Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 03.12.1910, Blaðsíða 1

Reykjavík - 03.12.1910, Blaðsíða 1
1R k J a v í ft. Laug-ardag' 3. Desember 1910 XI., 54 5ú ^tærsta og mikilferi^le^a^ta Jóla-sala 5em erin hefir verið haldiri í Tteykjavík byrjar í þe55um mári. hjá verzluriiririi EDINBORG. Bíðið! XI., 54 BaBhúsið virka daga 8—8. Biskupsskrifstofa 9—2. Borflarstjóraskrifstofa 10—3. Bóka8afn Alp.lestrarfél. Pósthússtr. 14, 6—8. Bréfburður um bæinn 9 og 4. Búnaðarféiagið 12—2. Bæjarfógetaskrifstofa 9—2 og 4—7. Bæjargjaldkeraskrifstofa 11—3 og 6—7. Bæjarsíminn v.d. 8—10, sunnud. 8—7. Forngripasafnið sunnud., þrd., fmd. kl. 12—2. Islandsbanki 10—2’/a og 61/*—V. Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. 7—8 e.m. Landakotsspitalinn lOVs—12 og 4—6. Landsbankinn 10‘/>—2Vj. Landsbókasafnið 12—3 og 5—8. Landskjalasafnið á þrd., fmd. og ld. 12—1. Landsjóðsgj.k. 10-2, 6-6, þrjá 1. d. i m. 10-2, 6-7. Landssíminn v.d. 8—9, sunnud. 8—11 og4—6. Læknaskólinn ók. iækning þrd. og fsd. 12—1. Náttúrugripasafnið sunnud. l‘/j—2’/j. Pósthúsið 8—2 og 4—7. Stjórnarráðið 10—4. Söfnunarsjóður 1. md. í mán. kl. 6. Tannlækning ók. í P.str. 14, 1. og 3. md. 11—12. „RSYKJATÍK* Árgangurinn kostar innanlands 3 kr.; erlendis kr. 3,50 — 4 sh. — 1 doll. Borgist fyrir 1. júli. Augltjsingor innlendar: á 1. bls. kr. 1.50; 3. og 4. bls. kr. 1,25. — Dtl. augl. 33*/i*/* hærra.— A/sláttur að mun, ef mikið er auglýst. Ritstj. og ábyrgðarm. Stefiin K.un61fBaon, Pingholtsstr. 3. Talsími 18 8. $geií$la ,Reykjavikur‘ er i Skólastræti 3 (beint á móti verkfræðing Knud Zimsen). Afgreiðsla blaðsins er opin kl. 9—12 árd. og kl. 1—6 síðd. — Talsími 199. Ritstjóri er til viðtals virka daga kl. 12—1. — Þinglioltsstr. 3. ^kattamál (og tollmál) V.1) „Farmgjáld“ nefndi hr. alþm. Björn Kristjánsson tollálögu-aðferð, sem hann bar fram á síðasta þingi. Upphaflega bar hann frumvarp sitt upp í nefnd þeirri er neðri deild skipaði til að íhuga hœhliun á aðflutningsgjaldi. í þessari nefnd voru þeir: Björn Kristjánsson, Jón Ólafsson, Jón Sig- urðsson, Magnús Blöndahl, Jóh. Jóhann- esson, Ólafur Briem, Einar Jónsson. í frumvarpi, því sem hr. B. K. kom fram með í nefndinni, var farið fram á að leggja jafnan toll á állan vailiing (mig minnir 25 au. á 100 eða 15 au. á hvert teningsfet, eftir því hvort varan væri í farmskrá skipsins talin eftir þunga eða rúmmáli). Hvað sem um þessa tillögu má segja að öðru leyti, þá má kannast við það, ‘) Af því að sumir menn hafa látið í ljósi við mig, ýmist munnlega eða bréflega, að þeir hafi skilið svo upphaf þessara greina, sem ég mundi að eins ætla að rifa niður, án þess að gera tilraun til að byggja upp í staðinn, skal ég benda á, að þetta er mis- skilningur orða minna, þyj undarlegri, sem ég er ekki vanur að vera myrkur í máli og þykist sæmilega gæddur þeirri gáfu að tala skiljanlega. Ég hefi beint sagt það (I.—IV. kafla), að þegar ég hefði sýnt fram á ósann- girni þeirra tillagna, sem fram væru komnar („farmgjald11 og ,,faktúru-tollur“) mundi ég reyna að benda á betri vegu. Þó að ég sé stjórnarandstæðingur nú, þá tel ég mér eigi að eins skylt að vara við því sem ég tel ilt og ranglátt, heldur og að benda á betri leiðir, þó að stjórninni geti komið það að haldi, ef það er til gagns fyrir þjóðina. Tel landsins gagn ganga fyrir flokks-hags- munum. að færa mátti til sanns vegar nafnið : farmgjáld — þó að nafnið eftir efni sínu þýddi þá ekkert annað en eintoll á öllum varningi eftir þnnga eða rúm- máli. Óheppilegt var nafnið engu að síður af því, að orðið „farmgjald“ hefir Þegar fengið festu í málinu i allri annari merking, nefnil. gjald það sem goldið er fyrir flutning varnings í skipi („Fragt“). Heppilegra nafn, og meira sann-nefni hefði verið: vörumagns-tollur, því að það var ekkert annað en tollur á öll- um aðfhdtum varningi, miðaður við vöru-ma<7«, en ekki vöru-t/erð. Þann kost hafði og frumvarpið í þessari sinni upphaflegu mynd, að það var einfalt og óhrotið, og ekki frágangs- sök að reyna, hvort því mætti við koma án sérstakrar tollgæzlu umfram þá sem nú er. En með þessu eru lika upp taldir, að ég ætla, allir kostir frumvarpsins. Af þeim 7 mönnum, sem í nefnd- inni voru, var víst enginn, sem vildi sætta sig við það svo lagað, nema flutningsmaður sjálfur. Mönnum óx í augum, hvert ójafn- aðar-gjald þetta var í sjálfu sér. Mönn- um óx í augum að eiga að greiða jafn-háan toll fyrir pundið í striga og silki, í kornvöru, kolum og salti, eins og í gulli og silfri, dýrum úrum o. s. frv., jafnmikið fyrir teningsfetið í timbri eios og í dýrum bókum. Höf. gat því ekki fengið fylgi sinna eiginna samflokksmanna í nefndinni með frumvarpinu þannig löguðu, og varð því að breyta þvi, lækka tollinn á timbri og gleri, til að vinna fylgi hr. M. B., og síðar lækka korntollinn til að þóknast þeim hr. J. S. og Ó. Br. Með þessu móti tókst að láta frv. koma inn á þingið svo feðruðu, að það væri frá „meiri hluta“ nefndar- innar. Jón Ólafsson, sem annars var fram- sögumaður nefndarinnar, varð meðal þeirra er urðu í minni hlutanum um þetta efni, og varð höfundur frum- varpsins því að taka að sér framsög- una í þessu máli, sem eðlilegast var líka. Eins og frv. kom þá inn á þing frá nefndinni, var alveg brotin in upphaf- lega meginregla þess og aðalkostur, gjaldið var nú orðið misjafnt eftir vöru-tegundum: af timbri átti að greiða 3 au. toll af teningsfeti, af rúðugleri 5 au. toll af hverjum 100 ®; salt, kol, tígulsteinn, sement og kalk áttu að vera ótollaðar vörur, en af öllum öðrum vörum skyldi greiða 25 au. toll af 100 ‘ffi, eða 15 au. af teningsfeti. Þegar inn í þingdeildina (n. d.) kom, vóru menn enn óánægðir, og til þess að friða suma, varð höf. enn að breyta til: steinolía var sett í flokk með rúðu- gleri, korntollurinn færður niður í 10 au., og timburtollurinn niður í l1/? eyri. Svo vóru prentaðar bækur gerðar toll- lausar, svo að við það kom fram það merkilega tilfelli, að pappír varð hátt tollaður (25 au. ten.fet), en bækur toll- fríar; það urðu eins konar verðlaun fytir þá, sem létu heldur prenta ís- lenzkar bækur í útlöndum. Síðar var tómum tunnum bætt við þær vörur, er tollfriar skyldu vera. Með þessu móti var alveg horfið frá farmgjaldinu, upphaflega stefnan alveg yflrgefin, og horflð inn á þá algengu toll-laga-braut, sem tiðkast hjá öðrum þjóðum, þeim er tollgæzlu hafa; að eins vóru toll-flokkarnir enn fáir, ekki nema 6 :

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.