Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 24.06.1911, Blaðsíða 2

Reykjavík - 24.06.1911, Blaðsíða 2
106 REYKJAVIK Sambandsmálið og kosningarnar. (Stefnuskrá og kosninga-dagskrá). [Niðurl.]. Einmitt af því, að vér teljum enga von þess, að sambands- málið geti komið fyrir á þing- inu, sem nú er kosið til (kos- ningarnar verða væntanlega til eins þings að eins í þetta sinn), þá má búast við, að í þeim kjördæmum, þar sem vér telj- um ekki fært að koma að hrein- um flokksmönnum, þar muni heimastjómarmenn styðja þá menn, ef í kjöri verða, sem samdóma eru oss um dagskrá vora, þ. e. um þau aðalmál, er fyrir kunnu koma á næsta þingi. Til þessa liggur sama orsök sem til þess, að vér styðjum núverandi stjórn, þótt eigi sé hún úr vorum flokki. Það sem bráðast liggur á nú, er að stía frá völdum, frá stjórn og þingi, þeim óaldarflokki, sem misþyrmdi landinu og misbauð því tvö undanfarin ár. Vér þurfum að hafa ráðvanda, gætna og friðsama stjórn, og ráðvant og gætið þing. Vér viijum ekki fara að dæmi óaldarflokksins og hans stjórnar, að sökkva landinu í skuldir til eyðslueyris. Vér viljum reyna að koma jöfnuði á tekjur og gjöld landssjóðs, og ekki ausa út fé, sem engan stað sér eftir til neinna gagnsmuna landinu. Vér viljum ekki ausa út fé á báðar hendur að nauðsynja- iausu og gagnslausu. Vér viljum ekki ausa þús- undum og tugum þúsunda í flokks-landeyður, til þess að geta skattað þá aftur til flokkssjóðs. Slíkt teljum vér ina svívirði- legustu og háskalegustu óráð- vendni. Vér viijum styðja af lands- sjóði þau stór-fyrirtæki, sem bæta og efla atvinnu lands- manna og auka gjaldþol þeirra — til arðvœnlegra fyrirtækja, i einu orði sagt. Þau ar sem heimastjórnar- flokkurinn var við völd, óx viðlagasjóður að miklum mun — landið græddi. Og þó vörðum vjer miklu fé til stór-fyrirtækja til hagsmuna landinu. Á þeim fáu árum urðu meiri framfa.rir hjer á landi, en nokkru sinni áður á hálfri öld. Vér heimastjórnarmenn þurf- um ekki annað en vísa til þess, hversu landinu var stjórnað á tíð Hannesar Hafsteins, og svo aftur hversu því var stjórnað síðustu tvö árin, er óaldarflokk- urinn hafði völdin. Þar talar sagan sjálf. Reynslan sýnir þar, milii hvers er að veija við kosningarnar næstu. J. Ó. Setning■ háskóla íslands. I. Ræða Klemens landritara Jónssonar. Að 30 dögum liðnum frá þessum degi eru rjett 30 ár liðin frá því, að frumvarp til laga um háskóla var fyrst borið upp. Það gerði Benedikt Sveinsson í þessum sal, sem vjer nú sitjum í, á hinu fyrsta þingi, sem haldið var í þessu húsi. Slíku máli hafði að vísu verið hreyft fyr, því á hinu fyrsta alþingi íslendinga 1845 bar Jón Sigurðs- son fram uppástungu um þjóðskóla á íslandi, »er veitt geti svo mikla mentun sjerhverri stjett, sem nægir þörfum þjóðarinnar«. Konungsfulltrúinn áleit, að hjer væri farið fram á, að fá fullkominn háskóia, og fleiri voru sömu skoðunar, enda verður uppástungan varla skilin öðru vísi, en Jón Sigurðsson neitaði því þó, að sú væri meiningin. Auðvitað var slíkt mál þá altof snemma uppborið. Árang- urinn varð þó sá, að prestaskólinn var settur árið 1847, og nú hófst baráttan um að fá innlenda læknakenslu og lagakenslu. Læknakensla komst á 1862, en þó eigi full- komin fyr en með lögum 11. febr. 1876. Innlend laga- kensla átti þar á móti örðugra uppdráttar, frumvörp og tillögur í þá átt voru bornar upp á þingi alls 20 sinnum, en 16 sinnum var neitað um staðfestingu laganna, eða að sinna þegnlegum uppástungum í þá átt (á hinum ráðgef- andi þingum). Loks var lagaskóli settur á stofn með lög- um 4. mars 1904, en þó þannig, að hann tæki fyrst til slarfa, þegar fje yrði veitt til hans á fjárlögum, en það varð fyrst fjórum áður síðar; hinn 1. október 1908 tók hann til starfa. Hið fyrsta kjörtímabil, eftir að vjer höfðum fengið löggjafarvald, var nokkurskonar reynslu og undirbúnings- timabil. Alt var þá óunnið og ógert hjá oss, sem gera þurfti. Það þurfti að leggja grundvöllinn til, og byrja á öllum verklegum framförum og umbótum á þessu landi; samgöngum á sjó og landi, og þeim einkanlega; framför- um og umbótum í atvinnuvegum vorum, en það þurfti jafnframt að fara gætilega í sakirnar, því peningaráðin voru lítil annarsvegar, og hinsvegar þurfti líka að fara vel og sparlega með þau, því danskir stjórnmálamenn höfðu spáð því, og látið það enda óspart klingja meðan stjórnmáladeilan stóð, að vjer værum þess eigi umkomnir, að hafa vor eigin fjárráð á hendi. Það var því án efa vel ráðið, að þeim málum, sem jeg vil kalla hugsjónamál íslands, var lítt hreyft á þessu tímabili, og það verður eigi annað sagt, en þingið hafi fyrsta kjörtímabilið í öll- um aðalatriðum leyst starf sitt af hendi með gætni og forsjá. En það var alveg eðlilegt, að á fyrsta þingi hins annars kjörtimabils kæmu hugsjónamálin fram, enda varð það svo, sem áður er getið, að Ben. Sveinsson, sem ávalt hafði af mesta kappi barist fyrir innlendri lagakenslu, bar fram frumvarp um háskóla á þessu þingi. Það komst gegn um neðri deild, en varð ekki útrætt í efri deild. Á næsta þingi, 1883, kom málið enn fram frá sama manni sem fyr; undir meðferð þess varð sú breyting gerð, að »lands- skóli« var stofnunin kölluð í stað »háskóla«, en það var ein- ungis nafnabreyting, efnið og innihaldið var sama sem fyr. Frumvarp þetta var samþykt sem 1 ö g frá alþingi.en því synj- að staðfestingar konungs. — Að landskólanafnið var valið hefur án efa komið af því, að þinginu hefur virst svo, sem það mundi verða atgætilegra fyrir dönsku stjórnina, heldur en nafnið »háskóli«. Með sama nafni var málið enn borið upp á næsta þingi 1885, og þá í efri deild, en var felt frá 2. umr. og í þess stað tekið upp lagaskóla- frumvarp. Nú var málið látið hvíla sig til 1891, en þó var því hreyft á Þingvallafundi 1888. Þá var það borið upp sem frumvarp til háskóla, og var samþykt í neðri deild, en felt í efri deild frá 2. umræðu. Aðalástæðan til þess, að þessi háskólafrumvörp áttu svo örðugt uppdráttar í þing- inu, var sú, að þau fóru ekki fram á annað nje meira í rauninni, en að sameina prestaskóla og læknaskóla, og bæta þar við Jagaskóla; í rauninni voru því þessi frum- vörp ekkert annað en tilraun til að fá lagaskóla, eða inn- lenda kenslu í lögfræði. Engin önnur kensla en guðfræði, lögfræði og læknisfræði áttu þar fram að fara. »Heim- speki og önnur vísindi skulu kend eftir því, sem síðar verður ákveðið með lögum«, stóð í frumvörpum þessum. Engin ákvæði voru um það, að þeir einir, er lokið hetðu prófi við háskólann, skyldu liafa rjett til embætta hjer á landi. Frumvörpin voru því æði ófullkomin, og um há- skóla í þeirri mynd, sem hann á að verða eftir lögunum 9. júlí 1909, hefði alls eigi verið að ræða, þótt þau hefðu i náð staðfestingu. Árið 1893 var fyrst stungið upp á lagaskóla, og þá fjekst full vissa fyrir því, að innlend lagakensla gæti kom- ist á, reyndar á mjög ófullnægjandi hátt, en því þótti eigi sinnandi, heldur var í þess stað samþykt frumvarp urn háskóla, með hinum sömu annmörkum, sem þegar er lýst, en því var, eins og fyr, neitað staðfestingar. Á þessu þingi var mál þetta rætt með talsverðu kappi, og var eitt af aðalmálum þingsins, og mörgum, bæði þing- mönnum og öðrum, þótti það bæði áhuga- og metnaðar- mál, að koma háskólamálinu fram. Fyrir því bundust i þinglok margir merkismenn samtökum um það, að vekja almennan áhuga á stofnun háskóla, og að efna til sam- skota því máli til framgangs, og sendu út áskorun til ís- lendinga um að skjóta fje saman til að mynda »Háskóla- sjóð íslands«. Áskorun þessari var vel tekið í fyrstu, svo að talsvert fje safnaðist saman, þar á meðal í útlöndum, og nú er þessi sjóður um 6000 kr. En brátt fór áhuginn minkandi; þó var málinu haldið vakandi með greinum i Þjóðólfi árið 1896, en það var nálega hið eina lífsmark með málinu, og á alþingi var nú alveg hljótt um það mál; stjórnarskrárdeilan hófst þá og tók hugi allra, svo um annað var þá ekki hugsað; málið lá því alveg niðri i 14 ár, þangað til því var hreyft á ný árið 1907, eða á öðru þingi eftir að innlend stjórn var komin á. Þá kom fram tillaga til þingsályktunar, er skoraði á stjórnina, að undirbúa þetta mál fyrir næsta þing. Stjórnin tók svo undir þá áskorun, að á næsta þingi, 1907, lagði hún fram frumvarp til laga um háskóla á íslandi, sem forstöðu- menn mentastofnananna hjer höfðu samið og sniðið eftir hinum nýju lögum fyrir norska háskólann í Kristjaníu, er stofnaður var fyrir rjettum 100 árum síðan. — Þetta lagafrumvarp var samþykt af alþingi og staðfest sem lög 9. júlí 1909. Þannig var þá háskólinn loks kominn á, — en aðeins á pappírnum, því hið sama ákvæði var sett inn i þessi lög og lögin um lagaskóla 1904, að há- skólinn skyldi þá fyrst taka til starfa, þegar fje yrði veitt til hans á fjárlögunum, og margir hafa án efa greitt at- kvæði með þessari stofnun í þeirri trú, að það mundi dragast nokkuð, að þingið sæi sjer fært að veita fje til háskólans. En sú trú hefur nú brugðist, því alþingi í ár veitti fje til hans frá 1. okt. næstkomandi, þegar hann tekur til starfa, og jafnframt var svo ákveðið í fjárauka- lögum fyrir yfirstandandi íjárhagstímabil, að háskólinn skyldi stofnaður í dag, og því hefur, vegna þessa ákvæðis, orðið að leita staðfestingar konungs á lögum þessum á alveg óvanalegan hátt og fjekst sú staðfesting 8. þ. m. Jeg skal ekki hjer minnast á það, hvílíka þýðingu háskóli hlýtur að hafa eigi einungis fyrir vísindalegt líf hjer á landi, heldur líka fyrir þjóðlíf vort í heild sinni og þjóðerni, því það mun annar maður, mjer miklu færari í þeim efnum, gera, þá er jeg hef lokið máli mínu; en jeg vil minnast á það, að það var ekki ófyrirsynju, að stjórn- in lagði það til i frumvarpi því, er hún lagði fyrir al- þingi 1909, að háskólinn tæki til starfa á aldarafmælis- degi Jóns Sigurðssonar, eða í dag, þó að þingið þá feldi það ákvæði burtu af fjárhagslegum ástæðum, og það er ekki ófyrirsynju, að alþingi í ár, um leið og það veitti fje til reksturs háskólans, tók upp hið sama ákvæði, því sannarlega á Jón Sigurðsson hina f}rrstu hugmynd um háskóla á íslandi, sannarlega á bann fyrstu upptökin og fyrstu framkvæmdir x þessu xnáli; hann hefur lagt grund- völlinn undir þetta mál, eins og flest önnur sjálfstæðis- mál þjóðarinnar, því háskólamálið er einn þátturinn, og það ekki hinn minsti, i baráttu íslendinga fyrir fullkomnu sjálfstæði. Vjer getum Því fullkomlega tekið oss í munn og gert að vorum orðum þau orð, sem Benedikt Sveins- son sagði um leið og háskólafrumvarp, boiáð fram af honum, var fyrst til umræðu í þessum sal nú fyrir 30 árum. En þessi orð hans eru svo: »Eins og orðið »mamma« er hið fyrsta orð, sem vjer heyrum af vörum barnsins, þannig var orðið »Þjóðskóli« hið fyrsta orð af vörurn alþingis 1845, framborið í nafni og utnboði þjóð- arinnar af þeinx manni, þeirri frelsishetju, sem nú er að vísu látinn, en hin andlega og líkamlega ímynd hans mænir yfir oss hjer í salnum, og jeg vildi óska, að hún æ og æfinlega hefði sem mest og best áhrif á oss innan þessara helgu vjebanda«. Þessi orð eru eins og til vor töluð í dag, vjer játum þau sönn að vera, en vjer bætum því við, að á þeim degi, sem háskóli fslands er settur,. þá inegum vjer ekki gleyma þeim manni, sem talaði þau, því þegar sögð er saga háskólastofnunarinnar, þá verður nafn Benedikts Sveinssonar nefnt þar meðal hinna fremstu, því enginn hefur barist eins fyrir henni sem hann; hve oft liefur hann ekki í þessum sal með sinni hrífandi mælsku, sem hann einkum beitti í þessu máli, snert hug og hjarta áheyrendanna? Og hve oft hefur ekki h a n n, einmilt hann borið það mál fram til sigurs með sínum.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.