Reykjavík - 30.04.1910, Page 2
70
REYKJAVÍK
Ekki getur það komið þessu máli
neitt við, þó að hr. E. M. væri um-
boðsmaður þjóðjarða, og þó að hann
kynni að hafa reynst óskilvís umboðs-
maður. Því að hefði einhver vanskil
verið hjá lionum — sem ég fullyrði
ekkert um, til eða frá —þá voru
vitanlega nægar tryggingar settar lands-
sjóði fyrir því fé, þinglesið veð í jörð-
um, í alia staði útgengilegum, og það
veð því trygt.
Allir vita, að hr. E. M. var umboðs-
maður yfir landssjóðsjörðum. En al-
mæli er það, að hann væri líka um-
boðsmaður hr. Björns Jónssonar yfir
sannfæring og atkvæðum sumra kjós-
enda í Snæfellsnessýslu. Og auðvitað
hefði það getað valdið einhverjum van-
höldum á atkvæðum ráðherra-flokksins
þar í sýslu við næstu kosningar, ef
stjórnin hefði gengið að þeim kjósend-
um, er léð höfðu hr. E. M. jarðír að
veði, og tekið þær af þeim upp í um-
boðsskuld, eða neytt þá til að borga
skuld hr. E. M.
En ekki getur slíkt tillit til flokks-
hagsmuna eða óhagsmuna gefið ráð-
herra neina heimild til að láta lands-
sjóð fara að kaupa óútgengilegan hús-
skrokk 1 afskektu sveitakauptúni af
ráðherrans pólitiska umboðsmanni, til
þess að seljandinn geti með pening-
unum, sem hann fær fyrir hússkrokk-
inn, borgað landssjóði skuld þjóðjarða-
úmboðsmannsins.
Slíkt má enginn láta sér detta í hug,
því síður um munn fara.
En hvernig stendur þá á þessu
húsakaups-bralli ?
Og hvar er heimildin til þess ?
8pyr sá sem ekki veit.
Jón Ólafsson, alþm.
£anðsyjirrjettarðómur
i bankamálinu.
Fógetaúrskurðurinn staðfestur.
Afsetning bankaetjórnarinnar 22. nóv.
dæmd ólögleg.
Eins og áður hefir verið minst á,
áfrýjaði ráðherra, og Landsbankastjórn-
in fógetaúrskurðinum frá 4. jan. síð-
astl., ©r veitti háyfirdómara Kr. Jóns-
syni aðgang að bankanum, bókum
hans og skjölum, sem „löglegum gæzlu-
stjóra Landsbankans".
Landsyfirrjettardómur i máli þessu
var kveðinn upp 25. þ. m.
í stað háyfirdómara, sem hjer var
málsaðiti, hafði ráðherra skipað í lands-
yfirrjettinn Magnús Jónsson, sýslum.
og bæjarfógeta í Hafnarfirði.
Enginn ágreiningur átti sjer stað
milli dómaranna.
Hjer birtist dómurinn með ástæð-
um öllum:
»A alþingi 1905 var stefndi kosinn af
efri deild gæslustjóri Landsbankans um
4 ár frá 1. Júlí 1906, og á alþingi 1909
var hann aftur kosinn af sömu þing-
deild gæslustjóri bankans næstu 4 ár
frá 1. Júlf 1910. En 22. Nóv. vék lands-
stjórnin öilum forstjórum bankans, þar
á rneðal stefnda, frá störfum þeirra við
bankann, og setti aðra menn f þeirra
stað. Var þessi ráðstöfun bygð á 20.
gr. í lögum. nr. 14 18. Sept. 1885 um
stofnun landsbanka; en með því þetta
lagaákvæði var numið úr gildi með lög-
um nr. 12 9. Júlf 1909 um breyting á fyr-
nefndum lögum, er komu f gildi 1. Jan.
þ. á., áleit stefndi að sér, þrátt fyrir
téða stjórnarráðstöfun, bæri rjettur og
skylda til samkvæmt kosningu alþingis
og nýnefndum lögum nr. 12. 1909, að
taka aftur við gæslustjórastörfum í Lands-
bankanum við byrjun þ. á., og félst
fógetinn á þá skoðun hans í hinum á-
frýaða úrskurði.
Fyrir kröfu áírýendanna um að mál-
inu verði vísað frá fógetaréttinum, eru
tilfærðar þær ástæður, að lagaákvæði
þau, sem heimila beinar fógetagerðir,
nái eigi til kröfu stefnda, og f annan
stað, að stjórnarráðstöfun, eins og frá-
vikning stefnda frá gæslustjórastarfinu,
verði ekki ónýtt eða stöðvuð með fó-
getagerð án undanfarins dóms, en það
beri undir hina reglulegu dómstóla, sem
fógetaréttir verði ekki taldir til, að skera
úr því, hvort landstjórnin hafi með téðri
ráðstöfun farið lengra en vald hennar
nær; fógetinn hafi þvf með úrskurðinum
seilst inn á valdsvið dómstólanna og
orðið brotlegur gegn 43. gr. stjórnar-
skrárinnar, enda mundu hendur vald-
stjórnarinnar verða óhæfilega bundnar
til framkvæmda, ef þeim yrði fyrirstaða
veitt með beinum fógetagjörðum.
Þetta, sem nú hefur verið tilfært,
getur þó ekki heimilað frávísunarkröf-
una. Það verður að fallast á það álit
fógetans, að krafa stefnda sé þess eðlis,
að hann hafi átt rétt á að leita aðstoð-
ar fógetans, til að fá henni viðstöðu-
laust fullnægt, svo framarlega sem hon-
um tækist, að sýna fram á það fyrir
réttinum, að krafan ætti við rök að
styðjast, og f þessu efni breytir það
engu, hvort heldur það eru stjórnmála-
ráðstafanir eða aðrar tálmanir, sem
banna gjörðarbeiðanda að neyta réttar
sfns. Þá er það eigi heldur rétt skoð-
að, að fyrirtekt þessa máls fyrir fógeta-
réttinum og úrlausn þess þar fari í
bága við 43. gr. stjórnarskrárinnar. Það
leikur enginn vafi á því, að fógetavaldið
er, eftir íslenskum lögum, einn þáttur
dómsvaldsins, en dómsvaldið er samkv.
1. gr. stjórnarskrárinnar hjá dómendum.
Orðið »dómendur« í 43. gr. ber þvl að
sjálfsögðu að skilja svo, að þar til telj-
ist allir liðir dómsvaldsins, og orðið
»dómur« í sömu gr. svo, að það eigi
við alla réttarúrskurði.
Frávísunarkrafan verður því ekki tek-
in til greina.
Til vara er þess krafist, að úrskurður-
inn verði ónýttur og málinu vísað heim,
til nýrrar og betri meðferðar og úr-
skurðarálagningar, fyrir þær sakir, að
fógetinn hafi ekki fært greinilegar og
glöggar ástæður fyrir úrskurðinum, eins
og lögboðið er, að hann hafi innfært
úrskurðinn í dómabókina og kveðið
hann upp áður en málfærslan hófst fyrir
fógetaréttinum, og því aðeins farið eftir
málsástæðum annars málsaðila, stefnda,
en ekkert tillit tekið til röksemda og
málsútlistunar áfrýenda.
Að því er til þess kemur, að úrskurð-
urinn sé eigi svo rækilega rökstuddur,
sem lög mæla fyrir, verður sú aðfinsla
eigi talin réttmæt, en það verður að
álfta, að forsendur úrskurðarins séu svo
skýrar og ýtarlegar, að þær f þessu til-
liti fullnægi því, sem krafist verður sam-
kvæmt D. L. 1—5—13. Hinsvegar er
það viðurkent, að meginhluti úrskurðar-
ins hafi verið innfærður í dómabókina
áður en fógetagjörðin hófst. Þessi að-
ferð til að létta undir samningu úr-
skurðarins í fógetaréttinum, sem fóget-
inn hefur þótst geta notað við þetta
tækifæri, verður eigi talin á neinn hátt
ólögleg, svo að fyrir þá sök beri að 6-
nýta úrskurðinn, því að það er ekki
rétt á litið eða rétt hermt, sem haldið
er fram af hálfu áfrýendanna, að úr-
skurðurinn hafi verið upp kveðinn, þ. e.
lesinn upp í réttinum, um leið og hann
var innfærður í dómabókina. Fógeta-
gerðin ber það með sér, að fógetinn
gekk eigi til fulls frá úrskurðinum og
las hann ekki upp fyr en sðkn og vörn
aðila var lokið og þeir höfðu lagt málið
undir úrskurð réttarins. Fógetinn gat
því tekið tillit til alls þess, er fram
kom, og breytt, bætt við eða ónýtt með
öllu það, sem innfært var í dómabók-
ina, að svo miklu leyti, sem honum
þótti málfærslan gefa tilefni til þess, og
það verður að telja vafalaust, að hann
hefði gert það enn frekara, ef það, sem
fram kom fyrir réttinum, hefði breytt
skoðun hans á málinu.
Þá er það enn varakrafa af hálfu á-
frýendanna, að úrskurðurinn verði ó-
nýttur og algerlega úr gildi feldur,
sökum þess að hann sé rangur og ó-
löglegur að efninu til. Er þvf f þessu
efni haldið fram, að þar sem gjört sé
ráð fyrir því í úrskurðinum, og hann
bygður á því, að stefndi hafi þá enn
verið gæslustjóri Landsbankans, þá sé
þetta lögleysa, með þvf að stefnda hafi
verið vikið frá gæslustjórastarfinu til
fullnaðar með stjórnarráðstöfuninni 22.
Nóv. f. á., og heimild fyrir þessari frá-
vikningu sé í 20. gr. bankalaganna
1885 ; það sjáist af þessari grein, saman-
borinni við 4. gr. í auglýsingu um verk-
svið landshöfðingja 22. Febrúar 1875,
ákvæðið f bankalögunum sé ekki annað
en upptekning hinnar almennu reglu í
auglýsingunni um vald landshöfðingja
til að vfkja frá um stundarsakir öllum
embættismönnum á íslandi, en öllum
hinum sömu embættismönnura og starfs-
mönnum, að fráskildum nokkrum dóm-
urum, hafi ráðherrann, sem ber alla á-
byrgð á stjórnarathöfninni, vald til að
víkja frá til fullnaðar, og séu gæslu-
stjórar Landsbankans einnig háðir þeirri
meginreglu. Þá er það og tekið fram,
þessum málsstað til stuðnings, að eftir
hlutarins eðli hljóti landsstjórnin að
reka ýms erindi fyrir hönd alþingis,
þegar nauðsyn krefur milli þinga, einnig
í þeim málum, sem beint heyra undir
úrlausn þingsins, svo sem að skipa til
bráðabyrgða gæslustjóra Landsbankans,
endurskoðunarmenn landsreikninganna
o. s. frv., þegar þessir fulltrúar alþingis
falla frá eða fatlast frá, til þess að
störf þeirra falli ekki niður.
Áður tilvitnað ákvæði f 20. gr. banka-
laganna 1885 hljóðar svo : Landshöfð-
ingi getur vikið hverjum forstjóra Lands-
bankans frá um stundarsakir, þegar
honum þykir ástæða til; hann skal þá
með næstu póstferð gefa ráðgjafa Is-
lands skýrslu um tilefnið til frávikning-
arinnarc. Af þessu ákvæði verður það
nú ekki ráðið, að vald ráðgjafa 1 téðu
efni hafi verið vfðtækara en landshöfð-
ingja; niðurlag greinarinnar virðist öllu
fremur benda f gagnstæða átt, þvf þar
er ekki gjört ráð fyrir, að svo geti borið
undir, að landshöfðingi þurfi að setja
mann f stað bankaforstjóra, sem vikið
er frá til fullnaðar. 4. gr. augl. 22. Febr.
1875 virðist ekki eiga skylt við þetta
mál; það, sem þar er fyrir mælt um
embættismenn, sem skipaðir eru
á íslandi, getur ekki átt við hina þ i n g-
kosnu gæslustjóra Landsbankans, enda
er það eigi rétt álitið, að ráðherrann
geti vikið frá til fulls öllum embættis-
mönnum á landinu, nema nokkrum
dómurum, þvf að embættismenn, er kon-
ungur skipar, verða eigi leystir frá em-
bætti nema með konungsúrskurði, og ef
ályktun væri leidd af þessu um gæslu-
stjóra Landsbankans, mundi hún vera
sú, að til að víkja þeim frá til fullnað-
ar yrði að koma úrskurður alþingis.
Það verður eftir þessu ekki álitið, að
bankalögin 1885 út af fyrir sig eða í
sambandi við önnur lagafyrirmæli hafi
heimilað landstjórninni vald til að víkja
gæslustjórum Landsbankans frá til fulln-
aðar, og til stuðnings því, að landsstjórn-
in þó hafi þetta vald, nægir eigi að vísa
til þess, að landstjórnin hljóti í viðlög-
um milli þinga, að hafa rétt og skyldu
til að gegna ýmsum störfum, sem bera
undir alþingi, því að engin ástæða er
til að teygja þann rjett eða skyldu
stjórnarinnar lengra, eða skerða vald
alþingis frekar, en eðli málsins og nauð-
syn krefur, en þeirri nauðsyn sáu banka-
lögin 1885 fyrir með því að veita land-
stjórninni vald til að víkja forstjórum
bankans frá um stundarsakir, þangað
til fullnaðar-úrskurður væri lagður í
málið af alþingi, eða, ef svo bæri undir,
af dómstólunum.
Með því nú að landstjórnina sam-
kvæmt þessu brast heimild til frávikn-
ingar stefnda frá gæslustjórastarfinu að
fullu og öllu, en það getur eigi eins og
málið liggur fyrir komið til álita hér,
hverjar horfur þess hefðu verið, ef um
frávikning ura stundarsakir samkvæmt
bankalögunum hefði verið að tefla —•
verður stjórnarráðstöfunin 22. Nóv. f. á.,
er stefnda var algjörlega vikið trá gæslu-
stjórastarfi við Landsbankann, eigi álit-
in lögum samkvæm, og gat hún því eigi
svift stefnda rétti hans sem gæslustjóra
samkvæmt kosningu alþingis; það verður
af þessum ástæðum að telja rjett, að
fógetinn tók kröfu stefnda til greina, og
ber þvf að staðfesta hinn áfrýaða
úrskurð.
Krafa áfrýenda, um refsingar- og skaða-
bótaábyrgð á hendur fógetanum fyrir að
hafa kveðið upp úrskurðinn, verður sam-
kvæmt framansögðu ekki tekin til greina
Eftir þessum úrslitum málsins þykir
rétt að dæma hinum stefndu endurgjald
málskostnaðar fyrir yfirdómi, er ákveðst
20 kr. handa hvorum þeirra og greiðist
af Landsbankanum.
Því dæmist rétt að vera:
Hinn áfrýaði úrskurður á að vera
óraskaður, og hinn stefndi bæarfógeti
Jón Magnússon vera sýkn af kærum og
kröfum áfrýendanna í þessu máli. Á-
frýendurnir Björn Kristjánsson og Bjöm
Sigurðsson bankastjórar fyrir hönd Lands-
bankans greiði stefnda Kristjáni Jóns-
syni háyfirdómara og Jóni Magnússyni
bæarfógeta málskostnað fyrir yfirdómi,
20 kr. hvorum, innan 8 vikna frá lög-
birtingu dóms þessa að viðlagri aðför
að lögum.
í stað justitiarii
Jón Jensson*.
Sveitamenn!
þegar þið komið til bæarins, þurfið
þið ekki að ómaka ykkur til að fá
ykkur vindla og allskonar tóbak búð
úr búð, heldur farið beint í
Tóbaksverslnnina í Anstnrstræti 4
því hvergi fást vindlar og allskonar
tóbak
betra og ódýrara
en í
Tóbaksverslun R. P. Levi,
Austurstræti 4.
Munið það!