Reykjavík

Ataaseq assigiiaat ilaat

Reykjavík - 04.02.1911, Qupperneq 3

Reykjavík - 04.02.1911, Qupperneq 3
REYKJAVIK 23 Þiiig-málafundir á Akureyri. Seint í f- m. boðaði þingm. Sig. Hjörleifsson kjósendur sína á þing- málafund. En er á fundinn kom, reyndist svo, að þingmaðurinn var í miklum minnihluta, og gekk allt í móti honum. Fór hann þá af fundi, en kjósendur ætluðu að halda fund- inum áfram. Heimtaði þingmaður- inn þá at húsráðanda, aðhannræki kjósendur út, með því að húsið væri sjer leigt. Voru ljósin þá slökkt í fundarsalnum, og kjósendur reknir út. Xokkru síðarsamþ. hæjarstjórnin, að gangast fyrir þingmálafundar- haldi, og var sá fundur haldinn sið- astl. sunnud. Skýrsla um hann er á öðrum stað hjer í blaðinu. Afeureyringar héldu á Sunnu- dagiun framhaldsfund, að undirlagi bæjarstjórnar, af þingmálafundi sin- um, þeim er þingmaðurinn hleypti upp, er hann sá sig í minnihluta. Þessi fundur á Sunnudaginn viður- kendi, að ekki þyrfti að taka aftur fyrir þau mál, er inn almenni þing- málafundur hafði fengið að ræða, og ræddi því að eins atvinnumál, kjör- dæmismál. Sig. Hjörleifsson hélt flokksfund og þóttist þar hafa 137 atkvæði með stjórnarílokknum í sjálfstæðismálinu og með traustsyfirlýsingu til sín. En það segja heimastjórnarmenn, að ekki hafi svo margir kjósendur mœtt á fundi þeim; hefir þingmaðurinn því fengið fleiri atkvæði, en til vóru á fundi: »Dregur hann meira, en drottinn gefur«, segir vísan. Heimastjórnarmenn héldu svo flokksfund líka, og þar fór alveg gagnstætt, lýst óánœgju yfir meðferð meirililutans í sambandsmálinu og vantrausti á þingmanninum. Þær tillögur fengu 154 og 167 at- kvæði. Þá atkvæðatölu tjáir ekki að vé- fengja, því að atkvæði vóru greidd með natnakalii og skrifað og upp- lesið atkvæði hvers manns, svo að auðið er að birta þá skrá, ef á þarf að halda. Það er víst 3. eða 4. vanlrausts- yfirlýsingiii, sem þingmaðurinn fær frá kjósendum sínum, sumar gefnar af meirihluta allra kjósenda í kjör- dæminu. — Þingmálafund fjölmenn- an héldu Skagfirðingar að Reykja- laug. Þar mælti Jósef alþm. Bj. langt erindi fyrir tillögu um að halda fust við tillögu stjórnarftokksins i sam- bandsmálinu. En hún Var feld með miklum atkvæðamun, er oss sagt. Fregnir vorar af fundinum eru ekki glöggvar, en oss skildist, að stjórnar- liðið hefði nú haft ein 8 atkvœði 1 sambandsmálinu. Líkt mun hafa ver- ið í bankamálinu og öðrum lanúsmál- um. — Glöggvari fregnir síðar. — A bingmólafundi, sem Strandasýslumenn í Bæjarhreppi héldu, vóru ein tvö atkvæði með stjórnar- fiokknum (sýslumaðurinn og Jósef á Melum). „Smásaxast á limina.,. Norður-Múlasýsla kaus síðast sinn þingmann af hvorum flokki. Nú hefir hún á fulltrúafundi snúist móti stjórn- flokknum í sambandsmálinu. Akuregri, Strandarsýsla, Skaga- fjarðarsýsla, Regkjavik hafa og allar snúist gegn stjórnarflokknum. Það eru 5 kjördæmi, sem hafa, nú 7 stjórnflokksmenn á þingi. Auðfundið, hvaðan vindurinn blæs. Alþingisfejörskráiii. Eins og auglýst er á öðrum stað hér í blaðinu, liggur alþingiskjörskrá Reykjavíkur 1911—1912 til sýnis á bæjarþingstof- unni 1.—16. þ. m. Hver kosningarbær heimastjórnar- maður ætti að athuga það nú þegar sjálfur, hvort nafn hans er á kjör- skránni, og segja skrifstofu flokksins til þess tafarlaust, ef það sténdur þar ekki. — Skrifstofan er i Aðalstrœti S, og er opin hvern virkan dag kl. 8—10 síðd. Bæjarstjórn Reykjavíkur. Fnndur 19. jan. 1. Hafnarbyggingarmálið var til annarar umræðu. Litlar sem engar breytingar gerð- ar á tiilögum hafnarnefndar. < 2. Hafnarnefndargerðir frá 14. þ. m. lesn- ar og samþykktar. Smábreytingar gerðar á hafnarreglugerðinni. 3. Byggingarnefndargerðir frá 14. þ. m. lesnar og samþykktar. 4. Fasteignanefndargerðir frá 17. þ. m. lesnar og samþykktar. Þar með samþykkt, að fela bæjarverkfræðingnum, að búa til og afhenda borgarstjóra sem fyrst skýrslu um efni það, er panta þarf til girðinga um beitarlandið, og lictf'garstjóra falið, að ieita upplýsinga um, hvar hentast mundi að panta það, og skulu þær upplýsingar þá leggjast f^'ir nefndina, er svo tekur ákvörðun hjer að lútandi. 5. Borgarstjóri tilkynnti, að hann hefði ráðið verkfræðing Sigurð Thoroddsen fyrir 150 kr. á mánuði i 3 fyrstu mánuði ársins, til þess að gegna byggingarfulltrúastörfum og nauðsynlegum verkfræðingsstörfum, er fyrir koma. 6. Vatnsnefndargerðir frá 16. jan. lesnar og samþykktar. 7. Kosinn til að stýra bæiarstjórnarfund- um í forföllum borgarstjóra: Klemens Jóns son. 8. Samkvæmt tillögum fátækranefndar veitti bæjarstjórn 5 börnum ókeypis skóla- kennslu. 9. Pjetur S. tíuðmundsson gerði fyrír- spurn um tíma þann, er kveikt er og slökkt á Ijóskerum gatnanna. Fundnr 2. febr. 1. Hafnarbyggingarmálið var til 3. umr. Eftir litlar umræður var frumvarpið samþ. í einu hljóði með ýmsum smábreytingum. 2. Byggingarnefndargerðir frá 28. f. m. voru samþ. með þeim breytingum: 1. að fyrsta lið — um byggingu nýs húss í Sölv- hól — var frestað og vísað til nefndarinnar aftur; 2. að samþykkt var,_ að kæra for- stöðumann Hjálpræðishersins til sektar fyrir brot á byggingarsamþykktinni, svo og timbur- snúð þann, sem hefir unnið að breytingu skúrsins fyrir hann; 3. að samþykkt var að bæta við 4. tölulið, að bæjarstjórnin felur hyggingarnefndinni að gera tillögur um rjetta tölusetning húsa og lóða kaupstaðarins. 3. Fasteignanefnd leggur til, að bæjar- stjórn noti ekki forkaupsrjett að Bráðræðis- bletti, er Sigríður Jónsdóttir, ekkja, ætlar að selja fyrir 950 kr. Bæjarstjörnin samþ. tillögu nefndarinnar. 4. Eftir beiðni Jóns Hannessonar, Austur- koti í Kaplaskjóli, samþykkti bæjarstjórn, að leigja honum Móabæjar-kálgarð yfirstand- andi ár, gegn 8 kr. gjaldi í bæjarsjóð eins og áður. 5. Beiðni um að fá Sveinsstaðablett keyptan, er moðmæli fátækranefndar fylgdi, var vísað til fasteignanefndar. 6- Fjórði liður vatnsnefndargerðar, frá ]6. f. m., sem frestað var á síðasta fundi, var nú samþykktur með því skilyrði, að þinglesin yrði sú kvöð á húseignum Sígurðar Oddssonar og Guðna Egilssonar við fram- hald Ránargötu, að leyfa búendum í Eystra- Gíslaholti að taka endurgjaldslaust vatn í húsum þeirra. [Niðurl.]. 9. Breyting á lögum um lífsábyrgð sjómanna. Eftir nokkrar umræðum var þessi tilaga samþykt með öllum átkvæðum: „Fundurinn skorar á alþingi að breyta lögunum um lífsábyrgð sjó- manna einkum i þá átt, að lækka iðgjöldin, skýra ýms óljós orðatil- tæki laganna, og að ekkjur og börn þeirra sjómanna er látast af öðrum slysförum en drukkn- un, hafi tilkall til sama styrks, meðan þeir dvelja i skipsrúmi“. 10. Sjúkra8amlög. Svohljóðandi tillaga samþykt: „Fundurinu lætur þá skoðun í Ijósi, að æskilegt sje að fá heim- ildarlög fyrir sjúkrasamlögum, en að mönnum sje ekki gjörþ að skyldu að vera í þeim“. 11. Aðskilnaður rikis og kirkju. Málið tekið út af dagskrá eftir stutt- ar umræður. 12. Prentun alþingistiðindanna. Eftir nokkrar umræður var þessi tillaga samþykkt: „Fundurinn er eindregið þeirrar skoðunar að halda beri áfram prentun alþingistíðindanna, eins og | Stimpla | • allskonar, Iiæði úr kautschuk • • og málmi, allar hugsanlegar • • gerðir, bæði fvrir embættis- • • skrifstofur, verzlanir, alls • • konar fjelög, idiiadarmeiiii • • og prívatinenn, útvegar und- • • irritaður bæði fljótt og ódýrt. • • — Sömtdeiðis alls konar verö- • • launapeninga (medailler), • • nafiispjöld á hurðir og ótál • • margt fleira. — Verðlisti með • • mörg þúsund sýnishornum til • • sýnis. • • Stefán Kunólfssun. • • Þingholtsstræti 3. • •♦•♦•♦•♦•♦•♦•♦•♦•♦•♦•♦•♦•♦• þessi tillaga, sem var samþykkt með 14 gegn 12 atkv. „Með því mál þetta virðist mjög illa undirbúið og vanhugsað, tekur fundurinn það út af dagskrá". Fleiri mál voru ekki rædd á fund- inum, enda hafði fundurinn nú staðið frá kl. 12 á hádegi til kl. 2 eftir miðnætti, aðeins með stuttum hvíld- um til máltíða, og var því fundar- gerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið. Sœm. Halldórsson (fundarstjóri). Oscar Clausen áður hefir átt sér stað“. 13. Eiður og drengskapur. Svohljóðandi tillaga samþykkt. „Fundurinn telur núgildandi iög um eiðtöku vel viðunandi og legg- ur jafnframt til að enginn breyt- ing sje gjörð hjer á, nema áður sje leitað álits dómara landsins". 14. Verzlunarerindrekinn. Eftir alllangar umræður kom fram tillaga um að málið yrði tekið út af dagskrá og var það samþ. með 25 at- kvæðum gegn 23 atkv. 15. Eimskipaútgerð. Svohljóðandi tillaga samþykkt: „Fundurinn er algjörlega mót- fallinn allri hluttöku landssjóðs 1 eimskipaútgerð fyrir reikning land- sjóðs, eða öðrum þeim fyrirtækj- um, sem nokkur áhætta fylgir. 16. Bankamál. Eftir nokkrar umræður var svohljóð- andi tillaga írá Konráði Stefánssyni í Bjarnarhöfn samþykkt með 22 atkv. gegn 15. „Með því að fundurinn lítur svo á að ekkert það hafi framkomið í Landsbankamálinu, sem rétt- læti einræði ráðherra, mótmælir fundurinn harðlega framkomu hans gagnvart bankanum og banka- stjórninni við afsatningu hennar, og telur alla meðferð hans á bank- anum undir rannsókninni og eftir hana vítaverða". 17. Bitlingar. Eftir stuttar umræður kom fram þessi tillaga: „Fundurinn skorar fastlega á ai- þingi að forðast allar þær fjár- veitingar, sem einu nafni kallast bitlingar, meðal annars skáldalaun og styrkinn til Goodtemplarfjelags- ins“. Fyrrihluti tillögunnar samþ„ í einu hljóði, en síðari hlutinn — og styrkur til G.templara var felldur. 18. Aukatekjur lækna. Eftir nokkrar umræður kom fram skrifari. Pingmálafundur í Strandasýslu. Eftir einka-skeyti til „Þjóðólfs“. Þingmálafundur var haldinn í fyrradag í Bæ við Hrútafjörð. Var fundurinn fyrir Bæarhrepp. Asahláka- var, en þó mættu þar 17 kjósendur og voru aðeins tveir þeirra, er veittu stjórninni liðsyrði — Jósef á Melum og annar tii. Fundarstjóri var Guðm. G. Bárðarson á Kjörseyri. Skrifari Sig. Jónsson á Hvalsá. Af málum þar var: 1. Stjórnarskrármálið: Sam- þykt, að stjórnarskrárbreyting yrði sam- þykt á næsta þingi. 2. Fræðslumál: Oskað ýmsra breytinga á þeim lögum, svo sem að launalágmark kennara verði fært niður í 4 kr. á viku, o. fl. 3. Bankamál: Samþykt svohljóð- andi tiliaga: sFundurinn telur framkomu núverandi stjórnar f svonefndu bankamáli mjög svo athugaverða og skorar á þing- ið, að taka það mál til rækilegrar athug- unar. Einnig, að það tryggi sem fuil- fullkomnast eftiriit sitt með Landsbank- anum gagnvart bankastjórninni og ráð- herra«. 4. Óskað, að sími verði lagður frá Borðeyri um Búðardal til Stykkishólms. 5. Óskað, að Bitra, Hrútafjörð'tr og nokkuð af Miðfirði verði gert að sér- stöku læknishéraði, með búsetustað á Borðeyri. 6. Skattamál: Mótfallinn tillög- um skattamálanefndarinnar. Með einok- un á tóbaki. 7. Skorað á þingm. að fylgja fram |fé til vegagerðar frá Hrútafjarðarbotni um Guðlaugsvík til Gilsfjarðarbotns. 8. Búnaðarmál: Óskað, að styrk- urinn til búnaðarfélaganna út um land verði ekki lækkaður. q. Fjármál: Þar var samþykt svo- hljóðandi tillaga: »Fundurinn álitur stóra lántöku handa landinu að svo komnu afar-varhugaverða, þá telur hann æski- legt, að starfsfé bankanna sé nokkUð auk- ið, en telur nauðsynlegt að jafnframt sé sérstök ahersla lögð á, að lánsfeð gangi sem mest til að auka beina framleiðslu í landinu*. 1 /V List <miii þá M Jes Zimsen. 4-6 herbergja íbúð í sjálfum miðbænum fæst til leigu frá 14. Maí, eða fyr ef óskað er. Ibúðinni fylgir rúmgóð geymsla, þurkioft og önnur þæg- indi. — Upplýsingar á afgreiðslu Rvíkur.

x

Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.