Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 11.03.1911, Blaðsíða 1

Reykjavík - 11.03.1911, Blaðsíða 1
1R cv fc j a v t k. Lau^ardag^ 11. Marz 1911 XII., 11 | „RKYKJAYÍK" Argangurinn kostar innanlands 3 kr.; erlendis kr. 3,50 — 4 sh. - 1 doll. Borgist fyrir 1. júli. Augljjsinffor innlendar: á 1. *)'s' kr- 1.50; 3. O? 4. bls. kr. 1,95. — Ötl. augl- 33’/.°/. hærra.— Afsláítur að mun, ef mikið er auglýst. Ritstj. og ábyrgðarm. (AtotAn Runftlfsson, Pingholtsstr. 3. Talsimi 188. yí|greiðsla .Reykjavíkur' er í SJí^lastræti 3 (beint á móti verkfræðing Knud Zimsen). Aígreiðsla blaðsins er opin kl. 9—12 árd. og kl. 1—6 síðd. - Talsími 199. Ritstjórl er til viðtals virka daga kl. 12—1. — Ping/holtsstr. 3. A lþingi. IV. PingmannafrumYÖrp. Þegar síðasta blað kom út, voru frumvörp frá þingmönnum orðin 33 að tölu. Síðan hafa þessi bætzt við : 34. Frv. til laga um lækn- ingaleyfi. Flm.: Jón Magnússon (Á aö koma í veg fyrir háskalegt lækningakák ólæknisfróðra manna). 35. Frv. til laga um breyt- ing á lögum um stofnun Landsbanka 18. sept. 188 5, og lögum um breyting á þeim lögum 9. júlí 190 9. Flm.: Björn Kristjánsson. (Aðal-breytingarnar breyt- ingar á stjórn bankans. Gæzlustjórar afnumdir. Bankastjórar sjeu þrír, er ráðherra skipar. Hafi tveir þeirra 6000 kr. hvor í árslaun, en sá þriðji 4000 kr. Bókari hafi 3,500, en fje- hirðir 5,000 kr. í árslaun. — Ráðherra skal láta rannsaka allan hag bankans, að minnsta kosti á hverjum 5 ára fresti. — Bankinn getur látið eigin þjóna sína selja verðbrjef og annað handveð við uppboð á þeim stað, sem hentast þykir). 36. Frv. til laga um breyt- ing á lögum um stofnun veð- deildar í Landsbankanum í Reykjavík 12. jan. 1900. Flm.: Björn Kristjánsson. (Takmarkar gjald- gengi bankavaxtabrjefanna). 37. Frv. t.il laga um breyt- ing á lögum um vátrygging fyrir sjómenn frá 3 0. júlí 19 0 9. Flm.: Sig. Sigurðsson, Sig. Gunnarsson og Þorl. Jónsson. (Allir Oskimenn á vjelabátum eða róðrarbát- um, fjórrónum eða stærri, eru skyldir að vera vátryggðir að minnsta kosti eina vertíð á ári. Gjald 10 au. fyrir viku hverja þann sama tíma. Drukkni vátryggður sjómaður eða deyi af slys- förum, fá eftirlátnir vandamenn 100 kr. á ári í 4 ár). 38. Frv. til laga um við- auka viö ]ög 14. des> i877 um ýmisleg atriði, er snerta fjskiveiðar á opnum skipum, og lög 10. nóv. 190 5] um við- auka við4,nefn_d lög. Flm.: Sk. Thoroddsen. (Samþykktir samkvæmt nefndum lögum nái einnig til þiljaðra vjelabáta, sem eigi eru stærri en 15 smálestir). 39. Frv. til laga um verzl- unarlóðina í Vestmannaeyj- u m. Flm.: Jón Magnússon. (Um takmörk lóðarinnar). 40. Frv. til laga um lög- gilding verzlunarstaðar í Herdísarvík. Flm.: Sig. Sigurðs- son. 41. Frv. til laga um sölu á prestssetrinu Húsavík með kirkj u j öfðinni Þorvaldsstöð- u m. Flm.: Steingr. Jónsson. (Þegar Húsavíkurkauptún er orðið sjerstakt sveitarfjelag, má landsstjórnin selja Húsavíxurhreppi prestsetrið Húsavík að undanskyldu túni og húsum og kirkjujörðina Þorvaldsstaði. Yerð eftir mati dómkvaddra manna, þó ekki undir 22,000 kr.). 42. Frv. til laga um breyt- ing á 1. gr. laga 16. nóv. 1907 um skipun prestakalla. Flm.: Sig. Gunnarsson. (1. Staðastaður: Staðastaðar-ogBúðar-sóknir. 2. Mikla- holt: Miklaholts-, Rauðamels- og Kol- beinsstaða-sóknir. 3. Staðarhraun: Staðarhrauns- og Akra-sóknir). 43. Frv. til laga um gjöld til holræsa og gangstjettaí Reykjavík o. fl. Flm.: M. Bl. og J. Þork. (Húseigendur skyldir að gera skolpræsi frá húsum síDum út í götu- holræsi, þar sem það er. Kostnað við holræsa-gerð greiðir bæjarsjóður að mestu. Þó greiða lóðareigendur 2 af þúsundi af brunabóta-virðingarverði húseigna sinna við götu þá, sem hol- ræsi er lagt í, og 45 au. fyrir hvern meter af lengd lóðar þeirra meðfram götunni. — Steinlímdar, hellulagðar og aðrar jafn vandaðar gangstjettir kostar bæjarsjóður að */s, en þeir, sem lóðir eiga að götunni þeim megin sem stjettin er, að f/s. — 10 ára gjaldfrest getur bærinn veitt á gjöldum þessum. — Sorphreinsun og salernahreinsun getur bæjarstjórnin tekið að sjer í öll- um bænum eða nokkrum hluta hans, á kostnað húseigenda). 44. Frv. til laga um rjett kvenna til embættisnáms, námsstyrks og embætta. Flm.: H. Hafstein. (Konur eiga sama rjett og karlmenn til að njóta kennslu og ljúka fullnaðarprófi í öllum mennta- stofnunum landsins. t>ær eiga sama rjett og karlmenn til hlutdeildar í styrktarfje því, sem veitl er af opin- berum sjóðum námsmönnum við æðri og óæðri menntastoínanir landsins. Þær hafi og sama rjett og karlmenn til embætta, enda í öllum greinum, er að embættisrekstri lúta, sömu skyldur og karlmenn). 45. Frv. til laga um gerð- ardóm í brunabó^tamálum. Fim.: Jón Ólafsson, M. Blöndahl og Ben. Sveinsson. (Ágreining um það, hvort, að hve miklu leyti og hvenær brunabótafjelagi beri að borga bruna- bætur, skal leggja í gerð, ef vátryggj- andi krefst, og nefnir hvor málsaðila einn mann í gerðardóminn, en lands- yfirrjettur þrjá. Oddviti skal vera lög- fræðingur, og tiltekur landsyfirrjettur hann. Gerðardómi verður ekki áfrýjað). 46. Frumv. til laga um for- gangsrj9tt kandídata frá há- skóla íslands til embætta. Flm.; Jón Þork. og Bjarni frá Vogi. (5 árum eftir að háskóli íslands tekur til starfa, hafa þeir einir rjett til em- bætta hjer á landi, sem tekið hafa embættispróf við háskólann — ef sú námsgrein, sem embættismannsefnið þarf að hafa lokið prófi í, er þar kend. Frá þessu má þó víkja, þegar um kennaraembætti við háskólan sjálfan er að ræða). 47. Frumvarp til laga um stofnun fasteigna veöbanka. Flm.: Bj. Kristjánsson. 4 (Fasteigna- veðbanka skal stofna í Reykjavík undir stjórn Landsbankans. Til að koma honum á fót leggur landssjóður 10,000 kr., og til starfrækslu hans a/» miljón króna lán, sem endurborgast ekki, nema bankinn leggist niður. Bankinn gefur út bankavaxtabrjef, en þó ekki meira en nemur upphæð þeirri, er hann á í veðskuldabrjefum. Hann lánar fje gegn 1. veðrjetti í jarðeign- um, erfðafestulöndum og húsum með lóðum í kaupstöðum og sjóþorpum. Lán út á eina fasteign má ekki fara fram úr x/a virðingarverðs, en sjeu minst 10 fasteignir settar að veði fyrir einu láni, má upphæðin vera allt að 60% af virðingarverði þeirra allra. Bankinn má greiða lánin í banka- vaxtabrjefum sínum með ákvæðisverði, og verður lántakandi að borga kostnað þann sem leiðir af því, að koma þeim í peninga, svo og verðfall. Auk vaxta skal greiða ]/2 °/o af láninu til þess að standast kostnað við bankann og í varasjóð. Lán gegn veði í jarðeign skal lokið á 50 árum, sje veðið nýtt steinhús, eða steinsteypuhús, á 35 ár- um, og sje það nýtt timburhús á 25 árum. — Þegar lán er fallið í gjald- daga, má bankinn láta selja veðið eða leggja sjer þaðút til eignar án dóms,sátt- ar eða fjárnáms. Ráðherra skal árlega iáta rannsaka allau hag bankans, og greiðist kostnaðurinn við það úr lands- sjóði). 48. Frumv. til laga um breyting á lögum 9. febr. 1900 um horfelli á skepn- u m. Flm.: Jón á Hvanná, Sig. Sig. og Bjarni frá Vogi. (Hreppsnefnd getur falið skoðunarmönnum hvenær sem er að skoða hjá þeim, sem illa fer með skepnur, áminna þá, og bæta úr illu meðferðinni á þeirra kostnað, ef nauð- syn krefur). 49. Frumv. til laga um breytingar á lögum 16. nóv. 1 9 0 7 um skipun læknishjer- aða. Flm.: Bjarni frá Vogi. (Dala- læknishjerað verði tvö læknishjeruð, og leggist tvær eyjar frá Flateyjar- hjeraði við annað þeirra). 50. Frumv. til laga um brey^ting á sveitarstjórnar- XII., 11 lögum 10. nóv. 190 5. Flm.: Kr. Daníelsson. (Sveitarútsvar má leggja á sjómenn, sem róa á útveg utansveitarmanna, eða eru formenn, eða taka hlut sinn sjálfir, ef þeir dvelja 4 vikur af árinu í sveitinni. Sömu- leiðis á menn er aðra atvinnu stunda, reka verzlun eða búa á jörð, þótt ekki sje nema 4 vikur af árÍDu). 51. Frumv. til laga um breyting á lögum um kosn- ingarrjett og kjörgengi í málefnum kaupstaða og h r e p p a. Flm.: Björn Þorláksson. (Konum ekki heimilt að skorast undan kosningu fremur en karlmönnum). Pingsálykturartillðgur voru síðast komnar 8 f neðri deild og 2 f efri deild. Þessar hafa bætzt við. í neðri deild: 9. Þingsályktunartillaga um rannsókn símaleiða. Flm.: Sk. Thoroddsen. (Um að skora á landsstjórnina að láta rannsaka, hvað símalfna frá Arngerðareyri í ísatjarðarsýslu út á Snæfjallaströnd, og þaðan norður í Grunnavfk, muni kosta). 10. Þingsál.till. umstrand- g æ z I u. B'lm.: Skúli Thoroddsen. Að stjórnin hlutist til um, að strand- gæzla fyrir Vesttjörðum verði betri, einkum fyrri hluta vetrar). 11. Þ i n g s á 1.1 i 11. frá Sk. Thor- oddsen um fjölgun aukapóstferða og póstviðkomustaða f Norður-ísafj.sýslu). 12. Þingsál.till. um rann- sókn brúarstæðis. Flm.: Sk. Thoroddsen. (Laugardalsá f Nauteyr- arhreppi). 13. Þingsál.till um strand- f e r ð i r. Flm.: Skúli Thoroddsen. (Stjórnin hlutast til um að fjölgað verði viðkomustöðum strandbátsins f N.-ísafjarðarsýslu). V i ð a u k a t i 1 1. frá Sig. Gunnars- syni (um fjölgun aiðkomustaða á Snæ- fellsnesi). 14. Þ i n g s á 1.1 i 11. frá Benedikt Sveinssyni og Bjarna frá Vogi. (Skor- að á stjórnina að gefa út frímerki með mynd Jóns Sigurðssonar fyrir 17. júní næstkomandi). 15. Þingsál. till. um skipa- afgreiðslumenn. Flm.: Stefán Stefánsson. Eyf. (Stjórnin hlutast til um að fjelög, sem njóta styrks úr landssjóði til strandferða eða millilanda hafi afgreiðslumann á hverjum við- komustad). 16. Þingsál. til. um strand- f e r ð i r . Flm.: Þorleifur. Jónsson. (Stjórnin annist um að viðunalegt skip komi í stað »Perwie" og viðkomum fjölgi á Suður og Austurlandi). í e f r i d e i 1 d . 3. Þ i n g s á l.t i 11. um fjölgun aukapóstferða f V.-ísafj.- s ý s 1 u. Flm.: Kr. Daníelsson.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.