Reykjavík - 10.06.1911, Blaðsíða 3
REYKJAVIK
95
París
Madríd.
TREGT gengur íljóðum
verk að vinna, segir máishátturinn,
en þegar Sunlightsápan kemur til
lijálpar við þvottinn, pá vinnst
þeim verkið fljótt. Ohreinindi
hverfa fyrir Sunlight sápunni eins
og döggin fyrir hinni upprennandi sól.
SUNLIGHT SÁPA
‘2237
ReykjaYÍkurfrjettir.
Látin er hjer í bænura 2. þ. raán. frú
Leopoldine Friðriksson, ekkja
Halldórs Kr. Friðrikssonar sál. yfirkennara,
85 ára að aldri. Hún hafði lengi verið lasin
rajög, en var þó lengst af á fótum. Börn
þeirra hjóna á lífi eru Julíus læknir
(er var á Klömbrum), Moritz læknir í Ame-
ríku, Sigríður, kona síra Janusar Jónssonar
(er var í Holti), Anna, kona Halldórs Daní-
elssonar yfirdómara, og Þóra, ógift, kennari
hjer í hænum. Ein dóttir þeirra hjóna
andaðist í t'yrra, Ida, kona síra Kristins
Danielssonar á Utskálum.
iþróttavöllurinn hjerna á Melunum er
nú um það bil fullgerður, og verður hann
vígður á morgun, kl. 4 síðd. Þar verður
hljóðfærasláttur Og ræðuböld, og þar verða
sjndir fimleikar og alls konar íþróttir.
Botnvörpungarnir í Keykjavik hafa
aflað ágætlega í vetur og í vor. Á vetrar-
vertíðinni or afli þeirra sagður þessi:
Freyr..................75 þús.
íslendingur . . . .... 111 —
Jón forseti........... 202 —
Lord Nelson............177 —
Marz...................158 —
Snorri goði............160 —
Valurinn...............45 —
LeiguskipThorsteinssona(J. J.) 190 —
Leiguskip-----(K. Þ.) 178 —
Samtals 1,296 þús.
Nýlega eru þrir af botnvörpungum þess-
um komnir inn, „Jón forseti“ með 70,000
eftir nál. hálfsmánaðar útivist, annað leigu-
skip Thorsteinssona með 63,000 eftir 10 daga
°g hitt með 73,000 eftir 12 daga útivist.
Þilskipin. Þrjú skip höfðu fallið burt
af listanum yfir þilskipaafla í 21. tölublaði.
Skip þau og afli þeirra var þessi:
Björgvm.............35 þús.
Friða ......... 29 —
Haraldur (af ísafirði) .... 32 —
Gullbrúðkaup hjeldu hjer í bæ 8. þ.m.
Magnús Árnason trjesmiflur og kona
hans Vigdís Ólafsdóttir. Hann er
83 ára og hún 70 ára að aldri.
Afmeeli konungs var minnst 3. þ. m.
með flaggi á hverri stöng og samsæti á
Hótel Reykjavík.
L an <ll> únaðar grein
•Tdns Bíldfells.
Eftir (lr. Yaltý Gudmundsson.
[Framh.]. ---
Má vera, að herra Bíldfell sje kunn-
ugt um allt þetta, en honum þyki
breytingin ganga of seint. Spor sjeu
reyndar stigin í rjetta átt., en allur
þorri bænda haldi sjer þó enn við
gamla lagið. Og þetta er satt. Og
úr þessu vill hann bæta með tillögu
sinni um fyrirmyndarbúin. Og
þar erum vjer honum hjartanlega sam-
mála. Nauðsyn þeirra hefir í mörg ár
vakað fyrir ritstjóra „Eimr.“, og hann
hefir margsinnis prjedikað þeirra
„evangelíum!1 í viðtali við einstaka
menn, og líka hreyft málinu í ræðum
sínum á alþingi. Hann hefir haldið
því fram, að þau væru enn nauðsyn-
iegri en búnaðarskólarnir. Það væru
allajafna svo margir Tómasar hjá
bændastjettinni, að engin tiltök væru
að fá þá til að bregða af gamalli venju
og taka upp nýjar aðferðir, nema þeir
fengju að sjá árangurinn með eigin
augum, svo %ð segja leggja fingurna í
naglaförin. Ekki yrði heldur ætlast
til, að þeir legðu út í tvísýnar og
kostnaðarsamar tilraunir, sem oft, gætu
misheppnast i fyrstu, unz hin rjetta
aðferð væri fundin. Þetta ættu fyrir-
myndarbúin að gera, og þá mundu
bændurnir brátt koma á eftir — eins
og bændabýli Dana á eftir „herra-
i görðunum".
En hann hefir enga áheyrn fengið
enn. Það hefir farið á sömu leið, eins
j og þegar hann fyrir rúmum áratug
I var á aiþingi að mæla með fiskiveið-
i
| um á eimskipum í stað seglskipa. Það
var í það mund, er Englendingar voru
sem óðast að selja seglskip sín til
fiskiveiða, og íslendingar gleyptu við
þeim, af því þeir fengu þau með lágu
verði. Þá var úr landssjóði árlega
veitt lán til slíkra kaupa, en ritstjóri
„Eimr.“ barðist þá fyrir því á þingi,
að nokkru af láninu mætti að minnsta
kosti verja til eimskipakaupa. Þvi
ekki væri líklegt að seglskipaútvegur-
inn mundi reynast eins arðvænlegur,
þar sem mesta dugnaðarþjóð heimsins
væri að hætta við hann og hverfa að
eimskipaútveg. En þetta fjekk enga
áheyrn þá. Öll lánin urðu að ganga
til seglskipaskrokka, sem nú líklega
fúna niður sumir hverjir, af því ekki
borgar sig að halda þeim út. Og nú
eru menn orðnir sannfærðir um, að
eimskipaútgerðin er svo miklum mun
arðvænlegri, að einmitt hún ein virð-
ist eiga verulega framtíð fyrir höndum.
Vjer gátum ekki stillt oss um að
minna á þetta í sambandi við fyrir-
myndarbúin, af því hvorutveggja mun
hafa verið hreyft á alþingi um Hkt
leyti einmitt af þeim, er þetta ritar.
En hvorugt fjekk þá neina áheyrn.
Eimskipaútgerðin á nú nóga meðmæl-
endur, og vjer vonum, að sú komi
tíðin, að fyrirmyndarbúin fái þá líka.
Ekki ætti það að spilla, að tillagan
kemur nú aftur fram úr nýrri átt,
vestan úr búnaðarlandinu kanadiska
og frá manni, sem vafalaust er ó-
Kappflugstilraunirnar frá París til Madríd, og slysfarir þær, er þar áttu
sjer stað, og Skýrt er frá á öðrum stað hjer í blaðinu, minna ósjálfrátt á
sorgarviðburði þá, sem gerðust fyrir nokkrum árum, er hefja átti bifreiða-
kappakstur þessa sömu leið, frá París til Madríd. Það var sumarið 1903.
Kuppakstur sá átti að verða sigur mikill íyrir þetta nýja samgöngutæki, en
úr því varð ósigur einn og reglulegur sorgarleikur. Kappakstri þeim var aldrei
lokið, því að yfirvöldin skárust i leikinn og stöðvuðu hann i Bordeaux. En
þá var líka allur vegurinn frá París til Bordéaux blóði drifinn. ■—- Kappflugið
milli Parisar og Madríd, sem fara átti fiam 21. f. m., er ekki byrjað enn þá,
hvað þá heldur, að því sje lokið, og þó hefir það þegar valdið stór-slysum.
En ekki munu menn láta hugfallast fyrir það. Allar framfarir kosta eitthvað.
Vjer getum i sambandi við þetta minnt á skelfingu þá og óhug, sem gagn-
tók alla, þegar fyrsta járnbrautin var opnuð á Englandi 1830, og járnbrautar-
vagninn ók yfir þingmanninn frá Liverpool. Nú þekur þjettriðið járnbrautar-
net flest lönd heimsins, og fáir mundu nú geta hugsað til þess, að vera án
járnbrauta. Nú eru bifreiðarnar viðurkenndar um allt, sem nauðsynlegt sam-
göngutæki. Ög flugvjelarnar eiga það vonandi eftir, að verða hættulítil nauð-
synja-áhöld.—Myndin er gerð eftir ljósmynd, sem. tekin var af einu bifreiðar-
slysinu 1903.
kunnugt um, að hana hafi fyr borið
á góma.
Vjer teljum þannig engan vafa á
því, að búskapurinn á og þarf að
komast einmitt í það horf, sem herra
Bíldfell leggur til. Nautgripir eiga að
verða aðal-bústofninn í flestum hjer-
uðum, en jafnframt svínarækt og ali-
fuglarækt og nokkur fjárrækt og hesta-
rækt. Og svo náttúrlega garðrækt. I
einstöku hjeruðum á þó fjárræktin að
vera aðalatriðið, þeim sem bezt eru
til þess fallin og samgöngur erfiðastar.
Heyfeng allan á að taka aí ræktuðu
iandi einu, en hætta öllum ránbúskap.
Óræktaðar engjar og haglendi geta
brugðist algerlega, þegar hafís legst að
landi og ísþoka yfir hjeruð, en vel
ræktuð tún og akurlendi munu aldrei
bregðast alveg, að eins gefa minni
arð en ella. Með þessu búskaparlagi
má koma á þjettbýli og auka fólks-
51
Panama-rikið stóð á veikum fótum. Fengi hann ekki
bráðlega senda peninga þá, sem hann hafði lengi verið að
vonast eftir, þá fór æfi hans að verða allt annað en þægileg.
Hann átti nú þegar orðið fjögra mánaða laun tit góða, og ef
hann reyndi nú að sima enn þá einu sinni, þá fjekk hann
blátt áfram ekkert svar. Hann var farinn að þekkja
landið sitt.
Hann stóð upp, kveikti í vindli, og náði í whisky-
flöskuna.
»Nei, jeg hefði átt að gera eins og hann Gustav«, mælti
hann við sjálfan sig. »Hann hefir tekið inndælt skrauthýsi
á leigu, og liíir á lánum. Hann skuldar víst orðið margar
þúsundir«.
Hann íleygði sjer í hægindastólinn.
»En gott var það samt sem áður, að jeg gat klófest
þennan samning. Það var laglega af sjer vikið. Hann ætlaði
að stela honum i ráðaneytinu, en jeg taldi honum trú um
að það væri bezt að jeg tæki hann. Það yrði siður tekið
eftir því. Svo gæti hann allt af fengið hann hjá mjer. En
svo sagði jeg honum á eftir, að jeg hefði ekki náð í hánn.
Og liann skal svei mjer ekki fá hann fyrir ekki neitt. Hann
verður að borga mjer töluvert fyrir það, ef hann vill fá að
gægjast i hann með þýzku þjófsaugunum sínum. Verst að
jeg skuli ekki geta lesið hann fyrst. En jeg kann því miður
ekki spænsku. Nú, það sakar ekki þótt jeg reyni . . .«
Hann ætlaði að fara að standa upp, en þá var allt i
einu kastað snæri yfir höfuð honum, og þvi vafið svo fim-
lega nokkrum sinnum um hann, að hann var bundinn fastur
við stólinn, áður en hann hafði áttað sig og reynt að
standa upp.
Frammi fyrir honum stóð maður liár vexti, i síðri,