Reykjavík - 15.10.1910, Qupperneq 2
17«
REYKJAVÍK
VETRARKÁPUR
íyrir Iiarla, Koiiur og Börn,
ódýrastar
í versl. DAGSBRIJN.
líSivGtí®
Mjö^
5tórt
úrval.
yillar
Stærðir.
Reykjavlkurfrjettir.
Hlannsláta Hjer í bænum andaðist f
fyrrinótt sjera Hjörleifur Einarsson (prests i
Vallanesi), faðir Einars Hjörleifssonar skálds.
ElduP kviknaði síðastliðinn sunnudag í
húsinu nr. 11 á Laugavegi, tvílyftu húsi,
sem er eign frú Guðlaugar Jónsdóttur, ekkju
Andrjesar sál. Bjarnasonar söðlasmiðs. Eld-
urinn kviknaði frá steinolíuvjel á efsta lofti,.
og læsti sig þegar um herbergið og víðar
um efsta loft og þakið. En veður var spakt,
og tókst slökkviiiðinu fljótlega að vinna bug
á eldinum. Skemmdir urðu töluverðar á
húsinu, bæði af eldi og vatni, og sömuleiðis
á innanstokksmunum. Frú Guðlaug Jóns-
dóttir varð iyrst vör við eldinn, og brennd-
ist hún allmikið bæði á höndum og höfði,
og hefir hún legið rúmföst síðan.
Vjelarbátur brotnaði hjer við hafnar-
bryggjuna aðfaranótt 10. þ. m. Hafði legið
við bryggjuna, en um nóttina gerði norðan-
rok með sjógangi. Báturinn var eign Guð-
mundar Diðrikssonar.
Epigröinin.
7.
Afrek hans seint verða öll saman töld,
hann var alt af að ljúga og svíkja;
hann reit á sinn kámuga roðhænsnis skjöld
það ragyrði: skríða og víkja I
hann hugsaði' um fjárbrellur, hefndir og völd.
Þann hund ætti’ á þingi að strýkja.
Sneglu-Halli.
Athuganir
um
Eftir Einbúa.
I.
Eínahagurinn nú.
Á árunum 1902 og 1903 átti jeg oft tal við mann einn hjer í bænum,
sem að mínu áliti er einhver sá glöggasti fjármálamaður, er jeg þekki, og
töluðum Yið þá oft um framtíð Reykjavikur.
„Reykjavík byggist of ört“, mælti hann meðal annars, „það er ofvöxtur
hlaupinn í hana, og það verður til þess, að allt hlýtur að falla í verði aftur.
Það er óhugsandi annað, en að hjer komi von bráðar afturkippur, eins og á
sjer stað í öllum svona bæjum, sem stækka of ört. — Auðvitað verða hjer
eitt eða tvö velti-ár — á pappírnum — ef íslandsbanjd kemst á, en þeim
mun meiri hætta er á afturkippnum".
Jeg var á annari skoðun þá, og sagði, að enn þá væri ekkert, hvorki
hús nje lóðir, komið yfir eðlilegt eða skapiegt verð.
En svo kom íslandsbanki (er tók til starfa 7. júlí 1904) og guílfundurinn
í Vatnsmýrinni, og varð þá allt hjer í uppnámi, eins og menn muna. Lóðir
flestar hækkuðu í verði um helming, og sumar meira, og það lá við að húsin
flygju upp, og gömlu húsin svifu næstum í loftinu, því að þrisvar og fjórum
sinnum urðu eigendaskifti að sumum húsum á sama árinu.
Öllu þessu hafði jeg hjer um bil gleymt, þegar mjer nú fyrir rúmum
mánuði var falið það í fjelagi einu, sem jeg er meðlimur í, að svara spurn-
ingunni: „Hvemig á Reykjavík að byggjast á næstu árum?“
Til þess að geta svarað þeirri spurningu af nokkru viti, varð jeg að afla
mjer ýmiskonar fræðslu um hag og ásigkomulag Reykjavíkur fyr og nú, hvað
ört hún hefði vaxið, bæði að fólksfjölda og húsum, og — það sem mest reið á
— hve miklar skuldir og eignir Reykjavikurbúa væru nú og hefðu verið.
Það, sem hjer fer á eftir, er byggt á þeim athugunum, og set jeg hjer
fyrst fólksfjölgunina á tímabilinu frá 1801 til 1910.
Árið 1801 Fólksf jöldi. var íbúatala Reykjavíkur 307
— 1840 r> n 900
— 1870 r> r> 2,024
— 1880 n n 2,567
— 1890 n r> 3,700
— 1900 n n 5,802
— 1910 n n 12,000
Skýring á þessu yfirliti er óþörf. Allir sjá, að vöxturinn er langmestur
á árunum 1900 til 1910, fyllilega helmingur. Einnig sjest það, að á síðast-
liðnum 40 árum, frá 1870 til 1910, hefir fólksfjöldi bæjarins sexfaldazt. Ef
fólksfjölgunin hjeldi áfram eftir sama hlutfalli, þá ætti bærinn að 40 árum
liðnum, árið 1950, að hafa 72 þúsundir íbúa, og um næstu aldamót, árið 2000,
ætti hann eftir sama hlutfalli að hafa meira en 1 miljón íbúa. En sennileg
áætlun er, að í Reykjavik verði um aldamótin 2000 um 120 þúsundir manna.
Láti maður aftur á móti bæinn tvöfalda íbúatölu sína á hverjum tíu
árum, eins og hann hefir gert síðastliðin tíu ár, þá yrði íbúatala Reykjavíkur
um næstu aldamót orðin 6,144,000.
Þetta er auðvitað fjarstæða, sem ekki er hugsanlegt að nái nokkurri átt.,
en það er góð skýring á vextinum síðastliðin 10 ár.
Húsaf jölyun.
Árið 1800 voru í Reykjavík alls 30 hús
— 1860 — n — 135 —
— 1880 — — 285 —
— 1887 — n — 432 —
— 1897 — n — 444 —
— 1900 — n — 627 —
— 1910 . — n" -1,200 —
Það má segja hið sama um þetta yfirlit, eins og hið næsta á undan, að
það þarf ekki mikilla skýringa við. Húsum hefir á þessu tímabili fjölgað alls
í rjettu hlutfalli við fólksíjölgunina; það er að segja — að tölunni. En um
virðingarverð húsanna er öðru máli að gegna, eins og sjá má á næsta yfirliti-
Bmnabótavirðingar.
1879 voru húseignir í Reykjavík virtar alls til brunabóta á 946,000 kr.
1889 — — „ - ——- — - — - 1,893,000 —
1899 — —- — — - - 3,107,000 —
1910 — —— — - — - 12,000,000 —
Á þessu yfirliti sjá allir, að hjer eru ekki lengur sömu hlutföllin. Vax-
andi kröfur manna um stærri og betri íbúðir gera hjer vart við sig; en auð-
vitað er ekki öll þessi gífurlega hækkun þeim að kenna. Hún stafar að nokkru
leyti af því, að á síðastliðnum 10 árum hafa ýms hús verið reist, sem ekki
eru notuð til ibúðar, en eru hátt virt. En hitt er þó víst, og auðsjeð á yfir-
liti þessu, að nú býr hver Reykjavíkurbúi miklu dýrara, en hann gerði 1899,
því að síðan hefir fólkinu fjölgað um helming, en virðingarverð húsa hækkað
um þrjá fjórðu-hluta.
Af þessu sjest það líka, að á sfðastl. ellefu árum hafa verið lagðar i
húsabyggingar næstum því níu miljónir króna.
En þá er eftir að komast fyrir það, hvernig allt það fje sje tilkomið,-
hvort menn hafi tekið það allt að láni, eða hvort þinglesnar veðskuldir haft
að eins aukizt í rjettu hlutfalli við það, sem þær voru áður. Væri svo, að
þær hefðu að eins aukizt hlutfallslega rjett, Þá. sjá allir, að gróðinn væri
afar-mikill.
Nú er það víst almennt álit manna, að bæjarbúar sjeu yfirleitt mjög
illa staddir — að allt sje hjer á heljarþreminum. Að minnsta kosti leynir það
sjer ekki, að þetta er álit bankanna, því að öðrum kosti mundu þeir ekki
haga sjer eins og þeir gera, að heimta t. d. af öllum almenningi hjer 10 kr.
af hverjum 100 kr. í afborgun af víxlum og ábyrgðarlánum, og lána ekki gegn
fyrsta veðrjetti í húseignum til lengri tíma en 30 ára, og ekki nema */» hluta
virðingarverðs.
Reyndar segir „Athugull" í síðasta tölublaði „Reykjavíkur", að íslands-
banki fari vel með sina viðskiftamenn, og hefi jeg ekkert við það að athuga,
að því er jeg þekki til; síður en svo. Og sjálfsagt má gera ráð fyrir því, a&
einhverjir geti sagt það sama um Landsbankann, þótt „Athugull“sje á öðru máli.
En hvað sem því líður, þá er framkoma bankanna nú, og heflr veriÁ
síðustu árin, þannig, að það er auðsætt,, að þeir hljöta að álíta, að hjer sje
allt á hausnum, gætandi ekki að því, að lánskjörin eru þannig, að það væri
blátt áfram óhæfilegur gróði, sem menn hefðu af húseignum sínum hjer, eí
þeir gætu staðið í skilum.
Það má ef til vill segja sem svo, að enginn ætti að byggja eða ráðast í