Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 19.11.1910, Blaðsíða 2

Reykjavík - 19.11.1910, Blaðsíða 2
198 REYKJAVIK hf Sapliusio — Sapmflin Austurstræti 17. Laugaveg 40. Mesta, bezta og fjölbreyttasta úrval af hreinlætisvörum i bænum. Nýkomið: Knrdemommndropar (handhægari og ódýrari en Kardemommur) — Hind- berjndropar — Kirseberjndropar — Sítrónndropnr — Ynnilledropar — Mðndlndropar — Yanilleljrtidoft (sem aldreierhægt að hafa nógar bírgðir af) — Florians eggjndnft (af öllum viðurkennt það bezta i bænum) og margt fieira og margt fleira. Hvergi meira nje ódýrara úrval af handaópum i öllum bænum. Hvergi meira nje betra úrval af grœnsúpum í öllum bænum, trá 15—20 aura pundið. h|f Sápuhúsið. Sápubúðin. Talsími 155. Talsími 131. m I lega verki, að forðast að láta málið koma til umrœðu. Það er aðferðin: forðast ijósið, forð- ast umræður, forðast að gefa eða heyra röksemdir — bara binda menn 1 blindni! Og hver kostar þetta ógeðslega myrkrastarf? Það gerir landsjóður. Til þessa er varið því fó sem lands- sjóður veitir Good Teroplar-reglunni. Vel má landsjóður borga henni 5ÍOOO kr. á ári! IV. Þegar nú kemnr til að hugleiða, hvernig landssjóði verði sanngjarnleg- ast útvegað það fé, sem hann þarfn- ast, þá liggur næst, af því um ný- mæli er að ræða, að hreinsa fyrst tii á grundveliinmrt. En það verður bezt gert með því, að athuga {>ær tillögur, sem einar tvær má heita að hafl fram komið um þetta efni. En þær eru: farmgjaldið og fakt- úrutollurinn. Ég ætla því fyrst að taka þessi gjöld til athuguuar, og sýna fram á, hve óréttvis þau gjöld só í sjálfu sér, og hve ótœk þau hljóti að reynast í íramkvæmdinni. Að því ioknu kemur til athugunar, hvort eigi sé auðið að veija réttvísari og sanngjarnari gjaldstofna. Og ég vona að bannvinum og templ- urum, sem vilja leggja á sig að hugsa um málið, verði þá ijóst, að bannlög- unum verður það hollast til frambúðar, að sá vegur verði vaiinn, sem sann- gjarnastur er og minnst misbýður inum efnaminni mönnum. Engum ætti að vera það jafn hugleikið, eins og bannvinum, að kveða niður jafn- ranglatar álögur sem farmgjald og faktúrutoll. [Framh.] Jón Ólafsson. TJtleiit fje til stóriðnaðar og atvinnufyrirtækja. H. Fá lönd eru jafn ríkulega útbúin frá náttúrunnar hendi, eins og Mexíkó. Landið er afar víðáttumikið og jarð- vegurinn mjög írjósamur. Hásijettan, sem talin er bezti hluti landsins, er um 2,000 kílómetra frá norðri til suðurs, og hallar henni jafnt og líð- andi mót suðvestri ofan að Kyrrahafs- ströndinni. Suðurströndin liggur í hitabeltinu, en á hásijettunni er iofts- lagið temprað. Þar er yndislegasta vorblíða árið um kring. Landið íramleiðir því allar þær teg- undir afurða, sem aflað er bæði í hitabeitinu og í tempruðu beltunum, sykur, kafFi, tóbak, gúmmí, vanille, suðræn aldini, maís, hveiti, bygg og ótal margt fleira. Fjöliin eru auðug aí gulli, silfri, eir, blýi, kvikasilfri, járni og kolum, og þar er og salt- pjetur, salt, marmari, gips, alabastur, demantar og aðrir gimsteinar, og 'margt, margt fleira. Og þótt stór-ár sjeu þar engar, þá er þar þó gnægð af sæmilega vatnsmiklum, háum foss- um, sem geta veitt mönnum ódýrt og óþrjótandi vinnuafl. En allt þetta hefir um langan aldur legið að mestu leyti ónotað. Mexíkó Ijek á reiðiskjálfl af innanlands óeirð- um, avo að framþróun öll hlaut að standa í stað. Svo tók Diaz forseti við rikisstjórninni fyrir nál. 20 árum, og heppnaðist að kippa mö'gu í iag með einstökum dugnaði, framtakssemi og hlifðariausri röggsemi. Honum var það þegar ijóst, að ætti landið að geta varðveitt sjálfstæði sitt, þá varð það að hagnýta auðsuppsprettur sínar til þess að auka þjóðarauðlegðina og halda við þjóðerninu. Það átti hættu- legan, ágengan og ránfíkinn nágranna, þar sem JBandaríkin voru. Þau höfðu áður náð undir sig Nyrðri-Kaliforníu og Nýju-Mexíkó, mjög frjósömum fylkj- um, og það hafði espað græðgi þeirra í meiri lönd. En þótt Mexíkó væri auðugt land frá náttúrunnar hendi, þá var litið gagn að því, þegar ekkert fje var fyrir hendi, til þess að hagnýta auðsupp- spretturnar. Þess vegna opnaði Diaz forseti dyrnar fyrir hinu útlenda fje, og ieyfði því að vinna með mjög hag- stæðum kjörum, tollfrjálsum innfluta- ingi á öllum vjelum og áhöldum til rekstursins, 10 ára skattfrelsi, og 99 ára einkalevfl, en að þeim tíma iiðn- um eru öll stór-atvinnufyrirtæki og allur námarekstur með áhöldum 'og öllu saman eign ríkisins, sem er lög- legur eigandi að öllum ám og öllum málmi. Og erlenda stórfjeð þáði boðið þakksamiega. Þetta bar vott um framsýni og hygg- indi, og hefir þegar borið rikulega á- vexti. í Mexikó fleygir nú öllu áfram með risaskrefum, og allir atvinnuvegir þar biómgast betur en nokkru sinni áður. Sjálfstæði landsins er nú borgið. Riki8skuidirnar voru um aldamótin síðustu um 800 miljónir króna, og voru þar af fullar 500 miijónir eriendar skuldir, en að eins um 300 miljónir innlendar. Nú eru útlendu skuidirnar samtals um 230 miljónir króna —- hafa iækkað um meira en helming á siðastliðnum 10 árum. Allar aðrar skuidir rikisins eru nú innlendar, og lánstraust ríkisins hefir aukizt hlutfallslega, með því að verzl- unarviðskiftin við önnur lönd hafa nú aukizt upp í hjer um bil 2000 milj. króna á ári, og útfluttar vörur nema orðið um 200 miljónum króna meira, heldur en innfluttar vörur. Þessar eru afleiðingarnar af starf- semi hins erienda stór-fjár í þessu landi. Og þótt fjeð Yæri upphaflega erlent, og einkaleyflstíminn langur, heflr þó mexikanska þjóðin tvímæla- laus umráð yfir landinu og öllum at- vinnuvegum þess. iir. Konungsrikið Rúmenía er auðugt land. Jarðvegur þar er taiinn einhver bezti jarðvegur í Norðurálfunni. Bænd- urnir íá fyrirhöfn sína launaða með ríkuiegri uppskeru af hveiti, maís, rúgi og baunúm, og stórar hjarðir búsmala hafa þar ágætt og víðáttu- mikið haglendi. En lengi hvíldi ánauð Tyrkjans eins og mara á landinu, og það varð ekki nema að nokkru leyti óháð við friðar- samning þann, sem gerður var í París um miðja síðastl. öld. Sjálfstætt ríki varð Rúmenia ekki fyr en með Ber- línar-samningnum 1878, og áttu Rú- meningar það mest að þakka Rússum, er þeir höfðu gengið í lið með, og barizt hraustlega fyrir, í stríðinu við Tyrki, enda neyddu Rússar Rúmeninga til þess að láta af hendi við sig Bess- arabíu, ágætt og frjósamt land, í skift- um fyrir xaka- og óheilnæmis-bælið Dobrudsha — svo sem í þakklætis- skyni fyrir útvegun sjálfstæðisins. Eftir að landið varð sjálfstætt, urðu framfarir nokkrar, einkum í landbún- aði, og furetinn, Karl af Hohenzollern, sem 1887 ljet krýna sig sem konung yfir Rúmeníu, heflr að mörgu leyti verið hygginn og framsýnn stjórnandi. Hinar verulegu, stórstígu framfarir hófust þar þó fyrst þá, er hinar miklu steinolíulindir fundust þar fyrir nál. 20 árum. En þá vantaði fje til þess, að hagnýta þær, og til þess að draga erlent fjármagn inn í iandið, var því boðið að taka þátt í störfunum með aðgengilegum kjörum. Rúmenisku leiðtogarnir sáu það og skildu, að steinoliunámurnar áttu að geta orðið þeirra landi að líku gagni, eins og kolin, vatnsaflið og málmnám- urnar höfðu orðið öðrum löndum. Þess vegna buðu þeir útlenda stórfjenu frjálsleg vinnu-skiiyrði, og með lögum frá 1899 var því veittur tollfijáls inn- flutningur á vjelum og áhöldum öll- um, og 5 ára skattfrelsi. En sýsl- unarmenn og verkamenn máttu ekki vera útlendir, nema að eins fyrstu 5 árin; að þeim tíma liðnum áttu ailir þeir, er að steinolíu-náminu uflnu, að vera rúmeniskir. £eikfjel. Keykjavikur: Nýársnóttin Sunnudag 90. nóv.br. kl. H síöd. í lönadarmannahúslnu. Erlenda fjeð Ijet ekki standa á sjer að þiggja þessi boð. Á skömmum tíma voru mynduð eitthvað tíu stein- olíufjeiög með þýzku, frakknesku, ame- rísku og að einhveiju litlu leyti rúmenisku fje, og vinnan bar ríkulega ávexti. Viðskiftin við önnur lönd uxu fljótlega. Þau námu þegar árið 1903 um 480 miljónum króna, og í fyrra námu þau hjer um bil 660 miljónum króna, og þá námu útfiuttar vörur nál. 75 miljónum króna meira, heldur en innfluttar vörur. Afleiðingarnar af stjórnkænsku þesa- ari urðu einnig þær, að ýms önnur iðnaðarfyrii tæki uxu og döfnuðu í skjóli steinolíuiðnaðarins. Til og frá um allt landið risu t. d. upp verksmiðjur, er smiðuðu katla, dælur og margt og margt fleira handa steinolíunámunum. Nýtizku-kornmylnur voru byggðar í hafnarbæjunum. Áður hafði mikið af korni verið flutt út úr landinu, en mjöl verið flutt til landsins í þess stað. Nú mala mylnurnar allt það mjöl, sem Rúmeningar nota, og töluvert að auki, sem flutt er til annara landa. Það yrði of langt mál, að telja upp allar þær framfarir, sem orðið hafa í Rúmeniu þessi síðustu ár. Almenn veimegun og skattþol hefir aukizt afar mikið. Það kemur æ betur í ljós með hverjum degi, sem liður, að rúmenisku leiðLogarnir voru bæði hyggnir og fram- sýnir, þegar þeir gengu út frá því, að erlenda stórfjeð væri gestur, sem smám saman ynni sjer þegnrjettindi í því landi, sem það starfaði i, og yrði þannig með timanum að innlendu stór- fje. Nú eru steinolíunámurnar að nær öliu leyti í höndum Rúmeninga sjálfra. ULlenda fjeð hefir flutt almenna vel- megun með sjer til Rúmeníu, og Rúmenía á það því að þakka, að hún er nú að verða sjálfstæð þjóð í orðsins fyllstu merkingu. íslenzkar konurí Veturinn fer í hönd; á honum á a’þingi íslendinga að koma saman, en undanfari þess eru að sjálfsögðu þingmálafundir I hverju kjördæmi. Á slíkum fundum ræða kjóaendur áhugamál sín við þingmennina. Verði eitthvert málið útundan, verður svarið oft- og einatt er á þing kemur, að málið hafi ekki verið raett á þingmálafund- um, og virðist því ekki mikill áhugi á þvi frá hendi þjóðarinnar. Nú vill «Hið islenzka kvenfjelagu beina máli sínu til yðar, og skora á yður að láta ekki undir höfuð leggjast, að gera yðar ítrasta til, að kvenrjettindamálið verði rætt 4 sem ailraflestum þingmáiafundum, og þingmenn hvattir til að veita því örugt fyJgi- í þinglokin 1909 átti „Hið íslenzka kven- fjelag“ tal við flesta af utanbæjarþingmönn- um, og spurðist fyrir hjá þeim um skoðun þeirra á kvenrjettindamálinu, og voru þeir undantekningarlauBt málinu fylgjandi, svo vænlega virðist horfa með framgang þess. Til athugunar skal þess getið, að til þess að jafnrjettismáli kvenna verði til lykta ráðið, þarf stjórnarskrárbreyting að komast á. Þarf því jafnframt að skora á þingmenn að hraða þvi máli sem mest. Með beztu óskum. Að veturnóttum 1910. Ilið íslenzka kvenfjclag.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.