Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 25.02.1911, Blaðsíða 3

Reykjavík - 25.02.1911, Blaðsíða 3
REYKJAYIK 35 f Ágætt Isl, SMJ0R eílls ® með bezta verði. selur verzl. Kaupangur, innar í skattamálinu, þar sem oss er sagt að búlendur þjóðarinnar sjeu 12,700,000 kr. virði, en hús í kaup- túnum 15,000,000 kr. virði. Svo er þá komið á Fróni, að húsaskrokkar í bæjum og kauptún- Ufn landsins eru orðnir meira virði en landið sjálft. Mundi slikt geta komið fyrir i nokkru landi undir sólinni, þar sem landbúnaðurinn er i þolanlegu lagi? Ólíklegt þykir mjer menn vilji eða geh i alvöru haldið því fram. Ef það, sem jeg hjer að framan hefi sagt, er rjett athugað, þá er það eitt af þrennu, sem liggur fyrir islenzku þjóðinni að gera, sem hún má til með að gera innan lengri eða skemmri tíma : 1. Að spara. ‘2. Hætta að vera til. 3- Bæta landbúnaðinn með auk- inni framleiðslu, en ódýrari vinnu. Fjarri sje það mjer, að gera lilið úr sparnaði; þvert á móti álít jeg hann eitt aðal-skilyrði til efnalegra þrifa, svo framarlega sem hann er skynsamlega brúkaður. En það má fara með þann kost, sem á rjettu stigi er bvers manns prýði, svo að hann verði að lesti — að hann verði að krenkjandi þjóðarböli, sem niði æ meir og meir andlegan og verk- legan þrótt, bæði úr einstaklingum og fjöldanum. Þegar á að fara að segja mönnum að sætta sig við köld og óheilnæm húsakynni, sætta sig við að klæðast í tötra, sætta sig við að draga fram lífið á þeirri ó- dýrustu og óaðgengilegustu fæðu.sem búið framleiðir, af því að allt hitt verður að ganga í skuldirnar; sætta sig við að fara á mis við flest þau nauðsynlegustu þægindi, sem nútíðin býður mönnum, þá er dyggð þessi, sparnaðurinn, orðin að þrældóms- oki, sem hefir eyðilegging og dauða í för með sjer. Hætta að vera til! Leiðinleg til- hugsun; þó jafnvel betri en að lifa i eymd. Þá er þriðja atriðið: að auka og bæta landbúnaðinn; og er það eina úrlausnin á þessu langþýðingarmesta máli þjóðarinnar í verklega átt —, svo þýðingarmiklu í mínum augum, að undir því er komin framtíð henn- ar, að hún beri gæfu til þess, að leysa það rjett og leysa það skjótt, því eftir því sem Iengur dregst að bæta úr hinu núverandi ástandi, eftir því sem þjóðin þarf lengur að striða við hið ljárhagslega ástand sitt, eins og það er nú, eftir því veikjast kraftar hennar og viljaþrek til allra fram- kvæmda, og þar af leiðandi verða skilyrðin æ minni og minni til við- reisnar, en óhugur eykst og menn hverfa úr landi. Líklegast eru þess fá dæmi, þar sem jarðrækt annars er þekt, að jörðinni sje eins lítill sómi sýndur eins og út á íslandi. Að vísu er túnrækt sumstaðar í allgóðu lagi, og hefir allmikið verið að henni gert á síðari árum; og hefi jeg fyrir satt, að hún í mörgum tilfellum gefi all- góða vexti af fje því, sem í henni liggur, og í sumum tilfellum jafnvel ágæta. Þó er sú jarðrækt, eins og hún hefir verið og er gerð, óheyri- lega dýr. Og að hún skuli geta borgað sig finnst mjer full sönnun þess, að ef jörðin væri ræktuð á ó- dýrari og hagfeldari hátt, þá mundi hún endurgjalda það þeim mun bet- ur. En það er að eins tiltölulega litill hluti af heytekju íslendinga, sem af túnum er tekinn; stærsta part uppskerunnar gera menn í flest- um tilfellum sáralítið til að tryggja sjer; hafa ár frá ári verið upp á örlæti náttúrunnar komnir með hann, og sjaldan hafa íslenzku mýrarnar nje vall-Iendis-dalirnir brugðist alger- lega; en allt af er sú uppskera ó- áreiðanleg, erfið og dýr. íslenzki bóndinn getur ekki risið undir því, að halda kaupdýrt fólk, til þess að tína heyskapinn saman úr snöggum, sundurslitnum og ógreiðfæram mýr- um, og flytja heyið síðan á hestbaki yfir ógreiðfæra vegi til hlöðu. Þetta þarf að breytast. íslenzku bænd- urnir þurfa að færa heyskap sinn saman, helzt á einn blett; þeir þurfa að eiga hver sinn akur, smáan eða stóran, þar sem þeir geta ræktað allt sitt fóður; akur, sem borið hefir verið ofan í þar til jarðvegurinn er orðinn frjór, akur, sem þeir geta reitt sig á uppskeru úr, í hverju skaplegu árferði; akur, sem þeir geta unnið með vjelum, en sparað dýrt fólkshald. Það er ekki einasta að jörðin, svo undirbúin og rjett unnin, mundi gefa margfalt meira af sjer, heldur en nú þekkist þar heima, heldur mundi heyskapurinn svo margfalt fljótteknari og hægari. Setjum nú svo, að hver meðal- bóndi ætti 100 dagsláttu akur, vel ræktaðan, mætti hann í flestum ár- um byggja upp á að fá 2,200 hesta af fóðurgrasi eða um 440 þús. pd. af töðugæfu heyi, sem í hverju meðal- ári mundi fóðra 50 nautgripi. Vita- skuld liggur mikið verk i því, að undirbúa slíkan akur, og til þess þarf líka kunnáttu. En eftir að það er búið og búið að girða akurinn og leggja akbraut frá honum heim að hlöðunni, þarf vinnuafla þann sem hjer segir til starfrækslunnar : 1 gott hestapar, sein vigtar um 3,000 pund og aktýgi, 1 fjórhjólaðan vagn, 1 sláttuvjel, 1 rakstursvjel, 1 herfi, 1 plóg, 1 vinnumann, og 2 kaupakonur til hjálpar við hirðinguna, sem ekki ætti að standa lengur yfir, ef vanþurkar ekki böguðu, en um þrjár vikur. [Frh.]. R œ 9 a 1. þm. Reykvíkinga í van- traustsyfirlýsingarmálinu. Við nafnakallið um það mál í nótt kallaði forseti meðal annars upp nafnið: „Jón Þorkelsson11. Jón Þorkelsson svaraði: „Ja —jeg veit ekki. Jeg hefi langt erindi að flytja, sem gerir grein fyrir atkvœði míuu í þessu máli. En nú hafa flutningsmenn bundið fyrir munninn á mjer með þvi að neita að fresta umræðum til morguns. Nú er mjer orðið íllt og þess vegna neita jeg að greiða atkvæði“. Til huggunar og harmaljettis kjósendum bæjarins, skal skýrt frá því, að þingmaður- inn virtist i morgun úr allri hættu. Húsnæðisskrifstofa Rjíknr Grettisgötu 38. — Talsími 120. Selur hús og lóðir. Leigir út íbúðir. Opin kl. 11—12 f. m. og kl. 8—S> e. m. Fundur í stjórnmálafjelaginu „Fram“ Laug- ardaginn 25. febrúar, kl. 8V2 síðd. í Good-Templarahúsinu. Kggert Claesseik taiar. Saumaður kvennfatnaður og drengja, pressað og gert við karlmannsföt og fleira. Efri Vegamótum við Laugav. s 30 Majendie vissi ekki sitt rjúkandi ráð. »Já, en . . . hvað ertu að segja? . . . Þetta eru í meira lagi illkynjaðar gletturl« »Góði Cyril minn, jeg hef gert þetta allt saman þín vegna. Já, einmitt þín vegna. Þegar þú sagðir, að það væri uti um þig, ef þú gætir ekki útvegað þjer þessar 5000 kr., þá oarð jeg að finna eitthvert ráð. Og þá hljóp jeg yfir til frú I aiker. »María«, sagði jeg'. »Eigum við að veðja?« Hún var til í þag_ »Við skulum veðja um það, að jeg skal geta verið sem þjónn á heimili minu í heila viku, án þess að Cyril þekki mig«. »Ertu vitlaus?« spurði hun. »Viltu veðja?« »Hvað eigum við að veðja miklu?« »Svo miklu sem vill — 5000 krónum. Þú hefir nóga peninga«. Hjer greip frú Parker fram í sögu frú Majendies: »Já, jeg vissi það, að Majendie þurfti á þessum pening- um að halda. og jeg vissi líka — herra Majendie! — að kon- an yðar er reiðubúin að gera allt fyrir yður, því að jeg þekki hana svo vel«. Allt i einu sneri .hún sjer hálf-reiðulega að Campnell greifa; »Hver eruð þjer, með leyfi að spyrja? Hvernig hefir o unuugur maður getað komizt fyrir þessi brögð okkar, sem \oiu þó ekkí svo illa hugsuð?« Greifinn hneigði sig. »Það voruð þjer, frú, sem hjálpuðuð mjer til þess. Satt er það að vísu, að þjer hafið hjer falið yður á þeim stað, þar sem láum myndi hafa komið til hugar að leyta að yður eða yðar líkum. En leynilögreglumenn verða nú á dögum 27 »Ja, þjer hefðuð átt að vera dálítið elskulegri við hana göðurinn minn«. »Nei, nei, yður skjátlast, en . . . . en herra greifi ? Hvert .....hvert erum við að fara? Mjer sýnist þetta vera hús Parkers, sem við nemum staðar við«. Leynilögreglumaðurinn stökk eins og örskot ofan úr vagninum. »Verið þjer kyr, þar sem þjer eruð! Jeg þarf að tala eitt orð við Parker«. Þegar greifinn var að fara upp tröppurnar, kom Parker æðandí á móti honum, auðsæilega sár yfir því að hafa orðið að bíða svona lengi. »Nú . . . . já, það var svei mjer mál á, að þjer kæmuð. Skiljið þjer það ekki, maður, að þetta er afar-áríðandi málefni!« Leynilögreglumaðurinn brosti. »Segið þá fljótt, hvað þjer viljið. Nú er jeg kominn«. Og um leið og hann mælti þetta, tók hann vingjarnlega í handlegg Parkers, og áður en hann hefði ráðrúm.til að veita nokkurt viðnám, var greifinn búinn að stinga honum inn í vagninn. »Sláið i klárana, ökumaður, og akið svo hart sem þjer getið. Þjer vitið hvert ferðinni er heitið«. Vagninn þaut af stað. Það er ekki auðgert að segja um það, hvor þeirra, Parker eða Majendie, var meira for- viða. Parker varð fyrri til máls. »Herra greifi ! Hm ! Má jeg spyrja .... hvernig dirfist þjer, að . . . . stinga mjer inn í þennan viðbjóðslega kassa við hliðina á svona .... svona .... apa ?« Majendie ræskti sig. Parker reyndi að standa upp, en greifinn tók í hann. »Sitjið þjer nú rólegur eitt augnablik, vinur minn«.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.