Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 23.04.1910, Blaðsíða 3

Reykjavík - 23.04.1910, Blaðsíða 3
REYKJAVlK 67 Heídið Ewrðlíni og húslíni yðar jaínan hvitu seni snjó með því að nota ávaiií Sunlight sápu. Lciibelnlngír vlAvikJandi notkun sdpunnar fylgja hverrl sApustðng. hann, ef verðið gerist alt of hátt. En se um naudsyniavöru að ræða, sem menn ekki eða ekki nema með miklum óhœg- indum geta án verið, þá má með einokun sprengja verð hennar býsna hátt upp, áður en mcnn hætta að kaupa. Höf. segii’ „fleira ætt en siátur“, og er það satt. En dvrt má kjöt verða áður en menn alveg hætta að éta það. „Kaupendumir ráða verðinu engu síður en seijendurnir" segir hr. B. B. Þetta er fráleitlega rangt, sem almonn setning. Ef frjáls samkeppin (fult frelsi í viðskift- um) á sér stað, þá ræður hvorki neinn einstakur kaupandi né neinn einstakur seljandi verðinu. Það eina, sem ræður verði hlutanna þá, er hlutfallið milli framboðs og eftirspurnar — það og ekkert annað. Og að því er nauðsynjavörur (matvörur) snertir, þá standa framieiðendurnir oftast betur að vígi en neytendurnir (ltaupend- urnir). Ég hafði ekki í grein minni inni fyrri gefið hr. B. B. neitt tilefni til að taka upp þykkju fyrir sláturfélagið. Hafði í lienni ekki annað um það sagt, en það sem hann hlýtur satt að játa, jafn hygginn sláturfé- iagsmaður, að félagið reyni að skara eld að sinni köku, som eðlilegt er. Nú hefir hann knúið mig til að nefna einokun þess, og má hann okki saka mig um það. Ég hefi ekki enn lagt því þá einokun til lasts, að eins nefnt hhitinn sinu rétta nafni. Þvi að allar tilraunir til að takmarka framboð varnings með samtökum, er til- raun lil einokunar — í stærri eða smærri stil, eftir atvikum. Ég hefi ekki enn með einu orði vikið að þvi, hvort einokun félagsins hafi verið þess eðlis, að hún sé ámselisverð eða ekki, eða ósanngjörn, svo að ástæða sé til að reyna að reisa skorður við henni cða jafnvel brjóta hana á bak aftur. Ekki heldur hefi ég um það rætt, hvort hún hafi að einhverju leyti gert eitthvert gagn. En sé honum áhugamál að ræða það mál, skal ég ekki undan þvi skorast — auðvitað í öllu bróðerni og vinsemd. Jón Olafsson, alþm. Hvað er að frjetta? Lausar sýslanir, sem ráðherra veitir. Póstafgreiðslumannssýslanin í Stykk- ishólmi. TJmsóknarfrestur til 25. mai. Árs- laun 700 kr. \ Sýslanin sem umboðsmaður í Múlasýslu- umhoði. Umsóknarfrestur til 15. maí. Sýslanin sem umboðsmaður í Arnarstapa- Skógarstrandar- og Hallbjarnareyrar-umboði. Umsóknarfrestur til 15. mai. Þeir, sem fá sýslanir þessar, verða að setja veð, sem stjórnarráðið tiltekur. l»rlOJi kennari við gagnfræðaskól- ann á Akureyri var 22. f. m. skipaður sira Jónas Jónasson frá Hrafnagili. ArnarorOunnl rauOu hefir þýzka- landskeisari nýskeð sæmt þá Ketil Ketilsson i Kotvogi, Ólaf Ketilsson á Kalmanstjörn og Jón skólastjóra Jónsson í Kirkjuvogi, fyrir björgun og aðhjúkrun þýzkra skip- brotsmapna. Gufubáturinn Hrölfur frá Seyð- isfirði fórst 30. f. m. undan Selvogi. Vará leið til Reykjavikur. Enskur botnvörpung- ur bjavgaði skipverjum, 14 alls, og flutti þá til Vestmanneyja. Dáin er á ísafirði 4. þ. m. frújóhanna Jóhannsdóttir, kona Torfa bæjarfógetafulltr. Magnússonar, en móðir Magnúsar bæjarfó- geta á ísafirði, síra Richards bankaþjóns og þeirra systkina. Hún var um sjötugt. Hafisfregnir þær, sem hingað bár- ust að norðan i vilcunni sem leið, reyndust sem betur fór ósannar. Hafís hefir ekki sjezt enn, nema einhver hroði 2—3 mílur undan Horni. FjárkláOa hefir orðið vart á Grróu- | stöðum við Grilsfjörð í Barðastrandarsýslu, og sömuleiðis í Litladal í Eyjafirði. Dáin er 31. f. m. að Tungu í Skutuls- ] firði ekkjau Eleonora Kr. Pjetursdóttir, 78 ára, ekkja Odds sál. Tyrfingssonar, er lengi bjó á Hafrafelli i Skutulsfirði. Börn þeirra hjóna voru þau (fuðmunduv sál. á Hafra- I felli, Ranuveig, kona Rósmundar Pálssonar j í Tungu, Pjetur, kaupmaður í Bolungavík | og Oddur, formaður sama staðar. Bátstapf. Bátur með 3 mönnum fórst | í Bolungavík á sumardaginn fyrsta (21. þ. m.). Tveir mótorbátar voru og ókomnir í gær, og voru menn hálfhræddir um þá. — Ofsarok hafði verið. AflabrögO góð við ísafjarðardjúp ut- ] anvert fyrri hluta þessara viku, og var orð- in þörf á þvi, því að fiskilaust hefir þar verið í allan vetur. frá !ðnium i IjSJn. A alm. fuxidi stúdenla í Höfn var það borið undir atkvæði með nafna- kalli, hvort nokkur þeirra væri sam- dóma eða vildi réttlæta bankamáls- framkomu ráðherrans; og svöruðu allir neitandi, að oss er tjáð — jafnvel Jón frá Kallaðarnesi. Sonur Skúla Thoroddsens var til- lögumaðui’. Reykjavíkurfrjettir. Bang vollf ngakvöld. Samsæti hjeldu nokkrir Rangvellingar á Hótel ís- land á fyrsta sumardag, og tóku þátt í því um 60 manns, karlar og konur. Fyrir heiðursgest, völdu þeir sér ekkjufrú Ingunni Johnson frá Yelli. Jón Þórðarson kaupm. bauð gestina vel- komna, þá var kvæði sungið sem ort hafði Jón Þórðarson úi' Fljótshlíð. Þá talaði Þorsteinn Erlingsson skáld um Rangárvalla- sýslu, menningu hennar fyr og nú. Jón Þórðarson svaraði þvi fáum orðum, ogbenti á önnur hjeruð til samanburðar. I’á talaði síra Olafur Ólafsson, frikirkjuprestur, fyrir heiðursgestinum, og svaraði hún með nokkr- um vel völdum orðum. ]Því næst talaði sira Olafur um breytingar þær, sem orðið hafi á búnaði í Rangárvallasýslu á síðast- liðnum aldarfjórðung. Þá talaði Þorsteinn Erlingsson, og beindi orðum sínum til sessu- nauts síns, Árna Gríslasonar leturgrafara, sem svaraði því aftur. Eftir að staðið var upp frá horðum fluttu gestirnir síg yfir i hinn stóra sal á Hótel- mu, og yoru þar leikin ýms lög á meðan kaffi var drukkið. Það er liklegt að þessi samkoma Rang- vellinga hjer í bæ verði til þess, að þeir í næsta skifti fjölmenni enn þá betur, því að marga vantaði, som af ýmsum ástæðum ekki gátu verið með i þetta sinn, þar á moðal Sighvat Árnason fyrverandi alþingismann, sem er veikur, en sendi samsætinu skriflega heillaósk sína. Einn af vidstbddutn. Próf. 1J, M. ölsen, dr. phil, er kosinn fjelagi kgl. danska visindafjelagsins. Mislingar. Einn af farþegum með „Yestu“ 20. þ. m., Ásgeir Finnbogason (bróðir Guðmundar mag.), gullnemi frá Ameríku, var sjúkur, og álita læknar að hann hefði mislinga. Hann var þegar flutt- ur f sóttvarnarhúsið. Jónas Guðlaugsson skáld, áður ritst.jóri „Roykjavíkur11, fór með konu sina alfarinn til Norogs 19. þ. ni. Aldrei jafn ödýrt. Nýkomið Alföt (Jakki, buxur og vesti) á Ungiínga 6—14 ára. Verð 8,50—13,50. Karlmannsföt 15,00—36,00. Peysur Mærföt karla og kvenna. Regnkápup og mjög margt íleira. i Aiisturstræti 1. Ásg. G. Gunn/augsson. Binhlejjnr járnsmiður \ •) getur fengið ársatvinnu á Vesturlandi. Tilboð, merkt ^ » J á r n s m i ð u r « lok Aprílmánaðar. sendist afgreiðsln blaðsins fvrir o J ELJAN fer frá Bergen til íslands á moi’gun, 24. apríl. $ PROSPERO fer frá Christiania 27. apríl. Kemur sunnan um land. Verður í Reykja- vík 7. maí. Fer hjeðan norður um land 9. maí. Afgreiðslan: Timbur- og Kolaverzlunin Reykjavík. Veturinn kvaddi á miðvikudaginn með útsy.unings-jeljagangi. Hann var ein- hver mesti snjóa- og stormavetur, sem menn muna. * ,,Gott undii’ bú“ segir gamlafólkið að eigi að verða í sumar. A fimmtudags- nóttina var 5 stiga frost, svo að það er enginn efi á því, að vetur og sumar hafa „frosið saman“. Seldar fasteignir. — Þingl. 31. f. m. Sveinn Jónsson trjesmiður (Bókhlöðust.10) selur þeim Brynjólfi Björnssyni tanniækni, Lárusi G. Lúðvíkssyni skósmið, Pjetri Þ. J. Gunnarssyni hótelstjóra, og Steingrimi Guð- mundssyni trjesmið 2546 ferálna lóð norðan af Holtsstaðabletti, með Lanfásvegi og Bergstaðastræti. Dags. 20 marz. Guðmundur Gamalíelsson bókbindari selur Magnúsi alþm. Blöndahl húseign nr. 8 við Lindargötu með tilh. lóð fyrir 8500 kr. Dags. 4. marz. Jóhann Jóhannesson kaupm. selurKristjáni konsúlÞorgrímssyni húseign nr. 38 við Lauga- veg með tilh. lóð og geymsluhúsi fyrir 19000 kr. Dags. 28. febr. Kristófer Sigurðsson járnsmiður selur Jó- haunesi trjesmið Lárussyni nál. 44 ferálna lóð við Skólavörðustíg 4 C. Dags. 10. marz. Jón málari Bjarnason, selur Jóhanni Jóhannessyni kaupm. byggingarlóð við Skóla- vörðustíg, 300 feráinir, fyrir 600 kr. Dags. 20. marz. Þingl. 7. þ. m. Sveinn G. Gíslason Hverfisgötu 36 selur Sigurði og Þorsteini Ásbjörnssonum húseign nr. 9 við Klapparstíg með tilh. lóð. Dags. 23. febr. Sigurður Jónsson og Halldór Gíslason selja Birni Gíslasyni útgerðarmanni húseign nr. 5 við Spítalastíg með tiiheyrandi fyrir 8500 kr. Dags. 16. marz. Björn Gíslason útgerðarmaður selur síra Lárusi Benediktssyni uppgjafapresti húseign nr. 5 við Spítalastíg með tilh. fyrir 6770 kr. Dags. 2. april. Ólafur Þórðarson Laugaveg 35 selur kaup- konu Karólínu Sigurðardóttir í Bjarnaborg hálfa húseign nr. 35 við Laugaveg með tilh. fyrir 2900 kr. Dags. 22. marz. Karitas Jónsdóttir ekkja selur Hirti trjesmið Hjartarsyni bæinn Vik, Lindargötu 21, með tilh. fyrir 2,200 kr. Dags. 19. marz. Sig'uröur Sigurösson, alþingismaður Árnesinga, er með aukaþingi. í lok sýslufundarins fyrri Laugar- dag, á Eyrarbakka, flutti Sigurður alþingismaður Sigurðsson ræðu um stjórnarástandið hér í iandi. Tjáði hann sig hlyntan aukaþingi, og vildi vera með að bindast, fyrir það, ef „meiri hluti kjósenda" skoi’aði á sig. Að gefnu tilefni frá einum fundar- manni, sem vakti athygli á*örðugleik samgangna um þetta ieyti, lýsti þing- maðurinn yfir, að hann léti sór nægja að fá allalmennar áskoranir, þótt ekki yrði frá meiri hlut allra kjósenda. [Þetta er símað mér að austan orðrétt svona, með samþykki hr. alþm. Sig. Sig. J. Ol.] £eikfjelag Reykjaviknr. íipiDiaiyeitii Sunnndag: £4. Apríl i IðnaðarmannaMsinn. £eikurinn byrjar ki. 8%. Tekið á nióti pöntunum í afgr. Í8afoldar. Málverkasýnlngin í Templara- húsinu í síðasta skifti á morgun (sunnudag) kl. 12—4. €ggert Claessen, ytirréttarmAlaflntningsmaðnr. Pósthnsstr. 17. Talsími 10. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—6.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.