Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 23.04.1910, Blaðsíða 2

Reykjavík - 23.04.1910, Blaðsíða 2
66 REYKJAVÍK t\íBgar birgð ffi O: » Q* zn cd, pT t= CD a CD CD ö P Ox' KAUPANGUR Lindarg. 41. — Talsími 244 Með síðustu skipum hefir verzl. fengið mikið af alskonar nauðsynjavörum, þar á meðal Rexið, sem allir vilja borða og afbragðsgóðar 14ar<öfl«u*. Fóðurmjöl er hvergi jafn gott. Yerkinannaskónum þarf ekki að fýsa. — Nokkur”pör eftir. Miklar birgðir með næsta skipi. Le^ghlífar. — Sterkar. — Fallegar og ódýrar. Enníremur hefir verzlunin ávalt mikið til aí I isl. vörum svo sem norðlenzku Sauðakjötí, I4æfu og Smjöri, Núna sem stendur nýtt og ifoit Smjör. ialtmeti allskonar. SvQÍíamann og 6orgar6úar! Munið eftir að sneiða ekki hjá verzluninni Kaupangur. Sparaðu skildinginn þá kemur dalurinn. > Ov CD »—>• a c/a QTQ Os P <1 O: *—t P *—$ O crq pj* Os o, pa •—5 út, sem hellirinn sje á enda. Hann er þar á tveggja faðma bili tæplega manngengur, 2'/4 al. á hæð. En svo nær hann allt í einu aftur sinni fullu hæð, sem er að meðaltali 24—30 álnir ' Rjett fyrir innan þessi þrengsli, eða 32 faðma frá hellismunnanum, er ofur- lítill skápur út í vegginn að sunnan verðu niður við gólf. Þar hafa hellur verið reistar á rönd, og myndar það flet fyrir einn mann. Og fyrir framan fletið er eins og hlaðinn hafi verið garður, sem nú er algerlega hruninn. Þama hefir maður búið, þótt æði langt sje að líkindum síðan. Þar er töluvert af beinum, en flest eru þau orðin að dufti; að eins nokkur skelbein sjást þar enn þá til og frá, sem tönn tím- ans hefir ekki unnið á. Spölkorn innar, eða 75 faðma frá hellismynninu, er ís-súla ofan úr mæni og niður á gólf. Gólfið er þar töluvert hærra á litlum bletti, og þar er það stórgrýtt. Af hæð þessari er ákaflega fögur útsjón. Gólfið, sem nú lækkar aftur og verður sljettara, er alsett ís-kertum, misstórum, og er það tilsýndar engu líkara en mann- fjölda á götu úti, þegar ljósbirtan slær á kertin ýmsum einkennilegum lit- breytingum. Þegar komið er 3—400 faðma inn eftir hellinum, verður hann enn þá tilkomumeiri. Hæðin er alstaðar hjer um bil hin sama (um 30 álnir), mænir- inn bogadreginn, eins og hvelfing, sem hvílir á syllum uppi undir þakinu. Veggirnir eru eins og geysiháir múr- veggir, alsettir ýmiskonar myndaskrauti, sem líkist mönnum og alls konar dýr- um. Það eru dropasteins-myndanir, ýmist bláar eða dökkrauðar. Gólfið, sem nú er að miklu leyti sljett, er einnig alsett dropasteinum af sömu gerð, og eru flestir þeirra mjög fagrir. Þessi hellir er 660 faðmar á lengd, á hæð eins og fyr segir (24—30 álnir), og breiddin er 6—8 faðmar. Þegar gjáin og austurhellirinn er talinn með, verður lengd alls hellisins um 1000 faðmar, og er þetta því lengsti hellir á ísiandi. Vesturhellinn má ganga á 1 klst. og 10—15 mínútum, eða fram og aftur á 2^/2 klst. J. P. m i Sameignarijelags-verzlun gagnstæð kaupmanna-„hring“. Enga löngun hefi jeg til að fara í orða- hnyppingar við hr. Jón Ólafsson alþm. Og ekki mun hann saka mig um, þótt jeg taki efni til nokkurra athugana af fiskkaupa- einokunar-grein hans í bl. „Rvík“ 9. þ. m. Nefnd grein getur orðróms um 1.) ,,að hjer sje til einokunar stofnað, ekki í Reykjavík að eins heldur víðast um land, með kaup og sölu á fiski“; 2.) að hjer eigi hlut að máli litlendar verzlanir; 3.) að mistekist hafi tilraun að mynda slikan verzlunar- „hring“ í fyrra; 4) að þó hafi „allir kaup- menn grætt á saltfiskinum, sumir stórfje; 6.) að nú hafi „einokunar-hringnum11 tekist að fá banka hjer til að lofa, að láta engan, sem ekki er í samtökunum, fá peninga til fiskkaupa; 6.) að „hringurinn“ hafi gert samning við erlenda fiskkaupendur um að kaupa ekki fisk hjeðan nema gegnum „hring- iun“; 7.) að afleiðingin verði, að fiskverðinu muni haldið lægra hjer, en það yrði, ef samkeppnin væri frjáls11. — (Eftir þetta .,taut“ um „hringinn“, tekur J. Ó. „bæn sína af munni“ B. J. ráðh.: „Kaupmennirnir í ..hringnum“ eru allir heiðurBmenn, sæmdar- menn í hvívetna“). Og síðan spyr höf. : .. Hvaða ástæða er til að áfella þá ? . . . . Reyna ekki íslenzkir bændur að gera alveg það sama? .... Sláturfjelagíð t. d. ?“ Nú leyfist mjer væntanlega að athuga, hver líking er með „Sláturfjelaginu t. d.“ og þessum kaupmanna-„hring“, sem greinin ræðir um. (Hjer skiftir ekki máli, að til- veru hans er aigerlega mótmælt. Til glöggv- unar hefi jeg tölusett aðaiatriðin). Er þá Sláturfjolagið útlend verzlun(2), er kaupmenn fái auðgað sig á(4), á fram- leiðenda kostnað(7)? Hefir það gert samn- inga við banka um að láta eigi öðrum en þvi peninga í tje til að kaupa sláturfje fyrir(5.), eða við útlenda kaupendur slátur- fjárafurða um, að kaupa þær eigi hjeðan frá íslandi nema gegnum það(6.)? — Fjelagið hefir nú starfað 3 ár. Hefir það stofnað einokun bæði í Rvík og viðast um land með kaup og sölu á sláturfjárafurðum(L) ? Öllum þessum spurningum má afdrátlar- laust svara neitandi. Og hver er þá lík- ingin við fiskverzlunar-„hringinn“, eins og honum er lýst? Hún er hvergi og engin. Sláturfjelagið er sameignarfjelag (gagn- stætt kaupmennsku), myndað af bændum, framleiðendum vörunnar, til að láta verka hana undir sameiginlegri stjórn og með þeirri vöndun, að hún geti náð áliti hjá kaupendunura, og fgrir pað selst betur —, og til að geta verzlað með vörumar við neglendur, milliliðataust (án ihlutunar kaupmanna). Hið sama verð, sem fyrir vöruna fæst — að frádregnum óhjákvæmi- legum tilkostnaði — gengur til framleiðenda sjálfra. Þar komast „kaupmenn“ ekki að, til að „græða slórfje“ á sláturfjenaðinum — það sem fjelagsskapurinn nær. Ætti liking að geta átt sjer stað milli þessa fjelagsskapar og fjelagsverzlunar með saltfisk, yrðu fwk-framleiðendurnir, sjó- mennirnir, að mynda með sjer fjelag, láta verka fiskinn undir sameiginlegu eftirliti stjórn), svo vandlega sem unnt er ( — kosta sjálfir fiskimatsmennina(?), því ekki er Slátur- fjelagið upp á landssjóð komið í pvi efni —) og láta selja hann negtendunum milliliða- laust; koma hvergi nálægt kaupmönnum með þá verzlun. Þá fengju þeir beint í sinn vasa hinn sanna ágóða atvinnu sinnar, engin einokun „hjeldi verðinu niðri“ fyrir þeim, og engir einstakir mena „græddu stórfje“ á þeirra kostnað. Fiskkaupa-„hring“- myndun gæti þá ekki átt sjer stað. Að sameignarfjelag, eins og Sláturfjelagið hjer, geti myndað einokun, þótt vildi, nær engri átt. Sf. Sl. nær eigi yfir nema hluta landsins, og þótt það næði yfir allt land — sem seint verður —, þá er beimurinn stærri en ísland, og fleira ætt en slátur. Og engin verzlun græðir á því, að gera vörur sínar svo dýrar, að ekki verði keyptar. Kaup- endurnir ráða verðinu engu síður en selj- andinn. Mjer virðist þvi, hvcrnig sem á er litið, stofnun sameignar-verzlunar með eigin fram- leiðsluvörur svo þveröfug við kaupmanna- „hring“, sem mest má verða, og hlýtur ó kunnugleiki á fyrirkomulagi Sláturfjelagsins að valda því, að jafn skýr maður sem .1. Ó. lætur sjer verða, að taka slíkt dæmi. . En máske þetta verði til þess, að fiskimenn taki fjármenn sjer til fyrirmyndar í verzlunar- fjelagsskap með sínar cigin framleiðslu- vörur, og væri þá vel. Grh., 16. apríl 1910. Björn Bjarnarson. * * * Svar. Ritstj. »fíegkjavíkur« hefir sent mér framanskráða grein vinar míns hr. Bj. Bjarnarsonar til athugunar, ef ég vildi svara henni einhverju. Ég sé enga ástæðu til að svara henni miklu öðru, en að benda á það, að öll þessi grein hans byggir á því, að ég hafi sagt alt annað en ég hefi sagt. Rétt getur hann þess til. að livorki mundi ég saka hann eða nokkum mann fyrir það, að gera athugasemdir við það sem ég tala eða rita. Þvert á móti er mér það ánægja, að alvarleg mál só skynsamlega rökrædd, og sýni hr. B. B. eða einhver annar fram á, að ég álykti rangt eða fari með rangar staðhæfingar, þá er mér ánægja að því að vera leiðréttur. Af því að ég skrifa i þeím einum tilgangi að leiða Bannleik í ljós, þá kannast ég fúslega við það, ef einhver getur sýnt fram á með rökum, að mér hafi skjöpl- ast. Mér þykir engin læging í því að kann- ast við yfirsjón mína, ef mér verður sannað að mér hafi yfirsózt. Skyldi ég villast inn í eitthvert Dyrhólagat (og það getur öllum orðið), þá vil ég miklu fremur fá færi til að losna úr þvi aftur, en að sitja þar í eilífum gapastokki — eins og Dyrhólagats ritstjórinn, sællar minningar. En hitt liggur mér við að saka vin minn um, að hann hermir okki rétt orð mín, og setur þau í skakt, samband, svo að út lítur fyrir, eftir frásögn hans, að þau sé töluð í öðru sambandi, en þau stóðu. Hann segir ég tali um kaupmenn, sem sagt hafi verið um, að þeir væru að mynda „hring“ (o: einokunar-hring), til að lækka verð saltfisks hér, og hafi ég sagt: „Kaup- mennirnir í hringnum eru allir heiðursmenn“. „Og síðan spyr höf. (o: ég): Hver ástæða er til að áfella þá ? Reyna ekki íslenzkir bændur að gera alveg það sama? Slátur- félagið t. d.“ Ef orð min hefðu fallið þannig, þá væri átylla til þess sem hr. B. B. ber mér á brýn, að ég hafi dróttað að íslenzkum bændum, að þeir með sláturfélaginu helðu „myndað hring“ til að lœkka kjötverðið. En hvað sagði ég? Vitanlega alt annað. Eg sagði: Er ekki eðlilegt að hver skari eld að sinni köku ? — Regna ekki íslenzkir bœndur að gera alveg pað sama [nfl. skara eld að sinni kökuj með samtök- um, að svo miklu legti sem peir geta ? Slálurfélagið t. d. ? Öll samliking min á aðferð kaupmanna og Sláturfólagsins nær að eins til þessa eina: að hvorir tveggja reyni að „skara eld að sinni köku“, eða, eins og ég rétt á eftir kemst að orði: „reyni að hafa svo mikinn hag, sem þeir geta með löglegu og ráðvand- legu móti“ af viðskiftunum. Þetta held ég að bæði kaupmenn og hr. B. B. og öll stjórn Sláturfélagsins hljóti að samsinna með mér og veramér samdómaum. Hr. B. B. er svo vitur maður, þegar hann gætir sín, að hann hlýtur að sjá, að spurn- ingar lians cru út í hött, en hann hefir sjálfsagt lesið grein mína í of miklu fljótræði, og ekki gefið sér nægan tima til umhugs- unar, er hann ritaði. Hann spyr: Er Sláturfél. útlend verzlun [hefi ég sagt það?], Bom kaupmenn fái auðgað sig á [hefi ég sagt það?] á framleiðenda kostnað? Nei, ekki er ég svo einfaldur að ætla, að isl. bændur, framleiðendur sláturpenings, fari að stofna félag til að auðga aðra á sitln [framleiðendanna] kostnað. Hr. B. B. veit eins vel og ég, að „hringir“ til „einokunar11 þurfa ekki ætíð að myndast af kaupmönnum; hitt er miklu tíðara, og hefir venjulega betur hepnast, að framteið- endur mynda hring til einokunar — reyna að sameina alt framleiðslu-„framboð“ á eina hönd, svo að „eftirspurnin" eigi ekki nema í eitt hús að venda — reyna að drepa sam- kepni í viðskiftunum. Þetta er það sem sláturfélagið er að reyna að gera (eftir megni). Slíkir hringir eruætlaðir framleiðendun- um til hagsmuna, og purfa ekki ávall að vera neytendum eða kaupendum til óhags. Ég skal nefna til dæmis stálhringinn amer- iska; hann hefir aflað eigeudunum (fram- leiðendunum) stórgróða, svo að hundruðum milíóna nemur. En hanu hefir jafnframt gagnað notendum (kaupendum) stálsins. Því að stálið er, fgrir stofnun hringsins einmitt, orðið ódýrara miklu en áður. Með því að koma mörgum fólögum, er áttu mavgar verksmiðjur, í eina sameign og undir eina stjórn, hefir sparast svo mikill óþarfur framleiðslukostnaður og sölukosn- aður, að stálvörurnar gefa nú framleiðend- um meiri arð, þótt verðið sé lækkað. En þetta á sér, því miður, ekki stað ui» alla einokunar-hringi — meðal annars ekki um sláturfélagið. Hvort bændurnir hafi grætt á þvi, og þá hve mikið, er mér ó- kunnugt. En hitt veit ég, að gagnvart oss löndum sínum er það einokunarhringur — eflir megni. Það getur ekki einokað útlenda markaðinn. Þar eru of margir frambjóðendur. En það hefir getað að talsverðu leyti einokað Reykjavíkur-marlcaðinn, og hefir gert það — eflir megni. Hr. B. B. segir að það „nái engri átt“, að sláturfél. geti myndað oinokun hér, þótt það vildi, af þvi að það nái ekki yfir alt land. En „reynslan er sannleikur11 sagði Jón Repp, og raunin hefir hér orðið sú, að fólagið hefir getað einokað kjötverðið hér mikið. Saltkjöt geta menn auðvitað pantað sér enn úr öðrum landsfjórðungum. Það getur samt farið svo, cf sláturfólög um alt land mynda einn hring, að þá megi líka koma einokun á saltkjöt. En á nýju kjöti hefir félagið nú pegar nær algerða einokun. „Engin verzlun græðir á því, að gera vörur sínar svo dýrar, að ekki verði kegpt- ar«, segir hr. B. B. — Satt er það, og sé um óþarfa aðrf ræða, neita menn sér urn

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.