Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 10.06.1911, Blaðsíða 1

Reykjavík - 10.06.1911, Blaðsíða 1
1R fc\ a v t k. XII., 34 | Voða-slys á flugvellinum við París. Hermálaráðherrann drepinn. Forsætisráðherrann særður mjög. Sunnudagsmorguninn 21. f. m. voru 29 llugmenn mættir með vjelar sínar á flugvellinum við Issy-les-Moulineaux.*) Þeir ætluðu að fara að keppa um 100,000 franka verðlaun, sem blaðið „Petit Parisien" hafði heitið þeim, sem fljótastur yrði að fljúga frá París til Madrid. Kvöldið áður byrjuðu áhorf- endurnir að safnast að, og fjölgaði þeim sí og æ um nóttina. Klukkan 5 um morguninn ætluðu flugmennirnir að leggja af stað, og þá voru áhorf- endurnir orðnir um 200,000 að tölu. Nálægt kl. hálf-flmm um morgun- inn komu nokkrir af ráðherrunum með Monis forsætisráðherra í broddi fylk- ingar, og settust þeir í sjerstaka stúku, er, þeim var ætluð. Á áhorfendapöll- unum var og fjöldi af embættismönn- um, stjórnmálamönnum, rithöfundum og vísindamönnum. Bezta veður, hjer um bil logn, hafði verið alla nóttina fram að sóiarupp- komu. En þegar leið að því, að flug- mennirnir skyldu fljúga upp, fór smám saman að hvessa, og kl. 5 var kominn norðanstormur. Það var tilætlunin, að fyrsta flug- vjelin legði af stað kl. 5, og hinar 28 svo hver á eftir annari með 5 minútna millibili. En flugmennirnir voru hik- andi vegna stormsins, og raddir heyrð- ust í þá átt að fresta fluginu. Og svo leið full klukkustund, að enginn þeirra lagði af stað. Laust eftir kl. 6 flaug fyrsti flug- maðurinn upp. Hann hjet de Nissole. En þegar hann var kominn fáa metra í loft upp, valt, vjelin allt í einu um °g hrapaði til jarðar. Hann komst þó ómeiddur af, og vjelin varð ekki fyrir teljandi skemmdum. Klukkan 61/* lagði svo Train flugmaður í loft upp. Tilgangur hans var ein- ungis sá, að fljúga skanunt í loft upp frá flugvellinum, til þess að grennslast eftir því, hvort nokkurt vit væri í að leggja af stað. Vinur hans einn, Bonnier, fór með honum sem farþegi. *) Ein af undirborgum Parísar. Laugardag Slysið. Train komst þegar 30—40 metra í loft upp. Flugvjelin rambaði samt töluvert, og stormurinn rak hana nær áhorfendasvæðinu. Hún var komin rjett að blaðamanna-pallinum,og blaða- mennirnir, er voru þar hundruðum saman, urðu æði skelkaðir. En í sömu svipan náði flugmaðurinn aftur valdi yfir vjel sinni, og stýrði henni út yfir völlinn. Þó var auðsjeð, að eitthvað var að hreyfivjelinni, og flugmaðurinn var auðsæilega að reyna að finna hent- ugan stað til þess að lenda á. En til allrar ógæfu var völlurinn ekki auður lengur, eins og hann auð- vitað átti að vera. Hópar manna höfðu farið úr sætum sínum á áhorfenda- pöllunum, og reikað út á völlinn, og — í einum þeim hóp voru þeir Monis forsætisráðherra, sonur hans, Antoine Monis, Berteaux hermálaráðherra, Deutsch de la Meurthe, nafnkunnur miljónamæringur, og Lepine yfirlög- reglustjóri í París. Og það var ein- mitt eftir uppástungu hins síðast talda, að þessir háu herrar fóru úr sætum sínum. Hann hafði, eftir því sem de la Meurthe segir frá, ráðið þeim til að koma með sjer yfir á pallana hinu megin vallarins, því að þaðan myndu þeir sjá betur til ferða flug- mannsins. Þegar þeir voru komnir hjer um bil á miðjan völlinn, sáu þeir Train koma fljúgandi. En hann sá þá aftur á móti ekki. Einmitt þegar hann ætlaði að fara að lenda, sá hann hóp af brynriddur- um rjett fyrir framan sig, og til þess að víkja úr vegi fyrir þeim, sneri hann flugvjelinni allt í einu til hægri, en — afleiðingin varð sú, að flugvjelin, sem nú var að eins í tveggja metra hæð frá jörðu, rakst beint á ráðherr- ana og fjelaga þeirra. Sumir þeirra voru svo snarráðir, að fleygja sjer þegar til jarðar, svo a skrúfuspaðarnir náðu þeim ekki. Berteaux og Monis reyndu að stökkva til hliðar, en urðu of seinir: vjelin náði í þá. Skrúfuspaðarnir hittu her- málaráðherrann hvað eftir annað; annar handleggurinn slitnaði af honum og fleygðist langar leiðir burt, og í sama bili brotnaði foæði hryggurinn og háls- inn. Hann dó í sömu svipan. Monis forsætisráðherra fótbrotnaði á báðum fótum, og særðist mjög hroðalega á höfði. Sonur hans, Antoine, særðist töluvert á fæti. Eftir því sem honum segist, frá, rakst hann svo hart á föður sinn, að hann hrökk undan til hliðar, og er talið líklegt, að sá árekstur hafi einmitt bjargað lífi forsætisráðherrans. Deutsch de la Meurthe marðist nokkuð, en slapp að öðru leyti óskemmdur. Lepine yfirlögreglustjóri stóð nokkra metra frá þeirn, og náði flugvjelin hon- um ekki; annar vængurinn sveif rjett yfir höfði hans, en náði ekki að snerta hann. Flugmennirnir báðir sluppu ó- skaddaðir að öllu, en voru mjög dasaðif. Eftir ófarijrnar. Á flugvellinum varð allt í uppnámi, og meiri ringulreið en svo, að því ÍO. JTiiní 1911 verði með orðum lýst. Áhorfend- urnir þustu að úr öllum áttum, og allir þyrptust þangáð, sem slysið átti sjer stað. Herlið og lögreglulið reyndu að dreifa múgnum, en það kom fyrir ekki, enda heyrðist ekkert fyrir ópum og óhljóðum. í troðningi þessum slös- uðust um sextíu manns til muna, og margir aðrir meiddust töluvert. Læknarnir og sjúkravagnarnir komu að vörmu spori. Frakkneska flagginu var sveipað um lík hermálaráðherrans og því næst var ekið með það til hermálaráðaneytisins. Monis forsætis- ráðherra, sem þrátt fyrir hina miklu áverka hafði fulla rænu, krafðist þess þegar í stað, að hann yrði fluttur til innanríkisstjórnardeildarinnar, og þar tóku læknarnir á móti honum. Hann bar sig mjög karlmannlega meðan bundið var um beinbrotin og sárin á andlitínu saumuð saman. Dagskýrsla sú, sem gefin var út, þegar læknarnir höfðu athugað forsætisráðherrann og bundið sár hans, hljóðaði svo: „Sjúklingurinn er illa fótbrotinn. Á hægri fætinum hafa báðir leggirnir mölbrotnað rjett fyrir neðan hnjeð. Hann er marinn á höfði, og á augna- lokinu og andlitinu eru sár, er sauma varð saman. Augun eru ósködduð, en nefið er brotið. Höfuðkúpan er heil. Forsætisráðherrann hefir verk mikinn og sársauka fyrir brjóstinu og í kviðnum". Síðari fregnir segja, að hann sje þjáningaminni og hitalaus, og lækn- arnir hafa von um að hann rjetti við. Þó höfðu þeir, er síðast frjettist, ekki gengið úr skugga um það, hve mikið hann hefði meiðst innvortis. Talið ekki ósennilegt, að lifrin hefði skadd- ast. Sjálfur hefir hann góða von um bata. Og hann hugsar enn mikið um kappflugið. Lepine yfirlögreglustjóri hafði þegar i stað skipað að hætta við það, þegar slysið vildi til. En nú hefir Monis óskað þess fastlega, að ekki verði hætt við það að fullu og öllu. Og hann spyrst mikið fyrir um þá, er með honum voru þegar slysið bar að höndum. En ekki höfðu menn, er síðast frjettist, þorað að segja hon- um frá dauða hermálaráðherrans, held- ur að eins sagt honum, að hann hefði meiðst. Og engir höfðu þá enn fengið að koma inn til hans, nema lækn- arnir og forseti lýðveldisins, Falliéres. Train segir frá. Þótt Train væri dasaður mjög eftir ófarirnar, gat hann samt gefið blaða- mönnunum skýrslu um það, hvernig slysið atvikaðist. „Jeg flaug upp á venjulegan hátt“, mælti hann. „En það leið fekki á löngu, unz jeg tók eptir því, að eitt- hvað var aið hreyfivjelinni. Við flug- um í lítilli hæð, og með því að sætið í flugvjelinni er fremur lágt, átti jeg illt með að litast um, en mjer datt ekki annað í hug, en að völlurinn væri mannlaus, eins og hann átti að vera. Allt í einu [sá jeg samt sem áður beint fram undan mjer hóp af brynriddurum, sem komu ríðandi eft.ir vellinum. Og með því að jeg gat ekki allt í einu komið flugvjelinni svo XII., 34 hátt, að jeg yrði fyrir ofan þá, gaf jeg þeim merki um að víkja til hlið- ar. En þá dreifðu þeir sjer sinn í hverja áttina, og til þess að rekast ekki á þá, snarbeygði jeg við til hægri handar. En á sama augnabragði sá jeg nokkra menn rjett framan við vjelina. En það var um seinan. Slysið skeði í sömu svipan“. í París eftir slysið. Fregnin um slysið barst á nokkrum mínútum út um alla Parísarborg, og fyllti alla borgarbúa svo megnum ó- hug og hryllingi, að því verður ekki með orðum lýst. Blöðin og tímaritin sendu þegar i stað út aukablöð og aukanúmer. Hætt var við öll hátíðahöld, sem áformuð höfðu verið þann dag og næstu viku. Pjetur Serbíukonungur ætlaði að gista Parísarborg nú fyrir mánaðamótin, en hætti við það um óákveðinn tíma, er slysið vildi til, og öllum hátíðahöldum, er í undirbúningi voru í tilefni af heimsókn þeirri, þess vegna einnig frestað um óákveðinn tíma. Falliére lýðveldisforseti fór þegar í stað heim til ekkju hermálaráðherr- ans, til þess að láta henni í ljósi samhryggð sína. Því næst fór hann að spyrjast fyrir um forsætisráðherr- ann. Læknarnir leyfðu honum að koma inn til sjúklingsins. Hinir ráð- herrarnir komu einnig, en fengu ekki að koma inn. Berteaux og afleiðingav slysfaranna. Dagblöðin rita mikið um það, hverj- ar verða muni pólitískar afleiðingar slysfaranna, og benda á það, að rót- nemaflokkurinn sje nú flöfuðlaus her, því að Berteaux hermálaráðherra hafi lengi verið aðal-leiðtogi hans og helzti maður. Berteaux var einn af helztu stjórnmálamönnum Frakka, og ein- kennilegur að mörgu leyti. Hann hafði um langan aldur verið kaup- hallarmiðill, og var þó orðinn her- málaráðherra, og er það víst einsdæmi. Hann var og miljónaeigandi, en þó jafnaðarmaður, eða minnsta kosti mjög svipaðra skoðana og þeir, og það er líka — ef ekki einsdæmi, þá að minnsta kosti mjög sjaldgæft. Hann var fædd- ur 1852, og gaf sig ekkert að stjóm- málum fyr en 1893, er hann var kosinn þingmaður. Það var Combes, sem gerði hann fyrst að hermálaráð- herra, og þótti það þá hneyxli næst, bæði innan lands og utan, að kaup- hallarmiðill skyldi vera gerður að her- málaráðherra. En Combesráðaneytið sat ekki lengi að völdum eftir það. Svo var það Berteaux, sem gekk í vetur einna ötullegast fram í því að fella Briand, og þegar Monisráðaneytið var myndað 3. marz í vetur, þá varð Berteaux aftur hermálaráðherra. Nú er sagt, að Cruppi, utanrikisráðherra muni taka við stöðu hans. En enn þá er óráðið, hver verða muni for- sætisráðherra í stað Monis, sem talið er sjálfsagt, að muni verða að segja af sjer.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.