Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 11.03.1911, Blaðsíða 4

Reykjavík - 11.03.1911, Blaðsíða 4
44 REYKJAVIK Forskriv selv Deres Klædevarer direkte fra Fabrik. Stor Besparelse. Enhver kan faa tilsendt portofrit mod Efterkrav 4 Mtr. 130 Ctm. bredt sort, blaa, brun, gron og graa ægtefarvet flnulds Hlæde til en elegant, solid Kjole eller Spadserdragt for kun ÍO Kr. 2,50 pr. Mtr. Eller 3>/4 Mtr. 135 Ctm. bredt sort, morkeblaa og graanistret moderne Stof til en solid og smuk Herreklædning for kun 14 Kr. 50 0. Er Varerne ikke efter 0nske tages de tilbage. [íh. b. lár Aarhus Klædevæveri, Aarhus, Danmark. Reikningurinn þannig samþykktur í einu hljóði. 2. Felldur úrskurður á hafnarreikningi 1909. — Hann haiði yerið endurskoðaður og áteiknaður um, að ekkert hafi fundizt við hann að athuga. Samþ. í e. hlj. 3. Felldur úrskurður um brunasjóð 1909. Ekkert hafði fundizt við hann að athuga, og var hann samþ. í e. hlj. 4. Lagðir fram reikningar sjúkrasjóðs hins íal. kvenfjelags 1910. 6. Bygjzingarnefndarfundargerðir frá 11. febr. voru samþ. með litlum breytingum. 6. Frumv. til laga um gjöld til holræsa og gangstjetta í Reykjavík o. fl., rætt við fyrri umr. (sjá þingmannafrumv. nr. 43 hjer í blaðinu). 7. fþróttasamband Reykjavíkur biður um að fá íþróttasvæðið stækkað. Vísað til bygginganefndar. 8. Pjetur Gunnarsson býður forkaups- rjett að erfðafestulandinu Arabletti. Bæjar- stjórn vildi ekki nota forkaupsrjett. 9. Erindi Bergs Einarssonar um holræsi var visað til veganefndar. 10. Eftir beiðni Kn. Zimsens var hann leystur úr gasnefnd. í stað hans var Jón Jensson kosinn i hana. 11. Eftir tillögu gjaldkera bæjarins var borgarstjóra ialið, að skora á niðurjöfnunar- nefnd, að hafa nafnaröð á niðurjöfnunar- skránni á þann hátt, að skírnarnafn sje ritað á undan föðurnafni, nema ættarnafn sje. 12. Tveim börnum gefið eftír kennslu- gjald við barnaskólann. 13. Beiðni um eftirgjöf á aukaútsvari frá Lýð Brynjólfssyni og Ole Haldorsen var visað til fátækranefndar. 14. Brunabótavirðingar samþykktar: a. húseign Bjarna og Kristins Pjeturssonar við iEgisgötu kr. 4,620,00; b. húseign Jóhanns S. Hjörleifssonar, Bræðraborgarstíg 17, kr. 7,381,00. Ping-Díjungar í iag. Inosetning gömlu gæzlustjóranna. — í e. d. átti að koma til umræðu í dag till. rannsóknarnefndar e. d., um að skora á landsstjórnina að setja gæzlustjóra e. d. tafarlaust inn í stöðu sína við bankann aftur, greiða honum laun frá afsetningardegi og endurgjalda honum kostnað, þann er hann heflr haft við að reka réttar síns og þing- deildaiinnar í þessu máli. Forseti neitaði í gær að setja mál- ið á dagskrá í dag. 3 þingmenn ósk- uðu þess þá skriflega, að málið yrði á dagskrá tekið samt, og átti þá sam- kv. 41. gr. stj.skr. að greiða atkvæði um það í dag umræðulaust, hvort deildin vildi taka málið inn á dagskrá. Þetta var og gert, og var það sam- þykt með 7 atkv. gegn 3 að taka málið á dagskrá. En þá neitaði forseti að hlýða at- kvæða-úrskurði deildarinnar. Fór hann að rugla um, að 3/4 at- kvæða þyrfti til þessa. En það er staðleysa ein. Þingsköpin ákveða ekkert annað en einfaldan meiri hluta til þess, að þingdeild setji dagskrá. En þar á móti ef forseti eða þing- menn fara fram á þau afrigði frá þingsJcöpum, að tekið sé fyrir mál, sem eJcki er á dagskrá, þá þarf 8A atkv. og samþykki ráðherra. En hér' var ekki fram á neitt slíkt farið, heldur fram á, að þingið setti dagsJcrá (eftir löglegan undirbúning á næsta fundi á undan). Forseti stóð hér sem skilningslaus skepna gagnvart þingsköpunum og hraut þau. Það er vandræða-forseti, sem e. d. verður að burðast með. Óðnr raaður í þinghúsinu. í gær- kvöld kom Ingvar Sigurðsson cand. phil. inn á „Kringlu" (veitingastofu þinghússins) og vildi gefa þingmönn- um fáeina aura, sem hann hafði í buddunni, til að „vera móti Birni Jónssyni". Siðan fór hann að afklæða sig þar inni. 1. þingm. Skagfirðinga, sem þar kom inn, réðst hann á, tók í skeggið og öxlina á honum, og skamm- aði hann. Var hann þá tekinn og farið með hann út. Strákur þessi er alkunnur að óðslegri framkomu á mannfundum hér. Hann er mestur berserkur í liði skilnaðar- manna — ekki sízt að óþvegnu orð- bragði. Þess má geta, að hann bragðar aldrei vín, svo að ekki þarf því um að kenna. Vitleysis-kastið kvað nú vera runnið af flionum aftur í þetta sinn. Jón Ólafsson. Þeir, sem vildu takast á hendur sölu á mjólk, eða kaupa rajólk af „Mjólkursamlagi Seltirninga“, geri svo vel og gefl sig fram við undir- ritaða stjórn „Samlagsins" innan 1. apríl þ. á. Ástríður Ólafsdóttir, Oddur Jbnsson, Nesi. Ráðagerði. Jír Jónsson, Melshúsum. Arðsöm atvimm. Allir ættu að nota tækifærið að innvinna sjer peninga, með því að bjóða og selja vörur, eftir verðskrá minni, sem er 112 síður í stóru broti og inniheldur fjölda mynda af: reið- hjólnm, og öllu þvi er þeim tilheyrir, — Úrum — úrfe8tum — brjóstnælum — hljóð- færum — málmvörum — glysvarningi — Vindl- um — Sápum — leBurvörum og vefnaðarvör- um. — 50°/o afsléttup frá mínu óheyrt lága verði — Vandaðar vörur. — Verðskrá send ókeypis og fyrirspurnum svarað samstundis. Chr. Hanaen, Enghaveplads 14, K0benhavn. ]os. [■ LíftryggHI yOup í •] r LífsábyrgðarQelaginu ,DAN‘. y ]• Fjelagiö er mjög útbreytt hjer á landi. L Umboðsm.: Pjetur Halldórsson bóksaii Saumaður kvennfatnsOur og drengja, pressað og gert við karlmannsföt og fleira. Efri Vegamótum við Laugav. > (Davíðs-hús). íeikjjel. Rcykjavíkur: Langardðgskveld 11. Mars: Snnnudagskveld 12. Mars: Hósið opnað kl. 7V*. Leikirn- ir byrja kl. 8. eins í þetta eina skijti. ° ÚrsmfðaHtofan ° PinaholtMt.3, Rvik. Hvergi vondaðrt úr. Hvergi eins ódýr. Fullkomin ábyrgð. Stefáa Ranólf88on. é-"------------ ------------4 1 €&unóur i „dram‘, Langardaginn 11. raarz, kl. 87* síðd. í Good-Templarahúsinn. Brúkaður karnavagn er til sölu á Káraslíg 4. Hvar á að kaupa öl og vín? En í Thomsens M a g a s í n. PrentsmMjan Gutenberg. Dularfullt húsbrot. 1. kapítuli. Hver er það ? Campnell greifi hafði legið í inflúenzu, og var nýlega kominn á fætur, þegar þjónninn skýrði honum frá því, að hinn ungi greifi, Georg Carman, vildi fá að tala við hann. Leynilögreglumaðurinn tók þegar eftir því, að Carman greifi var venju fremur æstur og órólegur. »Vandræða-atburður, sem skeði síðastliðna nótt, herra Campnell! Húsbrotsþjófnaður! Slæmt viðureignar það!« »Er yður nokkuð annað á höndum, herra greifi?« »Nei — er það máske ekki nægilegt?« Hann settist. »Takið þjer nú eftir. Það er húsið »Azalea«, þar sem ungfrú Tonny Darling, vinkona min, býr, sem brotizf hefir verið inn í«, Leynilögreglumaðurinn þekkti bæði húsið og stúlkuna. Carman greifi hjelt áfram: »Gimsteinunum hefir öllum verið stoiið, þessum, sem jeg hefi gefið henni. — Jeg varð að gefa skollans mikið fyrir 33 þá — á sínum tima — því að hún varð að fá þá, hvað sem þeir kostuðu .... Nú, en það er ekki það versta!« »Heldur hvað?« jt,- »Jeg gat ómögulega fengið af mjer að fara með þetta til lögreglunnar — hún er allt af svo þröngsýn, ög hana varðar ekkert um einkahagi manna. — Er mjer óhætt að treysta þagmælsku yðar?« »Auðvitað. En reynið nú að komast að efninu!« »Það er gott«. Carman greifi iðaði á stólnum, »Jeg hafði á sínum tíma gefið henni skriflegt hjúskapar- loforð, og það geymdi hún neðst niðri á botni i gimsteina- skríninu. Og nú er skrinið horfið! Hvað á jeg að gera ? Einmitt nú, þegar faðir minn hefir loksins fundið hæíilegt kvonfang handa mjer . . . .« Leynilögreglumanninum fjnnst sem hann saei andlit föðursins — greifans af Hammersmith — þessa gamla, heið- virða aðalsmanns, sem aldrei hafði mátt vamm sitt vita. »Já, jeg skil það, að þetta muni vera óþægilegt fyrir yður«. »Okkar á milli sagt, herra leynilögreglumaður —« Carman greifi færði stól sinn nær og hvíslaði: »— okkar á milli sagt, þá höfum við — hún og jeg — verið dálítið mis-sátt nú á síðkastið. Mjer kæmi það alls ekki á óvart, þótt hún væri sjálf þjófurinn. Með öðrum orðum : að hún láti bara svo, sem brotizt hafi verið inn til sín, en hafi í raun og veru fengið einhverjum vini sínum þetta ólukkans hjúskaparloforð í hendur, til þess að nota það sem vopn gegn mjer«. »Hafið þjer nokkuð fyrir yður í þessum grun yðar?« »Ekkert, sem jeg geti sannað hann með. Jeg get bara hugsað mjer þetta«.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.