Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 24.06.1911, Blaðsíða 4

Reykjavík - 24.06.1911, Blaðsíða 4
104 REYKJAVÍK mjcr þykir ekki ólíklegt, ef að gengið væri í gegn um öll þau ógrynni, sem hann hefur ritað, að maður fyndi eitt- hvað í þá átt að íslendingar skyldu halda sýningu, t. a. m. gripasýningu, að minsta kosti átti hann mikinn þátt í, að íslendingar fóru á fiskisýningu, sem haldin var í Bergen fyrir 45 árum síðan. En hvernig sem á þetta er litið, þá er það víst, að það er einkar vel tilfallið, að opna þessa sýningu á aldarafmáeli þess manns, sem varði allri æfi sinni til þess að afla íslandi sjálfstjórnar og hefja það á æðra stig í menningarlegu og þjóðlegu tilliti. Með þeirri ósk, að sýning þessi nái sem best þeim tilgangi, sem henni er ætlað að hafa, og með þeirri ósk, að hún verði undanfari margra slíkra sýninga eftirleiðis hverri annari fullkomnari, lýsi jeg því yfir, að sýning þessi er opnuð fyrir almenning frá þvi *í dag á þann hátt, sem forstöðunefndin hefur ákveðið. II. Kvæði Guðm. Magnússonar. Stíg þú til hásætis, hagleikans öld, helga þjer dali og granda! Fegra að nýju þíns föðurlands skjöld, far þú sem drottning með listanna völd; leið fram í ljósi og anda líf hinna starfsömu handa. Feðranna göfgi, í gull og í stál greypt fyrir ómuna dögum, talar oss umliðnu aldanna mál, ágætið birtir i snillingsins sál; hlýðandi listanna lögum lýsir í myndum og sögum. Orðstír þinn deyr ekki, dverghaga þjóð; dáð þin af nýju skal Ijóma. íslensku listanna altarisglóð aftur með kærleik skal fylla vort blóð; leiða að búsæld og blóma, bera vor merki með sóma. Blessa þú, guð, hverja hagleikans hönd, hverja, sem trúlega vinna. Birt þeim þín háleitu hugsjónalönd; helgaðu, göfgaðu sjerhverja önd. Lát þá í listunum finna leiðir til hásala þinna. Upphaf íþróttamótsins. Ræða Þórhalls biskups Bjarnarsonar. Sæmd er mjer það og gleði að verða við óskum for- stöðunefndarinnar að mæla nokkur orð áður en iþrótta- mótið byrjar í dag, þetta hið fyrsta íþróttamót landsins, sem leiða mun mörg á eftir sjer. Svo vel er mjer við þennan nýgræðing i þjóðarakr- inum, og fjelagsskapinn, sem gengist hefur fyrir þessu móti. En sá fjelagsskapur er Ungmennafjelag íslands. Vjer íslendingar þurfum meiri líkamshreysti, meira þolgæði til hvers kyns vinnu, handar og anda; meira fjör, örara, heitara blóð í æðarnar; meiri fegurð, ljettari burði. Þegar þingmannahópurinn islenski var í Danmörku fyrir fimm árum síðan, voru iþróttamótin, sem hann sá, eitt hið fegursta og minnisstæðasta í förinni. Og Danir töldu þau einmitt einhverja farsællegustu nýjungina í þjóðlífi sínu. Varla varði menn þá að svo fljótt mundi verða kost- ur á að sjá slik íþróttamót hjer á landi. Nú gefur hjer að lita stóran og fríðan hóp meyja og sveina. Minnir hópurinn á æskulýðinn frá lýðháskólunum dönsku, er jeg sá í þingmannaförinni. Nema hvað hjer er blái liturinn með þeim hvíta. Jeg var við stofnun háskóla íslands i dag. Jeg gekk út af þeim fundi með hlýjum vonum og innileguin árnað- aróskum. Háskólinn okkar fær sama afmælisdag og Jón Sigurðsson, og það fá líka íþróttamót æskulýðsins íslenska. Og þar sem þau eru, sje jeg í anda rísa annan háskóla hinnar íslensku þjóðar. Sá skóli nær til enn miklu fleiri, en hinn eiginlegi háskóli getur beint náð til, styrkjandi og örvandi, fegrandi og göfgandi. Hvíli blessun guðs yfir hvorumtveggja skólanum, og verði mikil og fögur minning þeirra á ókominni tíð, á þessum minningardegi hinnar íslensku þjóðar. Má jeg bregða upp fyrir ykkur, æskumenn, ofurlítilli mynd úr grísku skáldsögunni, sem lifir á öllum tungum siðaðra þjóða meðan heimur byggist: Ódýsseifur er kominn heim úr hrakningum sínum og með honum er hinn vaski sonur hans Telemakkus. En Laertes gamli faðir Ödýsseifs veit ekki af komu son- ar síns og þekkir hann ekki. Gamli maðurinn er dapur og hrumur. Hann er einmana að bisa við tijen í garð- inum sínum í bættum kyrtli. Loks getur Ódýsseifur komið með svo glöggar jarteiknir að gamli maðurinn kannast við hann, og þeir fallast i faðma feðgarnir. Þá rjettir Laertes úr bakinu og gengur heim til bæjar. Og þjónustumærin laugaði nú hinn hugunistóra öld- ung, og smurði hann viðsmjöri, og lagði síðan yfir hann fagra yfirhöfn. Og Atena gekk til hans og styrkti limi hans, og gerði hann meiri vexti en áður og þreknari á velli að sjá. Og nú var hann orðinn líkur í sjón hinum ódauðlegu guðum. Og ekki var til setunnar boðið. Óvinir stefna að garði til að hefna biðlanna, sem Ódýsseifur hafði lagt að velli í höll sinni. Allir hervæðast og eins Laertes gamli, grár fyrir hærum. Þeir feðgar Ódýsseifur og Telemakkus eggja hvor annan til framgöngu. Og þá verður Laertes gamla að orði: »Góðu guðir! Hvílíkur dagur er þetta fyrir mig! Mig gleður það stórum, að sonur minn og sonarsonur keppa um hreysti sín í milli«. Heil til mótsins, á heilla og gleðidegi, ungu meyjar og ungu sveinar, að keppa um hreysti ykkar í milli, hreysti líkama og sálar. Aukist það kapp með íslenskri þjóð! Fyrir minni Jóns Sigurðssonar á hundraðasta afmæli hans 17. júní 1911. Af álfunnar stórmennum einn verður hann og ættlands síns fegurstu sonum; það stendur svo skínandi mergð um þann mann af minningum okkar og vonum. Svo fekk hann þann kraft og þá foringjalund, að fræknlegri höfum vjer orðið um stund og stækkað við hliðina’ á honum. Það reis upp sú manndáð í þjóðinni um þig, sem þóttist of rík til að sníkja; oss hnykti þá við, er hún vopnaði sig og varð ekki keypt til að svíkja. Og þvi er það ástfólgnust hátíðin hjer, er hundraðasta’ afmælið skin yfir þjer og flokknum, sem vildi ekki víkja. Það brann þeim úr augum, svo okkur varð heitt hjá öfunum feigum og hárum; þeir sögðu’ oss af fundinum fimmtíú’ og eitt og fóru með orðin með tárum. Og fornaldartign yfir foringjann brá, og fagurt var ísland og vonirnar þá, og blessað það nafn, sem við bárum. Og skörð Ijest þú eftir í eggjunum þeim, sem oss hafa sárastar skorið, og sjálfur af landvarnarhólminum heim þú hefur vort dýrasta borið. Með því eggjar móðir vor mannsefnin sín: hvert miðsumar ber hún fram hertýgin þín og spyr oss um þróttinn og þorið. Og þökk fyrir tuttugu’ og þriggja ára stríð. Af þjer verður hróðugust,öldin. Við það urðu óðulin okkar svo frið, er ofbeldið misti þar gjöldin; Og þó að það eigni sjer feðranna Frón, i friðaðri jörð verða beinin þin, Jón, svo lengi sem landið á skjöldinn. P. E. [Framh. frá 3. bls.] Sigurðsson sem stjórnmálamann eftir Kl. Jónsson landritara; þá grein um Jón Sigurðsson og Bókmenntafjel. eftir prófessor B. M. Olsen. Þar næst eru endurminningar um Jón Sig- urðsson, 4 greinar, 1. eftirpró- fessor B. M. Olsen, 2. eftir Þórh. biskup Bjarnarson, 3. eftir Jón alþm. Ólafsson og 4. eftir Ind- riða Einarsson skrifstofustjóra. Síðast er kvæði um Jón Sig- urðsson eftir Bened. Þ. Gröndal og Vorvísur H. Hafsteins, sem prentaðar eru í þessu blaði. íþróttamótið opnað. Iþróttamótið, sem ungmenna- fjelögin hafa gengizt fyrir, var opDað kl. 5 síðdegis á íþrótta- vellinum nýja á Melunum. Þar flutti Þórhallur Bjarnarson bisk- up ræðu, sem prentuð er hjer í blaðinu. Að henni lokinni sýndu þrír leikflmisflokkar fim- leika ýmsa: Leikfimisflokkur úr Ungmeyjafjelaginu Iðunn, í- þrróttafjelag Reykjavíkur og leik- flmisflokkur Ungmennafjelags Reykjavíkur. Er þetta í fyrsta skifti, sem leikfimisflokkur Ið- unnar hefir sýnt leikfimi, og dáðust allir að, hve vel ung- meyjarnar leystu æfingarnar af hendi. Æfingar hinna flokk- anna fóru og mjög vel að vanda. Samsætin. Þau voru þrjú, og hófust kl. 9 um kvöldið. Eitt var á Hótel Reykjavík, annað i Good- templarahúsinu og hið þriðja í húsi K. F. U. M. Samsæti það, sem til stóð að haldið yrði í Iðn- aðarmannahúsinu, fórst fyrir, og tóku þeir, er þar ætluðu að verða, þátt í hinum samsætun- um. Samsætin voru mjög fjöl- menn; á Hótel Reykjavik voru nær 300 manns. Þar Jijelt dócent Eiríkur Briem ræðu fyrir minni Jóns Sigurðssonar. Fyrir minni íslands mælti Andrjes Björnsson, form. Stúdentafje- lagsins, ,og fyrir minni Vestur- íslendinga Jón Ólafsson alþm. — í samsætinu í Goodtempl- arahúsinu voru einkum Templ- arar. Þar mælti Indriði Ein- arsson skrifstofustjóri fyrir minni Jóns Sigurðssonar, Halldór Jóns- son bankafjehirðir fyrir minni konungs, og fyrir minni íslands mæiti Þórður J. Thoroddsen læknir. — I samsætinu i húsi K. F. U. M. voru einkum menn úr Ungmennafjelögunum. Þar mælti Tryggvi Þórhallsson fyrir minni Jóns Sigurðssonar, en auk þess voru Þar margar fleiri ræð- ur fluttar. — Söngflokkur Sig- fúsar Einarssonar gekk á milli samsætanna, og söng minning- arljóð um Jón Sigurðsson. A Iþróttavellinum hafði safn- azt saman fjöldi fólks um kvöld- ið, og skemmti það sjer við leiki og dans fram undir mið- nætti. Þar með var þessari miklu og minnisverðu minningarhá- tíð lokið, og luku allir upp ein- um munni um það, að hún hefði tekizt prýðilega í alla staði — betri og bjartari dag hefðu þeir aldrei lifað. Öllum peim, sem tóku pátt i útfdr mannsins míns sáluga, er deyði Hinn 4. þ. m. þakka jeg af hjarta og bið góðan Guð launa. Ennfremur vil jeg tilnefna Björn Guðmundsson kaupm., Eggert Briem. Frk. Stephensen og Frú Jensson, og inna þeim kærleika minn og þakklæti fyrir hluttekn- ingu i sorg minni og höfðingleg- um gjöfum. Reykjavík, 20. júni 1911. Margrjet Gnðmnndsdóttir. Ritstj. og áöyrgöarm.: Stefán Rnnólfsson. Prentsmiöjan Gutenbcrg.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.