Reykjavík - 15.10.1910, Side 1
1R k \ a\> í h.
XI., 47
Laugrardaff 15. Október lí>10
XI., 47
Baðhúsið virka daga 8—8.
Biskup88krif3tofa 9—2.
Borgarstjóra8krif8tofa 10—3.
Bókasafn Alp.lestrarfél. Pósthúsetr. 14, 5—8,
Bréfburður um bæinn 9 og 4.
Búnaðarfélagið 12—2.
Bæjarfógetaskrifstofa 9—2 og 4—7.
Bæjargjaldkeraskrifstofa 11—3 og 5—7.
Bæjareiminn v.d. 8—10, sunnud. 8—7.
Forngripasafnið sunnud., þrd., fmd. kl. 12—2.
Islandsbanki 10—2‘/a og 67.
Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. 7--8 e.m.
Landakotsspitalinn 10l/i—12 og 4—6.
Landsbankinn 101/*—21/*.
Landsbókasafnið 12—3 og 5—8.
Landskjalasafnið á þrd., fmd. og ld. 12—1.
Landsjóðsgj.k. 10-2, 6-6, þrjá 1. d. í m. 10-2, 6-7.
Landssiminn v.d. 8—9, sunnud. 8—11 og4—6.
Læknaskólinn ók. lækning þrd. og fsd. 12—1.
Náttúrugripasafnið sunnud. I1/*—21/*.
Pósthúsið 8—2 og 4—7.
Stjórnarráðið 10—4.
Söfnunarejóður 1. md. í mán. kl. 6.
Tannlækning ók. í P.str. 14, 1. og 3. md. 11—12.
„REYKJAYlK"
Árgangurinn kostar innanlands 3 kr.; erlendis
kr. 3,50 — 4 sh. — 1 doll. Borgist fyrir 1. júli.
Auglýsingar innlendar: á 1. bls. kr. 1,50;
3. og 4. bls. kr. 1,25. — titl. augl. 33*/»•/• hærra.—
Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst.
Ritstj. og ábyrgðarm. Hteífin IRunólfsson,
Pingholtsstr. 3. Talsími 1 8 8.
yi|geiðsla ,Reykjavíkur‘
er í
Skólastræti 3
(beint á móti verkfræðing Knud Zimsen).
Afgreiðsla blaðsins er opin frá kl. 9
árd. til kl. 8 síðd. — Talsimi 199.
RitstjÓPÍ er til viðtals virka daga
kl. 12—1. — Þinjgfioltsstr. 3.
Smá-hugleiðingar
um
stjörnarskrár-breytingar.
Eftir Jón Ólafsson.
Eftirhreyta.
Það vill svo til, að það þarf ekki
stjómarskrárbreyting til þeirra ákvæða,
sem ég ætla að ræða um í dag.
Það er 19. gr. stjórnarskrárinnar,
sem hér er um að ræða.
Hún hljóðar nú svo:
„Ið reglulega Alþingi skal koma
saman fyrsta virkan dag í Júlí-mán-
uði annaðhvert1) ár, hafi konungnr
ekki tiltekið annan samkomudag sama
ár. — Breyta má þessu með lögum*.
Allri þessari grein má breyta með
einföldum íögum, og ákvæðinu um
samkomu-daginn liefir þegar verið
breytt þannig (15, Febrúar eða næsti
virkur dagur er kominn í stað 1.
virks dags í Júlí).
í 5. gr. stendur, að konungur skuli
stefna saman reglulegu Alþingi. En
samkv. 19. gr. skal Alþingið koma
saman ákveðinn dag, hvort sem kon-
ungur stefnir því saman eða ekki,
„hafi konungur ekki tiltekið annan
samkomudag sama ár“.
Það ákvæði stendur í stjórnarskrám
(eða öðrum lögum) nálega allra þing-
stjórnarlanda, að þingið skuli koma
saman tiltekinn dag. Það er til þess
sett að varna því, að stjórn geti
frestað þingi. Slík frestun er ekki,
svo ég viti til, heimiluð í stjórnarskrá
nokkurs ríkis, sem þingfrjálst er, nema
1 stjórnarskrá íslands eins.
VÉaðarvörur Árni Eiríksson Hreinlæiisvörur
Kjólatau Enskt leður Herðasjöl Handsápur
Kvenslipsi Nanquin Treílar Kústar
Silkitau, svört Sængurdúkur Axlabönd Burstar
Leggingabönd Lastingur Handklæði Gólfmottur
Ljerept alls konar Shirtingur Lífstykki Höfuðkambar
Flúnell Millifóður Nærfatnaður fyrir Greiður
Tvisttau Fóðurtau fullorðna & börn Ilmvötn
Stubbasirz Hnappar Borðdúkar, hv. og Reykelsi
Dagtreyjusirz Tölur misl. Rykskúffur
Enskt vaðmál Tvinni, margsk. Rúmteppi ofl. ofl. o. margt íl.
VÉaðarvörur Austurstræíi 6, Reykjavík. Hreinlætisvörur
ru * rrrr rr
1) í stjórnarskránni stendur hér: „ann-
aðhvort11, sem er vitleysa.
Hitt stendur í stjórnarskrám margra
ríkja, að þingið skuli koma saman
þann dag, sem til er tekinn, nema
konungur (eða forsetinn í þjóðveldi)
hafi tiltekið annan dag fyrr á árinu.
Mörg ríki hafa þó ekki það ákvæði
heldur, en láta sér nægja rétt stjórn-
arhöfðingjans til að kalla saman auka-
þing. Ákveða þá, að ef aukaþing sé
saman komið þann dag, er reglulegt
þing á að koma saman, þá breytist
aukaþingið þann dag sjálfkrafa í reglu-
legt þing.
Þetta er eðlilegt og samkvæmt til-
ganginum með löggjafarþing og eftir-
litsvald þeirra, að konungur megi leita
þingsins aðgerða oftar eða fyrrí en
lögmælt er; en megi ekki varna þing-
inu að koma saman á lögákveðnum
tíma.
Það ei gagnstætt eðli hlutanna,
gagnstætt tilgangi þingstjórnar, að
stjórn, sem finnur, að hún er að fyr-
irgera trausti þings, eða heflr fyrirgert
því, skuli geta lengt líf sitt með því
að varna fulltrúum þjóðarinnar um
langan tíma að koma saman.
Þegar stjórnarskrá vor var gefin út
(1£74), var byrjun þingtímans ákveðin
1. Júlí, og engum hefir þá víst komið
til hugar, að hér yrði háð þing að
vetrarlagi. Þá vóru hér engar strand-
ferðir.
Og þá var þingrœði ekki viðurkent
hér. Þvert á móti urðum vér að
dankast með danskan ráðherra án
nokkurs tillits til þess, hvort hann
naut trausts eða vantrausts Alþingis.
Þá hefði, eins og á stóð, varla getað
verið um að ræða, að þingi gæti orðið
frestað nema í hæsta lagi 3—4 vikur.
Og þingfrestun var þá í sjálfu sér
ekki eins viðsjál, af því að stjórnin
gat þá látið sér á sama standa, hve
andvígt þingið var henni.
En einmitt fyrir það var heldur
engin ástæða til fyrir stjórn að fresta
þingi, nema einhver óvœnt knýjandi
nauðsyn bæri að höndum.
Engum hefði víst dottið í hug, að
farið mundi fram á að fresta þingi al-
veg að ástæðulausu, eða fyrir þá eina
sök, að ráðgjafi (eða landshöfðingi)
væru þær liðleskjur eða svo latir eða
hirðulausir, að þeir nentu ekki eða
hirtu um að undirbúa alþingismálin í
tæka tíð, en kysu t. d. heldur að vera
að flakka sér til skemtunar.
Fyrir því hefir þetta ákvæði ekki
þótt svo viðsjárvert þá.
En þetta má ekki eiga sér stað!
Rétti þjóðarinnar er misboðið með
því. Þingræðinu er misboðið með því.
Auðvitað getur konungur neitað að
gefa út úrskurð um þingfrestun. Og
þar er einmitt eitt af þeim tilfellum,
er konungsvaldinu getur verið rétti-
lega beitt til að varðveita rétt þjóðar-
innar.
En engin þjóð á &ð eiga undir því,
að konungsvaldið þurfi að verja rétt
hennar.
Þjóðin á, svo sem auðið er, að
tryggja rétt sinn með lögum.
Auðvitað má breyta þessu með ein-
földum lögum, með því að nema burt
orðin: „hafi konungur ekki tiltekið
annan samkomudag sama ár“, eða þá
að breyta þeim þannig: „hafi konung-
ur ekki tiltekið annan samkomudag
fyrri á því ári“.
En réttara og tryggara er, að setja
það í stjórnarskrána, og láta svo nið-
urlagsorð 19. gr. hljóða svo: „Breyta
má samkomudegi Alþingis með lögum".
Ég hefi vakið máls á þessu af því,
að það er vitanlegt, að ráðherra, sá
sem nii er, liefir þegar í sumar farið
þess á leit að fá konungs-úrskurð fyrir
að fresta Alþingi næsta ár, og það
alla leið fram til Maí-mánaðar.
Orsökin til þess, að hann var kvaddur
nú út á konungsfund, var sú, að kon-
ungi mun hafa þótt þetta tiltæki ísjár-
vert, og er það því skiljanlegra, ef
konungi hefir verið kunnugt um, að
meira en helmingur allra núverandi
alþingismanna hafði látið í Ijósi ósk
um aukaþing, þ. e. að þing yrði saman
kvatt fyrir lögmæltan tíma. Konungi,
sem ann þingræði, hefir skiljanlega
getað þótt það einkennilegt svar upp
á málaleitun meiri hluta þingmanna,
að gera alveg gagnstætt vilja þeirra —
fresta þingi í stað þess að flýta því.
Og þetta án nokkurrar minstu átyllu,
því síður nauðsynjar.
3
P-
S 2
so v.
o-
T1
>
2
2
r*i
-<
cn
o
o
c
so
se
_m
'i 50
í tr*
frl
2
2
2
O
>
w
m
: m
O
o
co
G
2
O
O
o
m
2
5
9'
er
0-
X
*
O-
s
5
£
h 5 < 2 S- § £2 2 g o < a - § § 50 ** >
Jtærfot! jfxrföt!
Jlærf ot! Möt!
JfærfBt! jfcerföt!
Jeg leyfi mjer að mæla með mínum
viðurkennda nærfatnaði, sem bæði er
mjög ódýr, smekklegur og vel vand-
aður að öllu leyti. Yetrar-nærfðt
mín hafa ávalt hlotið lof þeirra sem
reynt hafa. Hefi jeg ávalt mjög mik-
ið úrval af nærfatnaði, en í ár er jeg
sjerstaklega vel birgur af honum og
sel hann mjög ódýrt. Nú sem stend-
ur gef jeg 10°/« afslátt frá hinu
afárlága verði. [3svar]
Magnús Þorsteinsson,
Bankastræti 12.
(Á horninu að Bankastræti og Ingólfsstr ).
framhalðs-funiur
af siðasta fundi fríkirkjumanna verð-
ur haldinn sunnudaginn 16. okt. í Frí-
kirkunni kl. 4 síðdegis. Safnaðarmeð-
limir áminntir um að mæta stundvís-
lega. Stjórnin.
Munið eftir
upplestri Jóns Transta
í kvöld kl. 9.
Á morgun kl. <J síðd.
€ggert Claessen,
yflrréttarmálaflntningsmaðnr.
Póstliússtr. 17. Talsími 16.
Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5.