Reykjavík

Eksemplar

Reykjavík - 06.08.1910, Side 2

Reykjavík - 06.08.1910, Side 2
130 REYKJAVlK manninn undan henni, og það gerir það ekki, þá verður svo á litið, að með því játi blaðið að það hafi átt við þennan mann og viljað beina að honum þessari aðdróttun, og þá getur blaðið orðið dæmt. Alt þetta er svo réttvíst og miðar til drengskapar á báðar hliðar. Fari maður, eins og hér er títt, í mál út af ásökun, og vinni það, þá hefir hann alls ekki sannað sýknu sína með því. Hann getur vel verið sannur að sök, og allir svo að segja vitað það, þó að lögfullar sannanir bresti fyrir því. Dómurinn sannar þá ekki annað en það, að ásökunin hafi ekki verið sönnuð á manninn. — En ef blað eða höfundur lýsir yfir því, að það hafi ekki ætlað að bera manninum þetta á brýn, eða að það hafi fengið ástæðu til að sjá, að sér hafi skjátlað og það kalli því aftur umyrði sín, þá er þeim sem misgert var við, miklu meiri upp- reisn og fullnægja í því, heldur en í dómi. Og allur ritháttur manna verður við þetta yfirvarpslausari og drengilegri. Það sem hér hefir verið minst á, eru að eins örfáir drættir, en, að ég vona, vel verðir íhugunar, þá er til þess kemur að endurskoða prentfrelsis- löggjöf vora. Og það liggur nú óhjákvæmilega fyrir höndum. Ég hefi hugsað mér að enda ritgerð þessa með nokkrum tillögum í þá átt. Tilgangur allrar prentfrelsis-löggjafar á að vera þrennur: 1. að tryggja blöðum og rithöfund- um rétt til að láta hugsanir sínar í ljós, tryggja réttinn til að ræða al- menn málefni með einurð og djörfung og víta allt það er aflaga þykir fara, án þess að auðið sé að baka mönnum kostnað eða ábyrgð af réttmætum um- ræðum um almenn mál [fair comment on public events), þótt harðorðar sé, og á háðið, skopið, að vera eins réttmætt vopn eins og röksemdir. 2. að varðveita mannorð einstak- lingsins, og að varðveita hann fyrir ranghérmi um orð hans og gerðir. 3. Að varðveita almenning fyrir ó- sannri frásögu um það sem fram fer. Lognar frásagnir um, hvað sagt hefir verið eða gert, eiga að vera saknæmar, og á þar hver að vera réttur aðili sakar, sem málið tekur til á eínhvern hátt. Þetta síðasta atriði er eitt af því sem mest er um vert, en það er alveg vanhirt í löggjöf vorri nú. [Niðurl. síðar]. Það eru til margar smásögur af JátYarði VII. Englakonungi, einkum frá þeim tima, er hann var „prins af Walos“, og með því að sumar þeirra lýsa ágætlega lyndiseinkunn hans, skulu hjer tilfærðar nokkrar slíkar smásögur. Sem prins af Wales varð hann jafnaðar- lega að mæta sem staðgengill stjórnarinnar á almennum mannfundum, vera við vígslu allra meiri háttar mannvirkja, opna sýningar, bazara o. s. frv., og blöðin á Englandi skýrðu þá samvizkusamlega frá öllu, sem hann gerði, hverju orði og hverri hreyíingu, og hnýttu oft við skýrslu sína æði nærgöngulum at- hugasemdum. Einu sinni var prinzinn beðinn að skrifa í eina ai minningarbókum þeim, sem menn eru látnir skrifa í hvað þeim geðjist bezt að, og hvað verst, hvenær þeir sjeu sælastir og ánægðastir o. s. frv. Þá skrifaði hann: „Jeg er sœlastur, þegar jeg hefi engum almennum störfum að gegna, þegar jeg fæ að reykja reglulega góðan vindil, og (má jeg játa það hreinskilnislega?) lesa góða skáldsögu í friði og ró; þegar jeg get — alveg eins og Pjetur og Páll — verið við kappreiðar, án þess að blöðin komi með það morguninn eftir, að „nú sje hans kon- unglega tign, prinsinn af Wales, tekinn upp á því, að spila fjárhættuspil og veðja um háar peningaupphæðir, og í gær tapaði hann miklu meira, heldur en hann getur nokkurn- tíma borgað“; þegar jeg get tekið vingjarn- lega í hönd einhvers stjórnmálamanns, og talað við hann, án þess að blöðin komi þegar með þá staðhæfingu, að „nú sje prinsinn af Wales að fullu og öllu genginn í þennan eða hinn stjórnmálaflokk“; þegar jeg fæ að vera allt kvöldið í friði og ró og gestalaus á heimili mínu, hjá konu minni og börnum. — Jeg er vansœlastur, þegar jeg hefi óþol- andi tannverk, og verð að vera á einhverri almennri samkomu, þar sem það er nauð- synlegt, að jeg brosi ástúðlega við hverjum* manni, rjett eins og jeg hefði aldrei á ævi minni vitað, hvað tannverkur var“. Þeger Játvarður konungur heimsótti kon- unginn á Ítalíu í fyrsta skifti eftir að hann var orðinn konungur, var honum haldin veizla mikil; en við slík tækifæri eru allt af ræður fluttar. Áður en veizlan hófst, kom dróttseti Ítalíu-konungs til Játvarðar, og bað hann um að láta sig hafa eitt eintak af ræðu þeirri, sem hann ætlaði að flytja, til þess að ritsíma-skrifstofurnar og blöðin fengju hana í tækan tíma. — Játvarður konungur sagði þá, að hann hefði aldrei á ævi sinni skrifað ræðu, sem hann ætlaði að flytja, eða lært hana fyrirfram. Sjer þætti miklu betra, að segja bara það, sem sjer dytti í hug í það og það skiftið. — Þetta væri nú ef til vill ekki þess vert, að minnzt væri á það, ef það væri ekki viðurkennt af öllum, sem heyrðu Játvarð konung tala, bæði meðan hann var prinz og eftir að hann varð konungur, að hann viðhafði einmitt ætíð hin rjettu orð, sagði hvorki meira nje minna, og hitti ætíð „hausinn á naglanum“. Það hafði ætið verið svo að heyra, sem ræður hans væru mjög vandlega undirbúnar. — Það fylgir sögu þessari, að dróttsetipn hafi staðið forviða um stund, og glápt á Játvarð konung, en siðan spurt hann, á hvaða tungumáli hann ætlaði að halda tölu sína. „Það er undir þvi komið, á hvaða tungumáli Yictor Ema- nuel konungur flytur sína tölu“, svaraði Ját- varður konungur. Hann talaði sem sje flest Norðurálfumálin eins og innborinn maður. -•- Hugprýði Játvarðar konungs var við brugðið. Það var sama, hvað á gekk í kringum hann; hann var alltaf jafn rólegur og stilltur. Einu sinni, meðan hann var prins af Wales, veitti geðveikur maður í Briissel, Sipido að nafni, honum banatilræði, skaut á hann tveim skammbyssuskotum, þar sem hann sat í járnbrautarvagni við hlið- ina á konunni sinni. Honum brá ekki vit- und. Hann sat stilltur og rólegur, og horfði með hálfgerðum fyrirlitningarsvip á tilræð- iðmanninn, meðan hann var handsamaður, og mælti: „Mjer finnst það hálf illa til fallið, að vera að skjóta á mig, þegar kon- an mín situr við hliðina á mjer“. -•- Austurrískur rithöfundur einn sagði, að persónulegri viðkynningu við Játvarð kon- ung yrði bezt lýst með því, að heimfæra Upp á hann orð madömu StaeJs um Mariu Antoinettu: „Hann hefir aðdáanlegt og elskuvert lag á því, að láta okkur aldrei gleyma að hann er konungur, en fá okkur jafnframt til að halda, að hann hafi sjálfur gleymt því“. Það kom stundum fyrir, að ókunnugir eða hjegómagjarnir menn misskildu Ijúflyndi Játvarðar konungs, og geiðu sig svo nær- göngula og kumpánlega við hann, að hann varð að „bíta þá frá sjer“. Alkunn er t. d. saga sú, sem gerðist á góðgerðasemisbasar einum. Þar var ung stúlka, sem seldi te i bollum til ágóða fyrir basarinn. Prinsinn af Wales kom þar að, og spurði stúlkuna einstaklega Ijúfmannlega, hvað bollinn af teinu kostaði. „Hann kostar eina gineu“ (19 kr.), svaraði stúlkan. En í sama bili þekkti hún prinsinn, og þá bar hún boll- ann upp að vörunum, bragðaði á teinu, og mælti með tiigerðarbrosi; „Nú kostar hann fimm gíneur!“ Prinsinn Ijet sem ekkert væri, en svaraði stillilega: „Jeg borga fús- lega tíu gíneur, ef jeg fæ hreinan bolla“. Ur því að minnzt var á bazar, þá er og rjett að tilfæra söguna af þvi, hvernig prinsinn af Wales bjargaði einu sinni við sýningu verkmannafjelags eins i Lundúnum. Tekjurnar af sýningunni áttu að renna i sjúkrasjóð fjelagsins, en aðsóknin var lítil, og það leit helzt út fyrir, að sýningin ætl- aði alveg að fara í hundana. Fyrstu tvo dagana kom þangað varla nokkur maður. Prinsinn heyrði af tilviljun getið um þetta^ og kallaði hann þá þegar i vagn, er hann sá á götunni, og ljet aka sjer til sýningar- innar. Hann dvaldi siðan hátt á aðra klukkustund á sýningunni, skoðaði allar deildir hennar vel og vandlega, talaði við forstöðumenn sýningarinnar, og gaf henni að lokum allmikla fjárupphæð. — Þetta hreif. Heldra fólkinu, sem áður hafði fyr- irlitið sýningu þessa, þótti nú allt í einu bæði „fínt“ og sjálfsagt að sækja hana. Fólk streymdi að úr öllum áttum, og af- leiðingin varð sú, að tekjurnar urðu marg- falt ' meiri, heldur en nokkur maður hafði getað gert sjer von um. Hvað er að frjetta? Mannalát. Nýlega er látinn bænda- öldungurinn Ólafur Gissursson á Ósi í Bolungarvik. — Jens Jóhannesson, sem lengi var sótari hjer í Reykjavík, andaðist nýlega á ísafirði. Hafði verið þar nokkur síðustu árin. Hann var orðinn háaldraður. — Jón Guðmundsson, bóndi á Efrí-Brú í Grímsnesi, andaðist 13. þ. m. Hann var á 84. aldursári. Vinsölusekt. Olafur Sigurðsson, veitingamaður í Stykkishólmi, var nýlega sektaður um 100 krónur fyrir ólöglega vin- sölu. Ráðskona viO geðveikrahæliO á Kleppi er nýlega ráðin Sigríður Gísla- dóttir. TTmsækjendur höfðu verið um 50. Raflýsing. „NorðurIand“ segir, að miklar líkur sjeu til þess, að Seyðfirðingar semji við Jóhannes Reykdal í Hafnarfirði um raflýsing á Seyðisfirði. Hann hafði verið þar eystra nýlega, og talið, að stofnkostnað- urinn myndi verða um 30 þúsundir króna. Þá er og verið að undirbúa tilboð um raflýsingu Akureyrar, og verða liklega tveir um boðið þar, Jóhannes Reykdal og Kjögx verkfræðingur. Danskur lyfsali er nýkominn til ísafjarðar. Ætlar hann að kaupa lyfjabúð D. Sch. Thorsteinsens læknis, og reka þar lyfsölu. Laus sýslan, sem ráðherra veitir. Vitavarðarstaðan í Vestmannaeyjum er aug- lýst laus 1. þ. m. Árslaun 700 kr. Um- sóknarfrestur til 1. sept. SlIfurbrúOkaup sitt hjeldu þau D. Scheving Thorsteinsen læknis á ísafirði og frú hans 14. f. m. Þilskipaafll segir „Vestri“ að sje góður við Vesturland, en bátafiski við ísa- fjarðardjúp mjög tregt. HeilsuhæliO á Vífilsstöðum má heita fullgert. Búizt við, að hægt verði að taka á móti sjúklingum undir mánaðarmótin. Sláttur gengur yfirleitt vel hjer á Suðurlandi. Nýting hefir verið ágæt til þessa. Tún voru í góðu meðallagi viðast þar sem ræktun var nóg, en óræktartún aftur á móti mjög illa sprottin. Á Vestur- landi er sláttur nýbyrjaður, og grasspretta mjög Ijeleg. Nú í byrjun Hundadaganna snjóaði þar niður undir byggð. ÞjóOminnlxgardag halda ísfirð- ingar í dag, og hafa haft viðbúnað mikinn. Bæjarstjórn Reykjavíkur. Fundur 4. úgúst. 1. Byggingarnefndargerðir frá 1. ágúst lesnar og samþykktar, með þeirri breytingu á 4. atriði þeirra, beiðni Bergs sútara Ein- arssonar um að fá keypta ca. 600 ferálnir austan af Litlabæjar-lóð (Gissurar lóð), að Markús Þorsteinsson Frakkastig 9 — Reykjavík tekur ad sjer allskonar aðgerð á ----- HljóOfsBPum. ------ verð lóðarinnar var ákveðið 1 króna á fer- alin hverja, og það skilyrðí sett, fyrir bygg- ingu sútunarhúss á lóðinni, að frárennsli frá því húsi verði áður löglega fyrir komið alla leið niður í sjó. Sæmundi Sveinssyni, Holtsgötu 8, veittar 35 kr. fyrir lóðarræmu, 75 ferálnir að stærð, sem tekin hafði verið af lóð hans við lagn- ing vatnsæða (sjá síðustu fundargerð, 4. tölulið). 2. Veganefndargerðir frá 25. f. m. lesnar og samþykktar. (Þar með samþykkt, að hyrja ekki lyrst um sinn á lagning skolp- ræsa um Hverfisgötu og Lindargötu, jafnvel þótt húseigendur við þær götur hefðu boðið fram nokkurn hluta kostnaðarins). 3. Nefndarálit lagt fram um erindi Garð- ars Gíslasonar & Hay um leyfi til uppfyll- ingar fram af Frostastaðalóð o. fl. (sbr. fund 2. júní nr. 13), en málinu frestað til næsta fundar, og nefndínni falið að bera sig sam- an við beiðandann. 4. Erindi frá Jóni Sveinssyni, snikkara, viðvíkjandi vatnsskatti, vísað til veganefndar. 5. Erindi frá Jóni Jóhannssyni og annað frá Guðm. Guðmundssyni um erfðafestuút- mælingu visað til fasteignanefndar. 6. Björn Jónsson, Frakkastíg 12, sækir um eftirgjöf á skuld sinni til fátækrasjóðs (ca. 500 kr.), gegn því að hann borgi af henni 200 kr. Bæjarstjórnin vill gefa eftir skuldina, ef beiðandi greiðir 250 kr. upp í hana innan loka þessa árs. 7. Lesið upp brjef frá bæjargjaldkera, er tilkynnir fógetaúrskurð, er frýjar Þjóð- verjann Borkenhagen frá útsvarsgreiðslu hjer i bænum fyrir 1909. Með því að ástæð- ur eru hinar sömu að því er snertir ýmsa aðra menn, er upp eru taldir í brjefinu, vísaði bæjarstjórnin máli þessu til fjárhags- nefndar til athugunar, og ef til vill til á- frýjunar til æðra dóms. 8. Brunabótavirðing á húsi Emil Jensens bakara í Þingholtsstræti, 12,501 kr., samþ. Reykjavíkurfrjettir. Kapphlaup o^kappsund sýndu menn úr Ungmennafjelagi Reykjavíkur á. sunnudaginn var, eins og til stóð. í kapphlaupunum tóku þátt níu ung- menni alls. Skeiðið var 500 metrar. Fljót- astur varð Ólafur Magnússon ljós- myndari, er rann skeiðið á 1 mínútu og 204/o sekúndu. Næstir voru M a g n ú 8 Tómasson (1 mín. 2275 sek.) og G u ð- mundur Þórðarson (1 mín. 25 sek.). í kappsundinu tóku 14 ungmenni þátt, og var þeim skift í þrjá flokka í fyrsta flokki voru 4 stúlkur, i öðrum flokki 4 pilt- ar yngri en 18 ára, og í þriðja flokki 6 piltar 18 ára og eldri. Sund-spölur 1. flokks var 60 metra^-, en 2. og 3. flokks 105 metrar. í 1. flokki varð Svafa Þorsteins- dóttir fljótust. Hún synti spölinn á 1 mínútu og 20 sekúndum. Næstar urðu Abelína Gunnarsdóttir (1 mínúta 45s/» sek.), og Sigríður Þorsteins- d ó 11 i r (1 min. 57 sek). í 2. flokki varð fljótastur Gunnar Ein- a r s s o n prentnemi, er synti spölinn á 2 mínútum og 242/b sekúndu. Næst.ir honum urðu A g ú s t Jóhannesson (2 min. 262/í sek.), Tómas Hallgrímsson bankaþjónn (2 mín. 29‘/6 sek.) í 3. flokki varð Stefán Ólafsson, frá Fúlútjörn, fljótastur. Synti spölinn á 1 minútu og 422/c sekúndu. Næftir urðu Benedikt Guðjónsson (1 min. 562/s sek.), og G u ð m. K r. Sigurðsson, (2 mín. 22/s sek ). Áhorfendur voru með langfærsta, móti, með því að fjöldi bæjarmanna var á skemti- ferðalagi utanbæjar. Sunnudaginn 14. þ. m. verður næsta sundþraut háð. Þá verður keppt um „Sund- bikar íslands“ i fyrsta Bkifti. Það er silf- urbíkar, mikill og fagur, smíðaður í Lund- únum. Þjóðhíítíð var engin haldin hjer i þetta skifti, en frídagur almennur var hjer 2. þ. m., búðir lokaðar mestan hluta dags- ins, og fáni á hverri stöng.

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.