Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 21.10.1911, Blaðsíða 4

Reykjavík - 21.10.1911, Blaðsíða 4
182 RE YKJ A VI K Menntaskólinn. Þar eru nú 130 nemendur. Kennaraskólinn verðursettur fyrsta vetrardag. Búizt við, að þar verði rúmir 60 nemendur. Stýrimannaskólinn. í honum eru 44 nemendur. Iðnskólinn. Milli 30 og 40 nemendur komnir, en von á fleirum. Talið víst, að þeir verði 45—50 Verzlunarmannaskólinn. Á honum eru um 90 nemendur. Kvöldskóli Ásgríms Magnúss. Hann tekur til starfa fyrsta vetrardag. Nær 40 nemendur eru þegar vísir, en von á fleirum. Kvennaskólinn. Þar eru 96 náms- meyjar. Hússtjórnarskólinn. Þar eru 10 námsmeyjar; von á 3 í viðbót. Ljósmæðraskólinn.'í honnm eru 7 námsmeyjar, og von á 2 i viðbót. Barnaskóli Reykjavíkur. íhon- um eru rúmlega 900 börn. Landakotsskólinn. Þar eru rúm 100 böm. Barnask]óli Ásgr. Magnúss- í honum eru 55 börn. Skipbrotsmanna-skýli, 14 að tölu, segir „Suðurland“ að ensk botnvörpunga- fjelög, erv veiði stunda hjer við land, ætli að láta reisa á strandlengjunni milli Ingólfs- höfða og Dyrhólaeyjar. Er nú verið að smíða þau í Hull. Þau eru úr trje, og hvert þeirra nægilega stórt fyrir eina botnvörp- ungs-skipshöfn. Verður þar fæði, sængurföt og eldsneyti, en fyrir utan skýlið flaggstöng, svo að gefa megi merki. Bátur á að fylgja hverju skýli. Hjálprseðisherinn boðar sjálfsafneit- Nokkrir nemendur geta enn fengið aðgang að Kvöldskólaiium í llerg'staöa- strætl 3. Ungir menn og konur! Munið, að æfin er stutt, en mentin löng. Hvergi fáið þið jafn-ódýra, hagkvæma og nota- drjúga mentun. Sjáið umsögn »Suðurlands« 14. tbl. þ. á. Þar standa þessi orð meðal annars: »Samskonar skólar hafa í öðrum löndum komið þjóðunum að mestuni og beztura notum, enda hafa allir gjört sér að skyldu að lilynna að þeim, þarna eru menn ekki rígbundnir við 12—14 námsgr. í 8—9 mán. af árinu«. Námsgr., sem menn geta valið um eru þessar: ísl., Dauska, Enska, Pýzka, Reikningur, Sagnfr., Náttúrufr., Landafr., Handavinna, Teikning, Líkamsaefingar og Bókfærzla. Kenslutími minst S—4 stundir dagl. Væntanlegir þátttakendur þessa skóla eru vinsamlega beðnir að gefa sig fram sem allra fyrst við undirritaðan forstöðumann skólans Ásghm Magnússon, Bergstaðastr. 3. Talsími 208. Valin Nýtízkuefni 50—60 teg. afmæld í einstaka alklæðnaði og alt þeim tilheyrandi, verð kr. 17—37 eftir gæðum. NB. Hreint innkaup. Tauin mæla sjálf með sjer við reynsluna. Einnig efni i Diplomatföt, Tfirfrakka, Buxur etc. Sparið fje ykkar, kaupið strax, því enginn býður þvílikt nema G u ð m . 8 I g u r ö s * o ii skraddari. unavviku sina í þetta skifti 22.—28. þ. m. Þá viku neita hermenn sjer um ýmislegt, og verja aurum þeim, er þeir spara á þann hátt, til styrktar málefni sínu, og vonast þeir eftir því, að aðrir fari að dæmi þeirra, og rjetti þeim hjálparhönd. Hvað svo sem segja má um trúboðsstarf hersins, þá ber víst öllum samsn um það, að líknarstarf hans er bæði þarft og virðingarvert, og að þeim aurum, sem hernum eru i hendur fengnir því til styrktar, er vel varið. Klœðevxvér éðeling, Viborg, Danraark sender portofrit 10 Alen sort, graat, inkblaa, inkgrön, inkbrun finulds Chevi- ots Klæde til en flot Damekjole for kun 8 Kr. 85 0re, eller 5 Alen bredt sort, inkblaa, graanistret, renulds Stof til en solid og smuk Herre- drag't for kun 13 Kr. 85 0re. Ingen Risiko! Kan ombyttes eiler tilbage- tages. Uld köbes 65 0re pr. Pd. Strikkede Klude 25 0re pr. Pd. Markús Þorsteinsson Frakkastig 9 — Reykjavík tekur að sjer allskonar aðgerð á ----- Hljóöfærum. -------- lennti á herskipinu „Democratique“, og drap þar 20 menn, en særði um 50. Herskipið „Liberte" var að eins fjögra ára gamalt, fyrsta flokks skip, og talið að hafa kostað fullar 30,000,000 króna. Mikilsliáttar fornnienjafundur. Skarnmt frá Ringsted á Sjálandi var drengur einn nýlega að grafa að gamni sínu gryfju í garði einuin, og fann hann þar þá ógrynnin öll af dýrgrip- um, sem legið hafa í jörðu í 700—800 ár. Það er stærsti fornmenjafundur, sem nokkurn tíma hefir fundizt í Dan- mörku, og hafa þó margir góðir gripir fundizt þar í jörðu. Meðal dýrgripa þessara eru hálshringar, armhringar, hálsfestar, hringjur og margt fleira úr gulli og silfri. Þar eru og hnífar og önnur vopn, gullstöng með drekahöfði, og um 500 peningar ýmis konar, þar á meðal nokkrir arabiskir peningar, og peningar frá dögum Sveins Tjúguskeggs. — Myndir af fundi þessum voru í síðasta hefti „Hauks“, sem kemur út í næstu viku. Skrifstofa ijeimastjórnarmanna Kkólastræti 4. Þar er og verður fyrst um sinn, kl. 8—lö að kvöldi, alltaf eiphver af hendi fjelagsstjóruarinnar, auk hins fasta skrifara. Talsími 147. Stjórn „Frams“. Dómur í meiðyrðamáli því, er borgarstjóri Páll Einarsson höfðaði í sumar gegn prófessor Lárusi H. Bjarnason, var kveðinn upp nú í vikunni, og var Lárus sýknaður. Dr. phil. er Guðmimdur Finnbogason orðinn. Hann varði doktors-ritgerð sina, „Den sympathiski Forstaaelse“ heitir hún, við Kaupmannahafnarháskóla 26. þ. m. Þingmálafund ætla þingmannaefni Reykjavíkurbæjar að halda á morgun í Barnaskólagarðinum, og hefst hann kl. l*/> síðdegis. Ekki tala þar aðrir en þingmnna- efnin. Þeim er ákveðin hálf klukkustund hverju, og auk þess 10 mínútur til þess að svara fyrirspurnum, er kjósendur 'kunna að beina til þeirra. Prófessor fig. Bjarnason ver dokt- ors-ritgerð sína við háskólann mánudaginn 30. þ. m. Bæjarstjórn Reykjavíkur. Pundnr 21. sept. f fjarveru borgarstjóra (sbr. síðustu fundargerð) stýrði bæjarfulltrúi Kl. Jóns- son fundinum. 1. Byggingarnefndargerðir frá 16. þ. m. lesnar og samþykktar. — Par með samþykkt að selja Rokstad 975 ferálna byggingarlóð við Laugarnesveg fyrir 50 aura feralin, og vegur þessi var ákveð- inn 30 álna breiður þar inn frá. — Enn fremur var samþykkt, að selja Guðm. Porleifssyni lóðina nr. 22 við Frakka- stíg fyrir 1 kr. feralin, en þurfi ekki að greiða kaupverðið fyrri en húsið er reist á lóðinni, en bærinn skal hafa fyrsta veðrjett í lóðinni, unz greitt er lóðarverðið. — Leyft eftir atvikum, að hækka innsiglingarvitann við Vitastíg um 6 álnir. 2. Fasteignanefndargerðir frá 19. þ. in. — Málinu um leigu Eiðsgranda frestað. — Samþ. viðvíkjandi stakkstæði á Stóra-Sels-túni, að fela bæjarverkfræð- ingnum að gera uppdrátt af strætiúu vestan Framnesvegar frá Vesturgötu að Bráðræði. — Bæjarstjórnin hafði áður vísað aftur ti! nefndarinnar beiðni Sig. Björnssonar um breytingu í byggingar- lóð 1000 ferálnum í Norðurmýrarbletti nr. 2, er hann ætlar að selja á 75 au. feralin hverja. Nefndin heldur fast við þá tillögu, er hún gerði á síöasta fundi, og það því fremur, sem fyrri eigendur túnsins hafa áður fengið leyfi til að leggja götu yfir túnið, sem framhaid Grettisgötu. Petta var samþ. með þess- ari viðbót: Bærinn tekur þó ekki á sig neina skyldu til að leggja vatnsæð eða gasæð að húsi því, er þar verður byggt, nje skolpræsi frá þvi. 3. Veganefndargerðir frá 19. þ. m. gáfu ekki tilefni til ákvarðana. 4. Fjárhagsnefndargerðir frá 19. þ. m. voru samþykktar. — Par með samþykkt að bæjarstjórnin veitti 1000 kr. styrk til iðnsýningarinnar úr bæjarsjóði, en aftur ákveðið, að setja upp 1000 kr. í húsa- ieigu fyrir húsnæði það, er sýningin fjekk hjá bænum. 5. Skólanefndargerðir frá 19. þ. m. samþykktar. Par með veitt ókeypis kennsla rúmum 100 börnum á aldrinum 7—10 ára. — 168 umsóknir höfðu komið um ókeypis kennslu, og í nokkrum þeirra hafði einnig verið sótt um styrk til bókakaupa. Gert ráð fyrir, að um 50 börn fengju styrk úr Thorkilliisjóði, en samþ., að veita hinum, er sótt höfðu, ókeypis kennslu. Bókakaupa-umsóknum vísað til fátækranefndar. Samþ. að veita einu barni 20 kr. styrk, er getur ekki sótt skóla vegna veikinda. — Samkv. tilkynningu frá umsjónarmanni fræðslu- mála, fær Barnaskóli Reykjavíkur 3,650 kr. styrk úr landssjóði. 6. Eftir tillögum nefndar þeirrar, er kosin var af bæjarstjórn 17. f. m. út af brjefi læknadeildar háskólans, samþykkti bæjarstjórnin, að verja allt að 1000 kr. af sjóði »Sjúkrahússfjelags Reykjavíkur« til aðgerðar á líkskurðarhúsi gamla læknaskólans. 7. Erindi frá Tryggva Gunnarssyni og Ásg. Sigurðssyni um að breyta erfða- festulandi þeirra, Melkotstúni, í bygg- ingarlóð, var vísað til fasteignanefndar. 8. Beiðni Guðm. Thorsteinssen í Lækjarhvammi um vatn úr vatnsveit- unni var visað til vatnsveitunefndar. 9. Erindi frá Oddi Gíslasyni um vatnsæð í hús hans, Bakka við Bakka- stig, var vísað til vatnsveitunefndar. 10. Bæjarfulltrúi Tr. Gunnarsson hreyfði nauðsyn á aðgerðum á Effersey. Málinu vísað til hafnarnefndar. 11. Kosnir í nefnd til að gera tillögur út af lýsisbræöslu í Effersey: Kn. Zim- sen, Þórður J. Thoroddsen og Tr. Gunn- arsson. 12. Kosnir í yfirkjörstjórn við al- þingiskosningarnar í haust:. Magnús Stephensen, Klemenz Jónsson, og til vara: Halldór Jónsson, bæjarfulltrúi, Eggert Briem, skrifstofustjóri. 13. Kosnir brunabótavirðingarmenn : Hjörtur Hjartarson, Sigvaldi Bjarnason. 14. Brunabótavirðingar sampykktar: a. Húseign Árna Eiríkssonar, Vesturgötu 18, kr. 8664,00; b. Húseign Indriða Gottsveinssonar, Grjótagötu 14 B, kr. 4,548,00 ; c. Húseign Sigurjóns Sigurðs- sonar o. fl., kr. 7,563,00; d. Húseign Guðm. Guðmundssonar, Niálsgötu 12, kr. 4,369,00; e. Húseign Jóns Laxdal, Nýlendugötu, kr. 1,980,00; f. Húseign Beykhússfjelagsins, Klapparst., kr. 768,00; g. Húseign Helga Helgasonar, Hverfis- götu 6, kr. 1,056,00. Hersklp springur í loft upp. Hinn 25. í. m. sprakk frakkneska herskipið „Liberte" í loft upp á höfninni í Toulon, aðal-herskipastöð Frakka við Miðjarðar- hafið. Um 500 manns er talið að hafi farizt. Brotin úr skipinu flugu langar leiðir, og skemindu mjög ýms önnur skip, er lágu á höfninni. Eitt brotið Kjðt og slátnr. Um 400 fjár úr Rangár- vallasýslu verður slagtað á mánudag og þriðjudag hjá Sicjgair cŒorfasyni Laugaveg. Hjartans pakkir vottum við öllum peim, er heiðruðu útför okkar elskuðu dóttur Þórunnar Ólavíu, er andaðist að Minni-Borg i Grímsnesi 9. p. m. En pó sjerstaklega heiðurshjónunum á Minni-Borg er önnuðust hana sem sitt eigið barn. Reykjavík -'jia 1911. I’óraiiun Jónsdóttir. Ól. Ólafsson, skósmiður. Silfur-skiiflióllcur er fundinn. Vitja má á afgr. blaðsins. Hálstau þvegið og strauað á Klappar- stíg 20 (niðri). Vanar og duglegar sauma- stúlkur geta strax fengið vinnu lijá Guðm. Sigurðssyni skraddara. £ Líftryggið yður i £ Lífsábyrgðaríjclaginu ,DAN‘. • Fjelagið er mjög útbreytt hjer á landi. \ Umboðsm.: Pjetur Halldórsson bóksaii. .) Hvar á að kaupa öl og vín? En í Thomsens M a g a s í n. Ritstj. og ábyrgðarm.: Stefán Runólfsson. Prentsni. Gutenberg.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.