Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 17.06.1911, Blaðsíða 2

Reykjavík - 17.06.1911, Blaðsíða 2
98 REYKJAVÍK En jafnframt brýndi hann fyrir mönnum, að þeir þyrftu sem mest að eiga undir sjálfum sjer, treysta kröftum sjálfra sín, en byggja sem minnst á aðstoð annara. Kvein og kvartanir um eymd manna og volæði vildi hann eigi heyra; kvað hann það karlmannlegra, að bera harm sinn í hljóði, þar sem eigi yrði við gert, og það væri eigi.til annars, að gera mikið úr slíku, en til að draga kjark úr mönnum. Kvað hann meiri framfara von að því, að menn hefðu á- lit á sjálfum sjer, og ætluðu sjer fátt ófært, heldur en að menn um of van- treystu kröftum sínum. Hin miklu áhrif, er Jón hafði á hag íslands, voru þannig eigi að eins fólgin í því, að koma fram einstökum málum, heldur einnig í því, að glæða fjelagsanda manna og framfarahug nálega í öllum greinum. Það var eigi að eins sem þingmaður og rithöfundur, að hann hafði þessi áhrif, heldur kom hann og, ef til vill, eigi minna til leiðar, með því í viðræðum og brjef- um að örfa einstaka menn, og hvetja þá til nytsamlegra framkvæmda og af- skifta af almenningsmálum. Hann gat sagt með sanni í æfiágripi sínu, þá er hann varð riddari, að hann hefði jafnan eggjað landa sína til að verja rjett sinn með djörfung og einurð, en einnig hvatt þá til þess, að kannast við skyidú sína og gæta hennar. En það sem mest var um vert, var það, að maðurinn sjálfur var fyrirmynd í iðjusemi og ósjerplægni, dugnaði, dáð og drengskap. En auk þess, sem Jón kostaði þannig allra manna mest kapps um, að vekja þjóðlíf íslendinga, og hrinda málum þeirra í það horf, er honum virtist heillavænlegast, þá stundaði hann einnig með óþreytandi ástundun sögu íslands, og leysti af hendi ýms vísindaleg störf. sínu öllu var hann svo einstaklega ósjerpiæginn og vaDdaður, að mótstöðu- menn hans hafa aldrei getað brugðið honum um neitt, sem eigi sómdi dreng- lyndum og ágætum manni. Hann var hraustur og heilsugóður mestan hluta æti sinnar. 1869 fór hann að finná til giktar í hægri handlegg, svo að hann átti erfitt með að skrifa. Hann varð þá einnig veikur af steinsótt. Þetta batnaði að vísu aftur, en upp^ frá því var hann ætíð heilsulítill. Síðasta árið, sem hann lifði, var hann allt af þungt haldinn, en hafði jafnan rænu og minni, þar til hann andaðist, 7. des. 1879 á 69. aldursári. Kona hans andaðist nokkrum dögum síðar, 17. des. sama ár, og hvíla lík þeirra beggja i Reykjavikur kirkjugarði. 'k * * í heilan mannsaldur hafði Jón Sigurðsson unnið að framförum fóstuv- jarðar sinnar. Hann hafði gert það með svo miklum krafti og ósjerplægni, að hann gat með sar.ni sagt við þjóð sína: „Þjer vinn jeg það jeg vinn“. Hanu talaði þá, þegar allir þögðu, og hann talaði svo, að kvað við í brjóstum allra íslendinga. Orð hans glæddu hjá þeim frelsisást, framfarahug og fjelagsanda, og framkvæmdir hans báru mikinn og heillaríkan árangur. Sögu íslands stund- aði hann meira en nokkur annar, og hún mun einnig geyma nafn hans um ókomnar aldir. Allar komandi kynslóðir íslands munu með virðingu og þakk- læti minnast hans, sem eins hins besta og ágætasta manns, er á íslsndi hefur alizt". * # ❖ Eins og vænta mátti var Jóni oft sýndur vottur um virðingu manna. Þannig var hann 1. jan. 1859 sæmdur riddarakrossi, vegna þeirra visindalegu starfa, er hann hafði leyst af hendi. Árið 1866 var hann kosinn fjelagi í hinu konunglega vísindafjelagi í Munchen. En einkum leituðust landar hans við að sýna honum allan þann sóma, er þeim var auðið. Kvæði voru oit til hans fjölda mörg, einkum þegar landar hans í Kaupmannahöfn fögnuðu hon- um, er hann kom af þingi. Og allir kannast við flokkinn tvituga, er sira Matth. Jochumsson ortij og hinir yngri mentamenn í Reykjavík fluttu hoaum 1865. — Alþingismenn Ijetu taka stóra olíumynd af honum.* Hún hangir nú.í alþingishúsinu. Ungir námsmenn í Kaupm.höfn Ijetu og norskan mynda- smið, Bergslien, gera brjóstmynd af honum úr marmara, og er sú mynd einnig u ajþingishúsinu. Þegar alþingi kom fyrst saman með löggjafarveldi 1875, voru samþykkt i einu hljóði áf báðum deildum lög um að veita honum í „heiðurslaun" 3200 krónur á ári æfilangt. — Hann var kosinn þingmaður ísfirðinga þegar er al- þingi var endurreist, 1845, og var hann jafnan þingmaður þeirra eftir það t.il dauðadags. Og forseti alþingis var hann kosinn 10 sinnum, og ætíð í einu hljóði. Jón Sigurðsson kvæntist 4. sept. 1845 Ingibjörgu Einarsdóttur, Jónssonar kaupmanns i Reykjavík. Yoru þau bræðrabörn. Höfðu þau lengi áður verið lofuð. Reyndist hún Jóni hin ástríkasta og bezta kona, og leitaðist jafnan við, að gera honum lífið heima fyrir svo þægilegt, sem henni var unnt. Hún unni öllti því, er hann unni, og hvatti hann til alls þess, er hann hafði hug á. Eigi varð þeim hjónum barna auðið. Landar Jóns voru börn hans, eins og íslándsvinurinn prófessor W. Fiske sál. komst að orði. Eins og vænta mátti, var efnahagur Jóns ávallt á veikum fótum, þótt höfðingsskapur hans væri svo mikill, að engir gátu orðið þess varir. Hann hafði lengst af ekki annað við að styðjast, en það, sem hann gat fengið fyrir hin vísindalegu störf síh. Sem skrifari í nefnd Árna Magnússonar hafði hann 300 dali (600 kr.) á ári, og um mörg ár hafði hann 400 dali (800 kr.) styrk af fje því, sem ætlað er til að styðja vísindaleg fyrirtæki í Danmörku. Og fyrir ýms fleiri störf íjekk hann borgun nokkra, en margt var það, sem hann fjekk enga borgun fyrir, t. d. öll fyrirhöfn hans við stjórn Bókmenntafjelagsins. En hann var svo mikill afkastamaður, að hann vann sjer eigi all-lítið inn. Á hinn bóginn var hann rausnarlegur mjög í skapíyndi, gestrisinn og hjálpsamur, og kostaði miklu fje til bókasafns síns. Hann var því lengst af í miklum skuldum, þar til hann fjekk verðið fyrir bókasafn sitt og heiðurslaunin. Jón Sigurðsson var gildur meðalmaður á hæð og limaður vel. Hann Var fríður maður sýnum, karlmannlegur á velli og prýðimaður í framgöngu allri. Hár hans og skegg var framan af dökkjarpt, en um fertugsaldurinn gránaði það og varð hvítt; eigi að síður var hann þó unglegur að sjá, og einkennilegt bros Ijek venjulega á vörum hans. Hann var móeygur, og augun ákaflega snör og fjörleg. Sæti hann og væri að hugsa um eitthvað, þá var eins og nokkurs konar mók færðist yfir hann, en í viðræðum var hann hinn skemmtilegasti maður og jafnan skrafhreyflnn. í samkvæmum var hann allra manna glaðastur, og talaði þá einatt af mesta fjöri. Hann var höfðingi í lund, og manna gestrisn- astur og örlátastur. í húsi hans voru Islendingar boðnir og velkomnir, og það var eins og heimili þeirra. Sóttu einkum ungir námsmenn þangað. Framúrskarandi kjarkur og staðfesta var það, sem einkenndi hann mest. Hann hafði sett á innsigli sitt „aldrei að víkja“, og því fylgdi hann í lengstu lö.g. Hann var einhver vinsælasti maður meðal landa sinna, sem dæmi munu til. Ur.nu honum flestir hinir beztu menn, og þeir fáu, sem eigi báru gæfu til samþykkis við hann, þeir viðurkenndu þó, hvílikur afbragðsmaður hann var. Geðríkur maður var hann, en því merkilegra er það, að það bar mjög sjaldan við, að hann ámælti einstökum mönnum, hvorki í orðum nje ritum. í trú sinni fylgdi hann kenningu þeirri, er hann hafði alizt upp í, og vildi aldrei heyra neinar efasemdir um sannleika hinna kristilegu trúaríærdóma. í lífi *) Mynd sú, er lijer fylgir, er tekin eftir þeirri mynd. Til bökunar. Florians ekta búðingsduft 10 aura. Florians eggjaduft, jafngildir 0 eggjum, 10 aura. Vanille bökunarduft 4 og 8 aura. Venjulegt bökunarduft 4 og 8 aura. V4 pfí- Sukkade fyrir 18 aura. Bezta Vanilla í stöngum 10 og 15 aura. Kirseberja, Sítrónu, Vanillu, Hindberja Karde- mommu og Möndludropar frá 15 aurum. Byrgðir af allskonar kryddi. Lyftiduft, Vanillusykur o. s. frv., o. s. trv. íæst bezt «)<>• ódýrast í Síípuhúsinu og ^ápubúdinui A nst íi rstm'ti 1T, Luugnveg **). Sambandsmálið Og kosningarnar. Markús Þorsteinsson Frakkastíg 9 — Reykjavik tekur að sjer allskouar aðgerð á — Hljóðfærum. [Stefnuskrá og kosninga-dagskrái. Margir beztu flokksmenn vorir hafa munnlega og skriflega látið mér í Ijósi þökk sína fyrir ummæli mín um sam- bandsmálið í greinum mínum i „Rvik“ 27. f. m. og 3. þ. m. („Stjórnmála- flokkarnir" og „Af hverju? — Af því að —“) Til eru þó hjartveikar sálir meðal beztu eambands manna, sem þykjast ekki skilja það, hví flokkur vor hafi sambandsmálið fremst á stefnuskrá sinni; óttast, að það spilli fyrh' oss atkvæðum við kosningarnar. Ég þóttist ekki vera inyrkur í máli, er ég reit um þetta mál. i^n sumir menn iesa ritgeiðir eins og skrattinn bibliuna, svo að það verður að endur- taka það sama aftur og aftur þangað til þeir nenna að lesa með athygli — eða þangað til það, sem þeir hlupu yfir í fyrsta sinn, nær Joks tökum á eftir- tekt þeirra. Ég verð því að reyna að itreka mál mitt enn einu sinni. Fyrst verð jeg að biðja menn að gera svo vel að reyna til að skilja mismuninn á stefnusJcrá og dagslcrá. Stef nuslcrá eins flokks er samin fyrir langa framtíð; hún verður að taka fram það, sem er aðalgiundvöilur til- veru flokksins — þa.ð, sem slcilur mill.v flokksins og annara flokka. DagsJcrá flokks fyrir næsta kjör- tímabil, hvort sem það er stutt eða langt, setur aftur i fremstu röð þau atriði stefnuskrárinnar, sem á því tíinabih ríður mest á að vinna a.ð. Þannig getur það borið til, að það- sem er fremsta atriði á stefnusJcrá flokksins, verði ekki fremsta mál á dagsJcrá hans, eða jafnvel alls ekki á henni, eitthvert eitt tímabii. Nú er svo, að eina málið, sem báðir (eða allir) flokkar hér játa, að skilji. þá, er sambandsmálið. Af því er flokkaskiftingin sprottin. Stefna heimastjórnar-fiokksins og- annara sambandsmanna er: að gera ísland að sjálfstœðu ríki í jafnræðis-málasambandi við DanmörJcu með sáttmála lúghelg- uðtini af báðion ríJcjum. Og þessu takmarki vill ílokkurinn reyna til að ná á þeim grundveJli,. sem fioJcJcurinn og bandantenu haus Jijeldu fram á AJþingi 1909. En flokkurinn veit vei, að „þaðskal vel vanda, sem iengi á að standa". Hversu mikinn meiri hiuta, sem hann kynni að fá nú við kosningarn- ar, þá get ég lýst því yfir i nafni flokksins, að honum kemur ekki tik

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.