Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 30.04.1910, Blaðsíða 1

Reykjavík - 30.04.1910, Blaðsíða 1
javtft. XI., 19 Utbreiddasta blað landsina. Uppiafl 2,800. Laugardag1 30. Apríl 1910 ÁBkrifendnr í b æ n n m yfir IOOO. XI., 19 BaðhÚ8Íð virka daga 8—8. Biskupsskrifstofa 9—2. Borgarstjóraskrifstofa 10—3. Bókasafn Alp.lestrarfél. Pósthvisstr. 14, 5—8,§ Bréfburður um bæinn 9 og 4. Búnaðarfélagið 12—2. Bæjarfógetaskrifstofa 9—2 og 4—7. Bæjargjaldkeraskrifstofa 11—3 og 5—7. Bæjarsíminn v.d. 8—10, sunnud. 8—7. Forngripasafnið sd., þrd. fimtud. kl. 12—2. Islandsbanki 10—2'h og 5‘/e—-7. Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. 7-8 e.m. Landakotsspitalinn 10*/s—12 og 4—5. tandsbankinn lOVa—21/*. Landsbókasafnið 12—8 og 5—8. Landskjalasafnið á þrd., fmd. og ld. 12—1. Landsjóðsgj.k. 10-2, 6-6, þrjá 1. d. í m. 10-2, 6-7. Landssiminn v.d. 8—9, sunnud. 8—11 og4—6. Læknaskólinn ók. lækning þrd. og fsd. 12—1. Náttúrugripasafnið sunnud. VU—21/?. Pósthúsið 8—2 og 4—7. Stjórnarráðið 10—4. Söfnunarsjóður 1. md. í mán. kl. 5. Tannlækning ók. í P.str. 14, 1. og 3. md. 11—12. „REYKJAYÍK* ; Árgangurinn kostar innanlands 3 kr.; erlendis kr. 3,f>0 — 4 sh. — 1 doll. Borgist fyrir 1. júli. Auglýsingar innlendar: á 1. bls. kr. 1,50; 3. og 4. bls. kr. 1,25. — Úll. augl. 33m/s°/° hærra— Afsláttur aö mun, ef mikið cr auglýst. fiitstj. og ábyrgðarm. Stefán RunólíHson, Pingholtsstr. 3. Talsími 18S. $grei8sía ,Reykjavikur‘ er í Skóiastræti 3 (beint á móti verkfræðing Knud Zimsen). Afgreiðsla blaðsins er opin frá kl. í) árd. til kl. 8 síðd. — Talsimi 199. Ritstjóri er til viðtals virka daga kl. 12—1. — PinfflioMsstr. 3. iöghiýini ráiherrans. ísafold segir sjálfsagt að „hlýða vita- skuld dóminum viðstöðulaust, eins og fógeta-úrskurðinum áður, sem lands- yfirréttur hefir staðfest og lýtur að því einu, að gœdustjóri, sá er í mál fór út af frávikningunni (Kr. J.) megi koma í bankann og skoða þar bækur *>g skjöl eftir vild sinni. íað er alt og sumt!“ Þessi eru orð ráðherrablaðsins. Þau segja: að með fógeta-úrskurð- inum og dóminum sé „gæzlustjóra" {hún nefnir hann þó svo!) að eins heimilað að „koma í bankann og skoða þar bækur og skjöl eftir vilk sinni“. Hvað segir nú fógetaúrskurðurinn? og hvað segir yfirdómurinn? Fógeti segir i úrskurði sínum, að gerðarbeiðandinn (Kr. J.) „verði að teljast löglegnr gæzlastjóri Lands- b»nkans“, og þyí verði að taka til greina kröfu hans (um að fá aðgang til að rækja starf sitt). Yfirdómurinn segir: „Landsstjórn- ina brast heimild til frávikningar stefnda frá gcezlustjórastarfinu fyrir fúlt og alt“. „ Verður stjórnarráðstöf- línin 22. Nóv. f. á. . . . eigi álitin lögum samkvœm, og gat hún því eigi svift stefnda rétti hans sem gæzln- stjóra“. Þetta eru hjá báðum skýr orð : Kr. J. er löglegur gæzlustjöri Lands- bankans. Af feirri ástæðu, og henni einni, veitir úrskurðurinn honum aðgang til að rækja starf sitt, og þann úrskurð staðfestir yfirdómur. Það hefði líka verið algerlega ólög- legt að veita óviðkomandi manni að- t tíjörnstjerne Björnson skáldmæringur Norðnrlanda andaðist í París kl. 9 á þriðjudagskvöldiÖ, 26. þ. m., segir símskeyti til „Reykjavíkur" á miðvikuaagsmorguninn. Hann varð hættulega veikur síðastl. haust, og ljet þá flytja sig til Parísar, í þeirri von, að læknum þar myndi takast að lækna sig. Fyrri hluta vetrar var hann hvað eftir annað talinn af, en í miðjum febrúar fór honum smám saman að skána, og í marzmán- uði var hann orðinn svo hress, að hann var farinn að klæðast, og jafnvel að hugsa um að taka aftur til ritstarfa sinna. Og síðustu fregnir á undan skeyti þessu sögðu, að hann væri að hugsa um að fiytja sig norður á bóginn með vorinu, þó ekki heim til Noregs, heldur til Danmerkur, því að þar ætlaði hann að dvelja í sumar. En nú kemur andlátsfregn hans eins og þruma úr heiðskíru lofti. Kona Björnson fór með honum til Parísar og hefir verið þar hjá honum í vetur, og börn þeirra voru þar og framan af vetrinum. Björnson var á 78. ári, er hann Ijezt. Hann var fæddur 8. desbr. 1882 í Kvikne í Austurdal i Noregi, sonur sóknarprestsins þar. Hann byrjaði snemma á ritstörfum. Árið 1857 var fyrsta leikrit hans, „Milli bardaganna“, leikið í Kristjaníu-leikhúsinu. Hann var þá nýskeð orðinn stúdent. Og eftir það rak hvert skáldverkið annað, sjónleikar, smásögur og kvæði. Yoru þeir Ibsen og hann taldir langfremstu skáld Norðurlanda um sína daga. Hjer er ekki rúm til þess, að lýsa skáldritum Björnsons, eða áhrifum þeirra. En ritstörfum hjelt hann áfram svo að segja til síðustu stundar. • Hann hafði og lifandi áhuga á þjóðmálum föðurlands síns, sem og á ýmsum helztu mann- fjelagsmálefnum, og Ijet þau oft til sín taka. Plann var hugsjónamaður mikill og ræðuskörungur, og hafði einkar- gott lag á því, að hrífa hugi áheyrenda sinna. — Norðmenn sækja lík hans á herskipi til Frakklands. gang að öllum skjölum og munum bankans. Að eins stjórnendur og starfsmenn bankans geta haft þennan aðgang, og meira að segja að eins stjórnendurnir ótakmarkaðan aðgang. En heflr þá fógetaúrskurðinum verið hlýttí Nei og nei, og aftur nei! Honum hefir verið óhlýðnast og það svo greini- lega, að síðan 22. Nóv. f. á. til þessa dags hafa verið tveir ólöglegir „gæzlustjórar" við bankann. Hvergi í nokkrum lögum er heimilað, að gæzlustjórar sé fleiri en tveir. En ina tvo lögUgu gæzlustjóra, sem Alþingi hefir kosið, neitar ráðherra og bankastjórn að viðurkenna. En jafnframt skipar ráðherra í heim- ildarleysi allra laga tvo „gæzlustjóra® auk inna löglegu, þingkosnu; og án allrar lagaheimildar — og þvert ofan í reglugerð bankans — hleypir hann óviðkomandi mönnum að því, að nasa í öllum skjölum bankans. Þetta er að brjóta lög, on ekki halda þau. Þetta er að óhlýðnast löglegum úr- skurði og dómi. Þetta er að traðka dómsvaldi lands- ins og ræna Alþingi rétti þess. Það er þetta, sem gerir nauðsyn- iegt, að Alþingi komi saman og taki í taumana. Eini mismunurinn á milli fógetans og yfirdómsins (auk þess að ástæður yfirdómsins eðlilega eru enn rækilegri og fjölorðari) er sá, að fógetinn telur frávikning gæzlustjóranna ólöglega frá Nýjári, frá því að nýju bankalögin komu í gildi — gengur að því vfsu, að frávikningin 22. Nóv. hafi átt að vera um stundar sakir að eins. En yfirdómurinn tekur fram, að ekk- ert sé i frávikningarskjalinu, er tákni LÁRUS FJELDSTED, yflrréttarmálallatiiingsmaðnr Lækjargata 3. Heima kl. 11—12 og 4—5. frávikning um stundarsakir. Frávikn- ingin 22. Nóv. hafi verið frávikning að fullu og öllu þ. e. afsetning; en til hennar hafi ráðherra enga heimild haft eftir lögunum; ekki heimild til að afsetja framkvæmdarstjórann heldur. Þeim mátti öllum víkja frá „um stund- arsakir “' samkv. lögunum frá 1885, og framkvæmdarstjóra mátti seg,ja upp með missiris fyrirvara. En til að setja þá af brast ráðherra alla heimild. En sjálfur hefir ráðherra játað und- ir rekstri málsins (látið málflytjanda sinn játa), að frávikningin hafi verið fullnaðar-afsetning. Játað hefir hann og í málsskjölun- um, að fógetaúrskurðurinn úrskurðaði Kr. J. löglegan gœzlustjóra. Svo að hann veit vel, að hann er að óhlýðnast úrskurði dómstólanna, er hann neitar að viðurkenna Kr. J. gæzlustjóra. Áfrýjendur fógetaúrskurðarins vóru tveir aðilar: ráðherra íslands og banka- stjórarnir. Það eina. sem ég skil ekki í dómi yfirdómsins, er það, að hann dæmir að eins annan áfrýjandann (Landsbank- ann) til að greiða málskostnað. Hví hlífði hann ráðgjafanum? Hví dæmdi hann ekki landssjóð til að greiða hálf- an kostnaðinn ? Jón Olafsson alþm. „3pyr sá sem ekki veit“. n. Þó að enn hafi ekki tekist að fá noitt svar frá ráðherra upp á mínar einföldu spurningar í síðasta bl. „Rvk“, Nlarkús Porsteinsson Frakkastíg 9 — Reykjavik selur hljómfögur, vönduð og ódgr Orgel-Harmonia.------- dirfist ég samt að bera enn fram nýja spurningu — í trausti til alkunnrar ljúfmensku og lítillætis ráðherrans, sem ég veit, að ekki muni telja eftir sér að svara stutt og ótvírætt og skarp- lega, þó að mjúklega sé spurt. Það vita allir, að landssjóður getur ekki keypt fasteignir né aðrar eignir — eða réttara sagt: ráðherrann getur ekki keypt þær handa landssjóði —, nema Alþingi hafi gefið til þess laga- heimild og veitt til þess fé. Nú hefi ég kvisað það, að ráðherra hafi keypt landssjóði til handa hús- skrokk vestur í Ólafsvík, keypt hann af fyrverandi verzlunarstjóra og þjóð- jarða-umboðsmanni Einari Markússyni. Er þetta satt ? Hefir ráðherra látið landssjóð kaupa hús af hr. E. M. þar vestur í Ólafsvík? Og ef svo er, hvar hefir þá ráðherr- ann lagaheimild fyrir slíkum húsa- kaupum eða neinu þvílíku fasteigna- bralli ? Og af hvaða lið fjárlaganna er borgun ávísað fyrir húsið? Eg spyr ekkert um það — fer ekkert út í það hér —, hvort slíkt kaup sé af nokkru viti gert, fjárhagslega skoðað, — hvort nokkur líklegur markaður muni vera fyrir húseignir í Ólafsvík. Um það gæti að eins verið að ræða, ef Alþingi — löggjafarvald og fjár- stjórnarvald landsins — hefði afráðið eða væri að hugsa um, að fara að láta landssjóð takast fasteignaverzlun á hendur. En ekkert slikt á sér hér stað. Hér er að eins að ræða um heimild ráðherra til að bendla landssjóð við slíkt brall.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.