Reykjavík - 13.08.1910, Qupperneq 1
♦
BaðhÚ8i9 virka daga 8—8.
Bi8kupsskrifstofa 9—2.
Borgaretjóraskrifstofa 10—3.
Bókasafn Alp.lestrarfél. Pósthússtr. 14, 6—8.
Bréfburður um bæinn 9 og 4.
Búnaðarfélagið 12—2.
Bæjarfógetaskrifstofa 9—2 og 4—7,
Bæjargjaldkeraskrifstofa 11—3 og 5—7.
Bæjar8íminn v.d. 8—10, suimud. 8—7.
Forngripasafnið hvern virkan dag kl. 12—2.
jslandsbanki 10—21/* og ó'/s—17.
Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. Id. 7--8 e.m.
Landakotsspitalinn lO'/a—12 og 4—5.
Landsbankinn 10’/>—2x/i.
Landsbókasafnið 12—3 og 5—8.
Landskjalasafnið á þrd., fmd. og ld. 12—1.
Landsjóðsgj.k. 10-2, 5-6, þrjá 1. d. í m. 10-2, 6-7.
Lands8Íminn v.d. 8—9, sunnud. 8—11 og4—6.
Læknaskólinn ók. lækning þrd. og fsd. 12—1.
Náttúrugripasafnið sunnud. lVs—2'/a.
Pósthúsið 8—2 og 4—7.
Stjórnarráðið 10—4.
Söfnunarsjóður 1. md. í mán. kl. 5.
Tannlækning ók. í P.str. 14, 1. og 3. md.ll—12.
„REYKJAVlK"
Árgangurinn kostar innanlands 3 kr.; erlendis
kr. 3,50 — 4 sli. — 1 doll. Borgist fyrir 1. júlí.
Aaglýsingar innlendar: á 1. bls. kr. 1,50;
3. og 4. bls. kr. 1,25. — Dtl. augl. 33‘/»°/« liærra. —
Afsláttar aö mun, ef mikið er auglýst.
Ritstj. og ábyrgðarm. St©fá.n JRixnólfsson,
Þingholtsstr. 3. Talsími 1 8 8.
^tfgeiðsla ,Reykjavíkur‘
er i
Skólastræti 3
(beint á móti verkfræðing Knud Zimsen).
Afgreiðsla blaðsins er opin frá kl. 9
árd. til kl. 8 síðd. — Talsími 199.
Ritstjópi er til viðtals virka daga
kl. 12—1. — Þingholtsstr. 3.
Lands lög og réttur í Reykjavík.
i.
Ná lögin jafnt yfir alla?
í fyrra reisti franski vara-konsúllinn
hér skúr, sem hann kallar nú vagnskúr,
en kallaði áður hesthús. Hann reisti
hann á lóð sinni án leyfis bæjarstjórnar.
Bæjarstjómin kærði það mál fyrir
fógeta, en — árangurslaust.
Þá sendi bæjarstjórnin stjórnarráð-
inu, áleiðis til sendiherra Frakka í Höfn,
kæru yfir vara-konsúl þessum, og
stjórnarráðið er sagt að hafi sent hana
frá sér, en — árangurslaust.
Síðan er nú liðið á annað ár, en
ekkert er gert til þessa tíma til að fá
lögunum hlýtt.
— Nú í vor reisir sami vara-konsúll
enn hús á lóð sinni, án þess svo mikið
sem að spyrja byggingarnefnd eða
bæjarstjórn leyfis — því síður að hann
hafi fengið nokkurt leyfi til þess. Hús
þetta er ekki að eins reist í lieimildar-
leysi bæjarstjórnar, en það er auk þess
torfkofi. En úr torfi ér fortakslaust
bannað að byggja nokkurt hús hér í bæ.
Þetta kærði bæjarstjórnin fyrir löngu
— mig minnir snemma í Júní —
fyrir bæjarfógeta, en — árangurslaust.
Þegar hr. Hannes Hafstein reisti hér
hús fyrir tæpu ári, varð hann, sér til
meins, að minka breiddina á þrepunum
við húsdyrnar um 1—2 þumlunga, af
því að bæjarstjórnin vildi svo vera láta.
Og fá ár eru síðan, að konsúll hér
í bænum — ekki t;ara-konsúll — varð
að gera stórt rask, til skemda, á tveim
húsum sínum, til þess að færa dyra-
þrepin að nokkru leyti iun í húsin.
Þetta var konsúll Þýzkalands. Hann
var löghlýðinn maður, og lét sér ekki
koma til hugar að ó’nlýðnast löglegum
fyrirmælum bæjarstjórnarinnar, þótt
þau hefði ef til vill mátt kalla miðlungi
sanngjörn, að því er annað húsið snerti
að minsta kosti, þar sem þrepin höfðu
staðið óröskuð og óátalin árum saman,
og víst upphaflega gerð í fullu leyfi.
Ef nokkur borgari í þessum bæ víkur
um hársbreidd frá heimild byggingar-
nefndar og bæjarstjórnar eða gerir
nokkurt mannvirki á lóð sinni, hve
lítið sem er, án leyfis bæjarstjórnar,
þá stendur ekki á dagsekta-þvingun,
niðurrifi og öllum refsidómum laganna.
En þessi stjórnar-sendill Frakka
getur brotið lögin eftir geðþótta hegn-
ingarlaust.
Hvernig stendur á þessu ?
Ná ekki lögin jafnt yfir alla?
Er hann hafinn yfir lands lög og rétt
hér ?
Það spyr margur að þessu, og það
er von.
Ég hefi spurt bæjarfógetann um,
hvernig á þessu stæði, og kvaðst hann
hafa spurst fyrir hjá stjórnarráðinu
hér um það, hvort eigi bæri að höfða
mál móti vara-konsúlnum, en mér
skildist svo, sem stjórnarráðið hefði
til þessa látið fyrirspurnina sem vind
um eyrun þjóta, og eigi svarað henni.
Eg skil nú ekki, hvað stjórnarráðinu
kom mál þetta við. Ef íslendingur
óhlýðnast byggingar-samþyktinni, þá er
hann beittur dagsektum af fógeta, og
mun ekki hafa verið vandi að hlaupa
í stjórnarráðið með fyrirspurn um það.
— Sumir eru að slá því fram, að þetta
eigi að stafa af einhverju bréfi frá
stjórnarráðinu, um það leyti sem þessi
franski sendill kom, til allra sýslu-
manna og fógeta. Bréf það, sem ann-
ars var með öllu óþarft, mun hafa verið
ritað eftir tilmælum vara-konsúlsins;
en í því stendur ekkert annað en til-
kynning um, að hann sé sendi-konsúll,
og kurteisleg áskorun til yfirvalda að
láta hann njóta réttar-verndar. En
ekkert er í því, og gat ekki verið, um
það að undanþiggja hann því að hlýða
hér lögum sem aðrir menn, enda hefir
hann verið sektaður hér fyrir lögbrot
(æðarfugladráp).
En hvað kemur þá til?
Úr því þessu var á annað borð skotið
til stjórnarráðsins,þá virðistmega ætlast
til að það svari fyrirspurn dómara.
Eða á það að vera nýr sjálfstæðis-
vottur þjóðar vorrar undir þessari stjórn,
að hún haldi hlífiskildi yfir óhlýðni út-
lendinga við lands lög og rétt?
Færeysku yfirvöldin höfðu þó hug
til hérna um árið að taka brezka vara-
konsúlinn á Islandi (W. Patterson) og
stinga honum inn í varðhalds-klefa.
II.
Þess var getið fyrir nokkru í „Rvík“,
að maður hér í bænum, sem hafði borið
Ijúgvitni í máli, hefði verið kærður fyrir
meinsæri fyrir bæjarfógetanum. Tvö
vitni hafa svarið það á hann, og einn
lögregluþjónanna hefir skýrt bæjarfógeta
frá því sama.
Nú eru nokkrar vikur síðan.
Fyrir fimm dögumspurði ég bæjar-
fógetann að, hvort hann væri farinn
að taka meinsærismálið fyrir. HanD
kvað nei við því, en kvaðst auðvitað
ætla að gera það. Bar við annríki, og
svo þvf, að allir fanga-klefar væru
fullir hér.
Þetta er þó mál, sem virðist lögum
samkvæmt gefa fylstu ástæðu til, að
manninum sé stungið inn í gæzlu-
varðhald unz dómur fellur.
En eins og nú gengur, er honum
auðgefið að bregða sér til Ameríku
hvern dag sem hann vill, því að dag-
lega eru skipaferðirnar til útlanda.
Auðvitað er ekki eftirsjá að slíkum
mönnum; en ekki mun það vera til-
gangur hegningarlaganna, að glæpa-
menn, sem vinna til svo þungrar
hegningar, sem við meinsæri er lögð,
sé látnir sleppa við alla hegningu, ef
þeir vilja vera svo vænir, að gera
sjálfir landhreinsun að sér.
Það er bágt ástand, að ekki skuli
vera auðið að setja mann í gæzlu-
varðhald í Reykjavík fyrir hiisnœðis-
leysi. En ekki vil ég þó ráða væntan-
legum vesturförum til að fremja morð,
þjófnað, rán eða aðra stórglæpi (það
skyldi þá helzt vera ofurlítið meinsæri)
í því örugga trausti, að þeir fái að fara
í friði, af því að bæjarfógetinn eigi
annríkt og húsnæðislaust sé í bænum.
Þeim gæti þó orðið hált á því!
Jón Olafsson.
Næsta þing.
Ég gat þess fyrir nokkru hér í blað-
inu, að ráðherra ætlaði að fá konung
til að nefna til nýja konungkjörna þing-
menn fyrir 15. Febr. næstk. og taka
þannig umboðið af þeim sem nú eru
konungkjörnir þingmenn og halda eiga
því umboði að lögum til Maímánað-
ar n. á.
Ég sýndi líka fram á það, með ó-
rækum rökum að ég vona, að þetta
væri stjórnarskrár-brot.
Ráðherra var um tíma einráðinn í
þessu, að sögn sumra þingmanna hér
| XI., 35
Nýtt hús
til sölu nú þegar. — Lítið hús, hæfilegt
fyrir litla fjölskyldu, tekið upp í andvirðið.
Afgreiðslan vísar á. [2 s. ah bl.
úr sínum flokki. Er mér sagt, að ferð
hans norður um land hafi verið í þeim
tilgangi gerð að vinna fylgi flokksþing-
manna sinna að þessu.
En hvað sem um það er, þá er nú
fullyrt, að hann sé horfin frá þessu
ráði, og er það vel, að svo er, hvort
heldur sem til kemur, að hann hefir
ekki getað áunnið sér fylgi þingmanna
til þess, eða að hann hefir við íhugun
og röksemdir sannfærst um, að þetta
væri stjórnarskrár-brot.
Hitt er nú fullyrt, að haDn ætli að
fresta þingi til Maímánaðar n. á.
Það er alkunnugt, að hann lagði það
ráð þegar í lok síðasta þings.
En hvað sem einhverjir fáir flokks-
menn hans kunna að hafa tjáð honum
um samþykki sitt til þess tiltækis þá,
að því er sagt er, þá er það auðsætt,
að nú stendur alt öðruvísi á en þá.
Nú hafa þau tíðindi síðan gerst, er
hafa valdið því, að meira en helmingur
allra þingmanna hafa óskað aukaþings,
þ. e., að Alþingi yrði háð sem allra-
bráðast, á undan reglulegum þingtíma.
Og allur þorri þeirra, sem ekki vildu
heimta auka-þing, bar því við, að ekki
munaði nema fám mánuðum, hvort
auka-þing kæmi saman í sumar eða
beðið væri reglulegs, lögmœts þingtíma
— 15. Febrúar.
Þar sem nú meiri hluti þingmanna
hafa óskað, að samkomudagur þings
yrði fluttur nær í tímanum, og allur
þorri hinna (og ráðherrablaðið með)
hafa þózt byggja á því, ganga að því
vísu, að þing yrði háð á reglulegum
tima — þá væri það svo óþingræðis-
legt, sem framast má verða, að flytja
samkomudag næsta þings enn fjær í
tímanum, fresta þingi þar til í Maí.
Það er vafalaust skylda allra stjórn-
flokks þingmanna, sem ant er um að
fyrirgera ekki trausti sínu hjá þjóðinni,
að leggja nú sem fastast að ráðherra
um, að þing verði háð á regluleg-
um tíma.
Jón Olafsson.
Frá Vdur-lÉÉgi.
Kosningar eru nýafstaðnar í Mani-
toba, og fóru svo að Roblin-stjómin
vann mikinn sigur. Andstæðingar
fengu að eins 14 þingmenn (af 41),
en ófrétt enn um 4 kjördæmi, og þó
talið líklegt að stjórnarsinnar hafi sigrað
í þeim flestum líka.
Tveir íslendingar náðu kosningu,
annar Baldwin Baldwinson af stjórnar-
flokki (fyrir honum beið Wilh. Paulsson,
úr andstæðingaflokki, ósigur), en hinn
Thos. Johnson úr (indstæðingaflokki;
hann er nú einn helztur þingmaður
1 sínum flokki; hann var endurkosinn,
sigraði Mr. Andrew, ágætasta mann,
stjórnarliða og fyrv. borgarstjóra í
Winnipeg. J. O.
1R k í a v t ft