Reykjavík - 15.09.1910, Síða 2
160
REYKJAVÍK
samlag (Syndicate) hefir myndað verið,
sem uefnist „The British North-West-
ern Syndicate, Ltd.“, í þeím tilgangi
að hagnýta sér yfirleitt auðsuppsprett-
ur eyjarinnar.
Meginlanda-fjármagn. — Auk þessa
er nú verið að mynda samlag á Þýzka-
landi til að hagnýta sér brennisteins-
námana, sem fyrr á timum birgðu
alla Norðurálfuna með brennisteini. Og
félag hefir verið myndað til að hag-
nýta Dettifoss, langsamlega .stærsta
vatnsfallið í Norðurálfunni. Ennfrem-
ur hafa nokkrir auðmenn í Noregi
náð eignarhaldi á sumum inum stóru
fossunum, í þeim tilgangi að framleiða
loftefnaáburð (Nitrate of Lime), en
eftir honum er nálega takmarkalaus
eftirspurn; og hann má með vatnsafli
framleiða fyrir minna en £ 4 tonnið,
en er verður £ 7 til 8 tonnið. Stór
mannvirki hafa þegar verið gerð í
Noregi til að framlei^a þennan varn-
ing, og nú er verið að setja slík mann-
virki upp í Sviþjóð. ísland er alveg
eins vel til fallið þessa eins og Svíþjóð og
Noregur, og er nokkurra daga siglingu
nær mörkuðum í Ameríku.
Pá hefir einnig verið myndað sam-
lag til að hagnýta gulinámana. Ein
æð hefir reynst að gefa af sér eina
til fjórar únzur úr tonninu.
Af olíu, þeiiri er á ensku nefnist
„shale oll“, er mesta gnægð, og brún-
kol eru þar líka.
Af því sem hér að framan er sagt,
munu menn sjá, að stórmikil framför
hlýtur að verða. í íslenzkri verzlun á
næstu íramtíð.
Yðar einlægur
E. Benediktsson.
Bréf frá herra E. Claessen, öðrum
af t.veimur stjórnskipuðu málflut-
ningsmönnunum við yfirdóminn, og
herra B. Sigurðssyni, öðrum af inum
tveimur framkvæmdarstjórum stjórn-
bankans:
Mér er mikil ánægja að láta í Ijósi,
að herra Einar Benediktsson hefir
mikið álit fyrir að vera mjög svo
mikilhæfur maður, sem er ekki að eins
mjög vel gefinn, en heflr glögt auga
fyrir framtíðarmöguleikum og hagnýt-
ingu á auðsuppspiettum íslands, og
að ég álít hæfileika hans til að
koma á fót fésýslulegum og öðrum
fyrirtækjúm bera af hæfileikum sér-
hvers annars íslendings, sem ég þekki.
Hann á mjög miklar fasteignir, og |
eftir íslenzkum hugmyndum er hann
talsvert auðugur maður.
Eggert Claessen,
málflutningsmaður við yfirdóminn.
*
* *
Ég undirritaður er samdóma ofan-
rituðu áliti.
Björn Sigurðsson,
forstjóri Landsbanka Islands.
[Yottorði um rétta þýðingu á ensku
er hér slept. — Sömuleiðis er hér
slept vottorði herra A. Flygenrings
um að vöruhúsið liggi á hentugasta
stað og sé vel lagaðj.
SKÝRSLA UM YERZLUN Á ÍSLANDI
eftir
hr. 0. Arnason, íslenzkan kaupmann.
Jleykjavík 1. Júní 1910.
Til stjórnarnefndarmanna í
The North-Western Trading Co., Ltd.
Herrar. — Ég hefi fullkomna reynslu
af verzlun á íslandi, þar sem ég hefi
haft 30 ára reynslu; byrjaði 15 ára
að aldri. Atvinna mín síðustu tuttugu
árin hefir verið, að reka 'almenna verzl-
un, kaupa vörur og seija, og hefi ég
haft sölubúð fyrir sjálfan mig.
Ég hefi lesið skýrslu hr. E. Bene-
diktssonar um verzlun á íslandi, og
tel ég hana rétta. Ég hefi þegar haft
reynslu, sem sýnir mér, að starfsað-
ferð sú, sem haun fer fram á, mun
eiga vel við íslenzka verzlun.
VERZLUNARHORFUR.
Vöruhús. — Vöruhús það sem þér
takið að yður, er á ágætum stað, og
ætti að bera ægishjálm yfir verzlun
bæjarins, með því að þar er ekkert,
sem þolir samanburð við það.
Félagið „Ingólfur“. — Fyrir þrem
árum ráðfærði ég mig við herra Bene-
diktsson um það að mynda nýtt sam-
vinnufélag, er birgja skyldi bændur á
Suðurlandssléttlendinu með varningi,
og selja varning þeirra erlendis, með
því að það var skoðun mín að þetta
væri bezta aðferðin, til að fara með
verzlunina, fyrir utan aðalkauptúnin.
Hann réð mér til að mynda samvinnu-
félag, og nefndist félagið Ingólfur, og
þetta hefir»hepnast mjög vel. Ég kaupi
árlega varning fyrir þá erlendis og
birgi þá með öllu sem þeir með þurfa,
og sel varning þeirra fyrir þá í út-
löndum.
Umsetningin nemur nú um £ 17,000
(360,000 krónum) árlega, og vex ár-
lega um hér um bil £ 3000 (54,000
kr.). Hreinn ágóði á hlutahöfuðstól
félagsins er um 20°/o eftir að mér er
borgað.
Viðskiftahorfur fyrir samvynnufélög.
— Það em allmörg samvinnufélög
víðsvegar á íslandi, og það ætti að
vera mjög auðvelt að binda þau þeirra,
sem nálæg eru Reykjavík, samning-
um um, að verzla við vöruhús yðar.
Ég vildi ráða yður til að setja upp
útbú af verzlun yðar í helztu kaup-
túnum annarstaðar á íslandi, þar sem
þér gætuð haft fyrirliggjandi eitthvað
tiltekið af vörubirgðum, segjum fyrir
£ 3000 (54,000 kr.) á hverjum stað.
í engu af kauptúnunum er nokkurt
vöruhús af þessari tegund, sem sam-
svarar tímanum. Þér munuð fá 20—
30% hreinan ágóða á umsetningu
yðar, og velta öllum höfuðstólnum
tvisvar eða þrisvar á ári.
Forstaða. — Þér ættuð að hafa
þaulvanan og áreiðanlegan mann til
forstöðu vöruhúsi yðar í Reykjavík,
og auk þess forstöðumann, sem hefði
yfirumsjón með allri verzluninni á ís-
landi og næði í viðskifti við sam-
vinnufélögin.
Það hefir um langan tíma verið til-
gangur minn, að koma á sameigin-
legum aðalfélagsskap allra samvinnu-
félaga á íslandi, og með því að þér
hafið öll tæki á að gera þetta, mundi
ég alveg fáanlegur til, ef þér svo ósk-
ið, að takast á hendur að verða for-
stöðumaður fyrir yður, ef ég fengi í
árskaup £ 500 (9,000 kr.) og mundi
ég þá flytja með mér til yðar við-
skifti Ingólfs-félagsins, en ábatinn af
þeim einum mundi nálega hrökkva
fyrir öllu minu kaupi.
FISKVEZLUN.
Ég er sérlega hriflnn af fyrirætlun
yðar um rekstur fiskiverzlunarinnar,
með því að ég veit, að þetta mun
verða ákafiega mikil verzlun; satt að
segja mun hún verða svo mikil, að óg
hygg að betra væri fyrir yður að
mynda aukafélag, þegar þér hafið kom-
ið þeim viðskiftum á fót og reynt þau,
Þér gætuð þá tekið góða borgun í full-
greiddum hlutum aukafélagsins og
fengið þannig ágóða yðar án nokk-
urrar áhættu. Þetta aukafélag mundi
sjálft efla myndun ýmsra fiskifélaga og
tryggja sjálfu sér verzlunina með fisk
tegundir hafa hækkað í verði,
heíir verð á sápu hækkað
um alla Danmörku. Dar eð
vjer höfum enn þá miklar
birgðir af s á p u m, seljum
vjer þær mjög ódýrt til laug-
ardags 17. séptember næstk.
Verðið hækkar innan
s k a m m s a f t u r.
Lýsissápa
er alls ekki seld.
Cróð grsensápa á 13
og 15 aura pr. pd.
€róð brún krystals-
sápa á 16 og 18 aura
pr. pd.
Bleikju-vatn
á 12 aura flaskan.
Sápuhúsiö oS Sápuhúöin
Austurstræti 17. Laugaveg 40.
þeirra. Nú eru mörg skip, sem fiski-
veiðar stunda og ekki eru í neinum
félagsskap, og mundu þau verða helzt
til fegin að komast inn i góð sam-
tök, sem vel væri fyrirkomið. Með
því móti yrði miklu auðveldara að
selja fiskinn og fá varning til útgerð-
arinnar.
Þurkreitir, þeir sem The British
North-Western Syndicate hefir eignast,
munu duga ágætlega til þurkunar.
Síðar meir mun þurfa á þeim að halda
til bygginga, með því að þetta er dýr-
mætt land, þar sem það liggur svo
þétt við þann hluta bæjarins, sem nú
er að byggjast upp.
Yðar einlægur. Ólafur Árnason.
(Jón Ólaf'sson alþra. þýddi).
cfoafiarí tíí söíu.
50
vann jeg henni i kyrþey annað heit, og við höfum bæði haldið
þessi þegjandi loforð allt til þessa, og eru nú meira en fimm
ár siðan græni myrtussveigurinn var lagður um enni eigin-
konu minnar.
En þegar við hjeldum heimleiðis aftur úr »rauða húsinu«,
þá stöldruðum við aftur við hjá gröfinni, og Fríða lagði greni-
limssveig á leiðið. Kvöldblærinn sagði okkur sögu þeirra,
sem sváfu hjer sveíninum langa, söguna, sem við kunnum
nú svo vel, um hina yndislegu, ólánsömu konu, og heiðurs-
manninn, valmennið, sem hafði elskað hana af öllu hjarta,
og um hina ómælilegu auðlegð jarðneskrar hamingju, sem
lá falin undir steinum þessum, vegna þess að hvorugt þeirra
halði haft lag á þvi, að taka hana hinum rjettu tökum.
Frændi gamli kom á móti okkur út að garðshliðinu.
Tunglið var komið upp yfir fjöllin, og ljómaði í heiði.
»Nú, nú«, spurði hann, »ertu nú búinn að lesa söguna?«
»Já, kæri tengdapabbi«, svaraði jeg.
Og hann kinkaði kolli, hrosti góðlátlega, tók innilega í
hendur okkar, og kyssti á enni dóttur sinnar.
Nú vissi jeg, hvers vegna hann hafði fengið mjer þessi
gömlu, gulnuðu blöð.
Bakaríið í Vesturgötu nr. 14 hjer í bæ og hjáliggj-
andi húseign (Gröndalshús), ásamt hálfgerðum grunni, er
til sölu nú þegar.
í bakariinu eru 2 ofnar og iylgir allur útbúnaður
og áhöld öll, sem alt er mjög fullkomið og í besta lagi.
Bakaríið, sem er eign dánarbús Carls Frederiksens,
hefir verið og er mjög arðvænleg eign, og hefur þar
verið, eins og bæjarbúum er kunnugt, nijög mikil sala.
Bakaríið hefur áunnið sjer almenningshylli og er
nýum, vandvirkum eiganda í lófa lagið, að halda hinum
afarmiklu viðskiftum og hinum ágæta orðstír, sem
bakaríinu hefur hlotnast.
Lysthafendur snúi sjer til kaupm. Jes Zim-
sens, sem gefur nánari upplýsingar.
Fortepianó,
gott og vandað, er til sölu, og cr til sýnis í bakaríinu á
Vesturgötu 14. En semja ber við
Einar Árnason kaupmann,
Aðalstræti 8.
Frcntbmiðjan Gutenberg.