Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 21.12.1909, Blaðsíða 2

Reykjavík - 21.12.1909, Blaðsíða 2
248 REYKJAVIK Margrét unga varð æ fölvari og föl- vari með degi hverjum. Edelwald var óður og uppvægur með sjálfum sér. Fanturinn hann Geismar (hugsaði hann með sér) breytti ekki við stúlkuna eins og honum bar. Hann þóttist vita að hún þráði hlýlegri ástaratlot, eða að hún mundi vera hrædd um, að Geismar mundi bregða henni upp sakir heilsuleysis hennar. „Þessi stúlka, sem er mér eins kær eins og lífið í brjósti mínu, er að veslast upp og verða dauðans herfang; og ég get ekki hjálpað henni, ekki einu sinni talað við hana!“ Svo mælti Edelwald við sjálfan sig þegar hann var einn á gangi úti á heiðinni. Eitt kvöld í September-mánuði bar svo við að Edelwald fór niður í mat- salinn til að borða þar með nokkrum herforingjum, sem hann þekti úr stríð- inu. Geismar var þar meðal annara; og þegar vínið fór að stiga honum til höfuðs, tók hann að gerast mjög málugur. Einhverjir félagar hans voru að stríða honum á, hvað það væri sem héldi honum svo lengi þar í Ilantz, og hann fór þá ekki í neina launkofa með það, að það væri af því að faðir sinn vildi endilega láta sig eiga yngri Eulenstein-systurina. En hann sagðist nú fyrir sitt leyti vera einráðinn í því, að ganga ekki að eiga stúlku, sem væri heilsulaus og gæti orðið honum til byrði alla ævi. Hann kvaðst ætla að segja stúlkunni upp og sagð- ist vilja ganga á hólm við bróður hennar, ef þörf gerðist: „Ég ætla mér ekki að eiga stúlku, sem er — —“. Og frakkneska orðið, sem hann notaði, var alt annað en prúðyrði. Edelwald foringi stóð upp úr sæti sínu, mælti ekki orð frá munni, en sló bylmingshögg á munninn á Geis- mar. Auðvitað urðu þeir að ganga á hólm, en þó að Edelvald væri fatlað- ur á vinstri hendinni, þá særði hann þó Geismar á öxlunni; hann hefði getað drepið hann ef hann hefði vil- jað. Eftir að bundið hafði verið um Bárið, gekk Edelwald upp til Geismars í herbergi hans. „Þér gerið svo vel að láta vera að senda föður yðar bréfið, sem þér töl- uðuð um“, mælti hann. „Þér gerið svo vel að halda áfram að búa undir brúðkaup yðar og Margrétar Eulen- stein". „Og má ég spyrja, eftir hvers boði ætti ég að gera þetta?“ svaraði Geis- mar fyiirlitlega. „Þér gerið nú þetta“ sagði Edel- wald, og stilti róm sinn eftir megni, „pví að ef þér gerið það ekki, þá skal ég, Hermann Edelwald, elta yður um allan hnöttinn, hvert sem þér farið, og drepa yður. Ég sver þess ekki eið. Ég segi yður það blátt áfram. Ég skal drepa yður ef þér bakið Margrétu af Eulenstein eins augnabliks hugar- angnr“. En alt um það, þrátt fyrir hreina fjallaloftið, þrátt fyrir alla umönnun Vinnustofur eru flutlar i Bankastræti 7, og fástjþar margs- konar liúsgögn. Sömuleiðis eru mymlir settar í ramina. Jólagjafir, beztar, smekklegastar ög ódýrastar í verzl. DAGSBRÚN, Ijvetfisg. 4. TiCsT jííikill afsláttar- af öllu sem keypt er. ‘r‘2^3l ÍO til 50 procent. læknanna, og þrátt fyrir það að Geis- mar sýndi sig nú mjög ástúðlegan heitmeyju sinni, þá fölnaði stúlkan og bliknaði dag frá degi. Edelwald sá þetta sár í huga og þögull. Geismar sá það lika. Allir sáu, hvað að fór, nema greifinn og systir hans. Þeim, eða að minsta kosti greifanum, var um ekkert eins ant eins og að hraða brúðkaupinu. En einn morgun kom Margrét ekki fram úr heibergi sínu, hún lá enn í rúminu og andlit hennar var ekki fölvara nú í dauðanum, heldur en það hafði verið síðustu ævidaga hennar meðan hún var á lífi. Greifinn og og Ágústa vóru yfirkomin af harmi. Þessi sviftir hafði komið óvænt yfir þau, eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þau vissu að Margrét var heilsutæp. En þetta hafði þeim aldrei dottið í hug. Alt um það lá nú systir þeirra, sem þau höfðu haft svo mikla ráðagerð fyrir, liðið lík uppi á loftinu, og allir loftkastalar þeirra vóru hrundir í rústir. Meðan systkinin sátu þarna í sárustu sorg sinni, var þeim fært- nafnspjald. Á því stóð: „Sveitarforingi Hermann fríherra af Edelwald8. Spjaldið var með fornlegu sniði. „Það er ungi málarinn", sagði Ágústa. „Hvað getur harn viljað okkui ?“ „Auðvitað að bjóða okkur liðsinni sitt“, sagði greifinn. „En ég vissi ekki að hann var aðalsmaður*. Svo fékk þá Edelwald loksins færi á að tala við tvö.af systkinunum, sem hann hafði svo oft langað að tala við. „Auk þess sern ég er hermaður, er ég líka málari*, sagði hann við greif- ann og systur hans. „Ég hefi frétt inn mikla missi yðar og sorg. Það er einuig sár sorg fyrir mig. Erindi mitt til ykkar er að biðja ykkur að leyfa mér að mála mynd af systur ykkar, og gefa ykkur hana til síðustu menja“. Það var rétt komið að greifanum, að neita þessu nokkuð þurlega. Hon- um fanst þetta næigöngult af ókunn- ugum manni; hann vildi sjálfsagt gera þeim vel með þessu, en það var nærri því óþolandi. En í þvi hann stóð upp til að segja þetta, varð Ágústa systir hans fyrri til máls. Hún var enn grá- leitari þennan dag, heldur en hún var vön; en hún lagði höndina á öxl bróður sins og mælti: „Jæja, bróðir minn“, mælti húri, „gæti þetta annars ekki verið gott? Við eigum enga mynd af Margréti síð- an hún var barn“ Greifinn hnyklaði brýrnar óþolinmóð- lega, en systir hans horfði stöðugt framan í hann. „Nú, nú“, sagði greifinn, „en hvern- ig veizt þú, að þessi herra geti málað mynd af systur okkar elskulegri, sem við höfum mist, svo að það likist henni á nokkurn hátt?“ „Eg sé það í andlitinu á honum“, sagði Ágústa hiklaust. Því að hún var kvenmaður. Þegar Edelwald var seztur niður við verk sitt, var honum fært bréf. Það var frá yfirherstjórninni. Við höfuð- aðsetur herfylkis hans þurfti á honum að halda, og honum var boðið að koma þangað tafarlaust. Hann hug- leiddi í snatri, hvað langt væri þangað til hann yrði að fara á stað, og hon- um taldist svo til, að hann hefði 6 klukkustundir til að lúka verki sínu. Agústa kom í þessu og tók blæjuna frá fölva andlitinu á líkinu; nú var enginn rósroði í kinnunum, en altum það var eins og hjarta hans hægðist ótrúlega við þessa sjón. Honum fanst, þegar hann var nú aleinn hjá ást- meyju sinni framliðinni, eins og þetta vera brúðkaupsdagsmorguninn sinn. Hann byrjaði á verki sinu hægt og hægt, horfði oft á andlit Margrétar og á fellingarnar á inu þunna líni, sem hann gat deilt limalögun hennar í gegnum. En bráðum fór Edelwald að vinna hraðara; hann leit nú sjaldnar á and- lit Margrétar. Það var eins og hann gæti ekki slitið hendurnar frá málverk- inu. Svona leið tíminn, unz kvölda tók og skyggja. Klukkurnar í litlu þorpkirkjunni hringdu tii kvöldsöngs. Það var Sunnu- dagur og margt sveita-kvenfólk kom hljóðlega og ánægt til þoipsins til að fara í kirkju. Hann heyrði fóta- tak þeirra á steinleggingunni á stræt- inu. Loks ók leiguvagninn, sem Edel- wald hafði leigt til að flytja sig burt, upp að dyrunum. Málarinn leit á úr- ið sitt, stóð upp frá afloknu verki og gekk aftur á bak nokkur fet til að horfa á handaverk sitt. Ágústa hafði allan daginn setið út við gluggann, en stóð nú uppoggekk til hans til að horfa á myndina. Undir eins og hún kom auga á hana, hljóð- aði hún upp yfir sig af undrun. „Nei, þetta er hún sjálf!“ kallaði hún upp yfir sig. „Þetta er svo sem hún Mar- grét sé lifandi komin eins og hún var, þegar hún kom heim til okkar frá skólanámi sínu. Hvernig gátuð þér farið að vita, hvernig hún leit þá út? Þér höfðuð aldrei séð hana á því skeiði. Hvernig getur annað eins kraftaverk átt sér stað?“ „Eg elskaði hana“, sagði Edelwáld látlaust, hneigði sig og kvaddi og fór út. Ágústa var ein eftir inni og horfði á víxl á þessar tvær myndir, aðra á léreftinu opineygða, brosandi í meyjar- blóma, hina í rúminu náfölva, en með sama sakleysis svipinn, en þar höfðu augnalokin um aldur og ævi hulið inndælu hreinskilnu augun. Og þó. þegar Ágústa gekk að rúminu til að breiða aftur línblæjuna yfir andlitið, þá lék á andlitinu bros, sem hún hafði aldrei séð áður. Það var eins og endurskin af gleðisvipnum á myndinni, sem hermaðurinn Hermann hafði málað „af því að hann elskaði hana“. Næsta morgun eftir útförina var Ágústa að taka til í svefnherbergi Margrétar, og þá fann hún litla skrif- bók í grárri kápu. Það var vandlega vafið utan um hana og hún var læst, niðri í skrifborði Margrétar eins og helgur dómur, innan um þá gripi hennar, sem henni hafði þótt vænst um. Ágústa opnaði bókina hugsunar- laust. Hún bjóst við, að í henni væru einhverjar uppáhaldsvisur Margrétar, eða ef til vill fáein þurkuð blóm. — Hún las fyrstu blaðsíðuna. Svo lét hún bókina aftur. Henni var brugðið. Svo opnaði hún hana aftur og las í skyndi hverja blaðsíðuua eftir aðra, alt aftur að siðustu blaðsíðunni, sem var óskrifuð. „í dag stóð ég við hliðina á hon- um eitt augnablik í forstofunni, þeg- ar hann kom inn með myndina, sem hann hafði verið að mála, hand- leggurinn á honum snart hand- legginn á mér, þegar við gengum hvort hjá öðru. Það er heimsku- legt, eg veit það; en ef Ágústa hefði ekki gripið undir hinn handlegginn á mér, þá hefði ég dottið. Nú langar mig til, að ég hefði getað lifað dálítið lengur. í*vi að ég elska hann — ég elska hann!“ Þessi orð hafði Margrét ritað dag- inn áður en hún dó. Rétt þegar Á- gústa var að enda við lesturinn, kom greifinn inn og hún stakk hókinni sem fljótast, í vasa sinn, svo að hann sæi hana ekki. „Nei, þessa bók eiga einskis manns augu að sjá — engin augu, nema mín. Og ég skal aldrei lesa hana aftur“, sagði Ágústa við sjálfa sig. En þegar hún var ein eftir í herberg- inu og hoifði á myndina, sem Edel- wald hafði málað, þá fanst henni nýtt ]jós í augunum, sem störðu á hana. Augu hennar fyltust, tárum, meðan hún horfði á myndina og hún var að fitla við skrifbókina í vasa sinum. „Jú, það er einn maður annar, sem á að fá að lesa þetta!“ sagði hiín. Og hún tók skrifbókina, sló vandlega utan um hana og skrifaði utan á til Edelwalds foringja. * I?: í;J Þetta er sagan um skrifbókina i gráu kápunni, sem keisarinn lagði í framliðnar höndur yfir-marskálki hers- ins, Ilantz prins, fremsta og frægasta manni keisararíkisins. Markús Porsteinsson Frakkastig 9 — Reykjavik selur hljómfögur, vönduö og ódýv ——- Orgel-Harmonia. LÁBUW FJELD8TKD, yflrréttarmálaflntningsmnðnr LæU j ai-jjatn «. Helma kl. U —12 og 4—6. Kensla í innanhússtörfum. Ung stúlka, liðleg, sem hefir löng- un til að læra innanhússtörf, get,- ur fengið stað á dönsku heimili. Kenslan er ókeypis, og með- gjöf eklci heimtuð. Skrifstofa blaðasins vísar á. O Burt mcð voða-manninn úr valda-sæti!

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.