Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 10.01.1910, Blaðsíða 4

Reykjavík - 10.01.1910, Blaðsíða 4
4 RE YKJAVIK Lárus E. Sveinbjörnsson fyrv. háyflrdómari andaðist 7. þ. m. að kvöldi dags eftir langa vanheilsu. Hans verður bráðlega nánar getið. Þakklæti. í siðaslliðnum júnímánuði vildi mér til pað hrapallega slys, að íótbrotna við uppskipun á timbri úr »Eljunni«, gufu- skipi 0. Wathnes erfingja. Fóturinn var illa brotinn, svo ég lá allan sláttinn i rúminu og hefi verið frá verkum til pessa. Undir pessum kringumstæðum, og par sem ég hefi að sjá fyrir öldruðum for- eldrum — að svo miklu leyti sem ég get — hlupu sveitungar mínir og aðrir góðir menn undir bagga með mér og skutu saman allmiklu fé, alls 280 krón- um, til að bæta mér atvinnutjón og legu- kostnað. Öllum pessum mönnum pakka ég hér með af hjarta gjafirnar. Sérstaklega vil ég pakka kaupmanni Gunnlögi Jónssyni — i hvers pjónustu ég var pegar ég slas- aðist — fyrir hans miklu umhyggju fyrir mér og forgöngu fyrir samskotunum, svo og skipstjóra, yfirmönnum og undir- gefnum á »Eljunni« sem gáfu tæpar 70 krónur af ofangreindri upphæð og síð- ast en ekki síst lækninum sem stund- aði mig og öllum peim sem á einhvern hátt hlyntu að mér meðan ég lá rúm- fastur. Brekku við Djúpavog 1. Nóv. 1909. Áki Kris/jánsson. €ggert daessen, yflrréttarmálaflntningsmaðnr. Póstliásstr. 17. Talsími 16. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda hluttekn- ingu við jarðarför móður og tengdamóður okk- ar, Guðnýar Bjarnadóttur. 0. Þorsteinsdót'tir. B. Benónýsson. Til sölu. Hús- og lóðareign Jóh. Nordal og Árna Einarssonar í Sankastræti 13, Staðurinn er einn hinn fegursti í öllum bænum. Gísli Þorbjarnarson. Telsjur landsínmns 3. ársfjórðang Símskeyti innanlands : Almenn skeyti 4043 71 Veðurskeyti 1200 00 524- 7, (2g72 Símskeyti til útlanda: Almenn skeyti 3846 79 Veðurskeyti 279 07 4I2J 86 (40o8 74) Símskeyti frá útlöndum . . . „ 1806 78 (1892 28) Símasamtöl.......................................... Talsímanotendagjald.........................• . . Viðtengingargjöld og einkaleyflsgjald............... Aðrar tekjur........................................ Kr. 11176 35 (8773 °7) — 11831 05 (8288 80) — 1985 10 (1039 87) — 445 00 ( 945 96) 98 55 11 ii. 1—— 11 11. . 1.11 ■ .ii 1.—.| | Úrsmíðastofan áPineholtsgt.3, Rvík. Hvergi vandaðri úr. & Hvergi eins ódýr. Fullkomin ábyrgð. Stefán Runólf88on. Prentsmlðjan Gutenberg tekur dreng í sendiferðir. Hjartanlega þökkum við öllum þeim, sem heiðruðu útför systur okkar og tengdasystur. Solveig og Sigfús Eymundsson. Þakkarorð. Hór með finn ég mér skylt að votta for- stöðukonum barnaskólans mitt innilegasta þakklseti fyrir alla sína góðu meðferð á Björgvin Bjarnasyni, sem dvaldiþar um tíma ReykjaAÍk, 22. Des. 1909. Guðrún Eyvindsdóllir. Iteynið einu isiimi vín, sem eru undir tilsjón og etna- rannsökuð: rautt og hvítt P0RTVIN, MADEIRA og SHERRY trá Albert B. Cohn, Kobenhavn. Aðal-birgðir í H. Th. A. Thomsen* Magasin. Thomsens prima vinðlar Samtals kr. 25536 05 (19047 70) Tölurnar, sem í () standa, sýna 3. ársfjórðung 1908. Af inum mikils metnu neyztuföngum með malt- efnum, sem DE F0RENEDE BRYGGERIER framleiða, mælum vér með: er framúrskar- andi hvað snertir mjúk- an og þægileg- an smekk. Hefir hæfilega mikið af ,ex- trakt1 fyrir meltinguna Hefir fengið meðmæli frá mörgum mik- ilsmetnum læknum hósta, hæsi og öðrum kælmgarsjúkíéraum. (^S5> , _ . M efl*koa nce,e5br*1e/,öt Særlig at anbefaleReconvalescenter ogAndre,som trænger til let fordejeligNæring. Det er tilligeetudmærketMid- del modHoste,Hæshed og andre lette Hals-og Brystonder. Bezta meðal við Skuldlaus húseign, með afarstórri lóð og stórum og góð- um matjurtagörðum fæst nú keypt fyrir lágt verð með góðum borgunar- skilmálum. Jörð í sveit tekin í skiftum ef ósk- að er. Afgreiðsla þessa blaðs vísar á seljanda. Stórt og gott húspláss til leigu i bezta stað í bænurafnú þegar eða^]4. Maí. Afgreiðsla þeesa blaðs vísar á. Hvar á að kaupa öl og vín? En í Thomsens M a g a s í n. Prentsmiöjnn Gutenberg. 2 bjóst við megnri mótspyrnu frá hans hendi, og flóði því á brott með stúlkuna. Gamli Druce Qekk fyrstu vitneskjuna um þetta í ákaflega skreyttri og stórorðri grein í einu dagblaðinu. f grein þessari var honum sjálfum lýst sem fádæma hörðum og ósáttfúsum föður, er nú æddi um allt með hlaðna skammbyssu í hendinni, og leitaði flóttamannanna. En gamli maðurinn var orðinn svo vanur því, að sjá sjálfan sig sem liöfuðpersónu í ýmsum orðfleygum þvaðursögum, að hann ljet þetta ekki á sjer festa. Hann símaði út um allt land, til þess að komast fyrir það, hvar ungu hjónin hjeldu til, og þegar hann náði sam- bandi við son sinn, sagði hann honum í símskeyti, að hann skyldi ekki haga sjer eins og flón, heldur koma sem allra skjót- ast heim aftur með konuna sína. Og þá sneru ungu hjónin glöð í huga aftur til New York. Druce gamli var fámálugur maður og dulur í skapi, ekki síður við son sinn en aðra. Hann furðaði sig á því, að sonur sinn skyldi hafa haft svo skakka skoðun á honum, að ímynda sjer, að hann myndi spyrna á móti ráðahag hans, og hann furðaði sig enn þá meira, þegar Edvard sagði honum, að hann hefði óttast mótspyrnu hans, vegna þess að stúlkan væri blá- fátæk. Hvað í dauðanum gerði það til? Átti hann máske ekki nægilegt handa þeim öllum þremur að lifa af? Og ætti hann það ekki, voru þá máske ekki nógir fuglar enn þá, sem hægt væri að reita, járnbrautaQelög, sem hægt væri að kollsteypa, og hluthafar, sem hægt væri að færa úr skyrtunni? Maður átti þó víst að giftast sjer til yndis og ánægju, en ekki til þess að græðá peninga á þvl. Og þegar Edvard sagði honum, að það væru þó í raun og veru dæmi til þess, að menn giftust til þess að ná í peninga, þá ljet gamli Druce í ljós megnustu fyrir- iitningu fyrir ðllu sliku. Ella var fyrst í stað dauðskelkuð við tengdaföður sirin, 3 þennan dula og fámáluga mann, sem hundruð manna heyrðu ekki svo nefndan, að þeir nötruðu ekki af ótta. En hún komst fljótlega á snoðir um það, að gamli maðurinn var enn þá hræddari við hana, og að fálæti hans stafaði einungis af feimni. Hann ljet sjer mjög annt um það, að geðjast henni, og var allt af að reyna að komast fyrir það, hvers hún óskaði i það og það skiftið. Einu sinni gaf hann henni miljón dollara vixil og sagði, að hún skyldi kaupa sjer eitthvað fallegt, og ef þetta væri ekki nóg, þá skyldi hún bara biðja um meira. Hún spratt upp af stólnum, vafði höndunum um hálsinn á honum og kyssti hann, en ljet víxilinn falla á gólfið — sjálfsagt verðmætasta pappírs- miðann, sem þann daginn var á flökti f Ameríku. Druce gamli varð svo feiminn, þegar hún faðmaði hann að sjer, að hann vissi ekki hvað hann átti af sjer að gera. En þegar hann kom í skrifstofuna sína, vissi sonur hans ekki fyrri til, en hann snaraði sjer að honum, ógnaði honum með krepptum hnefanum og mælti: »Ef þú nokkurn tima segir eitt einasta styggðaryrði við litlu stúlkuna mína, þá skal jeg — þótt jeg hafl aldrei gert það fyr — berja þig«. Edvard hló. »Það er alveg rjett gert af þjer, pabbi; jeg ætti það sannar- lega skilið«. Druce gamli fylltist ætið fjálgleik, er haun hugsaði um hina yndisfögru tengdadóttur sína. Karlarnir í Wall Street (helzta kaupsýslugatan.í New York) sögðu, að Druce væri farinn að verða gamall. En svo þegar afturkippur kom í viðskiftalífið, og það sýndi sig, að DruCe komst, eins og vant var, bezt fram úr þvi, urðu þeir nauðugir viljugir, og með tæmda vasana, að viðurkenna það, að ekki

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.