Reykjavík - 13.08.1910, Qupperneq 3
REYKJAVlK
135
-IMOTIÐ AÐ EINS-
$P>
Þar sem 5unlight sápan er
fullkomlega hrein
og ómenguð, þá
er hún sú eina
sápa, sem
óhætt er að
þvo úr fina
knipplinga og|
annað lín.
UNU
1S37
Nýjasta fyrirsetlun Edisons. Hug-
vitsmaðurinn alkunni, Tliomas Edison, kvað
nú vera að útbúa sölubúð, som afgreiðir
sjálf allskonar matvörur, nýlenduvörur, og
auk þess kol og annað eldsneyti. Allar þær
vjelar, sem þarf til afgreiðsunnar, eru þegar
fullgerðar. Þær selja fyrir fimm sent (nftl.
18 aura) í einu, en láta roeira af hverri vöru-
tegund fyrir þá upphæð, heldur en menn fá
fyrir sömu upphæð í venjulegum búðum,
vegna þess að afgreiðslan er ódýrari. Þegar
þessi óþreytandi „töframaður11 hefir lokið
undirbúningi þessa fyrirtækis, ætlar hann
að opna fyrstu sjálf-afgreiðandi nýlendu-
vöruverzlunina sjálfur, ef enginn annar þorir
að gera fyrstu tilraunina.
Um auðæfi þau, sem sí og æ hrúgast að
Edison, geta menn gert sjer ofurlitla hug-
mynd, þegar þeir heyra það, að einungis fyrir
kviltmyndaáhöld þau, sem höfð eru til not-
kunar í Bandavíkjunum, fær hann í ágóða-
hluta nál. 30 þúsundir króna á viku hverri.
Þegar blaðið er að fara í pressuna
frétti ég að meinsærismálið, sem minst er
á hér að framam, hafi verið tekið fyrir í
þessari viku. J. Ó.
þess að íshúsin eru treg á að kaupa síldina,
en svo að sjá sem almenningur hjer hafi
ekki enn þá lært að hagnýta hana til átu
eða meta næringargildi hennar.
tslendlngasundið hefst kl. 11 ár-
degis á morgun frá sundskálanum við Skerja-
fjörð. Þar verður í fyrsta skifti keppt um
»Sundbikar íslands«. Sundspölurinn er
500 metrar.
Bjsirnt frá Vogl, „viðskiftaráða-
nauturinn“, kom hingað með „Vestu“ nú í
vikunni, og dvelur nú hjer í bænum.
í*rn.i»iuv©örid. Einhver amerískur
visindamaður skýrir frá því í siðustu „Lög-
rjettu“, að „eftir nákvæmustu rannsókn með
aðferð, sem brúkuð er i Vestui-heimi“, hafi
hann komizt að þeirri niðurstöðu, að þrum-
urnar 5. þ. m. hafi ekki verið „nær en 6
danskar mílur“. En hvert barnaskólabarn
hjer á landi veit sjálfsagt, hvað hljóðið
berst langan veg á sekúndu hverri, og get-
ur því reiknað það út, að þegar ekki eru
nema 10 sekúndur milli eldingar og þrumu,
þá er þruman ekki í fullri hálfrar mílu fjar-
lægð. Og 5. þ. m. voru fyrst í stað ekki
nema 10—15 sekúudur milli eldingar og
þrumu. Það hlýtur því að vera eitthvað
bogið víð „vesturheimsku aðferðina“.
Úr brjefi úr Húnavatnssýslu :
„. . . Illa gekk meðj pólitisku fundina í
Engihlíð og á Sveinsstöðum, Þar var tölu-
vert slælega að farið. Pundurinn í Engi-
hlíð var settur sama dag og hreppaskil vóru
í Vindhælishrepp, og þá átti að halda Árna
hreppstjóra eitthvert heiðurssamsæti í minn-
ingu um oddvitastörf hans. Þaðan kom því
enginn á fundiun, en þar vóru margir með
aukaþingi. En fundurinn á Sveinsstöðum
var settur sama dag og uppboð var haldið
á „Láru“-strandinu úti á Skagaströnd, og
þar bjuggust menn við höppum og dró það
mjög frá fundinum, einkum af Blönduóss-
mönnum. — 1‘etta mælist illa fyrir, að setja
svona fundina, og var það víst gert af ásettu
ráði. 1 Miðfirði fjellu þingmenn alveg með
sínar tillögur. En Borgarfundurinn var sem
enginn fundur“.
ReykjaYíkurfrjettir.
Sildarafli ágætur hefir verið hjer í
Sundunum undanfarna daga, og hefir þó
ekki verið stundaður nærri sem skyldi, vegna
ÓTÍðeigandi.
„Hæ, næturvörður, hvers vegna
handsamið þjer ekki þennan ístrubelg
þarna, sem er með hávaða og óiæti
á götunni?"
Fundarboð.
Með þvi að formaður heilsuhælisdeildarinnar i Reykjavik ekki
hefir boðað til fundar fyrir deildina svo árum skiftir, þá boðar undir-
rituð yfirstjórn fjelagsins til fundar, sem haldinn verður i Iðnadar-
maiinahúsinu inánudagskvöld 15 þ. m. Kl. }> siðd. i salnum
uppi. Yerður þar lagður frarn til endurskoðunar reikningur fyrir um-
liðið ár, rætt um hag deildarinnar, og væntanlega kosin ný stjórn.
Reykjavík, 13. ágúst 1910.
Kl. Jónsson. Sighvatur Bjarnason.
Ódýr vefnaðaryara!
Tli. Thorsteinsson, Ingólfshvoli, selur vefnaðar-
vöru-afganga sína með mjög lágu verði viknna
15.-20. þ. m.
Forskriv selv Deres Klædevarer
direkte fra Fabrik. Stor Besparelse. Enhver kan faa tilsendt portofrit
mod Efterkrav 4 ítttr. 130 Ctm. bredt sort, blaa, brun, gron og graa
ægtefarvet ílnulds K.læde til en elegant, solid Kjole eller Spadserdragt
for kun ÍO Kr. 2,50 pr. Mtr. Eller 31/* Mtr. 135 Ctm. bredt
sort, morkeblaa og graanistret moderne Stof til en solid og smuk
Herreklædning for kun 14 Kr. 50 0. Er Varerne ikke efter
0nske tages de tilbage. í h. b. l ár.
Aarhus Klædevæveri, Aarhus, Danmark.
„Hamingjan hjálpi okkur! Það væri með öllu óviðeigandi. Það er borgar- stjórinn sjálfur“. LandakotssköliöD
• byrjar
„Hefirðu heyrt það, að hann Guð- mundur er dáinn?" Fimtud. X. sept.
„Nei. Hann var alveg nýskeð á fótum, svo að hann getur ekki hafa legið iengi“. „Þess þarf ekki heldur með. Læknis- þstin hefir tekið miklum framförum". cSogi cJÍrynjólfsson yfirréttarmálaflutningsmaður. Austurstræti 3. Heima Kl. 11—12 og 4—5. Talsími 14«.
34
Þegar komið var fram yfir miðnætti, og hann ætlaði að
fara að halda heimleiðis, þá læddist hann hljóðlega eins og
köttur eftir ganginum og forsalnum, og þegar jeg kallaði
á þjóninn, og skipaði honum að koma með ljós, þá þaggaði
hann niður í mjer og spurði i lágum hljóðum :
»Manstu það ekki, að konan þín er farin að sofa?«
Mjer hnykkti við. IJað varð mjer ljóst þá í svipinn,
hve litt jeg kunni til allra mannasiða; en svo hló jeg að öllu
saman.
»Það er auðheyrt, að þú hefir lært til hlýtar hirðsiðina
i Parisarborg«.
Þegar hann stökk á bak, renndi hann augunum til húss-
ins. Þar var hvergi ljós i gluggum, nema i herberginu mínu.
»Má jeg koma aftur, Henrik ?« spurði hann nú með
fulluin rómii
»Svo oft sem þú vilt, Christian. Mjer er mikil ánægja
að því, og heimili minu sómi að því, að þú komir sem oft-
ast. Og ef jeg er ekki heima, þá hittir þú hana Frederikku,
og talar við hana — að eins verður þú að muna mig um
það, að tala aldrei við hana um Parísarborg«, bætti jeg við
brosandi. »Þú veizt, að hugsunarháttur hennar er töluvert
ólíkur hugsunarhætti Parísarbúa«.
Þegar jeg kom inn, var Frederikka enn þá vakandi i
herbergi sínu. Hún var að lesa i bænakveri. Kertaljós log-
aði á borðinu, og skyggði hún á það með höfðinu, en geislar
þess litu út eins og helgiröðull kringum höfuðið á henni.
»Hvers vegna fórstu frá okkur, Frederikka?« spurði jeg.
»Geðjaðist þjer illa að prinsinnm?«
»Nei«, svaraði hún fálátlega. »Hann er vinur þinn«.
»Bara að þú vildir vera lítið eitt vingjarnlegri«, mælti jeg
með bænarröddu, og settist við hliðina á henni á legubekkinn.
31
sem liallaði sjer upp að bækitrjesstofni skammt frá henni, og
starði hugfanginn á þessa yndislegu konu.
Jeg þekkti hann ekki fyrst, en nú leit hann við, og i
sömu svipan lá æskuvinur minn og fóstbróðir i faðmi mjer.
Hann var kominn aftur úr ferðalagi sínu erlendis, og endur-
funda-fögnuðurinn gagntók okkur.
En allt i einu sleit hann sig úr faðmi mjer, benti á
Frederikku, og spurði:
»Segðu mjer, hvað er þetta, Henrik?«
Jeg leit i sömu átt og hann, og sá þá, að hún var að
hverfa milli trjánna. Fálkinn sat einn á rim sinni, og reigði
sig þóttalega.
»Hvað það er, kæri (ihristian minn!« svaraði jeg. »Það
er konan min, ástkær eiginkona mín«.
Og jeg fann blóðið streyma til höfuðs mjer at fögnuðinum.
»Henrik, kæri Henrik minn«, mælti Christian prins,
einlæglega og kumpánlega, eins og hans var vandi, »nú kann-
ast jeg við þig aftur. Þú hefir ekki þolað við, að vera einn
og einmana í gamla, afskekkta húsinu þinu, og hefir þess
vegna náð þjer í þá fegurstu ljúflingamær, sem nokkurn tima
hefir dansað fram og aftur um skóginn í tunglskininu. En
hvernig í dauðanum hefir þú farið að þvi, eikardrumburinn
þinn, að sigrast á fegurstu, tigulegustu og stórlátustu stúlk-
unni, sem til var hjer um slóðir, henni Frederikku von Baben-
berg?«
»Hvernig jeg fór að því, Christian«, svaraði jeg, og skotraði
augunum þangað, sem konan min hafði staðið. »Hvernig jeg
fór að því ?« endurtók jeg enn þá einu sinni, og horfði rogg-
inn á vin minn. »Jeg fór engan veginn að því; hjörtu okkar
fundu hvort annað í ást og — —«