Reykjavík - 18.02.1911, Blaðsíða 2
30
REYKJAVlK
Um islenzkan lanðbúnað.
Eftir Jón J. Bíldfell.
Landbúnaðurinn er hornsteinn sá,
er efnaleg velmegun þjóðanna bygg-
ist á, fremur öllum öðrum atvinnu-
greinum. Ekki svo að skilja, að
ýmsar aðrar atvinnugreinir geti ekki
verið arðvænlegar um lengri eða
skemmri tím. En það er engin
þeirra eins haldgóð og landbúnað-
urinn, þegar hann er rekinn með
forsjálni og af kunnáttu. Afli sjáv-
arins getur brugðist með öllu, þegar
minnst varir, og eru þá allir þeir,
sem á hann byggja, atvinnulausir
og ráðþrota. Verksmiðju-iðnaður er
oft arðsamur, sjerstaklega hjá stór-
þjóðunum, en á honum er sá ann-
marki, að þegar minnst varir getur
maður búiztvið að sjá orðið »lokað«
letrað yfir dyrum verksmiðjanna, og
þá líka alla þá, er þar unnu, atvinnu-
lausa á torginu. Málmtekja er of oft
eins og mýrarljós, er lýsir máske í
svip, hverfur svo sjónum manna,
skýtur ef til vill upp aftur einhvers-
staðar lengst út í himingeimnum, til
þess að lokka fjöldann enn þá lengra
út í ófæruna; en gróður jarðarinnar
heldur áfram í dag, á morgun og að
eilífu; landbúnaðurinn er ábyggilegri
öllum öðrum atvinnugreinum, af því
að undirstaðan er traustari.
Að mínu áliti er það nú ekki ein-
asta efnaleg velmegun íslenzku þjóð-
arinnar, sem stendur og fellur með
landbúnaðinum, heldur er hann enn
þá miklu meira fyrír þjóðina. Hann
er líf-akkeri hennar, »sverð hennar
og skjöldur«. Festuna i islenzku
þjóðlífi er ekki að finna við strend-
ur landsins, í fiskiverum þess, heldur
hjá bændum og búalýð. Takið þið
hana í burtu, þá nötrar þjóðin fyrir
hverjum vindblæ sem næðir, hrekst
fyrir hverjum straumi er veltur —
hugsum oss landbúnaðarlausa ís-
lenzka þjóð; mundi liún geta verið
til ? Og ef hún gæti það, hvert
mundi ástand hennar verða? Mundi
það ekki verða sjómannalíf í orðsins
fyllsta skilningi, með öllum þess von-
brigðum, í allri þess eymd og niður-
læging — og landið — landið feðr-
anna frægu að eins Jiskiver.
En hví slíkar hugsanir í sambandi
við landbúnaðinn íslenzka? Sjer
maður ekki, að sumir af ritfærustu
mönnum þjóðarinnar hafa haldið
því fram, að einmitt í þessari grein
sje urn miklar franifarir að ræða nú
á síðari árum, að framleiðsla sje að
vaxa, velmegun að dafna, og yfir
höfuð að hirta yfir sveitum íslands;
og fullvís er jeg þess, að enginn er
sá íslendingur til, sem ekki gledd-
ist af hjarta yfir því að vita, að ís-
lenzka þjóðin væri að rjetta við í
þessu mjög svo mikilsverða efni.
En hvað segja íslenzku bændurnir
um þetta etni? Mennirnir, sem öll-
um öðrum fremur vita sannleikann
í því; mennirnir, sem bera hita og
þunga dagsins ? Er efnahagur þeirra
að batna? Er framleiðsla hjá þeim
að vaxa? Eru þeir sælli menn í
sinni stöðu nú, en þeir voru ? Ef
þeir eru það ekki, er það þá ekki að
eins þýðingarlaust, heldur Iika rangt,
að vera að reyna að telja þeim og
öðrum trú um, að þeir sjeu það,
telja þeim trú um það, að efnalegt
ástand þeirra sje svo eða svo miklu
hetra, en það í raun og veru er.
[Franoh.].
Hvnð er að frjctta?
Mannalát. Dáinn er i Winnipeg 10.
f. m. síra Oddur V. Gíslason, er
lengi var prestur að Stað í Grindavík.
— Hinn 20. f. m. andaðist merkiskonan
Þuríður Bergsteinsdóttir á Ár-
gilsstöðum í Hvolhreppi, nærri niræð að
I aldri, fædd 13. sept. 1822. Hún var dóttir
; Bergsteins hreppstjóra Sigurðssonar á Ár-
1 gilsslöðum. Um tvítugt giftist hún Ólafi
I Arobjarnarsyni frá Flókastöðum, en missti
J hann fyrir 11 árum. Höfðu þau þá búið
j saman í ástúðlegu hjónabandi í rúm 50 ár.
Þau áttu 13 börn, og eru 7 þeirra’ á lífi :
Bergsteinn bóndi á Árgilsstöðum og Finn-
bogi vinnumaður þar, Sigurður bóndi i Nesi
við Seltjörn, Arnbjörn kaupm. í Keflavík,
Guðrún, kona Sigmundar í Hrúðurnesi,
Sesselja, ijósmóðir í Reykjavík, og Ólöf,
kona ísaks verzlunarm. á Eyrarbakka.
Eldsvoðar. Hús Helga kaupmanns
Björnssonar í Borgarfirði eystra brann til
kaldra kola 25. f. m. Fólkið slapp með naum-
indum úr eldinum, og varð engu af innan-
stokksmunum bjargáð.
— Bærinn á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal
brann aðfaranótt 28. f. m. Brunnu þar öll
heimahús, nema fjós og fjóshlaða. Eigna-
tjón mikið, því að allt var óvátryggt.
V élritun
alls konar tek ég að mjer, hvort heldur
heima hjá mér eða á skrifstofum manna
(legg mér sjálf til vél). Fleiri samrit i
einu, ef óAað er.
Rannveig Porvarösdóttir,
velritunar-kennari i Verzlunarskóla íslands.
Pingholtsstræti 28.
(Lagaskólahúsið).
Hrapariegar slysfarir.
Kona verður úti á Mývatnsheiði.
Sunnudagsmorguninn J5. f. m. fór ung-
lingspiltur frá Stóraási á Mývatnsheiði með
sauðfje til beitar þar á heiðina, en þegar
leið að hádegi skall á stórhrið, svo dimm,
að litið sást fyrir, og varð þá móðir piltsins
hrædd um hann. Lagði hún á stað út í
hríðina með dóttur sína uppkomna, sjer til
fylgdar, til að leita að syni sínum, on — á-
rangurslaust, þær fundu hann ekki. — Pilt-
urinn komst með naumindum heim sín til um
kvöldið, og frjetti þá til ferða þeirra mæðgna.
Brá hann strax við^og fór aftur út í stór-
hríðina að leita þeirra, en það kom fyrir
ekki, og kom hann svo búinn heim ummorg-
uninn eftir.
Litlu síðar kom systir hans heim og sagði
svo frá ferðum þeirra, að þær urðu fljótt
viltar vegar og ráfuðu víða um heiðina’þar
til gamla konan uppgafst af þreytu og kulda.
Lögðust þær þá fyrir og ætiuðu að láta fyr-
irberast þar til hríðinni slotaoi, en hún hjelst
alla nóttina, og er á leið nóttina andaðist
j móðirin. Um morguninn lagði svo dóttirin
á stað til bæja, eftir að hafa hagrætt líkinu
og sett á sig hvar það lá.
Var þá farið til næstu bæja að útvega
karlmenn til að sækja líkið, og fanst það
fljótlega, eftir tilsögn stúlkunnar ; síðan var
sent eftir lækni að Breiðumýri til að reyna
björgunartilraunir, en þær reyndist árang-
urslausar. Hvortdóttirinerkalin til skemmda,
eru ógreinilegar frjettir um.
Konajþessijjihjet Kristín Bergvinsdóttir,
og hafði verið atorku- og ráðdeildar kona.
(GjalIarhornV
alvanur verzlunar- og skrifstofu-
störfum, óskar eftir atvinnu frá 1.
marz næstkomandi.
Góð meðmæli.
Afgreiðslan vísar á.
Betrek
u
Jeg vil leyfa mjer að vekja athygli manna á þvi, að
nú hefi jeg fengið afar-fjölbreytt sýnishorn af »Betrekki«
eftir nýjustu týzku. Þar sem jeg hefi leitast víða fyrir
mjer með sambönd í þessari grein og nú náð sambandi
við ágæta verksmiðju í Hamhorg, þá þori jeg óhikað að
lullyrða, að jeg geti boðið beztu kjör, bæði hvað verð og
fjölbreytilegt úrval snertir, alt af nýjustu gerð. Með skipi
sem fer frá Hamborg í byrjun Apríl, fæ jeg 100 tegundir
af »Betrekki« til að byrja með. Ræð jeg því öllum til að
híða með að kaupa »Betrek« þangað til í Apríl, að jeg
fæ birgðir minar, það mun borga sig margfaldlega.
Eg hefi sýnt ýmsum smekkmönnum bæjarins sýnis-
horn mín, og hefn- þeim öllum borið saman um, að mitt
»Betrek« ber langt af öllu þvi, er áður hefur verið hér á
boðstólnum, bæði að fallegleik og verði.
Sýnishorn mín eru til sýnis á Hótel ísland daglega
frá 4—5 síðdegis.
Sveinn Jóusson
Bóklilöðustig ÍO.
Verzlunin „KAUPANGUTL
við V i t a t o r g
selur með bezta verði:
Soltkjötid góða frá Hvammstanga,
Svið og slátur — ---
Kætu fyrirtaks góða — ---
Ágætt íslenzkt smjör.
Eramhald af grein St. B. Jóns-
sonar gat ekki komið í þessu blaði
vegna rúmleysis.
Ódýrast
Tóbak
seljum vér í þessum hæ.
Nýkomið mikið af:
Vindlum, Vindlingum,
Reyktóbaki, Munntóbaki,
— Nóbels ekta Rjól —
Ennfemurnýir Ávextir, t. d.
Epli, Vinher, Appelsinur.
Okkar ágæta suðu-Choco-
lade með voru eigin nafni
á, sem allir sækjast eftir o.íl.
Versl. „Vikingar“.
Carl Lárusson.
)
Til leigu mí þegar
2 íbúðar-lierbergi í Þingli.str. 7.
Gisli Þorbjarnarson.
1—2 herbergi ásamt eldhúsi óskast
til leigu frá 15. marz til 14. maí n. k. Uppl.
hjá afgreiðslu blaðsins.
Til sölu
gistihúsið við Gcysir í Árnessýslur
sem nefnt er »Thomsensskáli« fæst
keypt nú þegar, ásamt rúmfatn-
a ð i og öðru er til veitinga er brúk-
að, svo sem borðbúnaður o. tl.
með rjetti þeira til veitinga við
„Geysir“, sem núverandi eigandi
að tjeðu gistihúsi hefir. Ennfrem-
ur eru til sölu jarðirnar: Bryggja
og Torta í Biskupstungnahreppi í
sömu sýslu, sem báðar liggja nálægt
Gcysi. Lysthafendur snúi sjer sem
fyrst til undirritaðs, sem gefur allar
upplýsingar sölu á eignum þessum
viðkomandi og semur um kaupin
ef til kemur.
Gísli þorbjarnarson,
Reykjavik,
övenjulega géð. Miklar
birgðir og margbreyttar heftr
nú fengið
Sicjgeir €%orfason
(Laugavegi).