Reykjavík

Issue

Reykjavík - 01.10.1910, Page 2

Reykjavík - 01.10.1910, Page 2
t 166 REYKJAVÍK / leyfið ,gefið út“ rminnlega? Nei, ,concession “ hlýtur hér að Jýða „leyf- Hitt er annað mál, að hr. E. B. segir það ósatt (eftir því sem ísafold segir), að nokkurt „leyfi“ eða „leyfis- bréf“ fyrir banka sé gefið út: Hann hlýtur að vita sjáifur, að hann og ég og hver sem vill, má stofna hér banka, ef hann vill og getur, og þarf ekkert leyfi til. Það er öllum frjálst. En í útlöndum þarf víða leyfisbréf til þessa, og hefir hann viljað láta Bretann skilja, að slíks leyfis þyrfti hér, en væri tor- íengið, en þó hefði honum—■ E. B.— loks tekist að fá það !!! 7. Loks vítir hann, að ég hefi þýtt: „a number of valuable properties" með „fjölda fasteigna", og vill þýða „nokkr- ar“ eða „ýmsar“ (fasteignir). En þýð- ing hans er röng, en mín er rétt; „a number of“ þýðir „fjöldi af“ eða „margt af“. 8. Um þessar fasteignir er sagt, að þær séu „the pick of the country“; ég hefi þýtt það: „úrvalið úr öllum fasteignum landsins", og hr. E. B. er alveg óhætt að hengja sig upp á það, að betri og nákvæmari þýðing er ekki til. Hann vill þýða: „meðai inna beztu í landinu". Munurinn er lítill, en hans þýðing er fjær enskunni (veik- ara til orða tekið). 9. „a portion of the shares of the Syndicate I will [ætti heldur að vera: shall] place with first class people in Iceland who will be of use to us“. — Þetta þýddi ég: „Nokkuð af hiuta- bréfum félagsins ætia ég að fá í hend- ur beztu mönnum á íslandi, sem vér munum hafa not af“. Hann vill þýða: „ætla óg að selja meðal heldri Is- lendinga". En meinið er, að place þýðir: „að koma fyrir“ (á dönsku: „p)acere“); í því liggur alls ekki neitt um það, hvort hluturinn sé seldur eða gefinn. í verzlunarmáli er það oft haft um að selja, en meðal félags- stofnenda líka oft um að qefa, því að þeir gefa oft hlutabréf þeim, sem þeir ætla „að hafa not af“. Ég valdi þvi af ásetningi orð, sem gat þýt,t hvor- tveggja, aiveg eins og enska orðið. Orðin: „sem vér munum hafa not af“ benda líka skýrt til þess, að varlegast var að þýða einmitt eins og ég gerði, segja hvorki of né van. [Ég hefi annars, síðan „Botnia“ kom, fengið skilriki fyrir því, að af hluta- tölu félagsins (stofnfé þess á alls að verða ein £ 16000 — 280,000 kr.) eru 20,000 hlutir upp á 1 sh. (90 au.!H) hver. Af því geta allir séð, hvað til er í orðum E. B. „að hlut- hafar séu valdir sem bezt eftir. til- ' gangi félagsins"!] 10. Hr. E. B. játar, að hann hafi J kallað bæjarbryggjuna „Quay“, en segir j það vanþekking mína að ég þýði það „hafskipa-bryggja“. En „quay“ þýðir það, og aldrei neitt annað, aldrei „báta-bryggja“. [Bátabryggja heitir á ensku: „Landing-pier“ eða „Landing- stage*]. 11. Þá hefi ég þýtt: „in the near future“ með mjög bráðlega. Hr. E. B. vill þýða það: „í nálægum fram- tima“. — „í nálægum framtima" er danska („i en nær Fremtid") eða enska, þótt orðin eigi að heita íslenzk; en þýðing mín er hrein íslenzka. Það er allur munurinn. Nú hefi ég tínt upp allar aðfinn- ingar hr. E. B. og sýnt, á hverjum rökum þær eru bygðar. Við öðru var heldur ekki að búast, því að ég er svo iangt um betur að mér í ensku en hann, og sér í lagi 1 verzlunar- málinu og lagamálinu. Ég hefi t. d. einn vetur unnið á einni skrifstofu Bandaríkja-stjórnarinnar í Washington eingöngu við að þýða af öðrurn mál- um á ensku. ísafold hefir verið að breiða það út, að það væri misþýðing min, að þeir herrar E. Cl. og Sv. B. hefðu tekist á hendur að verða forstjórar félagsins ),Br. N. W. Syndicate“ hér á landi. En þetta er ósatt, sem vita mátti. Hr. E. B. segir, að þeir hafi tekið að sér að verða „joint local directors and representatives" félagsins á íslandi. Þetta segja nú þeir herrar, að þýði það, að þeir verði að eins lögfræðis- legir ráðunautar félagsins. Sé svo, að þeir hafi ekki öðru heitið bréflega, þá segir lir. E. B. (en ekki ég) rangt frá. Orðin „local directors“ þýða „stjórn- arnefndarmenn" [hér] „á staðnum“.— Það og eklcert annað. Lögfræðilegur ráðunautur er á ensku ávalt kallaður „iegal adviser“ (eða „sollicitor"). Ég þýddi að vísu skýrslurnar fremur í flýti (á 36 klukkust.); en ég gerði mér far um, að halla hvergi réttu máli, og það hefi ég hvergi gert. — Enginn hefir enn sýnt fram á neina misþýðingu, og ég hygg það verði erfitt. Annars skilur nú fjöldi manna um alt land svo ensku, að þeir geta sjálfir um dæmt. Fyrir því hefi ég álitið það óþarft, sem annars væri auðvitað innanhand- ar, að fá vottorð færustu ensku-manna hér um það, að útásetningar hr. E. B. á þýðing mína, sé á engum rökum bygðar, og að ég hafi í hverju ofan- greindu atriði rétt fyrir mér. Rvík 23. Sept. 1910. Jón Olafsson. Hvað er að frjetta? Hey-brunai*. Laugardaginu 17. f. m. braun heyhlaða hjá Guðmundi bónda á Bakka í ölfusi, hafði kviknað í heyinu, og brann hiaðan og heyið allt til ösku. í hlöð- unni voru um 600 hestar al' heyi. Daginn áður kviknaði í heyhlöðu Gísla bónda Gísiasonar á Hjalla í Ölfusi, og brann eitthvað af heyi, en varð siöktkt áður en eldurinn náði að magnast. Víðar í ölfusi hafa hey verið komin hætt vegna illrar hirðingar. í óþurkatíð er það afsakanlegt, þótt eitt- hvað sje illa hirt, en í annari eins þurkatið og verið liefir hjer sunnanlands í sumar, meiri hluta siáttarins, er það meira en meðal skeytingarleysi, að láta heyin brenna vegna illrar hirðingar. Slysfarir. Aðfaranótt 20. ágúst ds^tt Jóhann Einarsson af Akranesi, út af vjelar- bát frá Seyðisfirði, og drukknaði. — Aðfaranótt hins 4. f. m. datt sunn- lendingur út af vjelarbát við Wathnes- hryggjuna á Seyðisfirði og drukknaði. Hann hjet Jón og var Magnússon. (Eftir Austra). Súrhey hafa nokki-ir bændur í Bárðar- dal og Kinn látið gera á þessu sumri, látið afla heysins í félagi, og sett það ujip á Rauðá og Hóli. Þetta er þó að eins til- raun í þetta skifti, og lánaði Rsektunarfélag Norðurlands Pál Zophoníasson til þess að segja fyrir verkinu. Takist þetta vel, ráð- gera bændur þar að gera mikið meira að súrheysgerð framvegis. „Nl.“. Fjárflutningur til Belgíu. Norður- land segir að fjárkaupmenn frá Belgíu, Ch. Bracht & Co, ætli að kaupa fé á fæti í haust í Eyjafjarðar,- Þingeyjar- og Múla- sýslum, og flytja út einn skipsfarm af lif- andi fje. Fjeð borga þeir í peningum út i hönd. Sfys. 3. f. m. andaðist Björn Olafsson Olsen, trjesmiður og málari á Oddeyri. Hann dó af slysförnm við uppskipun. „Nl.“ Verðskrá Sláturfjelags Suðurlands. Fyrsta slátrunartímabi! i haust (til 15. Okt.). 1. flokks 2. flokks 3. ílokks 4. flokks 5. flokks sauðir 40 pd. og þar yfir dilkar 28 — — — -— veturg. 30 — — — — sauðir 33—39 pd. . . dilkar 25—27 — . . veturg. 25—29 — . . dilkar 18—24 — . . veturg. undir 25 pd. rýrara fje................ rýrasta fje............... Mör 0,23 aura pd. 0,23 0,23 — — 0,22 — 0,21 -- — 0,21 — 0,20 0,20 — 0,17 — — 0,15 — 0,30 — - Sláturrerd eins og undanfarið (án garna) Lystigarður Akureyrar heitir garður, sem ýmsar frúr á Akureyri eru að koma upp fyrir bæinn. Stjórnarráðið hofir ný- lega veitt. til garðs þessa 225 kr. úr skóg- ræktarsjóði Friðriks VIII. Hjúskapur. Hinn 11. þ. m. voru gefin saman í hjónaband á Akureyri ungfrú l’óra Matthiasdóttir og Porsteinn J. Skaftason, ritstjóri „Austra“ Vínsölusekt. Brytinn á „Sterling“ var 15. f. m. sektaður í Vestmannaeyjum um 4]00 krónur fyrir ólöglega vínsölu. Dáinn er 16. f. m. Kristján bóndi Olafs- son á Meiragarði i Dýrafirði. Botnvörpungur sektaður. Fyrir skömmu tóku Vest.manneyingar enskan botnvörpung einn, er var að veiðum þar á víkinni. Var hann sektaður um 1800 kr., og afli og veiðarfæri upptæk. Reykjavíkurfrjettir. íþróttasamband Reykjavikur. Öll íþróttafjelög bæjarins hafa nýlega gengið í bandalag, er nefnist „íþróttasamband Reykja- víkur“. Tilgangur þess er að hlynna að og vekja áhuga á alls konar heilbrigðum íþrótt- um í Reykjavík. Eins og skýrt er frá í 25. og 27. tölubl. „Rvíkur“, fengu iþróttafjelög- in í sumar útmældan allstóran blett á Mel- unum, þar sem þau ætluðu að koma upp íþróttasvæði fyrir bæínn. Jafnframt sóttu þau og um nokkum styrk úr bæjarsjóði, til þess að koma hugmynd sinni í framkvæmd, og lofaði bæjarstjórnin, að taka styrkbeiðni þeirra til góðgjarnrar ihugunar, þegar fje- lögin hefðu lagt fram uppdrátt og sundur- liðaða kostnaðaráætlun um alla tilhögun á íþróttasvæðinu. — íþrótlafjelögin hafa leitað fyrir sjer hjá bönkunum um lán til þess að girða iþróttasvæðið og laga það, og bafa bankarnir tekið því vel. — Nú hefir íþrótta- sambandið sent bæjarstjórninni beiðni um að fá lagðar gasæðar og vatnsæðar suður að íþróttasvæðinu og kringum það. Beiðni sú var til umræðu á síðasta bæjarstjómar- fundi, on var þá frestað. Litill vafi á því, að bæjarstjórnin samþykki þá málaleitun. Kostnaður við lagning vatnsæðar þangað engin ósköp, og gasæðin ætti að borga sig — þar eins og annarstaðar. — í stjórn í- þróttasambandsins eru: Olafur Björnsson ritstj. (form.), Hallgr. Benediktsson verzlun- maður (ritari), L. Möller verzlunararstjóri, ungfrú Sigr. Björnssdóttir og Guðm. Sigur- jónsson. Hjúkrunarheimili. Póra ./. Iuaars- son, áður hjúkrunarkona á Kleppi, hefir auglýst, að hún veiti sjúklingum viðtöku til hjúkrunar á Laugaveg 58. Gjald lægra, heldur en á spítalanum, segir hún. Prestvígðir. Sunnud. 11. f. m, vígði biskup cand. theol. Harald Jónasson frá Sauðlauksdal til aðstoðar sfra Jónasi Hall- grímssyni á Kolfe'ý.justað, og cand. theol. Lárus Thorarensen frá Stóra Holti til Garða- og Þingvalla-safnaða í Norður-Dakota í Bandarikjunum. Steinolíu í tunnum er áreiðanlega besf að kaupa í versluninni „Breiðablik“, Læk.jargötu 10 15. 5tór útsala á skólatöskum og stílabókum verður nú næstu daga í versluninni Lækjartorgi io B, £aukur or aimað kryðð l'æst hjá Jes Zim^en. Bæjarstjórn Reykjavíkur. Fnndnr 15. sept. 1. Byggingarnefndargerðir frá 10. þ. m. lesnai- og samþykktar. Bæjarfulltrúar Kl. Jónsson og Ki-. Þor- grímsson óskuðu bókuð mótmaíli gegn því, að byrjað hafi verið á breytingu á húsi einur áður en byggingarleyft var fengið til þess. Ákveðið, að gera það að skilyrði fyrir undanþágu frá bygging eldvaraarveggs á húseign Árna Eiríkssonar, Vesturgötu, að leyfi eiganda lóðarinnar næstu fyrir a.ustan yrði þinglesið. 2. Veganefndargerðir frá 12. þ. m. lesnar og samþykktar með þeirri viðbót, að götu- Ijós, er bæta á við i Vallarstræti, skuli vera standl jós, og að bætt sje inn ákvörðun um, að heimiid borgaa-stjóra skuli þurfa til að láta kveiking niður falla á götu-ljóskerum, enda þótt bjart sje af tunglsljósi. 3. Fasteignanefndargerðir frá 13. þ. ni. lesnar og samþykktar með þeirri breyting,. að land það, er Th. Thorsteinsson fær á leigu, gangi ekki nær veginum, en að 45 álnir verði óútmældar meðfram honum. 4. Vatnsnefndargerðir frá 12. þ. m, lesnar og samþykktar, með þeirri breytingu, að frestað var, að taka ákvörðun um vatns- pípulagning i Kaplaskjólsveg, og að sam- þykkt var, að leggja vatnsæð frá Suðurgötu til Garðastrætis til húss Bjarna Matthías- sonar skilyrðislaust. 5. Svohljóðandi tillaga var samþykkt: „Bæjarstjórnin samþykkir móttöku gas- stöðvarinnar, er borgarstjóri veitti bráða- byrgðar-móttöku,fyrir hönd bæjarstjornar. 17. ágúst siðast!,,,.

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.