Reykjavík

Eksemplar

Reykjavík - 30.04.1910, Side 3

Reykjavík - 30.04.1910, Side 3
REYKJAVÍK 71 NOTIÐ Pm Þásundir húsmæðra nota að eins Sunlight sápu ts 1 pvotta og ræstingar, vegna þess að hún er hrein og ómenguð. 1682 Hik á svörum. Það er sitthvað, sem bendir á, að ráðherrann, sem nú er, álíti enga al- þingismenn vera til, nema flokksmenn sína. Oss alþingismenn, sem erum andstæðingar hans í skoðunum, skoðar hann eins og loftið tómt, eða eins og eitthvað, sem ekkisétil — ekki að minsta kosti, neœa þegar málgagn hans þarf að nefna okkur „minni hlutann", til að skálda um okkur sögur. Það virtist benda eitthvað í þessa áttina, er hann í vetur var að senda flokksmönnum sínum meðal þing- manna fyrirfram glepsur úr ákærum rannsóknarnefndarinnar gegn Lands- bankanum, en lét þær ekki í té oss þingmönnum, sem hann taldi ekki flokksmenn sína. Það mál, sem hann taldi þingmenn „sínatt varða, það taldi hann óviðkomandi okkur þing- mönnunum, sem hann gat ekki haft í vasa sínum. Er það ekki eitthvað líkt, sem veldur því, að hann svarar ekki spurningum þeim, sem ég beindi til hans í síðasta bi. „Reykjavíkur“? Sem alþingismanni er mér það ekki óviðkomandi, að fá vitneskju um þær stjórnarathafnir, sem þar var um spurt. Ég spurði kurteislega um alveg ákveðið efni, og svarið var auðvelt að gefa ör- stutt, með neitun spurninganna, eða játun. Og málið er svo vaxið, að það kemur ekki að eins þingmönnum við — öllum þingmönnum —, heldur þjóðinni allri. Því svarar maðurinn þá ekki? Sér hann ekki, að honum er greiði gerður með spurningunum, ef hann getur svarað neitandi — og það vil ég í lengstu lög trúa, að hann geti. Auðvitað hlýtur það að koma í ljós seint og síðar meir, hvernig svarið er. Því getur enginn varnað. En sér hann ekki, að ef hann færist undan að svara nú, þá er hætt við, að það geti orðið lagt svo út, að svarið mundi verða svo lagað, að honum þætti skiljanlega „frestur á illu beztur"? Eða hefir honum orðið svo mikið um landsyfirréttar-dóminn í banka- málinu, að hann hefir ekki gefið sér tíma til að svara nú þegar? Því vil ég langhelzt trúa, að sú eða þvílík sé orsökin, en þá býst ég við svari í næstu „ísafold". Annars neyðist ég til að ámálga spurningarnar aftur og aftur. Jón Ólaf88on, alþm. ^akaþlngs-krö|nr. Suður-Pingeyingar hjeldu full- tiúafund að Ljósavatni 2. þ. m. Eftir áskorun þingmannsins gengust sýslu- nefndarmenn fvrir fulltrúakosningu hver í sínum hreppi, og var svo til ætlazt, að kosinn væri einn fulltrúi fyrir hverja 15 kjósendur, eða því sem næst, og þannig, að minni hlut- inn gæti kornið að tiltölulegri tölu fulltrúa. Á fundinum mættu 31 fulltrúi úr 9 hreppum (öllum nema Flateyjar- hreppi). Þingmaðurinn skýrði frá tilgangi fundarins, sagði sögu bankamálsins, og lýsti skoðun sinni á aðförum landsstjórnarinnar gegn t.andsbank- anum, og á því, hverja þýðingu þær hefðu frá stjórnarfarslegu og þing- ræðislegu sjónarmiði. Sigurður Friðjónsson har fram svohljóðandi tillögu til fundarálykt- unar: »Fundurinn lýsir yfir þeirri skoð- un sinni, að með skipun gæzlustjóra Landsbankans eftir 1. janúar s. 1. hafi ráðherrann gengið inn á vald- svið þingsins og tekið sjer ólöglegt og óhæfdegt einveldi yfir bankan- um. Þetta álitur fundurinn, að þjóðin megi alls ekki þola afskifta- laust; enda lítur svo á, að heppi- legast sje, bæði fyrir úrlausn banka- málsins, og hið pólitiska ástand i landinu yfirleitt, að þingið taki bankamálið til athugunar og úr- slita sem allra fyrst. — Fundurinn skorar þvi á ráðherra íslands, að hlutast til um, að kvatt verði til aukaþings á næsta sumri«. Samþykkt með 27 atkv. gegn 4. Sami maður kom og með svo- hljóðandi tillögu til fundaryfirlýs- ingar: »Fundurinn lýsir yfir, að hann væntir þess fastlega, að stjórnar- skrármálið verði tekið lil meðferðar á væntanlegu aukaþingi á næsta sumri«. Samþykkt í einu hljóði. Borgfirðingar hjcldu stjórnmála- fund á Hvítárvöllum 12. þ. m. Sýslu- fundur stóð þá yfir, og voru það sýslunefndarmenn og fleiri fulltrúar sem mættu á fundinum. Þar var svohljóðandi tillaga bor- in upp og samþykkt með 19 atkv. gegn 3: »Með þvi að fundurinn lítur svo á, að ráðherra íslands hafi gengið á rjettindi alþingis, með því að meina gæzlustjórum Landsbankans að gegna starfa sinum við bankann frá byrjun þessa árs, er alþingi hafði kosið þá til, og með því að skipa sjálfur gæzlustjóra við tjeðan banka, sem alþingi eitt hefir rjett til — skorar fundurinn á ráðherra, að hlutast til um, að alþingi verði kall- að saman hið allra fyrsta, svo að stjórn Landsbankans geti orðið lög- lega skipuð, og til þess að hin leiða þræta, er risið hefir út af aðgerð- um ráðherra í bankamálinu, geti orðið á enda kljáð«. Stjórnmálafnndur í Ólafavík í Snæfellsnessýslu hefir samþykkt á- skorun um aukaþing. (»Vestri«). $ TT. f i BEST og jafnframt ódýrast (j) úrval í bænum. 0 „M i r a ix d a“ er besti vi nd i 11, sem til landsins flytst. $ KHVKIIIIIH Fæsthverginemalx*á § é flöjMU UdLJ jES zimsen. $ fiiðlinoar. Starjræksla fanðssímans 1999. T e k j u r : Simskeyti innanlands . . . 21090 46 (10951 66) -------til útlanda . . . 11426 37 (11026 22) ----frá útlöndum . . 5312 78 ( 5350 88) Kr. 37829 61 (27328 76) Símasamtöl.....................T . . . . . . — 39949 53 (27885 20) Talsímanotendagjald, einkaleyfisgjald o. fl........— 10409 79 ( 6973 61) Aðrar tekjur (símnefni, vextir, seld efni o. fl.) . . . — 4249 21 ( 3857 84) Tekjur alls kr. 92438 14 (66045 41) Gjöld: Laun starfsmanna (hjer eru meðtalin laun lands- símastjórans), þóknun til landsstöðva, laun til sendiboða o. fl. . . Kr. 29571 19 (24859 91) Viðhald símanna . . — 7991 23 ( 7433 95) Eyðublöð, prentkostn., ritföng 3362 82 ( 3045 91) Önnur gjöld (húsaleiga, síma- tæki, ljós og eldiviður, áfram- haldsgjald, farmgjald og flutn- ingur, ferðakostn., alþjóða- skrifstofan í Berne o. fl. 13016 71 (10567 01) Kr. 53941 95 (45906 78) Tekjuafgangur Kr. 38496 19 (20138 63) Reykjavík, 26. apríl 1910. Tölurnar sem í () standa eru fyrir 1908. Nýju fötin ráðherrans. Allir kannast við æfintýrið um nýju fötin keisarans, eftir H. C. Andersen. En nú hafa menn tekið eftir því, að samskonar æfintýri er að gerast með þjóð vorri: Æflntýrið um nýju fötin ráðherrans. — Óðara en Björn komst til valda, leigði hann ótal vefara, og vefstólarnir fóru af stað, — son sinn gerði hann að yfirvefara, og eftir hans „munstriu áttu hinir vefararnir að vinna. Yfir allt, sem Björn gerði, var þessi dýrindis- dúkur breiddur, og allt af gekk ráð- herrann í nýju fötunum sínum. Það var gert heyrum kunnugt, að dúkurinn væri ósýnilegur hverjum þeim, er væri óhæfur til þess að vera i embætti eða væri ófyrirgefanlega heimskur. — Og þeim, sem ekki þóttust, sjá dúkinn eða skartskrúða ráðherrans, var sumum vikið úr embættum, ef þeir höfðu þau áður, og embættislausu mennirnir voru brýndir á heimsku sinni. Enginn fjekk nýtt embætti, nema hann áður hefði lokið lofsorði á nýju fötin ráðherrans, eða hann hefði verið með að vinna í þau. Og ótal hendur keppast nú við að vefa, daginn út og daginn inn, því að allt af er nóg til þess að breiða yfir. Mest hefir þó verið borið í áklæðið yfir bankafarganið. En það er eins og það verði aldrei hulið. Það eru svo margir, sem eru „ófærir að vera í embættum“, og því fleiri, sem eru „ófyrirgefanlega heimskir", og þeir eru sífelt að hópa sig saman út um allar sýslur landsins - og segja eins og barnið: „Hann er ekki í neinu! — Þetta eru blekkingar!“ Og þau hrópin eru fyrir löngu síðan farin að yfirgnæfa dásemdaróp vefar- anna og þessara fáu „embættishæfu" manna. En ráðherrann og vefararnir færast í aukana, og „kammerherrarnir" látast bera kjóldragið og dásama skrúðann og dúkana. Þeir verða að reyna að þrauka það af þangað til hátíðagangan er á enda. [„Vestri"]. Til Brellu-Jóns. í dag hefi eg engan tíma til aö tauta við pig, Brellu-Jón. en geri pér sjálfsagt síöar skil og sýni’, aö pú ert bara flón. J. Ól. Seldar fasteignir. — Þingl. 14. þ. m. Þórarinn Bjarnason skipstjóri í Hafnar- firði selur Finnboga Finnbogasyni skipstjóra í Reykjavík húseign nr. 24 við Ránargötu með öllu tilheyrandi fyrir 7000 kr. Dags. 1. april. Lárus Benediktsson prestur selur Birni útgerðarmanni Gíslasyni húseign nr. 50 B við Laugaveg með tilheyrandi fyrir 6000 kr. Dags. 2. apríl. Björn Gíslason útgerðarmaður selur Jóni Þórðarsyni kaupmanni húseign nr. 50 B við Laugaveg með tilheyrandi fyrir 6000 kr. Dags. 11. apríl. Garðar Gíslason & Hay selja Agli Eyj- ólfssyni skósmið í Hafnarfirði 1/* úr hús- eigninni nr. 10 við Ingólfsstræti með tilh. fyrir 5000 kr. Dags. 13. april. Eiríkur H. Sigurðsson trjesmiður selur Páli Árnasyni lögreglupjóni, Helga úrsmið Hannessyni og Guðm. Guðmundssyni á Vegamótum húseign nr. 12 við Skólavörðu- stíg („Geysir“) fyrir 7000 kr. Dags. 7. apríl. i

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.