Reykjavík - 04.02.1911, Side 2
22
REYKJAVlK
Óánægju-efni þeirra við ráðherra er
það eitt, að sumir þeirra vilja verða
eftirmenn hans, aðrir vonast eftir feit-
ari bitum úr hendi eftirmannsins.
Allir vita, hver það er, sem leggur
peningana fram, til að vekja upp „Fj.-
konuna".
Og allir vita, að það er gert af því,
að uppreisnarmenn búast eðlilega ekki
við fylgji „ísafoldar “.
Eg er, eins og allir vita, pólitiskur
andstæðingur ráðherra.
En ógeðslegt þykir mér þó að sjá
þá, sem tjá sig vini hans og fylgismenn,
laumast að baki foringja sínum til að
leggja hann morðkutanum — þó að
þetta gerist í herbúðum óvinanna.
Feginn vildi ég sjá Björn Jónsson
íeldan frá völdum fyrir framkomu hans
í sambandslaga-málinu eða banka-
málinu.
En að sjá hann falla fyrir valdgræðgi
og bitlinga-áfergju lélegustu flokks-
bræðra sinna, honum tífalt minni
manna — það er ekkert fagnaðarefni
fyrir Heimastjórnarmann.
Ól.
Flokks-fundi
fyrir luktum dyrum héldu þeir á
Miðkudags-kvöld og Fimtudags-kvöld
þingmenn Reykvíkinga (Hr. M. Bl. kvað
þó bera sig undan því að hann hafi
átt þar nokkurn þátt að, og er það
trúlegt).
Á fundunum blessaði séra Ólafur
mb. Ólafsson yfir söfnuðinn, og hvatti
menn til að snúa Heimastjórnarmönn-
um frá villu síns vegar, hvar sem þeir
værn í vinnu með þeim. [Leikslokin
hafa nú oftar viljað fara öfugt við þá
tiiraun, af því að Heimastjórnarmenn
vita betur, hvað þeir vilja, en hinirj.
Þá voru margir fundarmenn teknir,
nokkrir sér í senn, inn í afherbergi,
og þar sat Jónas H. (eíd-frægrar minn-
ingar) með skjal, sem hann vildi fá
menn til að undirskrifa, þess efnis,
að hver undirskrifandi héti við dreng-
skap sinn, að greiða aldrei atkvæði
með sambandslaga frumvarpinu í neinni
mynd, og að fylgja ávalt [til dánar-
dægurs?] núverandi stjórnflokki [þ. e.
iáta aldrei sannfærast af neinum rök-
semdum].
Þetta var sýnilega eiðstafur eftir
fyrirsögn Dr. J. Þ. um-drengskapar-orð.
En sár-fáir vildu flekast láta til að
skrifa undir, og það þótt eindregnir
flokksmenn væru.
Hefir væntanlega þótt greind sinni
og sjálfstæði nóg boðið.
Hefir og, ef til vill, velgt við suma
hverja, að sjá Jónas H. (ný-dœmdan
fyrir eiðstaf sinn) vera settan þarna
til að taka af mönnum eið, og brýna
heJgi eiðsins. J. 0.
Frumvörp stjórnarinnar.
Ég hefi enn ekki átt kost á að sjá
þau, nema líta á þau rétt í svip hjá
einum stjórnarflokks-þingmanni svo
sem 20 mínútur.
Ég hefi líka verið lasinn fyrirfarandi
daga og Jítið getað hugsað né skrifað.
Það lítið sem ég sá af frumvörpun-
um, þá leizt mér heldur vel á sumt.
Ég á von á að fá þau til lestrar um
helgina og get þá e. t. v. minnst
eitthvað á þau helztu í næsta bJ.
J. Ól.
t
Jón Þórðarson
kaupmaður
andaðist hjer í bæ aðfaranótt 1. þ.
m., 57 ára að aldri.
Hann var fæddur árið 1854 á
Leirubakka í Landmannahreppi,
kvongaðist haustið 1881 eptirlifandi
ekkju sinni, Þorbjörgu Gunnlaugs-
dóttur frá Árnagerði í Fljótshlíð.
Áttu þau þá heima á Reyðarvatni á
Rangárvöllum, en vorið eftir, 1882,
fluttu þau sig að Ártúnum í Mos-
fellssveit, og byrjuðu þar búskap
við mjög lítil efni. Þrem árum síð-
ar, 1885, fluttu þau hjón sigbúíerl-
um að Laugarnesi við Reykjavík, og
hjuggu þar í 6 ár, en fluttu sig þá,
1891, til Reykjavíkur, oghafadvalið
hjer síðan.
Jón sál. var einstakur atorkumað-
ur og dugnaðar, og hagsýnn mjög.
Á þessum 9 búskaparárum sínum
hafði honum græðst töluvert fé, og
byrjaði hann þegar á fyrsta ári sínu
hjer í Reykjavík, að reka lijer verzl-
un, fyrst i smáum stíl, en jólc hana
ár frá ári, og varð brátt einn af
meiri háttar kaupmönnum bæjarins.
Jafnframt þvi að verzla meðútlend-
ar vörur, verzlaði hann einnig með
alls konar íslenzkar afurðir, og var
um mörg ár einhver helzti kjöt og
slátursali í Reykjavík, varð fyrstur
manna til að koma hjer á innlendri
bjúgnagerð að erlendum hætti, byggði
fyrstur manna viðunandi sláturhús,
kjötsölubúð o. s. frv., en hætti allri
slíkri verzlun þegar »Sláturijelag
Suðurlands« var stofnað.
Jón sál. var með réttu talinn einn
af allra nýtustu borgurum þessa
bæjar, enda hafði hann oftast mörg-
um trúnaðarstörfum að gegna. Hann
átti sæti í niðurjöfunarnefnd bæjarins,
var formaður »Hótel íslands« nefnd-
arinnar, sóknarnefndar frikirkjunnar,
og einn í stjórn »Ingólfs«-fjelagsins
(Faxaflóabátsins), og margra fleiri
fjelega.
Vínsölu hafði hann á hendi fyrstu
árin, eins og allir aðrir kaupmenn í
þá daga, en hætti þvi brátt oggekk
inn í Góðtemplararegluna. Varð
hann brátt einn af allra áhugamestu
bindindismönnum þessa bæjar, og
starfaði mjög mikið fyrir Regluna,
bæði innan sinnar stúku og utan
hennar
Jón sál. var góðmenni mikið, og
mátti ekkert aumt sjá. Hjálpsemi
hans við bágstadda var við
brugðið, og þó mun fáum hafa ver-
ið fullkunnugt um það, hve mörg-*
um hann rjetti hjálparhönd, því að
hann kaus ætíð helzt, að gera það
i kyrþey.
Honum var illa við allt tildur og
allan hjegóma, en hann vildi styðja
að öllu því, er hann hugði geta orð-
ið til gagns eða góðs. í grein um
»Árstíðaskrá heilsuhælisins« i 1.
tölubl. »Nýs Kirkjublaðs« þ. á., far-
ast herra biskupi Þórhalli Bjarnar-
syni svo orð:
»Landlæknir Guðmuudur Björns-
son á Jieiðurinn fyrir það, að koma
minningargjöfunum til verkJegra
framkvæmda. En sá maður, sem
einna mest mun hafa undirbúið
hugi almennings, er Jón kaupmaður
Þórðarson hjer í bæ. Hannreitsvo
heita og minnilega grein um kransa-
eyðsluna hjer í Reykjavík, og neyð-
ina og þörfina annars vegar. Var
sú grein í Lögrjettu fyrir þrem ár-
um síðan«.
Þeim hjónum, Jóni sál. og Þor-
björgu, varð ekki barna auðið, en
4 fátæk börn tóku þau til fósturs
og ólu upp, og tvö þeirra, Þórð
(Lýðsson) og Guðrúnu (Ólafsdóttur)
gerðu þau að kjörbörnum sínum.
Jarðarför Jóns sál. fer fram næst-
komandi föstudag, 10. þ. m.
Allt af sjálfri sjer lík.
Með því að jeg hefi sannfrjett, að
frú Bríet Bjarnhéðinsdóttir hafi nú
undanfarna daga gengið um bæinn
milli málsmetandi manna, jafnt karl-
manna sem kvenmanna, til þess
að sýna þeim óþverra-brjef, sem
hún eignar mjer, þá lýsi jeg yfir því,
að jeg hefi hvorki skrifað henni nje
öðrum nokkurt brjef með líku inni-
haldi og það, sem mjer er sagt að
í því sje.
Jeg læt mig engu skifta, hvort
þessi uppspuni er að ö 11 u leyti
frá frú Bríet sjálfri, eða einhver gár-
unginn hefir leikið á hana til þess
að láta hana, sem allt af er jafn
rólfær til svona lagaðrar iðju, hlaupa
með það henni sjálfri til svívirðing-
ar, en þ a ð finnst mjer máli skifti,
hvort kvenþjóðin á ekki heimting á
því, að sú kona, sem ekki blygðast
sín fyrir að bera á sjer og sýna
annað eins brjef, sje skylduð til
að ganga á buxum.
Reykjavík, 3. febrúar 1911.
Guðrún Bjurnsdóttir.
Hörmuleg-t slys. Lausafregn
hefir borizt með símanum um það af
Akureyri, að merkisbóndinn Sigurður
Sigurðsson á Húnstöðum í Húnavatns-
sýslu hafi dottið af hestbaki nýlega á
heimleið af Blönduósi, og meiðst svo
mjög, að það hafi orðið honum að
bana. Er sagt, að sJysið hafi viJjað
til fyrri hluta nætur, og hafi hann
fundist með Jífsmarki daginn eftir og
verið fluttur til bæjar, en látizt litlu
síðar.
Kappglíma um Ármanni*
skjöldinn, hin 4. í röðinni, fór
fram í Iðnaðarmannahúsinu miðviku-
daginn 1. þ. m., fyrir troðfullu húsi
áhorfenda. 11 manns tóku þátt í
glímunni, er fór að öllu leyti mjög vel
fram. Leikslokin urðu þau, að Sigur-
jón Pjetursson hjelt skildinum, er
hann vann í fyrra af Hallgrími Bene-
diktssyni. Hafði HaJJgrímur þá áður
unnið hann tvívegis. Vinningar skift-
ust nú þannig milli þátttakenda:
Sigurjón Pjetursson vann 10 glímur.
Hallgr. Benediktsson — 9 —
Guðm. Sigurjónsson — 7 —
Bjarni Bjarnason — 6 —
Halldór Hansson — 5 —
Magnús Tómasson — 5 —
Vilhelm Jakobsson — 4 —
Eyþór Tómasson — 3 —
Sigurður Jónsson —-3
Jónas Snæbjörnsson — 2 —
Jón Guðnason — 1 —
Allir þessir glímumenn eru meðlimir
glímufjelagsins „Ármann", nema þeir
Bjarni Bjarnason, Magnús Tómasson
og Eyþór Tómasson, sem eru úr
glímuflokki Ungraennafjelags Reykja-
Eins og kunnugt er orðið, and-
aðist elskulegur eiginmaður minn,
Jón kaupmaður Þóröar-
son, hinn I þ. m. Ákveðið er,
að jarðarför hans fari fram föstu-
daginn 10. þ. m. og hefst hún
með húskveðju á heimili hins látna
hálfri stundu fyrir hádegi.
Mjer er kunnugt, að hann i lif-
anda lifi óskaði heldur, að Heilsu-
hælinu yrði gefið krónu virði, en
að það yrði lagt i krans á lík-
kistu hans.
Þorbjörg Gnnnlaugsdóttir.
víkur. — Guðmundur Stefánsson gat
ekki tekið þátt í glímunni í þetta
skifti.
Uppreisnarmenn
stjórnarflokksins kváðu afarreiðir ráð-
herra út af ræðu, sem hann hafði
haldið í fyrrakvöld í heimboði, er hann
hélt foringjum „íslands-fálka“.
Þeir segja, hann hafi mælt eitthvað
á þessa leið: „Eg elska Danmörk, ið
litfríða land, með inum hörundsmjúku
konum og inni hámentuðu þjóð —
ég elska Danmörk, og þeir sem annað
segja um mig fara að eins með blaða-
lygar“.
Pó að ráðherra hejði nú sagt þetta
eða eitthvað þvílíkt, þá er ekki gott
að sjá, hví hann væri vítaverður fyr-
ir það.
Það veit hver maður, sem ekki er
blindur, að Danir eru jafn-mentaðasta
þjóðin í Norðurálfu. Og þvi má ekki
unna þeim sannmælis um það, hverj-
um stjórnmálaskoðunum sem menn
annars fylgja? Og því skyldi maður
ekki mega segja við gesti sína það
gott og fagurt um þjóð þeírra, sem
hún á skilið.
Hitt er annað mál, að þetta kemur
ekki sem bezt heim við ummæli eins
ónefnds blaðs fyrir nokkru um „skítinn
undir kartnöglinni á heimsmenning-
unni“. ./. Ól.
Sekt Jyrir eftirlíking.
Sakamál hefir um tíma verið á döfinni
fyrir lögreglu- og sakamála-dómnum í Kaup-
mannahöfn, milli þeirra Waldemars Peter-
sen, þess er býr til Klna-lífs-elixírinn, og
stórkaupmanns og skipaútgerðarmanns Thor
E. Tulinius, og hefir nú nýskeð verið kveð-
inn upp dómur í því máli.
Eins og kunnugt er, hefir Waldemar
Petersen um mörg ár haft lækninga-bitter
þann til sölu hjer á íslandi, sem hann nefnir
Kína-lífS'elixír, og hefir bitter sá bæði hjer
á landi og í Danmörku, sem og í öllum
öðrum Jöndum, þar sem hann er hafður tiJ
sölu, hlotið viðurkenningu fyrir sína góðu
eiginlegleika, og nýtur bæði hjer og í Dan-
mörku verndar hins lögskráða vörumerkis.
Svipaðan bitter þessum ljet Tulinius búa
til, og selja hjer á íslandi og hafði frágang
og einkenni svo likt því, sem er á Kína-
lifs-elixímum, að menn gátu vel villst á því.
Fyrir þetta dæmdi sakamála-dómurinn í
Kaupmannahöfn 17- des.br siðastl., Tulinius
í 100 kr. sekt auk málskostnaðar. Skaða-
bótakröfu all-háa, sem Waldemar Petersen
lagði fram, gat sakamála-dómurinn ekki
tekið til greina vegna ónógra upplýsinga,
og verður henni ef til vill haldið áfram sem
sjerstöku máli.