Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 10.01.1910, Blaðsíða 1

Reykjavík - 10.01.1910, Blaðsíða 1
IRe^ftJ avíft. XI. ÚtbreiddaBta blað landains. Upplag 2,800. Mánudag’ ÍO. Janúar 1910 Áskrifendur { b œ n u m yflp IOOO. XI. 4 >111:1, Og > selur Kristján t*orflrimsson. «QT ALT FÆST I THOMSENS MAGASiNI. ' Baðhúsið yirka daga 8—8. Biskupsskrifstofa 9—2. Borgarstjóraskrifstofa 10—3. Bókasafn Alp.lestrarfél. Pósthússtr. 1A, 5—8. Bréfburður um bæinn 9 og 4. Búnaðarfélagið 12—2. Bæjarfógetaskrifstofa 9—2 og 4—7. Bæjargjaldkeraskrifstofa 11—3 og B—7. Bæjarsíminn v.d. 8—10, sunnud. 8—7. Forngripasafnið sd., þrd. fimtud. kl. 12—2. Islanilsbanki 10—2‘/t og 6í/,—‘7. Lagaskólinn ók. leiðbeining í. og 3. Id. 7-8 e.m. Landakot88pitalinn 10* l/»—12 og 4—5. Landsbankinn 101/*—2‘/«. Land8bóka8afnið 12—3 og 5—8. Landskjalasafnið á þrd., fmd. og ld. 12—1. Landsjoðsgj.k. 10-2, B-6, þrjá 1. d. í m. 10-2, B-7. Land88iminn v.d. 8—9, eunnud. 8—11 og 4—6. Læknaskólinn ók. lækning þrd. ogfsd. 11—12. Náttúrugripasafnið sunnud. I1/*—2‘/s. PósthÚ8ið 8—2 og 4—7. Stjórnarráðið 10—4. Söfnunar8jóður 1. md. í mán. kl. 5. Tannlækning ók. í P.str. 14, 1. og 3. md. 11—12. „REYKJ AYlK“ Árgangurinn kostar innanlands 3 kr.; erlendis kr. 3,50 — 4 sh. — 1 doll. Borgist fyrir 1. júli. Auglýiingar innlendar: á 1. bls. kr. 1,50; 3, og 4. bls. kr. 1,25. — Útl. augl. 38*/s0/* hærra. — Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst. Bitstj. og ábyrgðarm. Steftin Runólísson, Pingholtsstr. 3. Talsími 188. yfygreiðsla ,Reykjavíkur‘ er ílutt í Skólastræti 3 (boint á móti verkfræðing Knud Zimsen). Afgreiðsla blaðsins er opin frá lfl. 9 árd. til kl. 8 síðd. - Talsími 199. RitstjÓPÍ er tií viðtals virka daga kl. 12—1. — Þingholtsstr. 3. Hvar á þetta að enda? 3. Janúar var fyrsti virkur dagur á þessu ári. Þá skyldi Landsbank- ann opna í fyrsta sinn undir nýju bankalögunum frá 9. Júlí f. á. Þau öðluðust gildi 1. Jan. þ. á. Á hádegi byrja bankastörfin, og þennan dag ætlnðu þeir Eir. Briem og Ktistján Jónsson, gæzlustjórarn- ir, sem Alþingi hefir kosið, að mæta í bankanum á hádegi. Því að þótt ráðherra hefði vikið þeim frá undir gömlu lögunum, sem heimiluðu ráð- herra að víkja þeim frá um stund- ar sakir, þá vóru þeir þó gæzlu- stjórar bankans, löglega kosnir af Alþingi, og óafsetjanlegir eftir ngju lögunum (9. Júlí 1909). En tveim stundum fyrir hádegi komu tveir lögregluþjónar til hvors um sig og afhentu þeim sitt bréfið hvorum frá ráðherra, þar sem hann tjáir þeim, að þeim sé óheimilt að taka sæti í bankanum og að þeim verði eigi veitt þar viðtaka, þ. e.: að þeir verði reknir út þaðan, ef þeir komi. Séra Eir. Brietn áleit þá nægilega sannað með bréfinu, að sér væri með ofbeldi varnað að rækja stöðu sína við bankann, og fór því ekki. Kristján háyfirdómari fór þó engu að síður inn i bankann, en banka- stjórarnir neituðu honum aðgangi að bankanum. Hann lýsti þá yfir því við þá, að það yrði þeirra á- byrgðarhluti að meina sér að rækja störf sin; þeim tjáði ekki að bera fyrir sig skipun ráðherra, því að ráðherra brysti alla heimild til að skifta sér af gæzlustjórum Alþingis. En þeir kváðust vísa ábyrgðinni á hendur ráðherra. Síðan fór Kristján út aftur. Allmikill inannfjöldi hafði safnast saman umhverfis bankann, en allir vóru þögulir og alt með mestu spekt og friði. Daginn eftir fór Kristján á ný niður í Landsbankann kl. 2, og var nú í för með honum fógeti konungs (bæjarfógetinn) og réttarvitni 2. Hafði Kristján beiðst úrskurðar fó- geta, er bannaði öllum að tálma sér því, að .rækja starf sitt sem lögleg- ur gæzlustjóri kosinn af Alþingi. Af hendi bankans mætti þar Sveinn ráðherrason málafiutningsinaður sem umboðsmaður bankans og Ari líf- vörður, yngsta undirtylla á stjórnar- skrifstofunum, sem umboðsmaður ráðherra. Málaílutningur (munnlegur) stóð lengi yfir, og fógetagerðinni, sem hófst kl. 2 síðd. var ekki lokið fyrri en 20 mínútum eftir miðaftan. Urskurðinn sjálfan og forsendur hans má sjá á þessari: Utskrift nr fógetnbók RcykjnYÍkurknnpgtaðar. Ár 1910, Þriðjudaginn 4. Janúar, var fógetinn í Reykjavík, Jón bæjar- fógeti Magnússon, með vottum, Þorv. Björnssyni og Jónasi Jónssyni, staddur i stjórnarstofu Landsbankans, eftir kröfu Kristjáns háyfirdómara Jónssonar, til þess að fyrirtaka fógetagjörð út af beiðni hans sem gæzlustjóra um innsetning í hús bankans og bækur og skjöl. Var fógetaréttur settur þar og mætti fyrir honum gjörðarbeiðandinn sjálfur; viðstaddir voru bankastjóramir Björn Kristjánsson og Björn Sigurðs- son, og settur gæzlustjóri Jón Her- mannsson; af hálfu landsstjórnarinnar var viðstaddur Ari Jónsson, aðal- umboðsmaður stjórnarráðsins. Málið var tekið undir úrskurð og í því upp kveðinn svofeldur tJrsKiirður: Því hefir verið haldið fram, að gjörðarbeiðnin heyri ekki undir fógeta- réttinn, enda komi i bága við 43. gr. stjórnarskrárinnar. Fógetarétturinn getur eigi fallist á það, að krafa um aðgang gjörðar- beiðanda sem gæzlustjóra að húsi, bókum og skjölum Landsbankans geti eigi heyrt undir verksvið fógetaréttar samkvæmt landslögum, þar sem hér er að ræða um notkun, meðnotkun eða aðgang að húsi og ákveðnum hlutum öðrum. Ekki getur rétturinn heldur álitið, að 43.gr. stjórnarskrár- innar sé til hindrunar því, að mál þetta verði tekið fyrir við beina fó- getagjörð. Frávísunarkröfur hér að lút- andi geta því eigi tekist til greina. Stjórnarráðið og bankastjórnin hefir krafist þess, að gjörðarbeiðandi, Kr. Jónsson, setti 500,000 kr. veð, eða tryggingu fyrir því tjóni, er af gjörð- inni geti hlotizt, og getur rétturinn eigi tekið þá kröfu til greina, eftir því, sem málið liggur fyrir. Eftir lögunum frá 18. Sept. 1885 um stofnun Landsbanka var stjórn bankans skipuð þrem mönnum, einum framkvæmdastjóra, er landsstjórnin skipaði með hálfs árs uppsagnarfresti, og tveimur gæzlustjórum, er þingið kaus til 4 ára. Eftir þeim lögum var landshöfðingja, síðar ráðherra, heimilt að víkja frá um stundarsakir hverjum þessara þriggja forstjóra, einnig þeim þingkjörnu, og setja aðra í þeirra stað. Samkvæmt ákvæðum inna sömu laga var einnig þátttaka gæzlustjóranna nauðsynleg, ekki einungis til eftirlits og aðstoðar heldur og við framkvæmd- ir bankans, sbr. meðal annars 24. gr. laganna. Á þessu er gjörð gagngjörð breyting með lögum 9. Júlí f. á. um breyting á fyrnefndum lögum. Stjórn bankans er skipuð tveim bankastjór- um, er ráðherra skipar, og tveim gæzlustjórum, er kosnir eru til 4 ára í senn af alþingi, en nú er alt fram- kvæmdavaldið í stjórn bankans lagt í hendur þessara tveggja bankastjóra; gæzlustjórarnir eiga aftur aðallega að hafa eftirlit með stjórn bankans og vera hinum til aðstoðar, og hafa að eins atkvæði til úrskurðar, þá er bankastjórunum kemur ekki saman, eða annar er forfallaður, sbr. 4. gr. laganna, en að vísu þarf ið siðara aldrei að koma fyrir, sbr. niðurlag 1. gr. Aðra verulega breyting gjöra in nýju lög og á aðstöðu gæzlustjóranna, nefnilega þá, að þeim verður eigi vikið frá af landsstjórninni. Kemur þetta berlega fram, ekki einungis af því, að ákvæðið um frávikniug gæzlu- stjóranna er felt burt með inum nýju lögum, heldur sést þetta og Ijóslega af sjálfum lögunum frá 9. Júlí f. á., sérstaklega 1. gr. þeirra. Þannig hefir H Th A Thomsen HAFNAR5TR-17 18 1920 2122-K01AS 12- LÆKJART I 2 • REYKJAVIK • óskar öllum viö- skiptavinum sín- um, fjær og nær, gleðilegs nýárs! og þakkar þeim fyrir g-amla árið. alþingi stöðugt verið áskilinn réttur til þess, að taka beinan þátt í stjórn bankans með því að kjósa sjálft gæzlustjórana, er því hafa umboð sitt frá alþingi. En meðan gæzlustjórarnir tóku einnig aðallegan þátt í fram- kvæmdarstjórn bankans, var yfir- umsjónarmönnum bankans, landshöfð- höfðingja, síðar ráðherra, heimilað, að víkja þeim frá um stundarsakir, og samkvæmt þeirri heimild var Kristjáni háyfirdómara Jónssyni, er kosinn var gæzlustjóri á alþingi 1905 fyrir árin frá 1. Júlí 1906 til 1. Júlí 1910, vikið frá af ráðherra íslands 22. Nóv. síðastl. Með því að ráðherra var með þá gild- andi Iögum að eins heimilt að víkja honum frá um stundarsakir, verður sú ráðstöfun að teljast á enda, er þau lög gengu í gildi í árslokin siðustu. Nú var Kristján Jónsson aftur kos- inn gæzlustjóri af síðasta alþingi fyrir tímabilið frá 1. Júlí 1910 til 1. Júlí 1914. Umboð hans frá 1. Jan. þ. á. virðist eiga að meta eftir umræddum lögum frá 9. Júlí f. á., er komu í gildi 1. Jan. þ. á., og samkvæmt framan- sögðu virðist ekki heimilt að svifta hann þessu umboði, eða víkja honum frá — að minsta kosti ekki nema af alþingi — nema hann verði sekur að laga dómi um eitthvert það verk, er svívirðilegt er að almenningsáliti. Nú hefir umræddur gæzlustjóri Landsbankans borið sig upp undan því, að sér sé fyrirmunað að fram- kvæma eftirlitsstarf sitt við bankann, og krafist aðstoðar fógetans til að setja sig inn í eða veita sér aðgang að húsi Landsbankans og bókum bank- ans og skjölum, svo að hann geti framkvæmt eftirlitsstarf sitt sem gæzlustjóri. Með því að gjörðarbeiðandinn virð- ist, samkvæmt því, sem að framan segir, verða að teljast löglegur gæzlu- stjóri Landsbankans, virðist eiga að taka til greina kröfu hans um að veita honum aðgang að húsi Lands- bankans og bókum bankans og skjölum.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.