaveg 19. Allar íslenzkar Sögu- og Ljóðabækur keyptar fyrir p e n i n g a sam- stundis hjá Jóh. Jóhannessgni Liwgaveg 19. N o k k u r ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ — ♦ ♦íbúðarhúsf ^ sem aðeinsh'. ila á veðdeildarl., ^ ♦ vill undirritaður kaupa frá í dag ♦ ^ til 1. Febrúar 1910. ^ X Jóh* Jóhannesson X ♦ Laugaveg 19. ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.