Reykjavík

Útgáva

Reykjavík - 07.10.1911, Síða 3

Reykjavík - 07.10.1911, Síða 3
REYKJAVlK 173 Glaðlyndi og ánægja eru samfára notkun Sunlight sápunnar. Eins og sóls- kinið lýsir upp og fjörgar náttúruna, eins gjörir Sunlight sápan bjart yfir erfiði dagsins. SUNLIGHT SÁPA 2240 En hann hefir samt eigi farið að öllu varhluta; enda væru það firn mikil, eí svo væri, eins og hann hefir fram komið, þótt ekki sje nema í viðskiftaráðunauts-starfi sínu, er allir hljóta að viðurkenna, ef þeir vilja ekki dæma um það af pólitískum eða per- sónulegum ástæðum.að Það er áreiðan- lega rekið svo, að ekki kemur að neinu gagni. Enda mátti heita að það væri viðurkennt af flokki hans á síðasta þingi, að fjárveitingin væri ekki ætluð til gagns, þar sem hún var bundin við nafn Bjarna, og fellur því niður, ef hans missir við. Starfinn er því nú til iyrir Bjarna Jónsson, en ekki fyrir landið; en ekkert getur öfugra verið. Og mjög óheppilegt er það, að senda þá menn til þingsetu, sem eru á náðir þingsins komnir með bitlinga handa sjer. Þeir verða máske oft og einatt að fara þar í „hrossakaup", til þess að fá bitann, og ef slíkt er al- mennt, getur leitt af því hin mestu vandræði. Þingið verður þá að eins nokkurs konar fátækramanna-sam- kunda, er hefir það ríkast í huga, að úthluta sem mestum styrkveitingum til þeirra, er þar eiga sæti. „ísafold" tók það fram um daginn, að það ætti að vera algild regla, að þingmenn mættu engan bitling fá, og ef það er rjett, þá er hitt ekki síður sjálfsagt, að kjósa ekki bitlingamenn- ina á þing. Guðmundur Bárðarson er mjög álit- legt þingmannsefni, góður bóndi og vel menntaður, og ólikt er hann betur kunnur öllum þörfum og högum bænda- stjettarinnar heldur en hr. B. J.; þess vegna myndi jeg meðal annars hiklaust fylgja honum fast fram til kosning- anna, og jeg er sannfærður um, að Dalamenn mundu ekki iðrast þeirra skifta. Hann þarf heldur ekki að fá bitlinga handa sjálfum sjer. Á síðasta þingi vildi Sjálfstæðis- flokkurinn gera það að skilyiði, að þingmennimir væru búsettir hjer á fandi, og þótt B. J. telji sig að nafni til búsettan hjer í Reykjavík, þá er það ekki nema á pappírnum; hann er oft- ast á hótel-göngum í Kristjaníu, eða að einhverjum þess konar störfum ytra. Hjer kemur flokkurinn því í bága við sjálfan sig. Gætnir og áhugasamir bændur í Dalasýsiu ættu að sjálfsögðu að fylgja Guðmundi Bárðarsyni til kosninga. Vindar. Xosninga-hugvekja. Það skal ekki gert að umtalsefni hjer, hvort rjettara sje, að kjósa til alþingis í haust „Heimastjórnarmenn‘‘ eða „Sjálfstæðismenn", nógu margir aðrir vilja taka þátt í því „Turnimenti" ; en jeg vildi víkja að því örfáum orð- um, hvort heillavænlegra muni vera að kjósa „bannmenn“ eða „andbanninga". Það er að vonum höfuðstaðurinn, sem gengur á undan í því, eins og fleiru, eða viss flokkur þar, (þ. e. brennivíns- flokkurinn) að „stilla upp“ kandidötum, eingöngu til þess, að koma bannlögun- um fyrir kattarnef. Það er sem sje ekki á almennings vitorði, að svo sje víðar o p i n b e r 1 e g a, en búast má við að „auðlærð sje ill danska", og að víðar kunni að vera leynilega keppt að sama marki. — Það er ekki þörf á að rökræða bannmálið nú, jafn oft og búið er að reka ofan í andbann- inga öfgar og fjarstæður þeirra, en þess má ekki ógetið vera, að það er stór furða, að nokkur maður, sem vill láta sig full-vita og óspiltan kalla, skuli dirfast að bjóða löggjafarþingi þjóðarinnar menn með þvi aðal-pró- grammi, að eyðileggja í fæðingunni eitthvert mannúðlegasta hagfræðismál, sem orðið hefir að lögum á landi hjer, eitthvert hið álitlegasta menningar- spor, sem þessi þjóð hefir stigið. Hvað verður úr öllu sjálfstæðisglami'inu hjá þeím mönnum, sem hafa það að helzta og æðsta áhugamáli, að nema bann- lögin úr giidi? Ekkert! ■— allt reykur. Herópið bara þetta: „Burt burt með bannlögin! Gefið oss brennivín — nóg brennivín í landið!" — Hvert stefnir þetta? „Norður og niður!“ Hafa þessir menn athugað vel, hvað þeir erju að gera? Jeg held ekki. „Sjáandi sjá þeir ekki, og heyrandi heyra þeir ekki“ allt það böl og tjón, og alla þá sorg, sem á- fengið veldur. Þeir sjá ekki efnilegu mennina, unga og roskna, sem áfengið er búið að eyðileggja, og er að eyði- leggja, sem þó eru daglega fyrir allra augum. Þeir heyra ekki sorgar-and- vörp foreldranna, kvennanna og barn- anna, sem áfengisnautnin hefir svift sínum íegurstu vonum. Góðir íslendingar! gætið að, hvað þjer gerið 28. október næstkomandi. Gerið yður ljóst, hvort þjer þekkið ekki menn, sem áfengisnautnin er búin að eyðileggja, siðferðislega eða líkamlega, ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦« Peningar í boði! Alls konar gamlir málmar eru keyptir við hæzta verði. Sundurgreinig og vigt skeður undir eftirliti. Biðjið um verðskrá. Petersen og Brill, Gothersgade 1 4. Kaupmannahöfn. ►♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ►♦ og gerið yður ]jóst,£að þaðf er þ u n g- u r“ skattur^já ókkar litla þjóðfjelag, þegar svo fer um einn einasta efnileganfmann. Kjósið ekki þá menn á þing, sem vilja eyðileggja bannlögin áður en|þau eru reynd. ffeynum þau, landar góðir! og berum þausvo undir þjóðaratkvæði að nokkrum árum liðnum. Það er rjett og heppileg leið út úr^þessu ágreinings-máli. r. Dróttkvæð víia. Firn eru það, ef Forni flekar enn lýð með dekri, óslyngur er á þingum orðljótur Bægifótur. Raumur inn ragi á kamra rennur þings úr sennu ; alls er hann utan snilli ómætur í þingsæti. Hjalti. Vers á eftir lestri. Mosfells-hlandforar-málgagnið munnsöfnuð ljótan æfir; sí-ræpir Labbi’ í sorptrogið, sannleik og drengskap kæfir. Sneglu-Halli. Haukur, heimilisblað með myndum, VII. bindi nr. 16— 18 nýútkomið. Efni: Hjarta-ás, frásaga með mynd«m eftir H. Hansen (iramh.). — Neislar. — Æfiniýri Sherlock Holmes, leynilögreglu- sögur eftir A. Conan Doyle: Silipr-Blesi (framh.). — ÍJr öllum áttum: Vopnaði frið- urinn, með mynd. — Blóðtjörnin, með mynd. — álbanía, með 4 myndum: Albaníumenn ýmis konar; 300 ára gömul grísk-rómversk kirkja íAlbaníu; uppreistarmenn í Albaniu; Malissorar ganga Tyrkjum á hönd. — Skógareldar, með 3 myndura: amerískur skógarvörður; ekki eldfjall, heldur skógareld- ur; veiðimenn í Kanada. — Sandkorn, frá- saga eftir Carit Etlar, með mynduia. — Skritlur. Frá iitlöiiclmii. Stríðið. Frá því var skýrt í síð- asta blaði eftir símskeyti, að stríð væri byrjað milli ítala og Tyrkja. Af þessu hafa nú komið nokkru greinilegri frjett- ir. ítalir þóttust þurfa að vernda líf og rjettindi ítalskra þegna, sem bú- settir eru 1 Tripolis, sem er eign Tyrkja á norðurströnd Afríku. Sögðu þeir, að ítölum væri þar hætta búin af mú- hameðstrúarmönnum. Stjórnin í ítal- íu krafðist þess 27. f. m. af Tyrkja- stjórn, að hún ábyrgðist að ítölum yrði ekkert mein gert í Tripolis, að hún fjölgaði ekki herliði þar o. s. írv., og heimtaði svar innan sólarhrings. Tyrkir svöruðu ekki, og hófu þá ítalir ófriðinn. Eg undirritaður hefi nú fengið einkasölu-umboð fyrir ísland á Egypzkum cigarettuin frá verksmiðju A. G. Cousis & Co. í Kairo. Eg hefi selt þessar cigarettur hjer í verzlun minni nokkurn undanfarinn tima, og er útlit fyrir, að þær seljist öllum áður þekktum cigarettum fremur. Öllum fyrirspurnum svarað fljótt. Verðlistar og sýnishorn send ókeypis væntanlegum kaupendum. Virðingarfj'llst. Reykjavik í okt. 1911 R. P. Levi. cjFunáur í „*3?ramu verður haldinu i Goodtemplara- húsinu í Kvöld kl. e. h. Jtón Ólafnon talar. M Allir Heimastjórnarmenn, jafnt utanQelagsmenn sem fjelags- menn, velkomnir á fundinn. Einingin nr. 14, biður alla fjelaga sína að mætaánæsta fundi, 11. oktober. £æknaðeilð ijáskólans veitir ókeypis læknishjálp: Lyflæknis- og handlæknissjúkdómar þriðjudaga og föstudaga kl. 12—1. (Þingholtsstr. 23). Augnsjúkdómar miðvikudaga kl. 2—3. (Lækjargata 2). Eyrna-. nef- og hálssjúkdómar funmtu- daga kl. 2—3. (Pósthússtr. 14 A). Tannsjúkdómar mánudaga kl. 11—12 (Pósthússtr. 14 B). 6. Magnússon. Hinn 4. þ. m. er símað frá Kaup- manna’nöfn, að orsökin til stríðsins sje sú, að ítalir ásælist Tripolis. Hern- aðurinn sje talinn ofbeldisverk af þeirra hálfu, og hvervetna fordæmdur. En samúð almenn með Tyrkjum. Þar er og sagt, að hætt sje við ófriði um all- an Balkanskagann. í morgun er símað frá Kaupmanna- höfn: „Tripolis er á valdi ítala eftir lang- vinná skothríð. — Balkan rólegur". — Sem betur fer, hefir ekki enn þá orðið úr ófriði milli Þjóðverja og Frakka. Vonandi, að ekki komi til þess.

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.