Reykjavík

Ataaseq assigiiaat ilaat

Reykjavík - 15.10.1910, Qupperneq 3

Reykjavík - 15.10.1910, Qupperneq 3
t REY KJAVIK 177 Hvað er að frjettaV Sýslumanni og hpeppstjóra reent. Pöstudaginn 7. þ. m. var enskur botnvörp- ungur að veiðum i landhe’.gi nálægt Bjarn- eyjum á Breiðafirði. Bar þar þá að Breiða- fjarðarbátinn „Varanger“, er var á ferð milli Flateyjar og Stykkishólms. Meðal farþega á bátnum voru þeir Gruðmundur Björnsson, sýslumaður Barðstrendinga, og Snæbjörn hreppstjóri Kristjánsson í Hergilsey. Ljet sýslumaður skjóta út báti, og fór ásamt hreppstjóra og fleiri mönnum að botnvörp- ungnum. En er þeir komu þar, reyndu skipverjar að varna þeim uppgöngu með bareflum, en þó komust þeir sýslumaður og hreppstjóri að lokum upp á þilfarið. Skip- aði þá sýslumaður skipstjóranum að halda inn til Elateyjar, svo að lögum yrði komið yfir hann, en skipstjóri neitaði, og skipaði þeim sýslumanni og hreppstjóra áftur ofan í bát sinn. Sýslumaður vildi ekki iáta undan, og sagðist þá skipstjóri fara með þá beina leið til Englands, og ljet þegar halda skipinu til hafs. Menn þeir, er fluttu sýslumanninn yfir að botnvörpungnum, sáu, að botnvörp- ungurinn var frá Hull og hjet „Chieftain11 nr. 847. A mánudagsmorguninn voru gerð- ar ráðstafanir til þess með símanum, að hendur yrðu hafðar í hári sökudólgsins hvar sem hann kæmi fram. A miðvikudaginn kom svo símskeyti um það, að þeir væru komnir til Hull. Fimmtugan hwal segir „Þjóðólfur“ að hafi rekið nýskeð á Neðra-Nesi á Skaga. Hörmulegt slys vildi til í fyrradag. Sigurður Pálssou, læknir á Sauðárkróki, hafði verið sóttur til sjúklings vestur í Húna- vatnssýslu, og drukknaði hann þar í Laxá. Sigurður Pálsson var sonur sjera Páls heitins Sigurðssonar, ins gðða og valinkunna manns. Siguiður þótti afbragðs-læknir og var hans því oft vitjað úr öðrum læknis- dæmum, enda var hann jafnan ótrauður að vitja sjúkra. Hann var drengur inn bezti og að ýmsu leyti einhver merkasti maður í Skagafirði. Þingmálafund hjelt sjera Kristinn Dan- íelsson með kjósendum sínum í Vestur-ísa- fjarðarsýslu á miðvikudaginn; hafði verið gert sjer lítið far um að boða fundinn stjórnarandstæðingum. — Mest voru þar rædd hjeraðsmál og atvinnumál. Að eins ein pólitísk tillaga var borin upp (af þingmann- inum sjálfum) á þá leið, að lýsa pakklœti sínu við síðasta atping fgrir meðferð pess á sambandsmálinu, og skora á alpingi að halda fram i sama horfi. Tillagan hafði verið feld með 27 atkv. gegn lö. SjálfsmorO. Realstúdent Árni Sigfús- son í Snjóholti i Eiðaþinghá fyrirfór sjer nýlega, skar sig á háls. Hann var nær fertugu. Hafði verið 1 Ameríku nokkur ár, og var nýskeð kominn þaðan aftur. Hann var vel greindur maður, en hafði á síðkastið verið bilaður á geðsmunum. Laus embeetti. Hjeraðslæknisembætt- ið í Höfðahverfishjeraði. Árslaun 1500 kr. Auglýst 12. þ. m. Umsóknarfrestur til 15. janúar næstk. — Hjeraðslæknisembættið í Þistilfjarðar- hjeraði. Árslaun 1600 kr. Auglýst sama dag og hitt, og umsóknarfrestur sami. önnur fyrirtæki, nema hann ætti sjálfur allt, sem til þess þyrfti, nema það, sem bankarnir lánuðu gegn fyrsta veðrjetti. Það væri auðvitað ágætt, að menn væru almennt svo efnum búnir. En hvað mundi verða úr öllum framkvæmd- um í heiminum, ef allir ættu að bíða, þar til þeir hefðu safnað svo miklu fje ? Jeg man eftir því, að hinn — að mínu áliti — mjög svo hyggni maður í fjármálum öllum, sem jeg minntist á í byrjun greinar þessarar, sagði við mig um aldamótin, þegar við vorum að tala um byggingar í Reykjavík. „Það er ekki gerlegt, að ráðast í húsbyggingu, ef maður á ekki sjálfur sem svarar andvirði lóðarinnar, kjallarans, hurðanna og glugganna. Eigi hann það, þá getur hann haft von um að geta staðið í skilum, en þó því að eins, að skuldina þurfi ekki að borga á skemmri tíma en 30 árum“. Við skulum nú taka til dæmis mann, sem á 4 þúsund krónur. Hann byggir hús, sem kostar 20 þúsundir. Fjórar þúsundir nægja til þess að borga með lóðina, kjallarann, gluggana og hurðirnar. Úr veðdeild fær hann 8 þús- undir, og verður hann því að taka 8 þúsund króna ábyrgðarlán. Veðdeildar- lánið á hann að borga auk vaxta á 30 árum, og ábyrgðarlánið auk vaxta á 10—16 árum. Jeg hygg, að flestir hugsandi menn hljóti að minnsta kosti að sjá, að þannig iöguð lánskjör eru með öllu ónóg fyrir viðskiftalífið. I.ánskjörin þyrftu að vera þannig, að út á fyrsta veðrjett fengjust 2/b hlutar, og út á annan veðrjett með ábyrgðarmönnum 2/» hlutar. V6 hluta verðsins ætti blutaðeigandi að eiga, eins og í dæminu hjer næst á undan. Svo ætti engin afborgun að þurfa að eiga sjer stað af láninu gegn fyrsta veð- rjetti í fyrstu 30 árin, en lánið gegn öðrum veðrjetti að borgast að fullu á þeim 30 árum. Því næst tæki lánið gegn fyrsta veðrjetti við, og borgaðist upp á næstu 30 árum. Mörgum kann að þykja þessi afborgunartími of langur, þykja það ísjár- vert, að húsið skuli ekki þurfa að vera borgað að öllu fyr en eftir 60 ár. En jeg hygg, að flest timburhús hjer í Reykjavík, eins og þau eru byggð nú á seinni árum •—, hvað þá steinhús —, þoli í 60 ár, þannig, að á 60 ár- um þurfl þau engra veruiegra viðgerða, ef þau eru járnvarin, nema ef til vill á gluggum og gluggaumgerðum, og ef til vill einhverja viðgerð á gólfum, og þó varla það, með því að nú eru flestir farnir að hafa hlífðardúka á gólfunum. En það var ekki þetta, sem var aðalefnið, heldur hitt, hvernig Reykjavík mundi standa sig í fjárhagslegu tilliti. Jeg ætla þá, til þess að byrja með, að setja hjer yfirlit yfir brunabóta- virðingarverð á húseignum í Reykjavik og þinglesnar veðskuldir á árunum 1899 til 1908. Ártal : Virðingárverð ailra húseigna i Reykjavík í krónum : Þinglesnar veðskuldir í krónum : 1899 . . . . . 3,107,000 .... . . . 1,051,000 1902 . . . . . 3,761,000 .... . . . 1,766,000 1903 . . . . . 4,252,000 .... . . . 2,059,000 1904 . • • . . 5,498,000 .... . . . 2,659,000 1905 . • • . . 5,948,000 .... . . . 3,073,000 1906 . • • . . 6,853,000 .... . . . 4,116,000 1907 . . . • . 8.288,000 .... • . . 5,377,000 1908 . . . • • 9,524,000 .... • • • 6,511,000 1909 . . . . . 12,000,000 .... áætlað 7,500,000 Af þessu sjest, að skuldirnar hafa vaxið að miklum mun, eða sem næst úr Vs hluta virðingarverðs upp í */s hluta. 1 Það væri líka með öllu óhugsandi, að bær, sem hefir tvöfaldað ibúatölu sína og fjórfaldað virðingarverð á húseignum sinum á einum 10 árum, gæti haldið skuldunum í sama hlutfalli og áður, þar sem skuldirnar, eins og þær voru fyrir 10 árum, höfðu myndazt smám saman á heilli öld. En ef maður deilir mismuninum á virðingarverði húsa og þinglesnum veðskuldum, eins og hann var. 1899, sem er um 2,000,000 kr., í tölu ára þeirra, sem hann var að myndazt, eða 100 ár, þá koma 20,000 kr. á hvert ár. A síðastliðnum 10 árum heflr mismunur virðingarverðs og þinglesinna veðskulda vaxið úr nál. 2,000,000 kr. upp í nál. 4,500,000 kr., eða með öðr- um orðum, vaxið um 2,500,000 kr. Og deili maður þeirri upphæð í tölu ár- anna, þá koma 250,000 kr. á hvert ár. Þetta sýnir, að á síðastliðnum 10 árum hefir árlegur gróði bæjarins verið að meðaltali 121/* sinnum meiri, fteldur en ársgróðinn var að meðaltali næstu hundrað árin áðui', eða með öðrum orðum: Síðastliðin 10 ár hafa gefið sam- tals hálfri miljón króna meiri arð, heldur en hundrað árin samtals áður. Mundu ekki flestir kalla það góðan búskap ? Virðingarverð á skattskyldum eignum á landinu árið 1880 var 1,796,000, en árið 1908 er það komið upp í 18,000,000, þar af í Reykjavík um 12 milj- ónir, eða 2/s hlutar þeirra. Ef eins hefði staðið á 1880, að 2/s hlutar allra skattskyldra eigna á landinu hefðu verið í Reykjavík, þá hefði virðingarverð þeirra í Reykjavík það ár verið 1,197,000 kr. Virðingarverð skattskyldra eigna í Reykjavík hefði þá tífaldazt á 28 ár- um, og er það sjálfsagt ekki of hátt áætlað. Ef nú virðingarverð skattskyldra eigna í Reykjavík tífaldaðist aftur á næstu 28 árum, þá yrði það 120 miljónir króna. Jeg vil ekki spá neinu um það. En hitt er víst, að með þeim lánskjör- um, að verða að borga öll lán að fullu á 30 árum, er þessi vöxtur með öllu óhugsandi. Árið 1880 telst svo til, eins og áður segir, að Reykjavíkurbúar hafi átt skattskyldar eignir, sem virtar voru á 1,197,000 kr. Um skuldirnar þá veit jeg ekkert. En nú eiga Reykjavikurbúar í húseignum, fram yfir þinglesnar veðskuldir, 41/* miljón króna, eða líklega óhætt að segja 5 miljónir, því að sjálfsagt má ganga að því vísu, að afborganir af þinglesnum veðskuldum nemi nú orðið V* miljón króna. Ef maður nú gerir það 5 miljónir, þá eiga Reykja- víkurbúar nú skuldlaust í skattskyldum eignum 4 sinnum meira heldur en virðingarverÖ allra skattskyldra eigna í Reykjavík nam alls fyrir 28 árum. Ef gróðinn yrði hlutfallslega jafn á næstu 28 árum, þá ættu Reykvík- ingar árið 1937 að eiga skuldlaust 4 sinnum meira, heldur en brunabótavirð- ingarverð allra húsa í Reykjavík nam árið 1909. Með öðrum orðum: Þeir ættu þá að eiga í húsum fram yfir þinglesnar veðskuldir 4 sinnum 12 milj- ónir eða 48,000,000. Og ef þinglesnar veðskuldir yiðu þá, 1937, í rjettu hlutfalli við það, sem þær eru nú, þá ætti virðingarverð húsa í Reykjavík það ár að vera orðið sem næst 144 miljónir. Þetta þykja máske háar tölur, en þær sýna greinilega gróða Reykjavíkur síðastliðin ár. Og margt hefir skeð jafn ólíklegt og þetta. Ef einhver hefði sagt 1880, að eftir 28 ár yrði virðingarverð húsa í Reykjavík komið upp í 12 miljónir, og að skuldlausar fasteignir í bænum myndu þá nema 5 miljónum króna, þá hefði það eflaust þótt mesta fjarstæða. Þegar talað er um velmegun einhverrar þjóðar, þá er venjulega miðað við geymslufje, sparisjóði o. s. frv., o. s. frv. Jeg vil þess vegna í sambandi við það, sem hjer hefir verið sagt, sýna vöxt þeirra hjer á landi síðastliðin 30 ár, eða frá 1877 til 1907. Árið 1877 var innieign í sparisjóðum hjer á landi 161,000 kr. — 1887 — — - . —■ — - — 454,000 — — 1897 — — - — — - 1,742,000 — — 1907 — — — — - — 4,324,000 — Þetta sýnir, að á 30 árum hafa sparisjóðir hjer á landi næstum því 27- faldast, og þó meira, því að nú á síðustu bankareikningum, fyrir árið 1909, er tilfært æði mikið meira fje, sem bankamir geyma fyrir menn, og skal hjer þess vegna sett yfirlit yfir eignir manna í bönkunum það ár. í Landsb anhanum ásamt útb ú ti m. lnnstæðufje á hlaupareikningi.................. 760,000 kr. ------ í sparisjóði..................... 2,440,000 — ------gegn vitökuskírteini............... 582,000 — — 1 íslandsban ka ásamt útbúum. Innstæðufje á hlaupareikningi................ 1,037,000 kr. Innlánsfje.................................... 1,353,000 — Innstæðufje með sparisjóðskjörum .... 352,000 — =L Hjer við bætist: Eign landsmanna í veðdeildarbrjefum......................... — — - hlutabrjefum íslandsbanka.............. — — - — ýmsra innlendra fyrirtækja Innieignir í sparisjóðum út um land annarstaðar en á Ak- ureyri, ísafirði og Seyðisfirði ...................... Samtals 10,524,000 kr. Allar þinglesnar veðskuldir á landinu eru 1908... 10,038,000 — Mismunur 486,000 — 3,782,000 kr. 2,742,000 — 2,000,000 — 500,000 — 500,000 — 1,000,000 —

x

Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.