Reykjavík

Issue

Reykjavík - 07.05.1910, Page 3

Reykjavík - 07.05.1910, Page 3
R E Y K J A V I K 75 ViljiÓ þiÓ ekki nota góða ög hreina sápuI Minar ven- julegu sápur, seni skemma engu minna en þær hreinsa, eru ekki taldar i húsum hæfar, þar sem Sunlight sápan hefir einu sinni veriÖ reynd. 1691 Halastjarnan nálgast jörðina. Halastjarna Halleys hefir ekki sjezt síðan í miðjum marzmánuði, vegna þess að hún hefir verið of nærri sól. Nú er hún farin að sjást aftur, og stjörnufræðingar teknir að athuga hana. Amerisk blöð flytja enn ummæli um það, að hún sje ef til vill ekki alveg hættulaus, og frakkneski stjörnu- fræðingurinn Ilammarion fullyrðir enn á ný, að eiturefni sjeu í hala hennar. Annars ber flestum stjörnufræðingum saman um það, að halinn sje kvo Ijett- ur (lojthaf jarðarinnar er setn blý á þyngd í samanburði við halastjörnu- halann) og svo ijóslitill, að ekki sje hægt. að koma neinni efnarannsókn við. En í stjörnunni sjálfri þykjast þeir háía fundið vott um cyanhalíuni eða cyanvetni (blásýru). Verður halastjarnan sýnileg hjer? Wða kemur hún sem þjófur á nóttu? Það er mjög vafasamt, að hún sjáist hjer vegna birtunnar. Til 19. mai er hennar að leita á austurloftinu. Þá um morguninn fer jörðin í gegnum halann á henni. Og þá er stjarnan og sólin nákvæmlega í sömu átt. Eftir það verður halastjarnan kvöldstjarna. Nú um tíma hefir halastjarnan komið upp nákvæmlega í sama stað, en sólin kemur ætíð norðar og norðar upp. I gær voru 17° milli uppkomustaðar sól- arinnar og stjörnunnar, en frá því i dag nálgast stjarnan sólina aftur, og hinn mikið umrædda 19 mai, litur svo út, sem stjarnan gangi fyrir sólina; en hvort það verður sýnilegt eöa ekki, verður ekkert sagt um. Senmlegt, að hún sjáist alls ekki. Verður nokkuð vart við það, þegar .jörðin fer í gegnum halann á stjörnunni. Aðfaranótt þess 19. settu menn að taka eftir þvi, hvort ekki sjest ein- hver óvenjulegur bjarmi í lofti. Slíkur bjarmi sást meðal annars 30. júní 1861, þegar jörðin fór í gegnum halastjöi nu- hala. Engin líkindi til að „árekst- ursinsa verði vart á annan hátt. Með hve miklum hraða nálgast balastjarnan jörðina? 2. þ. m. var stjarnan sjálf 110 miljónir kílómetra frá jövðunni. Hinn 13. þ. m. V6rður hún 50 miljónir kílómetra, og 19. þ. m. 22 miljónir kílómetra frá jörðunni. Hraðinn er því afskaplega mikill. 20. maí er stjarnan sjálf næst jörðu, en halann höfum við farið í gegnum daginn áður. Hvað er hali halastjörnunnar langur? Hann er mjög mismunandi. Hala- stjörnuhalar eru oft 45—50,000 mil- jónir kilómetra, og um það leyti sem jörðin fer í gegnum halann, verður hann sennilega nálægt þessu á lengd. Hvar kemur halinn fyrst við jðrð- ina? Þar, sem sólin er á lofti á því augnabliki. Þegar halinn rtrekur sig áa jörðina, ef svo mætti að orði kveða, verður sól á lofti á Kyrrahafinu öllu og ströndum þess, og sömuleiðis í heimBkautalöndunum. Þar á því „á- reksturinn” sjer stað. Þess vegna er það, að náttúrufræðingarnir fara á þessar stöðvar, til þess að gera athug- anir sínar, að því er snertir áhrif hala- stjörnunnar á gufuhvolf jarðarinnar. Háskólinn í Göttingen á Þýzkalandi hefir sent tvo vísindamenn hingað i þessu skyni, og verða þeir vestur á Dýrafirði fram yfir þann 19. þ. m. Halastjörnu-Kræðsla. Miklar sögur ganga hjer um hræðslu fólks við halastjörnuna. Sagt, að kven- fólk sumt hjer í bænum sje jafnvel lagzt í rúmið af hræðslu, og svipaðar frjettir berast víðsvegar utan af landinu. En þótt hræðsla þessi sje með öllu ástæðu- laus, er hún ekkert einsdæmi. Hún gerir nú vart við sig til og frá um allan heim, og segja útlend blöð ýmsar sögur af henni. Hinir nafnkunnu svissnesku kvenna- skólar, sem margir „heldri menn“ sonda ungar dætur sínar á, liafa orðið að kenna á því, að hinir svo kölluðu „heldri menn“, eru ekki fremur lausir við halastjömu-hræðsluna, heldur en alþýðan. í stað nemenda fá skólarnir sem sje sæg af brjefum frá kvíðafull- um foreldrum, er segjast ekki vilja senda dætur sínar í skólana í þetta skifti, með því að ,fjölskyldan óski lað vera öll saman á heimilinu þann {18. maí“. í ýmsum hjeruðum Austurríkis er sagt, að menn hafi alveg sleppt sjer af hræðslu. Einkum kvað felmturinn vera afskaplegur i Krain, og sömuleiðis i Triest og Dalmatiu. Þar selja menn eignir sinar fyrir gjafverð, til þess að geta lifað við glaum og gleði þann stutta tíma, sem þeir halda að þeir eigi eftir ólifað, þar til halastjarnan kemur og „molar jörðina". Stjórnin hefir álitið nauðsynlegt, að gera ýmsar, ráðstafanir til þess að reyna að eyða hræðslu þessari, sem sprottin er ein- göngu af fáfræði og hleypidómum. Hún hefir meðal annars skipað prest- unum að halda alþýðlega stjörnufræðis- lega fyrirlestra í kirkjunum, og kennar- ar hafa fengið skipun um, að brýna það fyrir börnunum, að Halleys-halastjarn- an sje „meinlaus og friðsamlegur hnött- ur, sem ekkert illt hafi í hyggju". Harðíndin og Kala- stjarnan. Reykjavíkin hefir orðið vör við það, að hjer eru margir þeirrar trúar — og það í fullri alvöru — að kuldatíð sú, sem hjer heflr verið í vor, stafi frá halastjörnunni. Aðra grein þykist fólk ekki geta gert Bjer fyrir þessum alveg óvanalegu harðindum. Auðvitað ætti ekki að þurfa að taka það fram, að þetta er ekkí og getur ekki verið annað en hugarburður. Eu gamalt fólk (80—90 ára) man eftir þvi, að þegar Halleys-halastjarn an var siðast á ferðinni, árið 1835, var hjer harðindaár mikið. Það hefir styrkt menn í þessari trú. En hala- stjarna þessi hefir heimsótt jöiðina svo oft- áður, og hafa þau ár, er hún hefir sjezt, ætíð verið góðæri, nema í þessi tvö siðustu skiftin. Mönnum til gamans skal hjer lýst veðurattu um það leyti, sem Halleys- halastjarnan hefir sjest. Enski stjörnufræðingurinn Halley sá hana 1682, og reiknaði þá út braut hennar. Þess vegna er hún kennd við hann. Hann sannaði þá og, að þetta væri sama stjaman, sem sjezt hafði 1531 og 1607. Árið 1531 er því fyrsta árið, sem menn vita með vissu að hún hefir sjezt. Um 1520—1524 voru hjer afskap- lega harðir vetrar. En frá 1525 til 1551 er ekki getið um nein harðindi. En 1552 var fellivetur mikill, sem kallaðurvar .harði vetur“. Árið 1531 hafa því engin óvenjuleg harðindi gengið. Næst sást halastjaraan árið 1607. Árið 1605 var harður vetur og hafis kringum allt land, Þá sendu íslend- inear Kristjáni konungi fjórða bónar- brjef um hjálp. IOOI Yerzl, Gr. <3ru.imlarig:ss. & Co. Ansturstræti 1. Nýfengíð marg. teg.: líorð-vaxdúk 0,37—0,80. Nærfot, feiknar stórt úrval fyrir Karlm., Kvennm. og unglinga. FordaKápur. sjerlega hentugar, 4,60—9,80. Munið eftir að líta á Karlmanna- og Unglinga — F Ö T I N fyrir Hvítasuununa, mikið rirval. lOOOOOOO< Deili Bökmentaljelagsins í Ryfk hefir íengið 500 eintök af l’jóðlagasafui sjera ftjarna l’orsteinnsonar. scra vcrður úthlutað ókegpis til skuldlausra fjelagsuianna hjer á landi, til nýrra jjelaga, þó þvi að eins, að þcir hatí greitt jgrsta árstillag sitt. Sakir fjclagsmanna út um land byrjar úthlutunin ekki fyr énn 1. júlí næstk. Þeir fjelagar, sem skifta við umboðsmenn fjelagsins, panti bókina gegn uni umboðsmanninn, onn verða að greiða flutningsgjald. Hinir, sem skifta beint við bókavörð, vitji bókarinnar sjálfir eða láti löglcgan umboðsmann sinn vitja hennar bjá bókaverði, Sigurði Kristjánssyni, bóksala í Reykjavik, ella sendi honum skrif- lega ósk, að þoirn verði send hún moð pósti, og verður þá að fylgja beiðninni burðargjald i frímerkjum, að upphseð 1 kr. 20 a., ef á að senda með landpósti, enn 50 aurar, ef á að senda með skipum eingöngu. — Allir, sem vilja sinna þessu, bœði umboðsmenn og einstakir fjelagsmenn, verða að bafa gefið sig fram við bókavörð fýrir lok júlímánaðar mestkomandi. Fyrir hönd fjelagsstjórnarinnar. JB. M. Ólsen, p. t. forseti. 1608 dundu harðindi á með sumar- málum og hafís lá við land til Jóns- messu. Árið 1607 ekki getið neinna iiarð- inda. Næst var halastjarnan á ferðinni árið 1682. eins og áður er sagt. 1680 var harður vetur frá jólum. Komu þá fáir dagar hriðarlausir fram á Einmánuð, stundum kafaldshríðar 12 daga samfleytt. 1683 var vetur frostasamur. Hafis var fram á sumar, svo hvergi sá út yfir af hæstu fjöllum norðanlands. Eftir sumarmál rak hann austan og sunnan um land 'allt til Grindavíkur. Árið 1682 ekki getið neinna harð- inda. Þar næst var halastjarnan á ferð- inni árið 1759. 1757 var sjöundi og síðasti harð- indaveturinn þá í röð. Voru menn þá svo að fram komnir af undanförnum harðindum, að manndauði var mikill um alt land af sulti og megurð. Er sagt, að það ár hafi dáið á íslándi 4200, en á þessum harðindaárum hafi fólki fækkað um 6200. 1761 var harður vetur, kalt vor og gróðralítið. Árin þar á miili, og þar með talið árið 1759, engra harðinda getið. Síðast sást svo halastjarnan árið 1835, eins og áður er sagt. Þá var hjer harðindaár frá nýári, þó ekki meira en næsta ár á undan. Og árið 1836 var harðara, en árið fyrir. Árið 1835 var því ekkert óvenjulegt harðindaár. Ilvað er að írjetta? Lau« sýslan. A ðstoðarkennarasýslan við Hvanneyrarskóla, voitist frá 15. október. Laun 1000 kr. Umsóknarfrestur til 1. júní næstkomandi. 1000 éra byggingar-hétiO Skaga- ffjarðar stóð til að haldin yrði i sumar, en nú er eagt, að ekkert muni verða úr þvi hátíðahaldi á þessu sumri. Þeir, sem fyrir því gengust, sóttu um styrk úr sjslu- sjóði, en sýslunefnd skaut tuálinu til brepp- anna til undirbúnings naosta ejslufundi. Uppboð. Næstkomandi þriðjudag, hinn 10. þessa mánaðar verður haldið uppboð á ýmsum hlutum. Þar á meðal 2 vatnskössum, ljettivagni, Kompásum, skipsluktum og fl. þar til heyrandi. Uppboðið byrjar kl. 11. árd. i porti Jóns kaupmanns Þórðarsonar; en í eflirmiðdag verður því haldið áfram i Good-Templarhúsinu og þar seld álna- og prjónavara. Sömuleiðis eftiriátnir munir Guðm. sál. Lýðssonar skósmiðs og fleira. BréðkvatMur varð 4. þ. m. Steján Jónsson, verzlunarstjóri á Sauðárkrók, fædd- ur 7. okt. 1858. Bryggjugerð á Sauðárkrók. Þor- valdur Krabbe, verkfræðingur, hefir gert uppdrátt af bryggju á Sauðárkrók og kostn- aðaráætlun fyrir sýslunefnd Skagfirðinga. Telur, að bryggjan muni kosta um 8000 kr. Strand. 30. f. m. strandaði frakknoskt skip í Selvogi í þoku og hvassviðri. Það hjet BOndine“ og var frá Painpoul í Bre- tagne. Það var fermt salti, vistum o. fl. til frakkneskra fiskiskipa hjer við land, og átti að flytja fisk úr þeim út aftur. Það var á leið til Reykjavíkur, er það rakst á. Farm- urinn ónýttist og skipið brotnaði, en menu komust allir af. Frakknesk þílskip þrjú hafa legið hjer á Reykjavíkurhðfn síðan með vertíðar- byrjun. Vóru þau svo fúin og lek, að skip- verjar afsögðu, að fara út á þcim. Nú hafa tvö þcirra nýskeð verið dæmd óbaffær, en haldið, að svo megi dytta að því þriðja bjer. að koma megi þvi til Frakklands. itr Múlasýslu, með „Austra“: Harðindi og jarðleysur um allt Austur- land; enginn þó skorið af heyjum enn, nema Búnaðarskólinn á Eiðum! En haldi þessu fram 2—3 vikum lengur, rekur víst að sama með fleirk Mikill afli í sjó fyrir öllum Aust- fjörðum, ef nokkurn tíma væri gæftir. t Játvarður Engtakouungur dáinn. Símað er frá Khöfn í morgun, að Játvarður VII. (Albert Edvard) Engla- konungur sje látinn. Hann var fæddur 9. nóv. 1841, sonur Alberts prins af Sachsen-Koburg-Gotha og Viktoríu Engladrottningar. Hann tók viðstjórn 22. jan. 1901, eftir dauða móður sinnar, en var, vegna veikinda, ekki krýndur fyr en í júní 1902. Árið 1863 kvongvaðist hann Alexöndru, dóttur Kristjáns IX. Danakonungs. Börn þeirra á lífi eru: Georg, er nú tekur við völdum, fæddur 1865. Lauise, fædd 1867; Viktoria, fædd 1868* og Maud, drottning í Noregi, fædd 1869. Játvarður konungur var suður við Miðjarðarhaf er hann Ijezt.

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.