Reykjavík - 12.03.1910, Side 2
42
REYKJAVÍK
NYJAR VORUR
koma fyrripart yípríl til verzl.
Mikið, smekkleg't lirval
fyrir Konnr, H.arla og Börn.
Þeir sem sá út sæði óstjórnar og
lagaleysis, munu sjálfir uppskera
eftir því sem þeir hafa til sáð.
Ódygð slær sinn eiginn herra um
hálsinn.
Jón Olafsson, alþm.
— »■ ■ ^
Ný innflytjendalög
í Kanada.
Til athugunar fyrir Vesturfara.
í blaðinu »Baldur«, sem kemnr út
á Gimli, Manitóba, er svohljóðandi
grein 2. f. m.:
»Fyrir sambandsþinginu í Ottawa
liggur nú frumvarp til laga viðvíkj-
andi innflytjendum.
Samkvæmt h-lið í 3. grein þeirra
laga verður þeim innflytjendum
bönnuð hjer landganga, sem hingað
eru sendir með tilstyrk hrepps eða
sveitar eða nokkurrar opinberrar
stofnunar eða líknarQelags í því
landi, sem þeir koma frá, eða með
tilsigrk nokkurs prívutmanns eða fje-
lags sem veitir þeim peningalán til
bráðabgrgðar, í því skyni að eins,
að hjálpa þeim til að sleppa hjer
inn fyrir landsteinana —, nema skrif-
leg undanþága haíi verið fengin frá
innflutningsstjóranum hjer i Kanada
(Superintendent of Immigration), eða
hinum kanadiska aðstoðar-innflutn-
ingsstjóra, sem situr í Lundúnum.
Enginn »agent«. getur veitt þessa
undahþágu. Og auk þess er undan-
þágan ógild, ef hún er ekki notuð
hjer á hafntökustað innan 60 daga
frá þvi hún er gefin út.
Ekki er ólíklegt, að einhverjum
þeim, sem flytja hingað vestur frá
íslandi, komi þelta að einhverju
levti við.
Væntanlega verður þeim hr. H. S.
Bardal og hr. N. Otteson nægilega
kunnugt um allt, sem að þessu lýtur,
ef það er rjett með farið, að þeir
sjeu sendir (til íslands) í inntlutn-
ingaerindum, sinn frá bvorum stjórn-
málaflokki. Samt gæti það ekki
neitt spillt, að blöðin á íslandi vektu
eftirtekt á þessu, áður en það kæmi
fyrir, að nokkur íslenzkur fátækling-
ur yrði gerður hjer afturreka í
Quebec.
Þessi h-liður í 3. grein í »Bill 102«,
sem þinglesið var i fyrsta sinn 19. jan.
1910, felur í sjer svo algerlega ng
fgrirmæli, að enginn óþarfi er að
vekja eftirtekt á þeim.
Frumvarpið er stjórnarfrumvarp,
flutt af innanríkisráðherranum, svo
að telja má sjálfsagt, að það verði
að lögum og gangi í gildi mjög
bráðlega«.
Ódýrar íbúðir
til leign frá 14. Maí n. k., stærri og
smærri, á flestum aðalgötum borgar-
innar. Semjið sem fyrst við
Húsnæðisskrifstofuna á Grettisgötu 38.
Opin kl. 11—12 f. m. og 7—8 e. m.
SJannlögin á Sjarna-þýzku.
Mjög nafnkunnur þýzkur visinda-
maður, sem sjálfur les og skilur is-
lenzku, skrifar með síðasta skipi
vini sínum hér í bænum, og getur
þess meðal annarsk að landi sinn,
sem ekki skilur íslenzku, hafi viljað
kynna sér aðflutningsbannlögin okk-
ar og hafi þvi pantað sér frá Höfn
þgzka þýðing þeirra laga, er hann
frétti að þar væri á prent út komin
— væntanlega að tilhlutun lands-
stjórnarinnar eða viðskifta-ráðunauts-
ins, sendiherrans frá Vogi.
Hann fékk líka þessa þýzku þýð-
ingu, en — var jafnnær; hún var
nefnilega samin á Skolla-þýzku eða
Bjarna-þýzku.
Vísindamaðurinn, sem bréfið ritar,
segist hafa séð hana, en hún hafi
verið sér með öllu óskiljanleg, unz
hann fékk íslenzka frumtextann, og
þykir honura, sem von til er, hjákát-
legt að fá þýðingu, sem eigi að vera
á móðurmáli hans — þýzku —, en
er hverjum þýzkum manni óskiljan-
leg, nema hann fái útlenda (íslenzka)
frummálið til að geta skiliðþgzkuna(I)
Hann endar á að spyrja, hvort
virkilega sé enginn íslendingur til í
öllu konungsríkinu, sem geti skrifað
skiljanlega þýzku?
Jú, sem betur fer eru hér í Keykja-
vík þó nokkrir menn, sem geta ritað
þýzku (eins og hréfritinn má bezt
vita), en það lítur ekki út fyrir að
stjórnin hafi haft vit á að bera niður
á hæfum manni.
Til hvers er sendiherrann frá Vogi?
Er hann svo önnum kafinn við ullar-
markað á Ítalíu, tryppasölu til Afríku
eða fiski-markaðs-uppgötvun í Sviss-
landi, að hann komist ekki til að
snara einu lagaboði á þýzku?
Eða hefir hann þýtt bannlögin og
er þá þýzkan hans »si sona«?
Þvi trúi ég aldrei.
Jón Olafsson.
Hvað er að írjotta?
Laust ppestakall. Staðuri Grinda-
vík, Staðar (nú Járngerðarstaða), Krýsuvík-
ur og Kirkjuvogssóknir. Veitist frá fardög-
um 1920. Kirkjuvogssókn er þjónað frá
Útskálum, meðan núverandi prestur þar
heldur. — Auglýst 3. marz. Umsókuarfrest,-
ur til 22. apríl.
Styrktarsjóður barnakenn-
ara. 28. f. m. skipaði stjórnarráðið Sig-
urð Jónsson, barnakennara í Reykjavik, í
stjórnarnefnd styrktarsjóðs lianda barna-
kennurum. í stjórnarnefndinni eru auk
þess sjálfkjörnir að lögum umsjónarniaður
frœðslumála og forstöðumaður kennara-
skólans.
Dáin er 12. f. m. Helga Guðmunds-
dóttir i Sveinatungu f Mýrasýslu, kona Eyj-
ólfs Jóhannessonar frá Gullbringum, en
móðir Jóhanns í Sveinatungu og þeirra
bræðra.
Mokflski er sagt af Eyrarbakka og
úr Þorlákshöfn.
Ungmennafundnr mikill verður
haldinn í Færeyjum í sumur, og segja norsk
blöð, að á fundinn verði boðið 100 Norð-
mönnum, og 30—50 íslendingum.
Ráðsmennskustaðan vlð
Laugarnesspftalann var 8. þ. m.
veitt Einari Markússyni verzlunarstjóra frá
ólafsvík.
Launafcjör jfirselulieooa.
Um margt er ritað og rætt nú á
timum, sem minni pörf er að taka til
athugunar en launakjör yfirsetukvenna
hjer á landi; þar með er pó ekki sagt,
að um margt sje ritað og rætt að ó-
pörfu.
Anægjulegt hlýtur pað að vera fyrir
kvenpjóðina íslensku, á hvern rekspöl
almenn kvenrjettindi eru nú að kom-
ast hjer á landi og hvern pátt ping og
stjórn hafa átt í pví máli. Verið getur,
að launakjör kvenna standi ekki í beinu
sambandi við almenn kvenrjettindi, en
mjög undrar mig, að á slíkum umbóta-
og jafnrjettistímum, er vjer nú lifum á,
skuli litið eða ekki hafa verið minst
á að bæta kjör yfirsetukvenna. Mun-
urinn á kjörum peirra og flestra ann-
ara opinberra starfsmanna er pó svo
auðsær, að ekki mun hann lengur
dyljast peim, sem lita eftir högum
þjóðarinnar. Að mál þetta hefur ekki
verið athugað, má afsaka með pví, að
kvartanir hafi ekki komið frá yfirsetu-
konum um kjör sín, og satt er það, að
undrum gegnir að engin peirra skuli
hafa látið opinberlega til sin heyra um
misrjetti í launakjörum. Mjer finst
nauðsyn reka mig til að hreyfa máli
pessu, þótt jeg hefði heldur kosið, að
einhver mjer færari hefði byrjað á pví.
Hverjirerunú peir.sem hafa opinber-
um eða almennum störfum að gegna og
launað er jafn fátæklega og yfirsetu-
konum, pegar miðað er við störfin,
sem af peim verður að heimta, og á-
byrgðina, er þeim fylgir? Launin,sem
í vændum eru, pegar pær byrja á að
búa sig undir stöðu sina, bindur pær
við að leggja sem minstan tíma og
fjármuni í sölurnar til að búa sig
undir hana, pessa ábyrgðarmiklu og
vandasömu stöðu. Iinýjandi pörf fyrir
meiri og betri undirbúning hefur nú
loks heimtað meira og betra i því efni,
par sem náms- og undirbúningstími yfir-
setukvenna hefur verið lengdur um
helming. Sennilegt er, að bætur á
launakjörum þeirra komi brátt á eftir,
pótt ekki gætu pær orðið hinu sam-
ferða.
Og hvernig eru nú launakjör yfir-
setukvenna alment? Árslaun peirra
margra eru 60 krónur — segi og skrifa
60 krónur —, og svo altað 80 krónum,
Það er hámark árslaunanna, sem marg-
ar þeirra geta gert sjer von um að
ná i, eftir margra ára slit og með pví
að hafa nóg prek til pess að standa
vel og lengi i stöðu sínni. Þetta eru
árslaunin! Mörgum starfsmanni mundi
pykja þetta lítil mánaðarlaun, þótt
ferðakostnaður væri borgaður að auki.
Að kalla petta laun, finst mjer í raun
og veru vera til háðungar, og jafn lítil
póknun — sem mætti kalla pað — fyrir
ársstörf i almennings parfir, vandasöm
og áríðandi, ber óneitanlega vott um
langvarandi örbyrgð og vesalmensku,
sem pjóðin er pó vaxin langt upp úr
nú á tímum.
Og hvað á svo yflrsetukonan að vinna
til þessara launa? Auk undirbúnings-
kostnaðar á hún að vera að öllum
jafnaði viðbúið ferðalögum jafnt á nótt
sem degi, oft örðugum mjög og ekki
lífshættulausum, veita ýmsa læknislega
hjálp, taka við börnum í fæðingu, hjúkra
sængurkonum og vera yflr peim, jafn-
vel vikum saman, eftir pvi sem þörf
krefur. Flestir munu kannast við
vandann, sem á peim hvílir við pessi
störf, siðferöislega og lagalega ábyrgð,
er peim fylgir. Vitanlega eiga pær að
fá aukaborgun, p. e. frá peim, sem á
hjálpinni purfa að halda, en náttúr-
legt er pað, pótt hún sje óviss og hafl
misjafnt notagildi.
Kona, sem er vel fær um að standa
vel í þessari stöðu, er að jafnaði vel
færv um að leysa af hendi ýmsa al-
genga vinnu, sem borgar sig betur nú
á tímum. Þegar á petta er litið, eru
pað undur mikil, hve margar af þeim
konum, sem hafa gert petta að lifsstarfi
sínu hingað til, eru pó færar um að
standa sómasamlega i stöðu sinni. En
er ekki hætta á að valið verði mis-
jafnara, ef lífskjörin geti ekki verið
eins góð eða enda betri, en við al-
menna erfiðisvinnu? Mjer finst ástæða
til að óttast pað.
Það hefur verið haft orð á pvi, að
engin mentapjóð launi eins illa em-
bættismönnum sínum og opinberum
starfsmönnum og islenska pjóðin. Ekki
er þetta ólíklegt. Mjer er ckki kunn-
ugt, hvernig aðrar pjóðir launa ljós-
móðursförfln, en hitt veit jeg, að ekki
parf nú orðið vandasamt eða marg-
brotið opinbert aukastarf hjer á landi
til pess að launað sje jafn mikið og
aðalstarf yfirsetukvenna. Nefna mætti
t. d. endurskoðun reikninga, gæslu- Og
eftirlitsstörf og annað því um líkt.
Eigi yfirsetukona að standa vel í
stöðu sinni, pá má hún ekki binda sig
við önnur störf um lengri tíma. Lækn-
ar munu líka kannast við, hve óhentugt
pað er, að yfirsetukona slíti sjer út á
ýmislegri stritvinnu, en ekki er það
algengt að i pessa stöðu veljist svo
fjáðar konur, að ekki purfi pær að
nota hvert tækifæri til að afla sjer
lífsviðurværis með aukavinnu, • því
flestar munu pær komast að raun ura,
að til pess hrökkva skamt tekjurnar
af aðalstarfinu.
Hvernig sem á petta mál er litið og
á hvaða veg sem pví er velt fyrir sjer,
hljóta allir sanngjarnir menn að sjá,
að launakjör yfirsetukvenna eru órjett-
lát og langsamlega óviðunanleg; til þess
mætti telja fleiri ástæður en bjer er
gert, meðal annars pað, aðnúermiklu
dýrara að lifa við polanleg kjör, en var,
þegar lögin, sein skipa fyrir um laun
yfirsetukvenna, urðu til. Á jafnrjettis-
timum peim, er nú virðast vera upp-
runnir hjer á landi, tel jeg liklcgt, að
málefni þetta eigi nú þegar, eða brátt,
i vændum formælendur marga, sem
benda munu á, hvern veg pví verður
sanngjarnlega fyrir komið.
En fyrst jeg nú hreyfi pessu máli,
ætla jeg að láta uppi hugsun mina um
það, hversu þessu ætti að breyta til
bóta. Um viðunanleg laun handa yfir-
setukonum getur varla verið að ræða,
meðan sýslusjóðunum er ætlað að
greiða pau. Þau ætli að greiða úr
landsjóði, og ekki tel jeg pau vel við-
unanleg í næstu framtíð, nenta árs-
launin sjeu 300—400 krónur.
Jeg ætla ekki að pessu sinni að leiöa.
getum að því, hverjum mótmælum
pessar uppástungur kunni að sæta, og
ekki heldur að leggja á ráðin til að
framkvæma pær, því ekki eru pærsvo
stórfenglegar, að skotaskuld purfi að
verða úr pví, að koma peim í fram-
kvæmd svo vel fari, ef menn viður-
kenna rjettmæti peirra í sjálfu sjer.
En alvarlega skal jeg beina peirri
ósk til lækna og annara góðra manna,
að taka mál petta til ihugunar og láta
opinberlega i ljósi sinar tillögur. Og
allra helst hcfði jeg kosið, að land-
læknir ljeti uppi skoðun sina á pessu
málefni.
Guðrún J. Norðfjörð,
yfirsetukona.